Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 20

Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð SKYNDILEG kafaldshríð eftir heiðríkju í marga daga olli nokkrum fjöldaárekstrum í Finnlandi í gær. Í þess- um árekstri 80 bíla rétt við borgina Kerava í suðurhluta landsins lést einn maður og tveir í árekstrum annars staðar. Áttu óhöppin sér stað þegar morgunumferðin til höfuðborgarinnar Helsinki var sem mest. Reuters 80 bílar í árekstri ANATOLÍ Tsjúbaís, yfirmaður helsta raforkufyrirtækisins í Rúss- landi og umdeildur stjórnmálamað- ur, slapp ómeiddur þegar reynt var að ráða hann af dögum í gær. Var sprengja sprengd nálægt bifreið hans og síðan skotið á hana að auki. Tilræðið var gert er Tsjúbaís var á leið til skrifstofu sinnar í Moskvu og voru tveir menn að verki, báðir klæddir felubúningi hermanna. Eftir árásina forðuðu þeir sér inn í nálæg- an skóg að sögn lögreglunnar. Tsjúbaís var á brynvarinni BMW- bifreið og lífverðir hans í öðrum bíl. Skutu þeir á tilræðismennina en ekki er talið, að neinn hafi særst í þessum átökum. Tsjúbaís hefur tvisvar ver- ið aðstoðarfor- sætisráðherra en líklega er hann langkunnastur fyrir að stýra hinni mjög svo umdeildu einka- væðingu rúss- neskra ríkisfyrir- tækja snemma á síðasta áratug. Telur sig vita hverjir voru að verki „Ég hef nokkuð góða hugmynd um hverjir stóðu að árásinni,“ sagði Tsjúbaís í yfirlýsingu, sem hann lét frá sér fara eftir tilræðið, en í viðtali, sem hann átti við dagblaðið Ízvestía 2001, sagði hann um fjandmenn sína, sem hann á marga: „Þeir hafa hótað að draga mig upp að Kremlarmúr- um, að lima mig sundur og afhausa á Rauða torginu.“ Borís Nemtsov, bandamaður Tsjúbaís og einnig fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra, sagði í gær, að tilræðið við Tsjúbaís væri af póli- tískum rótum runnið. Undir það tóku einnig Jegor Gaídar, fyrsti for- sætisráðherra Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna, og Borís Gryslov, for- seti rússneska þingsins, Dúmunnar. Reyndu að ráða Tsjúbaís af dögum Fjandmargur höfundur hinnar umdeildu einkavæðingar rússneskra ríkisfyrirtækja snemma á síðasta áratug Moskvu. AFP. Tsjúbaís BRESKA lögreglan hefur hugsan- lega komið í veg fyrir mesta banka- rán í Bretlandi fyrr og síðar. Hafði glæpaflokki tekist að komast inn í tölvukerfi Lundúnaútibús Sumitomo Mitsui-bankans og reyndi síðan að flytja þaðan 220 millj. punda, hátt í 25 milljarða ísl. kr. Brotist var inn í tölvukerfið í októ- ber síðastliðnum og eftir það var reynt að flytja fé frá bankanum inn á 10 bankareikninga víðs vegar um heim. Það tókst þó ekki og segir tals- maður bankans, að hann hafi ekki orðið fyrir neinum fjárhagslegum skaða. Vegna þessa máls hefur breska lögreglan sent tvo menn til Ísraels og þar hafa þeir í samvinnu við ísr- aelsku lögregluna handtekið 32 ára gamlan mann. Sagt er, að hann hafi reynt að flytja inn á eigin banka- reikning um 1,5 milljarða kr. Áslátturinn skráður Eftir að glæpamennirnir höfðu brotist inn í tölvukerfið notuðu þeir búnað til að fylgjast með öllum áslætti á tölvuborðum og komust þannig yfir númer bankareikninga, aðgangsorð og aðrar upplýsingar. Fengu bankinn og lögreglan veður af þessu strax í október og hefur verið unnið að málinu síðan. Komu í veg fyrir mikið bankarán Brotist var inn í tölvukerfi í London og reynt að stela um 25 milljörðum kr. London. AFP. CONDOLEEZZA Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, heilsar hér tveimur knattspyrnukonum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, en