Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Kvikmyndir.isDV H.J. Mbl. Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna Óperudraugurinn Heimsins stærsti söngleikur birtist nú á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn! Mynd eftir Joel Schumacher.Byggt á söngleik Andrew Lloyd Webber. Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða), Emmy Rossum (Mystic River) , Miranda Richardson og Minnie Driver Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. i , l i l ill , il , l j li í l l . LIFE AQUATIC KL. 5.30-8-10.30. B.I. 12 PHANTHOM OF THE OPERA KL. 9 B.I. 10. LES CHORISTES (KÓRINN) KL. 6-8. MILLION DOLLAR BABY (4 Óskarsv.) KL. 5.30-8-10.30. B.I. 14. THE AVIATOR (5 Óskarsv.) KL. 10. B.I. 12 RAY (2 Óskarsv.) KL. 6 B.I. 12 Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. r fy i y fr r , fr l i y l il rr y, il , t l tt j li t í l l tv r . Með tónlist eftir Sigur Rós! Flott (HOPE með D Byggð hinum Sa l tt ( y i  M.M. Kvikmyndir.com  Ó.H.T. RÁS 2 in a new comedy by Wes ANDERSON Leikstjórinn Dagur Kári Pét-ursson hefur þegar vakiðmikla athygli fyrir fyrstumynd sína í fullri lengd, verðlaunamyndina Nóa albínóa. Hann hefur dvalið langdvölum í Dan- mörku og er næsta mynd hans, Voksne mennesker, á dönsku, eins og nafnið gefur til kynna. Dagur Kári hefur verið búsettur hérlendis frá því í ágúst. „Ég var bú- inn að vera búsettur í Danmörku í níu ár. Undanfarin ár hefur þetta reyndar verið mikið flakk á milli Ís- lands og Danmerkur. Ég var kominn með nóg af því og er sáttur og glaður með að vera fluttur heim.“ Voksne mennesker er „á loka- sprettinum í frágangi. Hún er full- klippt og hljóðsett,“ segir þessi hæg- láti leikstjóri en myndin verður frumsýnd 13. maí næstkomandi í Danmörku. Svo gæti farið að hún yrði frumsýnd samtímis hér en einn- ig að hún bíði haustsins. „Mig langaði að gera allt öfugt við Nóa. Ég ætlaði að gera allt sem í mínu valdi stæði til að endurtaka mig ekki. Nói gerist um vetur en Voksne mennesker um sumar. Í Nóa var lítið sagt en í þessari er mikill díalógur. Þetta er eins gjörólík mynd og hugs- ast getur,“ segir hann en Nói albínói fjallaði um lífið í einangruðu þorpi og var aðalsöguhetjan leikin af Tómasi Lemarquis. „Nói var talsvert þung í vöfum, gerð um hávetur á ákaflega norð- lægum slóðum. Svo var þetta mín fyrsta mynd, þannig að ég var búinn að vera nánast allt lífið að undirbúa mig fyrir hana,“ segir Dagur Kári, sem varð þrítugur á árinu sem Nói albínói var frumsýnd, árið 2003. Aðstæðurnar voru aðrar með næstu mynd. „Þegar maður gerir mynd númer tvö þarf að byrja frá núlli. Maður er laus við allan farang- urinn sem fylgir fyrstu mynd og þarf að byggja allt frá grunni. Þessu fylgir ákveðin óttablandin frels- istilfinning og ég fann mjög sterkt að mig langaði að gera eitthvað allt ann- að,“ segir Dagur Kári, sem hefur greinilega ákveðna listræna sýn og tekst vel að útskýra hana. Vinnur í brotum Hann skrifaði handritið með dönskum vini sínum sem heitir Rune Schjøtt, sem er menntaður í hand- ritaskrifum úr sama kvikmyndaskóla og hann (Den Danske Filmskole) en þó ekki á sama tíma. „Þetta var líka í fyrsta skipti sem ég prófa að skrifa með öðrum,“ segir Dagur Kári og bætir við að það sé ólíkt því að starfa einn. „Ég gerði það í þeirri barnslegu trú að maður gæti stytt sér leið og látið aðra vinna fyrir sig. En það er jafnvel enn meiri vinna að skrifa með öðrum, bara á annan hátt. Það tók eiginlega allt handrits- ferlið að finna út