Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ú
tvarpsstjóri, Markús
Örn Antonsson,
segist ekki ætla að
taka aftur þá
ákvörðun sína að
ráða Auðun Georg Ólafsson sem
fréttastjóra útvarpsins, frétta-
menn sem fyrir eru á fréttastof-
unni segja að þeir muni ekki vinna
með hinum nýráðna fréttastjóra.
Málið er í hörðum hnút.
En góðir hálsar, takið eftir: ég
veit hvernig er hægt að koma
fréttastjóramálum Ríkisútvarps-
ins í þann farveg að allir hlutaðeig-
andi geti haldið andlitinu.
Lausnina fann ég í lítilli frétt
sem birtist á baksíðu Morg-
unblaðsins 9. febrúar sl. en þar er
sagt frá því
að ákveðið
hafi verið að
gera tilraun
með tíma-
bundin vista-
skipti rík-
isstarfsmanna.
Segir í fréttinni að tilraunin feli í
sér að ríkisstarfsmenn geti farið
tímabundið milli ráðuneyta og rík-
isstofnana, en snúi að því loknu til
baka til fyrra starfs síns. Þá kemur
fram að fjögur ráðuneyti og stofn-
anir á vegum þeirra taki þátt í til-
rauninni; iðnaðarráðuneytið, fjár-
málaráðuneytið, dómsmála-
ráðuneytið og loks menntamála-
ráðuneytið, en undir það heyrir
einmitt ríkisútvarpið.
Svo nefnd séu dæmi um það
hvað menn eru að hugsa með þess-
ari tilraun er rétt að taka fram að
haft var eftir Ragnheiði Árnadótt-
ur, aðstoðarmanni fjármálaráð-
herra, að það mætti hugsa sér til
dæmis að menntaskólakennari
færi að vinna tímabundið á skatt-
stofunni.
Mikið er það nú gott að hjá rík-
inu skuli vinna fólk sem getur látið
sér detta svona snjallræði í hug.
Ég ímynda mér að fólk útfylli
skattframtalið sitt þetta árið ein-
faldlega með bros á vör, vitandi
það að skattpeningum þess hefur
verið vel varið. Það er nefnilega
mjög mikilvægt að ríkið stundi til-
raunastarfsemi á sem flestum svið-
um, helst líka að það víkki út starf-
semi sína sem mest.
Sannarlega þarf ekki að efast
um að þessi tiltekna tilraun gefur
fólki í þjónustu hins opinbera tæki-
færi til að breikka starfsreynslu
sína og víkka sjóndeildarhringinn.
Það væri kannski ósanngjarnt
að kalla þá ríkisstarfsmenn sem
nýta sér þennan kost tilraunadýr,
það liggur þó í hlutarins eðli þegar
um tilraun er að ræða.
En þetta opnar auðvitað líka á
óvæntar lausnir á erfiðum vanda-
málum, s.s. þeim hnút sem nú er
kominn í fréttastjóramálin.
Mér finnst semsé blasa við að sá
umsækjenda um stöðu fréttastjóra
útvarps sem meirihluti útvarps-
ráðs mælti með (og Markús Örn
Antonsson útvarpsstjóri síðan réð)
mæti til starfa á fréttastofu út-
varps 1. apríl nk. eins og að hefur
verið stefnt.
Daginn eftir gæti hann síðan
gengið inn í tilraunaverkefni ráðu-
neytanna fjögurra og hafið störf
hjá Einkaleyfastofunni, einni af
undirstofnunum iðnaðarráðuneyt-
isins (af því að framsóknarmenn
hafa einkaleyfi, að því er fullyrt er,
á fréttastjórastöðu útvarpsins), nú
eða sem starfsmaður Stjórnartíð-
inda/Lögbirtingablaðsins sem skv.
vef stjórnarráðsins er ein af undir-
stofnunum dómsmálaráðuneyt-
isins. Sumir virðast telja að hinn
nýi fréttastjóri hafi ekki nægilega
fjölmiðlareynslu, með flutningi til
þessarar tilteknu stofnunar dóms-
málaráðuneytisins mætti snarlega
bæta úr því.
Kosturinn er sá að með þessu
mætti slá margar flugur í einu
höggi: fréttamenn á ríkisútvarpinu
þurfa ekki að fara út í einhverjar
fjöldaaðgerðir, sá er verið hefur
starfandi fréttastjóri á fréttastof-
unni eftir að Kári Jónasson gekk
úr skaftinu í haust, Friðrik Páll
Jónsson, getur haldið áfram eins
og ekkert hafi í skorist og frétta-
stjórinn nýráðni þarf ekki (í bili
a.m.k.) að taka afstöðu til þeirra
óska, sem settar hafa verið fram,
um að hann afsali sér stöðunni.