þangað kom hún í gær til við- ræðna við Hamid Karzai, forseta landsins. Sagði hún á frétta- mannafundi þeirra beggja, að Bandaríkin myndu styðja við þá lýðræðisþróun, sem hafin væri í landinu, og koma í veg fyrir, að það yrði aftur að griðastað fyrir hryðjuverkamenn. Á fundinum upplýsti Karzai, að þingkosningunum, sem verða áttu í maí næstkomandi, yrði líklega frestað fram í september. Upp- haflega áttu þær að fara fram í júní í fyrra en hefur verið frestað nokkrum sinnum síðan. Sprengja sprakk í gær í borg- inni Kandahar, fæðingarstað Talibana-hreyfingarinnar, sem áð- ur réð í Afganistan, en ekki er ljóst hvort tilefnið var heimsókn Rice til landsins. Varð sprengingin fimm manns að bana. Rice kom til Afganistans frá Pakistan og sneri þangað aftur í gær. Áður hefur hún rætt við stjórnvöld á Indlandi og ætlar næst til Kína, Suður-Kóreu og Japans. Reuters Heitir Afgönum stuðningi LEIÐTOGAR 13 herskárra, palest- ínskra samtaka, sem undanfarna daga hafa setið á fundi í Kaíró í Egyptalandi með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa fallist á að framlengja óformlegan samning um vopnahlé við Ísraela. Sögðust leið- togarnir hafa fallist á að viðhalda núverandi ástandi en vildu ekki lýsa yfir formlegu vopnahléi út árið. Stjórnvöld í Ísrael hétu þegar í stað að hætta árásum á liðsmenn umræddra samtaka ef þeir stæðu við samkomulagið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í símtali við Hosni Mubarak, gest- gjafa Palestínumannanna, í gær að yfirlýsingin væri „jákvætt fyrsta skref“. „En ef við viljum framfarir í frið- arviðleitninni verður að leysa vandamálið með hryðjuverkahóp- ana,“ sagði ráðherrann. Sharon benti á að aðeins væri um að ræða tímabundið loforð um að hætta árásum og hryðjuverkum. Ísraelar hafa lengi krafist þess að vopnaðir hópar meðal Palestínumanna verði afvopnaðir eins og kveðið er á um í alþjóðlegu friðaráætluninni, Vegvísi til friðar. Fram- lengja vopnahlé Jerúsalem. AFP. AUGUSTO Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, átti 125 leynilega bankareikninga í Bandaríkjunum. Með því móti náði hann að flytja mikla fjármuni úr landi eða 13 til 30 milljónir Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum öldungadeild- ar Bandaríkjaþings. Í henni eru stór- ir bankar gagnrýndir harðlega fyrir að gefa einræðisherranum kleift að fela auð sinn. Rannsóknin hefur leitt í ljós að bankaumsvif Pinochets í Bandaríkj- unum voru mun meiri en talið hafði verið. Hann notaðist einkum við stærri banka á borð við Citigroup, Bank of America, Riggs og að minnsta kosti sex önnur fjármálafyr- irtæki. Á reikningum hans var að finna reiðufé, hlutabréf og verðbréf. Tekist hefur að leiða í ljós innstæð- ur í Bandaríkjunum sem nema 13 millj. dala eða um 780 millj. króna. Í skýrslunni kemur á hinn bóginn fram að Pinochet hafi leitast við að fela 30 millj. dala, um 1.800 millj. króna. Pinochet er 89 ára og er í stofu- fangelsi. Hann var yfirmaður hersins sem steypti sósíalistanum Salvador Allende, forseta Chile, í valdaráninu 1973. Hann er sakaður um fjölmörg morð og mannréttindabrot á stjórn- arárum sínum. Lögfræðingar í Chile, sem hafa reynt að fá Pinochet dæmdan fyrir morð, sögðu í gær, að nú væri einnig ljóst, að hann hefði verið gjörspilltur og stundað umfangsmikið peninga- þvætti. Pinochet átti 125 leynireikninga Augusto Pinochet nýtur hjálpar tveggja lífvarða sinna. Washington. AFP. Sagður hafa reynt að skjóta undan allt að 1.800 milljónum króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.