hvernig við ættum að vinna saman,“ segir hann en þeir unnu þannig að þeir skiptust á að skrifa. „Sú aðferð sem við beittum gekk í grófum dráttum út á að forðast í lengstu lög að finna uppá sögu. Við byrjuðum á því að safna saman hug- myndum, stórum og smáum, inná sameiginlegan reikning. Svo köst- uðum við þessum hugmyndum á milli okkar; hans hugmyndir fæddu af sér nýjar hugmyndir hjá mér og öfugt. Smám saman fæddust sögupersónur sem að lokum uxu inní einhvers konar sögu. Við unnum með hugmyndirnar útfrá því sem okkur fannst skemmti- legt og langaði til að sjá á tjaldinu,“ segir Dagur Kári en þessi handrits- aðferð hefur reynst honum vel. „Ég fæ aldrei hugmynd að sögum, ég hugsa alltaf í brotum. Í stað þess að líta á það sem vandamál hef ég gert það að minni aðferð; að hafa ekki áhyggjur af sögunni heldur láta brotin vinna fyrir mig. Ef ég fer að hugsa um heildina of snemma þá fer allt í baklás og ég sé ekkert nema vandamál og örðugleika.“ Samfélagið og snertipunktar En um hvað er sagan? „Fyrir vikið er eiginlega ómögulegt fyrir mig að segja hvað þessi mynd fjallar um! Hún fjallar ekki um neitt eitt ákveð- ið, hún fjallar um allt mögulegt og er brotakennd. Sagan sjálf er hálfgert aukaatriði. Aðalatriðið eru fyrst og fremst persónur og aðstæður. Ég get ekki með nokkrum hætti sagt hvað myndin fjallar um,“ segir hann en eftir því sem við tölum lengur saman er hægt að púsla saman brotunum og átta sig á sögunni. Aðalpersónur myndarinnar eru fjórar. Daniel (Jakob Cedergren) er graffítilistamaður, sem lifir „mjög óábyrgu lífi. Það eru engir snerti- punktar milli hans og samfélagsins. Hann hefur búið til sitt eigið kerfi sem er gersamlega á skjön við sam- félagið. Hann lætur löngun stjórna öllum sínum gerðum.“ Morfar (Nicolas Bro) er vinur Daniels. „Hann lætur alltaf lög og reglu stjórna hegðun sinni, þeir eru andstæður. Hann gerir aldrei það sem hann langar til heldur það sem væri réttast að gera.“ Þessar tilfinningar þekkja margir og hefur Dagur Kári upplifað þessar andstæður í kringum sig. „Ég þekki fólk sem gerir alltaf bara það sem það langar til að gera. Í fljótu bragði er freistandi að flokka það sem ábyrgðarleysi. En hitt er alveg jafn mikið ábyrgðarleysi, að gera það sem skyldan segir manni að gera. Þá útilokar maður löngunina. Þeir sem eru „ábyrgðarlausir“ eru alltaf að taka ábyrgð á eigin löngun.“ Aðalkvenhlutverkið leikur Tilly Scott Pedersen en persóna hennar í myndinni heitir Franc. Fjórða sögu- hetjan er svo dómari, sem Morten Suurballe leikur. „Daniel er þessi ábyrgðarlausi ungi maður en í lok myndar neyðist hann til að taka í spaðann í samfélaginu. Dómarinn er mjög ábyrgðarfullur og í nánum tengslum við samfélagið. En í lok myndar velur hann að kúpla sig út úr samfélaginu,“ segir Dagur Kári um hvernig persónurnar kallast á. Myndin var tekin upp í höfuðborg Danaveldis. „Hún var tekin útum allt í Kaupmannahöfn. Það eru eiginlega engar tvær senur sem gerast á sama stað í þessari mynd, það er nýr töku- staður fyrir hverja senu. Þetta er líka andstætt við Nóa, þar sem allt gekk útá rútínu og endurtekningar, fara á sömu staðina, fornbókasöluna, heim, bensínstöðina og skólann.“ Hann upplýsir að talsvert um- stang hafi fylgt því að vera með svona marga tökustaði. „Ég ætla aldrei að gera þetta aftur. En þetta var eitthvað sem maður varð að prófa. Tökustaðirnir eru yfir hundr- að í myndinni. Það er alltof mikið,“ segir hann en myndin var tekin upp á 35 dögum. Hann segir að dogma hafi sýnt fram á að hægt væri að gera myndir fyrir lítinn pening á stuttum tíma. „Það er orðið viðmið og það er mjög slæmt.