Markús Örn þarf ekki heldur
formlega séð að bakka með ráðn-
inguna og meirihluti útvarpsráðs
getur líka unað glaður við sitt því
ráðinn hefur verið maður á frétta-
stofuna sem færir ferskleika og
rekstrarreynslu þangað inn; en er
jafnframt meðal þeirra fyrstu til að
taka þátt í fyrrgreindri tilraun sem
ríkisstjórn sömu flokka og ráða
meirihluta í útvarpsráði hefur
ákveðið að gera.
Að vísu er það galli á þessari
hugmynd minni að það mun víst
vera þannig að almennt gerir til-
raunaverkefnið ráð fyrir að starfs-
maður hafi verið þrjú ár í starfi
sínu áður en hann getur farið fram
á vistaskipti. Ég trúi því þó ekki að
það ætti að vera vandamál að horfa
fram hjá þessu við svo óvenjulegar
aðstæður. Eins ætti ekki að vera
vandamál að horfa framhjá því við-
miði sem er til grundvallar hjá
þeim, sem stýra títtnefndri tilraun,
að vistaskiptin vari aðeins eitt ár.
Nýr fréttastjóri gæti semsé verið í
„viðvarandi vistaskiptum“; svona
til að halda friðinn. Kosturinn við
þá ráðstöfun væri sá að hann bæri
að forminu til titilinn fréttastjóri á
fréttastofu útvarpsins. Það þyrfti
því ekki að ganga aftur í gegnum
þetta sársaukafulla ráðningarferli,
Friðrik Páll Jónsson yrði einfald-
lega til frambúðar „de facto“
fréttastjóri útvarpsins.
Góðir hálsar, takið eftir: þeir
sem halda að ég sé að grínast eru á
villigötum. Ég er ekkert meira að
grínast heldur en þeir aðilar
(meirihluti útvarpsráðs og út-
varpsstjórinn sjálfur) sem ákváðu
að ganga framhjá öllum þeim
margreyndu og mikilhæfu mönn-
um, sem sótt höfðu um starf frétta-
stjóra útvarpsins, og réðu í staðinn
þann sem hafði minnsta reynslu af
fréttamennsku af öllum umsækj-
endum. Ég er ekkert meira að
grínast en þeir einstaklingar sem
undanfarna daga hafa gert veik-
burða tilraunir til að halda því
fram að ráðningin hafi verið full-
komlega eðlileg.
Það eina sem er í raun fyndið í
þessu fréttastjóramáli öllu saman
er að þeir sem bera ábyrgð á þess-
ari ráðningu skuli halda að fólk viti
ekki hvað klukkan slær.
Viðvarandi
vistaskipti
En góðir hálsar, takið eftir: ég veit
hvernig er hægt að koma
fréttastjóramálum Ríkisútvarpsins í
þann farveg að allir hlutaðeigandi
geti haldið andlitinu.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
Í DAG, fimmtudag, verður rektor
Háskóla Íslands kosinn til næstu
fimm ára. Á kjörskrá eru yfir 10.000
manns. Háskóli Ís-
lands er fjölmennasta
og fjölbreytilegasta
samfélag landsins.
Skólinn er þjóðskóli og
nærri eitt hundrað ára
gamall.
Háskólinn stendur á
tímamótum því það
þarf meira fjármagn
til hans svo hann geti
gegnt skyldum sínum
sem alþjóðlegur rann-
sóknaháskóli. Það eru
mikil sóknarfæri í há-
skólamenntun og við
verðum að veita ungu fólki mögu-
leika á sem allra bestu menntun.
Það verður að bæta
launakjör háskólakennara
Eitt alvarlegasta áhyggjuefni Há-
skóla Íslands er hversu laun starfs-
manna hafa dregist aftur úr öðrum
hópum. Það er brýnt að það fáist
leiðrétting á launakjörum því lág
laun draga úr gæðum háskólastarfs.
Rektor hefur það hlutverk að
standa með starfsmönnum sínum í
baráttu fyrir bættum launum. Há-
skóli Íslands á að vera eftirsóttur
vinnustaður, m.a. vegna launakjara.
Gott og ánægt starfsfólk er for-
senda fyrir öflugu
starfi í rannsóknum og
kennslu.
Rektor á að vera
bandamaður
stúdenta
Rektor gegnir mik-
ilvægu hlutverki í
hagsmunabaráttu stúd-
enta. Rektor ber að
berjast fyrir hags-
munum stúdenta af
fullum krafti í sam-
starfi við félög þeirra,
m.a. í málefnum LÍN og í
baráttu þeirra fyrir lágum leik-
skólagjöldum og til að tryggja þeim
lesaðstöðu sem verður opin allan
sólarhringinn.
