Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Páskaferðir frá kr. 19.990 Costa del Sol Tveir fyrir einn 20. mars – 3. apríl Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, 2 fyrir 1 tilboð. Netverð. Gisting frá kr. 1.990 m.v. 2 í stúdíóíbúð á Bajondillo. Netverð á mann pr. nótt. Páskar í Prag vikuferð 21. mars – 28. mars Verð frá kr. 49.990 Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Comfort í 7 nætur. Innifalið í verði: Flug, gisting með morgunverði, skattar og íslensk fararstjórn. Glæsileg tilboð á síðustu sætunum í páskaferðir til Costa del Sol og Prag Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is GREIDDAR voru um 23 milljónir króna úr Flutningsjöfnunarsjóði ol- íuvara vegna gasolíu sem fór til framkvæmdanna við Kárahnjúka í fyrra. Þetta er samkvæmt óend- urskoðuðu uppgjöri fyrir árið 2004. Alls voru notaðar um 13 milljónir lítra af gasolíu vegna fram- kvæmdanna það ár. Á árinu 2003 voru greiddar alls um 500 milljónir króna úr sjóðnum í flutningsjöfnun á olíuvörur, að sögn Gunnlaugs Kristinssonar, lög- gilts endurskoðanda, sem annast hefur útreikninga fyrir sjóðinn. Endurgreiðslutaxtinn fyrir Austur- land var lækkaður í byrjun þessa árs, vegna aukinnar hagkvæmni flutninganna, og verða greiddar um 13,5 milljónir króna úr sjóðnum í ár, miðað við sama magn af gasolíu. Flutningsjöfnunarsjóður greiðir flutningsjöfnunargjald vegna olíu- nnar til Kárahnjúkavirkjunar fyrir sjóflutning og síðan frá Reyðarfirði til Hallormsstaðar sem er næsti út- sölustaður í byggð. Vegalengdin á landi er um 60 km. Nú eru greiddar 0,77 kr. á hvern lítra af gasolíu í flutningsjöfnunar- sjóðinn. Auknir olíuflutningar vegna framkvæmdanna á Austur- landi hafa aukið mjög hagkvæmni flutninganna að mati Gunnlaugs. Það hefur valdið lækkun á endur- greiðslutaxta sjóðsins fyrir Austur- land undanfarin ár. Taxtinn hefur verið lækkaður Fyrir 1. nóvember 1999 var flutn- ingsjöfnunartaxtinn yfir allt landið í bensíni og gasolíu 3 aurar á hvern lítra eldsneytis sem ekið var 1 km (l/km). 1. nóvember það ár var skil- ið á milli eldsneytistegunda og tek- in upp svæðaskipting á landinu. Þá hækkaði taxtinn á Austurlandi og voru greiddar 4,4 aurar fyrir l/km af gasolíu. Hinn 1. nóvember 2001 lækkaði taxtinn í 2,7 aura l/km vegna samstarfs olíufélaganna, sem leiddi til hagræðingar í olíuflutn- ingum. Frá 1. desember 2003 lækk- aði taxtinn á Austurlandi í 2,4 aura l/km. Frá 1. janúar 2005 eru greiddir 1,5 aurar l/km vegna gas- olíu fyrir austan. Flutningsjöfnunargjaldinu er ætlað til að koma á móts við mishá- an flutningskostnað á olíu til lands- manna. Gunnlaugur hefur reiknað gjaldið út með tilliti til raunkostn- aðar við hagkvæmasta flutnings- máta á hverjum tíma. Annars vegar er greitt fyrir sjóflutninga og hins vegar landflutninga olíuvara. Flutningsjöfnunargjald á sement, sem einnig var í gildi, var fellt nið- ur í fyrra. Áður hafði sement til stórframkvæmdanna á Austurlandi verið undanþegið flutningsjöfnun. Í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara sitja nú Gunnar G. Þor- steinsson, staðgengill forstjóra Samkeppnisstofnunar, og er hann formaður stjórnar, Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu. Olíu- félögin þrjú, sem selja olíu á lands- vísu, hafa síðan farið með eitt atkvæði í stjórn sameiginlega. Fyr- ir þeirra hönd sitja Ólafur Jónsson frá Skeljungi og Samúel Guð- mundsson frá Olís. Olíufélagið sagði sinn fulltrúa frá stjórninni í kjölfar umræðunnar um samráð olíufélag- anna. 23 milljónir greiddar úr Flutningsjöfnunarsjóði Olíuflutningar vegna framkvæmda við Kárahnjúka í fyrra HÁSKÓLI Íslands mun taka upp viðræður við Bílastæðasjóð Reykja- víkurborgar um framtíðarfyr- irkomulag bílastæðamála skólans, og kemur m.a. til greina að innheimt verði gjald fyrir að nota stæðin þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar um slíkt og málið sé allt á frumstigi. Málið var rætt í háskólaráði fyrir nokkru og var samþykkt að fela fulltrúum HÍ að ræða við fulltrúa bílastæðasjóðs, auk fulltrúa Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og Landsbókasafns – háskóla- bókasafns, og gera tillögu um fram- tíðarfyrirkomulag bílastæðamála HÍ og nærliggjandi stofnana. Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar HÍ, segir að enn hafi ekki verið fundað með bílastæða- sjóði og á ekki von á að það verði gert fyrr en kennslu lýkur í vor. Hann segir að rætt verði almennt um bíla- stæðavanda HÍ, hvernig bílastæði og/eða bílastæðahús verði kostuð og of snemmt að segja hvað komi út úr þeim viðræðum á þessu stigi. Páll Skúlason, rektor HÍ, og for- maður háskólaráðs segir að engar línur hafi verið lagðar um hvað eigi að fjalla um í viðræðum við bíla- stæðasjóð, ýmis mál þurfi að ræða. Hann segir hugmyndir um gjaldtöku af bílastæðum HÍ hafa verið uppi í mörg ár og engin ákvörðun tekin um slíkt. Einnig séu uppi hugmyndir um að takmarka á einhvern hátt aðgang að einhverjum stæðum HÍ fyrir öðr- um en nemendum og kennurum. Spurður hvort til greina komi að leggja gjald á notkun bílastæða HÍ segir Páll: „Það getur vafalaust komið til greina en núna er þetta allt opið og ef það á að setja upp einhver kerfi eða stýringu þarf að ræða það við borg- ina hvernig við stöndum að því. Það þarf að huga að því hvernig á að fara með málefni bíla starfsmanna, stúd- enta og annarra gesta. Þá er spurn- ingin – ef fara á út í gjaldtöku – hvernig á að standa að því, og því þarf að fara yfir málið í heild sinni,“ segir rektor. Málið var rætt á fundi stefnu- nefndar LSH og HÍ fyrir nokkru, enda nauðsynlegt að stofnanirnar hafi samvinnu um bílastæðamál, seg- ir Gísli Einarsson, framkvæmda- stjóri kennsluvísinda og þróunar við LSH, sem á sæti í stefnunefndinni. Þetta á ekki síst við þegar fram- kvæmdum við færslu Hringbrautar og nýjar byggingar stofnananna tveggja í Vatnsmýrinni lýkur. Gísli segir að umræða af þessu tagi sé ekki ný innan LSH, enda bíla- stæðamál í miklum hnút. „Það hefur margsinnis verið rætt að setja upp stöðumæla svo greitt sé fyrir bíla- stæðin. Menn hafa ekki ennþá lagt í það en það er að verða svo slæmt að- gengi fyrir sjúklinga, nú þegar göngudeildarþjónusta er að aukast og það er mjög stutt í að það verði að gera eitthvað slíkt.“ Hann segir slíkt þekkt við sjúkra- hús erlendis þar sem ekki séu ókeyp- is bílastæði fyrir aðra en þá sem þurfa að vera á ferðinni og starfs- menn komi yfirleitt með almennings- farartækjum í vinnuna. Hann við- urkennir þó að það geti verið erfiðleikum bundið hér á landi. HÍ ræðir við borgina um framtíðarskipulag bílastæðamála háskólans Gjaldskylda kemur til greina að mati rektors Morgunblaðið/Jim Smart LITLA stúlkan, sem féll af svöl- um fjölbýlishúss í Reykjavík fyrir skömmu, hefur nú verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Stúlk- an er við ágæta líðan samkvæmt upplýsingum frá Barnaspítala Hringsins. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, bar þetta alvarlega slys að með þeim hætti, að stúlk- an gat á augnabliki klifrað yfir svalahandrið og fallið til jarðar. Stúlkan var mjög alvarlega slös- uð. Fyrstu viðbrögð, flutningur stúlkunnar á Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi og að- gerðir þar, voru lífsbjargandi. Verulegur fjöldi lækna, hjúkr- unarfræðinga og annars starfs- fólks hefur komið að meðferð stúlkunnar. Stúlkan fékk flókna fyrstu meðferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og var síðan flutt á Barnaspítala Hringsins til frekari umönnunar. Meðferð stúlkunnar, umönnun á LSH og mikill stuðningur að- standenda, hefur skilað sér í góð- um árangri,“ segir í frétta- tilkynningu frá Barnaspítala Hringsins. Útskrifuð af Barnaspítala Hringsins við ágæta líðan LANDHELGISGÆSLAN var sett í viðbragðsstöðu í gær þegar bresk orrustuflugvél af gerðinni Tornado missti afl á öðrum hreyflinum suður af landinu. Vélin er tveggja hreyfla af gerðinni Tornado, áþekk F-15 orrustuflugvélum og tók flug- maðurinn ákvörðun um að lenda á öðrum hreyflinum á Keflavíkurflugvelli. Slökkvilið vallarins var sett í viðbragðs- stöðu ásamt Gæslunni, en lendingin tókst klakklaust og hlutust af hvorki meiðsli né skemmdir. Viðbún- aður vegna orrustu- þotu STÚDENTAR við Háskóla Íslands hafa fulla trú á því að háskólanum tak- ist að leysa bílastæðamál skólans með öðrum hætti en að taka upp gjald- skyldu, segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs HÍ. „Mér finnst það vera alveg fráleitt að ætla að fara að rukka stúdenta fyrir að leggja bílum sínum þegar þeir koma í skólann,“ segir Jarþrúður. Hún segir málið þó vera á algeru frumstigi. Hún segir að eftir sé að skipu- leggja nánar svokallað háskólatorg, nýjar byggingar á háskólasvæðinu, en hún sé þess fullviss að fundnar verði lausnir á bílastæðamálum þegar slík uppbygging fari af stað. Stúdentar vilja aðrar lausnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.