Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð SKYNDILEG kafaldshríð eftir heiðríkju í marga daga olli nokkrum fjöldaárekstrum í Finnlandi í gær. Í þess- um árekstri 80 bíla rétt við borgina Kerava í suðurhluta landsins lést einn maður og tveir í árekstrum annars staðar. Áttu óhöppin sér stað þegar morgunumferðin til höfuðborgarinnar Helsinki var sem mest. Reuters 80 bílar í árekstri ANATOLÍ Tsjúbaís, yfirmaður helsta raforkufyrirtækisins í Rúss- landi og umdeildur stjórnmálamað- ur, slapp ómeiddur þegar reynt var að ráða hann af dögum í gær. Var sprengja sprengd nálægt bifreið hans og síðan skotið á hana að auki. Tilræðið var gert er Tsjúbaís var á leið til skrifstofu sinnar í Moskvu og voru tveir menn að verki, báðir klæddir felubúningi hermanna. Eftir árásina forðuðu þeir sér inn í nálæg- an skóg að sögn lögreglunnar. Tsjúbaís var á brynvarinni BMW- bifreið og lífverðir hans í öðrum bíl. Skutu þeir á tilræðismennina en ekki er talið, að neinn hafi særst í þessum átökum. Tsjúbaís hefur tvisvar ver- ið aðstoðarfor- sætisráðherra en líklega er hann langkunnastur fyrir að stýra hinni mjög svo umdeildu einka- væðingu rúss- neskra ríkisfyrir- tækja snemma á síðasta áratug. Telur sig vita hverjir voru að verki „Ég hef nokkuð góða hugmynd um hverjir stóðu að árásinni,“ sagði Tsjúbaís í yfirlýsingu, sem hann lét frá sér fara eftir tilræðið, en í viðtali, sem hann átti við dagblaðið Ízvestía 2001, sagði hann um fjandmenn sína, sem hann á marga: „Þeir hafa hótað að draga mig upp að Kremlarmúr- um, að lima mig sundur og afhausa á Rauða torginu.“ Borís Nemtsov, bandamaður Tsjúbaís og einnig fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra, sagði í gær, að tilræðið við Tsjúbaís væri af póli- tískum rótum runnið. Undir það tóku einnig Jegor Gaídar, fyrsti for- sætisráðherra Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna, og Borís Gryslov, for- seti rússneska þingsins, Dúmunnar. Reyndu að ráða Tsjúbaís af dögum Fjandmargur höfundur hinnar umdeildu einkavæðingar rússneskra ríkisfyrirtækja snemma á síðasta áratug Moskvu. AFP. Tsjúbaís BRESKA lögreglan hefur hugsan- lega komið í veg fyrir mesta banka- rán í Bretlandi fyrr og síðar. Hafði glæpaflokki tekist að komast inn í tölvukerfi Lundúnaútibús Sumitomo Mitsui-bankans og reyndi síðan að flytja þaðan 220 millj. punda, hátt í 25 milljarða ísl. kr. Brotist var inn í tölvukerfið í októ- ber síðastliðnum og eftir það var reynt að flytja fé frá bankanum inn á 10 bankareikninga víðs vegar um heim. Það tókst þó ekki og segir tals- maður bankans, að hann hafi ekki orðið fyrir neinum fjárhagslegum skaða. Vegna þessa máls hefur breska lögreglan sent tvo menn til Ísraels og þar hafa þeir í samvinnu við ísr- aelsku lögregluna handtekið 32 ára gamlan mann. Sagt er, að hann hafi reynt að flytja inn á eigin banka- reikning um 1,5 milljarða kr. Áslátturinn skráður Eftir að glæpamennirnir höfðu brotist inn í tölvukerfið notuðu þeir búnað til að fylgjast með öllum áslætti á tölvuborðum og komust þannig yfir númer bankareikninga, aðgangsorð og aðrar upplýsingar. Fengu bankinn og lögreglan veður af þessu strax í október og hefur verið unnið að málinu síðan. Komu í veg fyrir mikið bankarán Brotist var inn í tölvukerfi í London og reynt að stela um 25 milljörðum kr. London. AFP. CONDOLEEZZA Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, heilsar hér tveimur knattspyrnukonum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, en þangað kom hún í gær til