Morgunblaðið - 20.03.2005, Side 2
2 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÉÐINSFJARÐARGÖNG
Héðinsfjarðargöng verða boðin út
út að nýju í haust. Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra tilkynnti
þetta á opnum fundi um jarðganga-
mál í Bátahúsinu á Siglufirði í gær.
Þar voru mættir fulltrúar sam-
gönguráðuneytisins og Vegagerð-
arinnar. Búist er við að fram-
kvæmdir hefjist á næsta ári og
verklok áætluð í lok árs 2009.
Björk vinnur með Gabríelu
Undirbúningur þátttöku Íslend-
inga í Feneyjatvíæringnum í byrjun
júní er nú að hefjast, en Gabríela
Friðriksdóttir tekur þátt fyrir Ís-
lands hönd. Gabríela hefur fengið
fjölda listamanna til samstarfs við
sig; þeirra á meðal Björk Guð-
mundsdóttur, Daníel Ágúst Har-
aldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sig-
urð Guðjónsson.
Ísland og Írland tengjast
Verið er að undirbúa samvinnu
Flugmálastjórnar Íslands og Flug-
málastjórnar Írlands á sviði þjón-
ustu vegna talviðskipta við flugvélar
á leiðum um flugstjórnarsvæðin í
Norður-Atlantshafi. Er hún fólgin í
samtengingu stöðva í Gufunesi og
Ballygirreen, þannig að nýta megi
getu hvorrar stöðvar um sig til að
þjóna flugumferð á svæðunum.
Stýriflaugar seldar
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa
fagnað þeirri rannsókn, sem stendur
yfir í Úkraínu, á sölu 18 X-55-
stýriflaugum, sem borið geta kjarn-
orkusprengjur, til Írans og Kína.
Átti hún sér stað fyrir fjórum árum,
í stjórnartíð Leoníds Kútsjma, fyrr-
verandi forseta landsins. Heitir
Bandaríkjastjórn Úkraínumönnum
samvinnu við rannsóknina en tíð-
indin hafa aukið grunsemdir um til-
gang kjarnorkuáætlana Írans-
stjórnar.
„Gjaldþrota“ húseigendur
Fjórði hver húseigandi í Dan-
mörku er „tæknilega gjaldþrota“,
það er að segja hann skuldar meira
en nemur verðmæti fasteignarinnar.
Hærri vextir eða önnur áföll geta því
hrint af stað skriðu nauðungarupp-
boða með alvarlegum afleiðingum
fyrir byggingariðnaðinn og fast-
eignamarkaðinn. Er þetta niður-
staða mjög umfangsmikillar könn-
unar og er ástandið sagt vera svipað
og það var fyrir fasteignakreppuna
1987. Þá lækkaði íbúðaverð um 33%
fram til 1993.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 47
Fréttaskýring 8 Myndasögur 48
Hugsað upphátt 31 Dagbók 48/51
Menning 28, 52/61 Víkverji 57
Sjónspegill 30 Staður og stund 56
Forystugrein 34 Leikhús 60
Reykjavíkurbréf 34 Bíó 62/65
Umræðan 36/44 Sjónvarp 66
Bréf 44 Staksteinar 67
Minningar 46/51 Veður 67
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ALLS hafa 240 manns hafa skráð sig
sem stofnfélaga í Þristavinafélaginu
sem stofnað var 4. mars síðastliðinn.
Tómas Dagur Helgason, formaður fé-
lagsins, segir þennan fjölda hafa farið
fram úr björtustu vonum. Hann segir
félaga ekki eingöngu úr hópi flug-
áhugamanna heldur úr öllum áttum,
t.d. áhugafólk um landgræðslu og um
sögu vélarinnar enda séu margir sem
hafi taugar til hennar.
Markmið félagsins er að veita fjár-
hagslegan stuðning til rekstrar og
viðhalds DC-3 flugvéla í eigu Land-
græðslunnar. Ennfremur að fljúga
landgræðsluflugvélinni Páli Sveins-
syni, stuðla að endurbyggingu TF-
ISB sem er óflughæf og auka áhuga
og skilning á mikilvægi þessarar flug-
vélategundar, flugsögu og þróun ís-
lenskra og alþjóðlegra flugmála.