“ Stuttur tími krefst þess að hver sena sé vel skipulögð en þó má ekki ganga of langt í þeim efnum. „Við vildum koma ferskir að hverri senu og ekki negla niður hvernig við ætl- uðum að taka hana. Þetta er sam- bland af því að vera vel undirbúinn en vera samt opinn fyrir hinu óvænta og geta tekið það inn í stað og stund.“ Dagur Kári hefur auga fyrir hinu óvænta og ræktar það með sér. „Helsta kúnstin við að leikstýra er að geta tekið hið óvænta inn í senurnar. Tíminn er svo naumt skammtaður og pressan er svo mikil að um leið og eitthvað fer öðruvísi en búist var við, eru fyrstu viðbrögðin panik. En það sem í fljótu bragði virðist vera vandamál eða hindrun, getur reynst guðsgjöf ef maður horfir á það frá öðrum vinkli. Ég myndi segja að þetta væri helsti mælikvarðinn á gæði leikstjórnar; hversu flinkur við- komandi er að búa til gjafir úr vanda- málum,“ segir hann og ætti í þessu samhengi ekki að koma á óvart að hann hreppti Íslensku bjartsýnis- verðlaunin fyrir árið 2004. Slowblow semur tónlistina Dagur Kári er líka tónlistarmaður og skipar dúettinn Slowblow ásamt Orra Jónssyni. Slowblow samdi tón- listina í Nóa albínóa og líka í Voksne mennesker. Leikstjóranum finnst gott að geta skipt um hlutverk. „Ástæða þess að ég valdi kvikmynda- gerð var að ég gat haldið tengslum við mitt helsta áhugamál, tónlistina.“ Hann segir tónlistina fylgja mynd- inni. „Myndin byrjar sem algjör grínmynd en verður smátt og smátt alvarlegri. Tónlistin fylgir þessari þróun, er eins og í Bleika Pardusnum í byrjun en verður alvarlegri undir lokin.“ Aðalframleiðandi Voksne menn- esker er Nimbus Film í Danmörku en Íslendingar koma líka að gerð hennar. Framleiðendur Nóa albínóa, Zik Zak-kvikmyndir, eru meðfram- leiðendur og myndin er styrkt bæði af Kvikmyndamiðstöð Íslands og danska kvikmyndasjóðnum. Eft- irvinnslan fer einnig að einhverju leyti fram hér. „Við byrjuðum klippi- vinnuna í Danmörku en þegar ég flutti heim fylgdi klippið með. Tón- listin er tekin upp á Íslandi og mynd- in var líka að mestu leyti hljóðunnin hér,“ segir hann en Dagur Kári klippir myndina með góðum vini sín- um, sem heitir Daniel Dencik en þeir klipptu líka Nóa albínóa saman. Góðhjartaður á ensku Dagur Kári er farinn að huga að næsta verkefni, einnig í samvinnu við Zik Zak, sem ber nafnið The Good Heart. Hann skrifaði handritið en myndin er á frumstigi fjármögnunar. „Það er verið að byrja að fjármagna hana og þreifa fyrir sér með leik- araval.“ Myndin átti upphaflega að vera önnur mynd Dags Kára en það atvikaðist svo að danska myndin kemur þarna inn á milli. The Good Heart gerist í fjöl- þjóðlegri stórborg, „með neðanjarð- arlestarkerfi og mörg þjóðerni og gæti þar af leiðandi gerst hvar sem er. Steríótýpan fyrir fjölþjóða- stórborg er New York og ég held við reynum að láta líta út fyrir að hún gerist þar, þó það sé dýrt,“ segir Kvikmyndir | Næsta mynd Dags Kára Péturssonar heitir Voksne mennesker og er á dönsku Allt stefnir í að fyrstu þrjár kvikmyndir leik- stjórans Dags Kára Péturssonar verði á þrem- ur mismunandi tungumálum. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann á móðurmálinu. Morgunblaðið/ÞÖK Dagur Kári kýs í myndum sínum að búa til sögusvið, sem er ekki tekið beint úr raunveruleikanum heldur er aðeins til hliðar við raunveruleikann. Góðkynja kæruleysi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.