Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 23
MINNSTAÐUR
EKKI komast nærri allar hljómsveit-
ir sem vilja á dagskrá rokkhátíðar al-
þýðunnar, Aldrei fór ég suður, sem
haldin verður á Ísafirði í annað sinn
nú um páskana. Kom það fram þegar
aðstandendur hátíðarinnar kynntu
dagskrána og skrifað var undir vilja-
yfirlýsingu um stuðning þriggja fyr-
irtækja við framtakið.
Aldrei fór ég suður verður haldin í
Edinborgarhúsinu laugardaginn fyr-
ir páska, 26. mars. Verið er að gera
upp þetta sögufræga hús og er það
verk hálfkarað. En það verður sett
upp svið og gólfin sópuð af þessu til-
efni.
Örn Elías Guðmundsson, tónlistar-
maðurinn Mugison, rifjaði það upp á
blaðamannafundi á Ísafirði að hug-
myndin að hátíðinni hefði fæðst í
spjalli þeirra feðga yfir bjór í útlönd-
um. „Það var gaman að sjá svona
asnalega hugmynd springa út,“ sagði
hann en á annað þúsund gestir komu
á hátíðina um páskana í fyrra.
Ólíkar tónlistarstefnur
Örn Elías, Guðmundur faðir hans
og Ragnar Kjartansson í Trabant
ákváðu að halda hátíðina aftur og nú
hafa þeir „einkavætt“ hana, fengið til
liðs við sig Íslandsbanka, Símann og
Flugfélag Íslands sem styrktaraðila.
Fram kom hjá þeim að einkennilegt
væri, í ljósi þess hvernig hátíðin hefði
verið hugsuð, að stilla sér nú fyrir
framan auglýsingaskilti til að skrifa
undir samninga við stórfyrirtæki um
stuðning við hátíðina.
Þótt listamenn fái ekki greitt fyrir
vinnu sína hefur hátíðin spurst þann-
ig út að fleiri listamenn og hljómsveit-
ir hafa sótt um að komast að en hægt
er að koma fyrir á dagskránni. Örn
Elías segir að eftir að þeir félagar
ákváðu að halda hátíðina aftur hafi
það verið fljótt að spyrjast út og viku
síðar hafi þeir verið búnir að segja já
við of marga og orðið að vísa frá eftir
það. Hann segir að stefnan sé sú
sama og í fyrra, að blanda saman ólík-
um tónlistarstefnum. Þarna verði
jaðartónlist blandað saman við þekkt-
ari. Um 50 listamenn koma annars
staðar frá, auk fjölda Vestfirðinga.
Jassband Villa Valla rakara á Ísa-
firði verður í öndvegi á hátíðinni í
þetta sinn, með svipuðum hætti og
Halldór Hermannsson í fyrra. Aðrir
listamenn og hljómsveitir eru þannig
skráðar á heimasíðu hátíðarinnar:
Ghostigitial, Hjálmar, Tristian, Kim-
ono. Skátar, Trabant, Hudson
Wayne, Hraun, Mugison, NineElev-
ens, Strengjasveit Tónlistarskóla
Ísafjarðar, Reykjavík!, Þórir trúba-
dor, Gruff Rhys, Sökudólgarnir, Staf-
rænn Hákon, Húsið á sléttunni,
Borkó, Siggi Björn, Apollo, Írafár,
Run off, Poul Lydon, Jói/701, Lack of
Talent, NilFisk, BMX og Karlakór-
inn Ernir. Hvert atriði er frekar
stutt, eða um tuttugu mínútur, en
samt munu tónleikarnir standa lung-
ann úr deginum. Mugison bætir því
við að hann muni koma fram með
hljómsveitinni Unaðsdal sem leiki
„bluegrass“-tónlist og það geri einnig
Gruff Rhys, söngvari hinnar þekktu
velsku hljómsveitar Super Furry
Animals.