Lykillinn að framtíðinni og að
bættum lífskjörum allra jarðarbúa
liggur í aukinni menntun, sér-
staklega menntun kvenna sem er
hluti af jafnréttisumræðunni. Þetta
er ekki bundið við Ísland heldur all-
an heiminn og við höfum hlutverki
að gegna á alþjóðavísu, einnig sið-
ferðilegar skyldur, níunda ríkasta
þjóð í heimi.
Skýr framtíðarsýn
Ég á mér þá framtíðarsýn að eftir
fimm ár verði Háskóli Íslands enn
öflugri háskóli en nú er með rann-
sóknir á heimsmælikvarða, vandaða
kennslu í grunnnámi og framhalds-
námi, með ánægða og vel launaða
starfsmenn, vel skipulagðan og hag-
kvæman rekstur, góða og vel búna
aðstöðu og vera ráðandi afl í um-
ræðu um menntamál og með gott
álit og orðspor hjá almenningi og
ráðamönnum.
Rektor Háskólans
kosinn í dag
Ágúst Einarsson fjallar um kjör
rektors við Háskóla Íslands ’Háskólinn stendur átímamótum því það þarf
meira fjármagn til hans
svo hann geti gegnt
skyldum sínum sem
alþjóðlegur rannsókna-
háskóli.‘
Höfundur er prófessor og er í fram-
boði til rektors Háskóla Íslands.
Ágúst Einarsson
GAMALL prestur hvarflaði hug til
fyrstu fermingar sinnar á Húsavík og
eftirfarandi varð til:
Stundin er stór. Þrjátíu og níu börn
lofa vottfest að leitast við eftir
fremsta megni að hafa frelsara vorn
Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Allir
viðstaddir eru vottar að þessu heiti
barnanna með nærveru sinni. Því
fylgir sú skylda að draga aldrei úr
þessari viðleitni þeirra.
Í öðru lagi er innifalið í
þessari mætingu með
börnum og aðstandend-
um að leggja fram sínar
hljóðu bænir og upp-
hátt með öðrum fyrir
velgengni þessara aðila.
Það vita allir kristnir
menn að í bæn er bless-
andi máttur handa þeim
sem þeirra njóta. Er
hugsanlegt að menn
taki þátt í svona athöfn
með nærveru sinni án
þess að bera heillaóskir í huga? Það
væri mikið hugsunarleysi ef það væri
rétt. Hefur nokkurt ungmenni efni á
að missa af margradda blessunar-
bæn? Ég segi nei.
Altarisganga – Um hana hafa ýms-
ir sitthvað að segja. Hún er túlkuð
sem speglun á minningarhátíð um
samneyslu Jesú og postulanna og í
henni felist engin skylda. Margir eiga
erfitt með að hugsa sér að eta líkama
Krists og drekka blóð hans. Þessu hef
ég ekki andmælt í umboði kirkju sem
þjónandi prestur, en sem einstakling-
ur er ber eingöngu ábyrgð á mér
sjálfum, þá er það mín sannfæring að
hér sé ekki um neitt mannát að ræða,
heldur sé Kristur að benda á að við
eigum heldur að láta lífið fyrir mál-
stað hins góða en ganga hinu illa á
hönd. Hann lét sitt líf fyrir málstað
hins góða til lærdóms fyrir okkur.
Þess vegna höfum við skyldur við
hann að rækja og þeirra minnist ég í
altarisgöngu. Ég get ekki trúað því að
ég sé Guði svo einskis virði að ég þurfi
ekki að sýna viðleitni til þess að reyna
að hafa Jesú Krist fyrir leiðtoga lífs
míns. Nei, nei og enn nei.
Einn bæjarstjóri á Húsavík fagnaði
þessari skoðun minni, mætti til ferm-
ingar og altarisgöngu með fjölskyldu
sinni sem hann hefði annars ekki gert.
Mér finnst svo margt manngert í
trúarbrögðunum, fljótfærnislega út-
fært og rökfræðilega gisið. Ég skil
ekki samhengið milli þess að Guð sé
alltaf hjá okkur og með okkur. Skiptir
ekki hver þú ert. Getur Guð verið hjá
morðingja meðan hann drepur án
þess að vera meðsekur? Svo ég nefni
eitt dæmi. Getur verið að við þurfum
að ákalla Guð hástöfum með fjölda
bæna fyrst hann er hjá okkur?
Hvernig á þetta að ganga upp? Ég er
ekki að gera að gamni mínu né hæð-
ast að einu né neinu. Ég er að leita að
hinum föstu punktum
trúarinnar og leiðinni á
milli þeirra. Mér verður
hugsað til Krists. Þegar
hann gengur út í eyði-
mörkina og dvelur þar
40 sólarhringa til þess
að móta lífsstefnu sína.
