Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Páskaferðir frá kr. 19.990 Costa del Sol Tveir fyrir einn 20. mars – 3. apríl Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, 2 fyrir 1 tilboð. Netverð. Gisting frá kr. 1.990 m.v. 2 í stúdíóíbúð á Bajondillo. Netverð á mann pr. nótt. Páskar í Prag vikuferð 21. mars – 28. mars Verð frá kr. 49.990 Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Comfort í 7 nætur. Innifalið í verði: Flug, gisting með morgunverði, skattar og íslensk fararstjórn. Glæsileg tilboð á síðustu sætunum í páskaferðir til Costa del Sol og Prag Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is GREIDDAR voru um 23 milljónir króna úr Flutningsjöfnunarsjóði ol- íuvara vegna gasolíu sem fór til framkvæmdanna við Kárahnjúka í fyrra. Þetta er samkvæmt óend- urskoðuðu uppgjöri fyrir árið 2004. Alls voru notaðar um 13 milljónir lítra af gasolíu vegna fram- kvæmdanna það ár. Á árinu 2003 voru greiddar alls um 500 milljónir króna úr sjóðnum í flutningsjöfnun á olíuvörur, að sögn Gunnlaugs Kristinssonar, lög- gilts endurskoðanda, sem annast hefur útreikninga fyrir sjóðinn. Endurgreiðslutaxtinn fyrir Austur- land var lækkaður í byrjun þessa árs, vegna aukinnar hagkvæmni flutninganna, og verða greiddar um 13,5 milljónir króna úr sjóðnum í ár, miðað við sama magn af gasolíu. Flutningsjöfnunarsjóður greiðir flutningsjöfnunargjald vegna olíu- nnar til Kárahnjúkavirkjunar fyrir sjóflutning og síðan frá Reyðarfirði til Hallormsstaðar sem er næsti út- sölustaður í byggð. Vegalengdin á landi er um 60 km. Nú eru greiddar 0,77 kr. á hvern lítra af gasolíu í flutningsjöfnunar- sjóðinn. Auknir olíuflutningar vegna framkvæmdanna á Austur- landi hafa aukið mjög hagkvæmni flutninganna að mati Gunnlaugs. Það hefur valdið lækkun á endur- greiðslutaxta sjóðsins fyrir Austur- land undanfarin ár. Taxtinn hefur verið lækkaður Fyrir 1. nóvember 1999 var flutn- ingsjöfnunartaxtinn yfir allt landið í bensíni og gasolíu 3 aurar á hvern lítra eldsneytis sem ekið var 1 km (l/km). 1. nóvember það ár var skil- ið á milli eldsneytistegunda og tek- in upp svæðaskipting á landinu. Þá hækkaði taxtinn á Austurlandi og voru greiddar 4,4 aurar fyrir l/km af gasolíu. Hinn 1. nóvember 2001 lækkaði taxtinn í 2,7 aura l/km vegna samstarfs olíufélaganna, sem leiddi til hagræðingar í olíuflutn- ingum. Frá 1. desember 2003 lækk- aði taxtinn á Austurlandi í 2,4 aura l/km. Frá 1. janúar 2005 eru greiddir 1,5 aurar l/km vegna gas- olíu fyrir austan. Flutningsjöfnunargjaldinu er ætlað til að koma á móts við mishá- an flutningskostnað á olíu til lands- manna. Gunnlaugur hefur reiknað gjaldið út með tilliti til raunkostn- aðar við hagkvæmasta flutnings- máta á hverjum tíma. Annars vegar er greitt fyrir sjóflutninga og hins vegar landflutninga olíuvara. Flutningsjöfnunargjald á sement, sem einnig var í gildi, var fellt nið- ur í fyrra. Áður hafði sement til stórframkvæmdanna á Austurlandi verið undanþegið flutningsjöfnun. Í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara sitja nú Gunnar G. Þor- steinsson, staðgengill forstjóra Samkeppnisstofnunar, og er hann formaður stjórnar, Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu. Olíu- félögin þrjú, sem selja olíu á lands- vísu, hafa síðan farið með eitt atkvæði í stjórn sameiginlega. Fyr- ir þeirra hönd sitja Ólafur Jónsson frá Skeljungi og Samúel Guð- mundsson frá Olís. Olíufélagið sagði sinn fulltrúa frá stjórninni í kjölfar umræðunnar um samráð olíufélag- anna. 23 milljónir greiddar úr Flutningsjöfnunarsjóði Olíuflutningar vegna framkvæmda við Kárahnjúka í fyrra HÁSKÓLI Íslands mun taka upp viðræður við Bílastæðasjóð Reykja- víkurborgar um framtíðarfyr- irkomulag bílastæðamála skólans, og kemur m.a. til greina að innheimt verði gjald fyrir að nota stæðin þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar um slíkt og málið sé allt á frumstigi. Málið var rætt í háskólaráði fyrir nokkru og var samþykkt að fela fulltrúum HÍ að ræða við fulltrúa bílastæðasjóðs, auk fulltrúa Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og Landsbókasafns – háskóla- bókasafns, og gera tillögu um fram- tíðarfyrirkomulag bílastæðamála HÍ og nærliggjandi stofnana. Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar HÍ, segir að enn hafi ekki verið fundað með bílastæða- sjóði og á ekki von á að það verði gert fyrr en kennslu lýkur í vor. Hann segir að rætt verði almennt um bíla- stæðavanda HÍ, hvernig bílastæði og/eða bílastæðahús verði kostuð og of snemmt að segja hvað komi út úr þeim viðræðum á þessu stigi. Páll Skúlason, rektor HÍ, og for- maður háskólaráðs segir að engar línur hafi verið lagðar um hvað eigi að fjalla um í viðræðum við bíla- stæðasjóð, ýmis mál þurfi að ræða. Hann segir hugmyndir um gjaldtöku af bílastæðum HÍ hafa verið uppi í mörg ár og engin ákvörðun tekin um slíkt. Einnig séu uppi hugmyndir um að takmarka á einhvern hátt aðgang að einhverjum stæðum HÍ fyrir öðr- um en nemendum og kennurum. Spurður hvort til greina komi að leggja gjald á notkun bílastæða HÍ segir Páll: „Það getur vafalaust komið til greina en núna er þetta allt opið og ef það á að setja upp einhver kerfi eða stýringu þarf að ræða það við borg- ina hvernig við stöndum að því. Það þarf að huga að því hvernig á að fara með málefni bíla starfsmanna, stúd- enta og annarra gesta. Þá er spurn- ingin – ef fara á út í gjaldtöku – hvernig á að standa að því, og því þarf að fara yfir málið í heild sinni,“ segir rektor. Málið var rætt á fundi stefnu- nefndar LSH og HÍ fyrir nokkru, enda nauðsynlegt að stofnanirnar hafi samvinnu um bílastæðamál, seg- ir Gísli Einarsson, framkvæmda- stjóri kennsluvísinda og þróunar við LSH, sem á sæti í stefnunefndinni. Þetta á ekki síst við þegar fram- kvæmdum við færslu Hringbrautar og nýjar byggingar stofnananna tveggja í Vatnsmýrinni lýkur. Gísli segir að umræða af þessu tagi sé ekki ný innan LSH, enda bíla- stæðamál í miklum hnút. „Það hefur margsinnis verið rætt að setja upp stöðumæla svo greitt sé fyrir bíla- stæðin. Menn hafa ekki ennþá lagt í það en það er að verða svo slæmt að- gengi fyrir sjúklinga, nú þegar göngudeildarþjónusta er að aukast og það er mjög stutt í að það verði að gera eitthvað slíkt.“ Hann segir slíkt þekkt við sjúkra- hús erlendis þar sem ekki séu ókeyp- is bílastæði fyrir aðra en þá sem þurfa að vera á ferðinni og starfs- menn komi yfirleitt með almennings- farartækjum í vinnuna. Hann við- urkennir þó að það geti verið erfiðleikum bundið hér á landi. HÍ ræðir við borgina um framtíðarskipulag bílastæðamála háskólans Gjaldskylda kemur til greina að mati rektors Morgunblaðið/Jim Smart LITLA stúlkan, sem féll af svöl- um fjölbýlishúss í Reykjavík fyrir skömmu, hefur nú verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Stúlk- an er við ágæta líðan samkvæmt upplýsingum frá Barnaspítala Hringsins. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, bar þetta alvarlega slys að með þeim hætti, að stúlk- an gat á augnabliki klifrað yfir svalahandrið og fallið til jarðar. Stúlkan var mjög alvarlega slös- uð. Fyrstu viðbrögð, flutningur stúlkunnar á Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi og að- gerðir þar, voru lífsbjargandi. Verulegur fjöldi lækna, hjúkr- unarfræðinga og annars starfs- fólks hefur komið að meðferð stúlkunnar. Stúlkan fékk flókna fyrstu meðferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og var síðan flutt á Barnaspítala Hringsins til frekari umönnunar. Meðferð stúlkunnar, umönnun á LSH og mikill stuðningur að- standenda, hefur skilað sér í góð- um árangri,“ segir í frétta- tilkynningu frá Barnaspítala Hringsins. Útskrifuð af Barnaspítala Hringsins við ágæta líðan LANDHELGISGÆSLAN var sett í viðbragðsstöðu í gær þegar bresk orrustuflugvél af gerðinni Tornado missti afl á öðrum hreyflinum suður af landinu. Vélin er tveggja hreyfla af gerðinni Tornado, áþekk F-15 orrustuflugvélum og tók flug- maðurinn ákvörðun um að lenda á öðrum hreyflinum á Keflavíkurflugvelli. Slökkvilið vallarins var sett í viðbragðs- stöðu ásamt Gæslunni, en lendingin tókst klakklaust og hlutust af hvorki meiðsli né skemmdir. Viðbún- aður vegna orrustu- þotu STÚDENTAR við Háskóla Íslands hafa fulla trú á því að háskólanum tak- ist að leysa bílastæðamál skólans með öðrum hætti en að taka upp gjald- skyldu, segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs HÍ. „Mér finnst það vera alveg fráleitt að ætla að fara að rukka stúdenta fyrir að leggja bílum sínum þegar þeir koma í skólann,“ segir Jarþrúður. Hún segir málið þó vera á algeru frumstigi. Hún segir að eftir sé að skipu- leggja nánar svokallað háskólatorg, nýjar byggingar á háskólasvæðinu, en hún sé þess fullviss að fundnar verði lausnir á bílastæðamálum þegar slík uppbygging fari af stað. Stúdentar vilja aðrar lausnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.