Örn Elías telur að fólk verði opn-
ara fyrir nýjum straumum í tónlist-
inni þegar tveir heimar hennar mætis
með þeim hætti sem gert er ráð fyrir
á hátíðinni.
Tónlistarhátíðin er haldin í Skíða-
viku Ísfirðinga sem haldin hefur verið
í sjötíu ár og er því elsta bæjarhátíð
landsins. Aðstandendur hátíðarinnar
vekja athygli fólks, sem hefur áhuga
á að koma til Ísafjarðar af þessu til-
efni, á að gera ráðstafanir varðandi
gistingu og benda á upplýsingar á
vefnum skidavika.is í því sambandi.
Þá mun Síminn sýna beint frá tón-
listarhátíðinni á Netinu.
Fleiri vildu leika á rokkhátíð alþýðunnar en komust að
Tveir
heimar
mætast
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Aldrei fór ég suður Ragnar Kjartansson og Mugison leika saman einkenn-
islag hátíðarinnar eftir að skrifað var undir samninga við styrktaraðila.
SUÐURNES LANDIÐ
Innri Njarðvík | Leikskólabörn á
Holti í Innri-Njarðvík afhentu leik-
skólastjóra mósaíkverk með merki
skólans sem þau höfðu búið til ásamt
Söru Dögg Gylfadóttur mynd-
menntakennara á 20 ára afmæli
skólans sl. þriðjudag. Við sömu at-
höfn var nýleg viðbygging leikskól-
ans formlega vígð en í henni er m.a.
listaskáli sem nýttur er til myndlist-
arkennslu, leikskólabörnum á Holti
til mikillar ánægju. Hann er góð við-
bót við listauppeldið sem fyrir er á
Holti, tónlistarkennslu og lifandi
lestur.
Sara Dögg sagði í samtali við
Morgunblaðið að mikil leynd hafi
hvílt yfir gerð verksins, enda átti
það að koma Kristínu Helgadóttur
leikskólastjóra á óvart í afmæl-
isveislunni og skrifstofa hennar er
við hliðina á listaskálanum. „Við
byrjuðum á þessu í þarsíðustu viku
en drifum okkur svo að klára í síð-
ustu viku þegar Kristín var í fríi.
Leynimakkið gerði þetta svo
skemmtilegt.“ Sara Dögg sagði jafn-
framt að krakkarnir hefðu staðið sig
mjög vel en aðspurð fannst þeim
skemmtilegast að raða flísunum í.
Leikskólinn fékk óvænta afmælisgjöf
Leynimakkið gerði
þetta skemmtilegt
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Mósaík Listamennirnir Kristján, Eiríkur, Alma og Ester ásamt Söru Dögg
myndmenntakennara. Eydís Ósk, Aldu Nieve og Elís voru ekki viðstödd.
Reykjanesbær | Gert er ráð fyrir að
íbúum Reykjanesbæjar fjölgi um ríf-
lega eitt þúsund á næstu þremur ár-
um. Í þriggja ára fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs er gert ráð fyrir verulegri
aukningu á útsvars- og fasteigna-
tekjum á tímabilinu. Þriggja ára áætl-
unin var samþykkt með atkvæðum
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi
bæjarstjórnar í vikunni en fulltrúar
minnihlutans sátu hjá.
Í bókun sem Árni Sigfússon lagði
fram fyrir hönd meirihlutans við af-
greiðslu áætlunarinnar kemur fram
það álit að í henni gæti áhrifa hinnar
miklu uppbyggingar sem nú sé vel á
veg komin. „Þannig er gert ráð fyrir
að sú áhersla sem lögð hefur verið á
að gera Reykjanesbæ að fýsilegum
búsetukosti nálægt höfuðborgar-
svæðinu fari að skila sér fyrr en ráð
var gert fyrir.“
Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur
aukist um ríflega 21% á tímabilinu,
vegna fjölgunar íbúa um ríflega eitt
þúsund og launaþróunar og að fast-
eignagjöld hækki um 40%, aðallega
vegna 700 nýrra íbúða sem reiknað er
með að verði lokið við á tímabilinu.