Ekki fyrir einn dag
heldur lífið allt. Hann
fær hugdettu að breyta
steinum í brauð. Nei,
það dugði ekki.
Að kasta sér fram af
musterisbrúninni í
þeirri trú að hann nyti til þess náðar
Guðs og næði þannig drottnunar-að-
stöðu fyrir ótta þeirra er sáu. Nei,
hann gat ekki verið viss um að það
heppnaðist; „Ekki að freista Drottins
Guðs þíns.“ Loks kom sýnin um öll
ríki veraldar. Það var freistandi. Til
þess þurfti valdagræðgi, ágirnd og
miskunnarlausa hörku. Nei, hann var
kominn í heiminn til þess að þjóna, en
ekki til að drottna, þjóna mönnunum í
máttleysi þeirra til góðs en þó um-
fram allt að þjóna Guði með því að
kenna boðskap Hans í orði og verki.
Já, Kristur mátaði sig við líf í hendi
Guðs og kom þannig tilsniðinn inn í
jarðneskt samfélag á sinn hátt eftir að
hafa hugsað það og lagt það niður fyr-
ir sér í 40 sólarhringa.
Hann gekk afsíðis og bað til síns
Guðs oft og mörgum sinnum og
stundum í átökum við eigin sál. Þetta
var honum veruleiki og vissa, trúar-
vissa. Hann sá og fann hvert hún skil-
aði honum. Hún náði til Guðs sjálfs í
þeim gæðaflokki að hann fékk bæn-
heyrslu við að hjálpa ekkjunni frá
Nain með því að vekja upp son hennar
og gefa honum nýtt líf.
Hvílík opinberun fyrir okkur
kristna menn. Þarna er til afl; „Guð“
sem getur breytt lífi, bætt við slokkn-
að líf og Kristur bæði guð og maður
gat og getur náð sambandi við hann
með því að nota bæn. Þetta vissi Hall-
grímur Pétursson; „Bænin má aldrei
bresta þig, búin er freisting ýmisleg“.
Já við höfum Guð og við þekkjum
bænir og bænaraðferð Krists. Hvað
vantar þá? Ha? Okkar eiginn vilja og
viðleitni til að biðja Guð af heitum hug
og einlægni og einbeitni. Grunnurinn
er þó sá að við höfum einlæga trú á
Guði. Án þess verður bænin máttvana
eða aldrei beðin nema út úr neyð, þá
er hún of síðbeðin; Bæn knúin fram af
hræðslu hefur falskan keim.
Við nútímamenn reynum oft að
framkvæma líkinguna að breyta
steinum í brauð. Hún breytist oftast í
andhverfu sína. Við förum með brauð-
peningana okkar í spilakassana og
eftir einhvern tíma sitjum við oftar en
ekki með steina sem við þurfum að
breyta í peninga til þess að geta keypt
brauð. Við viljum líka vekja á okkur
athygli líkt og með musterisbrúnina.
Við fáum okkur einn gráan, setjumst
upp í lúxusbílinn og ökum sem hrað-
ast til að komast sem lengst og víðast
á engum tíma. Það er ekki gert ráð
fyrir að neinn sé fyrir, en ef svo fer er
það ógæfa hans. Ásælni eftir völdum í
ríkjum heims er alltaf í framboði í
myndinni að valta tilfinningalaust yfir
hvern sem er að flækjast fyrir og
reynir að verja sinn eiginn rétt.
Því er full ástæða til þess að allir
þeir sem viðstaddir eru fermingu
leggi fram sínar bænir til blessunar
nýliðanna við að móta og fylgja eftir
þeirra nýju lífsstefnu.
Ávinningurinn við að tileinka sér
þetta einfalda trúkerfi; Guð, bæn-
heyrslu og vilja gerir manninn ótta-
lausan, áhyggjulausan eða áhyggju-
lítinn. Við leggjum með þessari trú
allt í hendur Guðs og vitum að hann
sléttar verstu hnjóskana á okkar
framtíðarbraut. En gleymum því ekki
að við erum Guði það mikils virði að
við verðum að sýna fulla ábyrgð, mið-
að við okkar getu á öllu því sem okkur
snertir og líka aðra í okkar samskipt-
um.
Til hamingju með fermingarnar!
Kjarni trúarinnar
Björn H. Jónsson fjallar um trú ’Það vita allir kristnirmenn að í bæn er bless-
andi máttur handa þeim
sem þeirra njóta. ‘
Björn H. Jónsson
Höfundur er fyrrverandi
sóknarprestur.