við- ræðna við Hamid Karzai, forseta landsins. Sagði hún á frétta- mannafundi þeirra beggja, að Bandaríkin myndu styðja við þá lýðræðisþróun, sem hafin væri í landinu, og koma í veg fyrir, að það yrði aftur að griðastað fyrir hryðjuverkamenn. Á fundinum upplýsti Karzai, að þingkosningunum, sem verða áttu í maí næstkomandi, yrði líklega frestað fram í september. Upp- haflega áttu þær að fara fram í júní í fyrra en hefur verið frestað nokkrum sinnum síðan. Sprengja sprakk í gær í borg- inni Kandahar, fæðingarstað Talibana-hreyfingarinnar, sem áð- ur réð í Afganistan, en ekki er ljóst hvort tilefnið var heimsókn Rice til landsins. Varð sprengingin fimm manns að bana. Rice kom til Afganistans frá Pakistan og sneri þangað aftur í gær. Áður hefur hún rætt við stjórnvöld á Indlandi og ætlar næst til Kína, Suður-Kóreu og Japans. Reuters Heitir Afgönum stuðningi LEIÐTOGAR 13 herskárra, palest- ínskra samtaka, sem undanfarna daga hafa setið á fundi í Kaíró í Egyptalandi með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa fallist á að framlengja óformlegan samning um vopnahlé við Ísraela. Sögðust leið- togarnir hafa fallist á að viðhalda núverandi ástandi en vildu ekki lýsa yfir formlegu vopnahléi út árið. Stjórnvöld í Ísrael hétu þegar í stað að hætta árásum á liðsmenn umræddra samtaka ef þeir stæðu við samkomulagið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í símtali við Hosni Mubarak, gest- gjafa Palestínumannanna, í gær að yfirlýsingin væri „jákvætt fyrsta skref“. „En ef við viljum framfarir í frið- arviðleitninni verður að leysa vandamálið með hryðjuverkahóp- ana,“ sagði ráðherrann. Sharon benti á að aðeins væri um að ræða tímabundið loforð um að hætta árásum og hryðjuverkum. Ísraelar hafa lengi krafist þess að vopnaðir hópar meðal Palestínumanna verði afvopnaðir eins og kveðið er á um í alþjóðlegu friðaráætluninni, Vegvísi til friðar. Fram- lengja vopnahlé Jerúsalem. AFP. AUGUSTO Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, átti 125 leynilega bankareikninga í Bandaríkjunum. Með því móti náði hann að flytja mikla fjármuni úr landi eða 13 til 30 milljónir Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum öldungadeild- ar Bandaríkjaþings. Í henni eru stór- ir bankar gagnrýndir harðlega fyrir að gefa einræðisherranum kleift að fela auð sinn. Rannsóknin hefur leitt í ljós að bankaumsvif Pinochets í Bandaríkj- unum voru mun meiri en talið hafði verið. Hann notaðist einkum við stærri banka á borð við Citigroup, Bank of America, Riggs og að minnsta kosti sex önnur fjármálafyr- irtæki. Á reikningum hans var að finna reiðufé, hlutabréf og verðbréf. Tekist hefur að leiða í ljós innstæð- ur í Bandaríkjunum sem nema 13 millj. dala eða um 780 millj. króna. Í skýrslunni kemur á hinn bóginn fram að Pinochet hafi leitast við að fela 30 millj. dala, um 1.800 millj. króna. Pinochet er 89 ára og er í stofu- fangelsi. Hann var yfirmaður hersins sem steypti sósíalistanum Salvador Allende, forseta Chile, í valdaráninu 1973. Hann er sakaður um fjölmörg morð og mannréttindabrot á stjórn- arárum sínum. Lögfræðingar í Chile, sem hafa reynt að fá Pinochet dæmdan fyrir morð, sögðu í gær, að nú væri einnig ljóst, að hann hefði verið gjörspilltur og stundað umfangsmikið peninga- þvætti. Pinochet átti 125 leynireikninga Augusto Pinochet nýtur hjálpar tveggja lífvarða sinna. Washington. AFP. Sagður hafa reynt að skjóta undan allt að 1.800 milljónum króna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.