Fram kemur að stefnt er að afgangi
af rekstri öll árin.
Stærstu kostnaðaraukandi þætt-
irnir í áætluninni eru vegna 50 metra
innilaugar, annars áfanga Akurskóla
og annarra framkvæmda sem kveðið
er á um í verkefnalista Reykjanes-
bæjar 2002–2006. Hér er aðallega um
að ræða leigukostnað og rekstrar-
kostnað í Akurskóla og nýjum leik-
skóla. Þá er gert ráð fyrir uppbygg-
ingu íþróttasvæðis ofan Reykja-
neshallar og bættri félagsaðstöðu,
bættri aðstöðu byggðasafnsins og
tónlistarskólans og áframhaldandi
uppbyggingu Duus-húsa auk þjón-
ustukjarna fyrir eldri borgara.
Að loknum umræðum lét Kjartan
Már Kjartansson, fulltrúi Framsókn-
arflokksins, bóka að áætlunargerð
meirihlutans það sem af er kjörtíma-
bilinu gæfi ekki tilefni til þess að ætla
að þriggja ára áætlunin gengi eftir.
Fulltrúar Samfylkingarinnar vöktu
athygli á því að gert væri ráð fyrir að
reksturinn yrði í járnum þrátt fyrir
verulega fjölgun íbúa og tekjuauka.
Útgjöld sveitarfélagsins fari vaxandi
og skuldbindingar til framtíðar verði
meiri. „Því er nauðsynlegt að stöðugs
aðhalds og eftirlits sé gætt í rekstri,
til þess að áætlanir gangi eftir,“ segir
í bókun þeirra.
Tekjur bæjarsjóðs aukast verulega
Spá þúsund nýjum íbú-
um á þremur árum
„VIÐ vorum beðnir um þetta, við
spilum ekki nema við séum beðnir,“
sagði Vilberg Vilbergsson, rakari á
Ísafirði, foringi hljómsveitarinnar
sem við hann er kennd, Djassband
Villa Valla. Ragnar Kjartansson,
sem er í stólnum hjá honum að fá
löngu tímabæra klippingu, bætir
því við að þeir félagarnir sem
standa fyrir rokkhátíðinni hafi suð-
að í Villa Valla að vera með á síð-
ustu hátíð en það hafi ekki gengið
upp og haldið áfram að suða þang-
að til þeir hafi fengist til að vera
með núna.
Vilberg hafði sína skýringu á
þessum áhuga unga fólksins á að fá
þá með. „Það er mest ungt fólk sem
kemur þarna fram, þeir vilja lík-
lega fá eitthvað aftan úr fornöld
fyrir söguþjóðina.“
Djassband Villa Valla leikur á
besta tíma á rokkhátíðinni Aldrei
fór ég suður. Með honum í bandinu
eru þekktir Vestfirðingar, Ólafur
Kristjánsson, Baldur Geirmunds-
son, Magnús Reynir Guðmundsson
og Önundur Pálsson. Á hátíðinni nú
syngur með þeim ung söngkona,
Anna Birta. Villi sagðist ekki
þekkja hana, hún hafi bara hringt
og lýst yfir áhuga sínum að syngja
með þeim á hátíðinni.
Hljómsveitin er byrjuð að æfa
fyrir tónleikana en Villi sagði að
þeir hefðu svo sem leikið saman áð-
ur. „Ég vona að við verðum okkur
ekki til skammar.“ Vilberg sagði að
tónlistarhátíðin væri skemmtilegur
atburður. Sagðist hafa fylgst aðeins
með á síðasta ári. „Ekki get ég nú
sagt það, smekkur manna er mis-
jafn,“ sagði Villi þegar hann var
spurður hvort hann hefði hlustað á
allt.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Aðalnúmerið Villi Valli klippir Ragnar Kjartansson, ekki veitti nú af.
Vilja fá eitthvað úr fornöldinni