Stjórn félagsins hefur þegar komið
saman einu sinni og segir Tómas
Dagur frekari fundahöld framundan
til að skipuleggja verkefni félagsins.
Gert er ráð fyrir að Landgræðslan
standi fyrir áburðardreifingu með
Páli Sveinssyni í vor eins og verið hef-
ur undanfarna áratugi. Tómas Dagur
segir að eftir dreifinguna í vor sé hug-
myndin að Þristavinafélagið taki við
ábyrgð á rekstri vélarinnar. Unnt
verði að dreifa áburði áfram og er
hugmyndin að forráðamenn félagsins
leiti stuðnings til þess meðal fyrir-
tækja. Segir hann að dreifingin yrði
eftir sem áður undir stjórn Land-
græðslunnar. Tekið er við skráningu
stofnfélaga til 3. apríl á netfangið
DC3@land.is eða á vef Landgræðsl-
unnar, land.is. Nauðsynlegt er að
kennitala fylgi skráningunni. Fé-
lagsgjald verður 2.500 krónur. Vef-
síða félagsins, DC3.is er í smíðum.
Um 240 stofnfélagar
í Þristavinafélaginu
MIKIÐ fjör var hjá þessum hressu krökkum í Sundlaug
Vesturbæjar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti
þar leið um. Hart var barist um boltann og ekkert gefið
eftir með tilheyrandi hama- og buslugangi.
Nú hefur kuldakastið runnið sitt skeið á enda og við
hafa tekið hlýindi. Því er vel við hæfi að stinga sér til
sunds, enda er fátt eins bráðhressandi og að hamast í
lauginni og slaka síðan á í heitu pottunum.
Morgunblaðið/Þorkell
Boltafjör í Sundlaug Vesturbæjar
„ÉG HEF það bara ágætt og er vel frísk. En ég er samt
orðin fremur léleg, máttlítil og hálfslöpp og geng um með
göngugrind. En dóttir mín hugsar vel um mig,“ sagði
Guðfinna Einarsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hún fæddist 2. febrúar 1897 og er í dag 108 ára og 46
dögum betur. Er það hæsti aldur sem Íslendingur hefur
náð svo vitað sé með vissu. Halldóra heitin Bjarnadóttir,
sem fædd var 14. október 1873 og andaðist 28. nóvember
1981, náði því að verða 108 ára og 45 daga gömul. Sam-
kvæmt manntalinu 1703 var einn karl þá skráður 110
ára, en víst þykir að aldur hans hafi verið rangt skráður.
Guðfinna fæddist í Ásgarði en ólst upp á Leysingja-
stöðum í Dalasýslu þar sem hún átti heima framan af æv-
inni. Hún var um tíma í vist í Reykjavík og fór tvítug í
Kvennaskólann á Blönduósi. Guðfinna var hússtýra á
heimili Sigurðar Sigurðssonar í Hvítadal í rúm 20 ár.
Guðfinna klæðist á hverjum degi og greiðir sér sjálf á
morgnana. Hún segist hvorki eiga skýringu á því hvernig
hún hefur náð svo háum aldri, né heilræði til þeirra sem
vilja verða gamlir og ekki hefur hún sett sér neinar sér-
stakar lífsreglur. „Ég hef borðað allan algengan, góðan
mat,“ segir hún aðspurð um mataræði. Um langlífi í ætt-
inni segir Guðfinna að móðir hennar, Signý Halldórs-
dóttir, hafi orðið nærri níræð og þótti það hár aldur í þá
daga.
Guðfinna hefur lifað tvenn aldamót og merkilega tíma
í Íslandssögunni. Hún man 20. öldina þegar rifjaðir er
upp merkir atburðir. Guðfinna var 7 ára þegar Íslend-
ingar fengu heimastjórn 1904 og minnist þess að talað
var um Hannes Hafstein, fyrsta ráðherrann. „Hann var
fallegur maður og það var líka hann Tryggvi Þórhallsson
og þau hjón. Ég man eftir þeim.“ Árið 1918 er Guðfinnu
minnisstætt. Þá var hún heima á Leysingjastöðum 21 árs
og Ísland varð fullvalda ríki, frostaveturinn mikli,
spænska veikin og Kötlugos settu svip sinn á árið. Hún
var 33 ára þegar Alþingishátíðin var haldin 1930 og 47
ára við stofnun lýðveldisins 1944, en fór á Þingvöll í hvor-
ugt skiptið.
Undanfarna rúma þrjá áratugi hefur Guðfinna búið á
heimili einkadóttur sinnar, Jóhönnu Þorbjarnardóttur, í
Reykjavík.
Guðfinna Einarsdóttir, 108 ára og 46 daga gömul
Elst allra Íslendinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TALSVERÐUR erill var hjá lögregl-
unni á Ísafirði í tengslum við sam-
kvæmi í íbúðarhúsi í gær. Að sögn
lögreglunnar á Ísafirði gistu tveir
karlmenn á fertugsaldri fanga-
geymslur en sá þriðji þurfti aðhlynn-
ingu á sjúkrahúsi.
Málsatvik voru þau að um klukk-
an fimm í gærmorgun barst tilkynn-
ing til lögreglu um slagsmál sem
höfðu brotist út milli húsráðanda og
annars manns. Lögregla var kölluð
til að skakka leikinn og var mað-
urinn sem húsráðandi slóst við tek-
inn höndum. Skömmu síðar brutust
út slagsmál á nýjan leik milli húsráð-
andans og annars manns. Voru þau
slagsmál komin út á götu þegar lög-
reglu bar að garði, en hún þurfti að
beita svokölluðum „mace“-úða og
kylfum til þess að yfirbuga mennina,
en annar aðilinn var með hníf á sér.
Hún handtók seinni manninn sem
húsráðandi slóst við en húsráðand-
inn sjálfur þurfti að leita aðhlynn-
ingar á sjúkrahúsi þar sem fylgst er
með líðan hans, en hann hlaut höf-
uðáverka.
Að sögn lögreglu voru tvær aðrar
líkamsárásir kærðar í tengslum við
samkvæmið. Aðspurð segir lög-
reglan engin fíkniefni tengjast mál-
inu sem er nú í rannsókn.
Slagsmál í íbúð-
arhúsi á Ísafirði
FRAMHALDSRANNSÓKN sýslu-
mannsins á Seyðisfirði á tildrögum
banaslyssins sem varð við Kára-
hnjúka fyrir ári er lokið, og hafa öll
gögn verið send til ríkissaksóknara.
Að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa
sýslumanns á Seyðisfirði, er búið að
bæta við þeim gögnum sem ríkis-
saksóknari óskaði eftir, en m.a. var
óskað eftir nánari skýrslutöku og
upplýsingum um samninga varðandi
framkvæmdirnar. Aðspurður segir
hann ákvarðanir nú vera í höndum
ríkissaksóknara sem annaðhvort
mun ákæra í málinu eða láta það
falla niður. Upphaflega hafi öll gögn
verið send ríkissaksóknara í október
sl. Um áramót hafi ríkissaksóknari
farið fram á nánari gögn, þeirra afl-
að og voru þau svo send til embættis-
ins í vikunni sem leið.
Tildrög banaslyssins voru þau að
grjóthrun varð þess valdandi að
starfsmaður verktakafyrirtækisins
Arnarfells lést. Varð hann undir
grjóthnullungi sem féll úr bergvegg
og niður í Hafrahvammagljúfrin
þegar hann var við annan mann að
undirbúa borun í bergið. Var öll
vinna á þessum stað í gljúfrunum
stöðvuð á meðan rannsókn á til-
drögum slyssins fór fram.
Framhalds-
rannsókn vegna
banaslyss lokið