Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 13 fæða barn. Sú rannsókn er á byrjunarstigi en þar skoðar Unnur gagnagrunn yfir 750 þúsund „fyrstu“ fæðingar í Svíþjóð á árunum 1983- 2000. Í grunninum eru margar breytur, t.d. um fyrri geðræn vandamál, verkjalyf í fæðingu, reykingar á meðgöngu og heimilisaðstæður kvennanna. Markmiðið með rannsókninni er eins og með öllum rannsóknum sem Unnur hef- ur unnið við, að athuga hvort eitthvað megi bet- ur fara, hvort hægt sé að læra af fyrri reynslu og breyta einhverju fyrir þá sem á eftir koma. Unni er því umhugað um að niðurstöður rannsókna hennar séu hagnýttar í heilbrigðis- kerfinu og hefur meira að segja fengið styrk til þess að koma niðurstöðunum varðandi þá sem missa ástvini úr krabbameini inn í sænska heil- brigðiskerfið frá sænska Krabbameinssjóðnum (Cancerfonden). „Það er ekki nóg að stunda rannsóknir ef þær eru ekki nýttar í heilbrigð- iskerfinu. Það er skemmtilegra að vinna við það sem manni finnst geta breytt einhverju. Við höfum verið að skoða áhrif af því sem gerist á meðan viðkomandi er veikur, áður en hann deyr og við dauðsfallið. Og niðurstöðurnar getur heilbrigðisþjónustan nýtt sér,“ útskýrir Unnur. Meginniðurstöður foreldrarannsóknarinnar voru þær að um þriðjungur hafði talað um dauð- ann við börnin og var undantekningalaust ánægður með þá ákvörðun. Um 2/3 höfðu ekki talað við börnin sín um yfirvofandi dauða og var meirihlutinn ánægður með þá ákvörðun en um 30% sáu eftir að hafa ekki talað um dauðann við börnin. Í ljós kom að sá hópur átti frekar á hættu að fá kvíða- eða þunglyndiseinkenni og drógu vísindamennirnir þá ályktun að þar væri eftirsjáin áhrifavaldur. Unnur segir að í fjölmiðlaumfjöllun um rann- sóknina sem var töluverð sl. haust hafi um of verið einblínt á þennan hóp og niðurstöðurnar verið túlkaðar sem svo að allir ættu að tala um dauðann við börnin sín til að sjá örugglega ekki eftir því að hafa ekki gert það. „Það var ekki það sem við vildum segja. Langflestir voru ánægðir með sína ákvörðun, hvor sem hún var, en það voru helst þeir sem skynjuðu að barnið vissi að hverju stefndi, sem sáu eftir að hafa ekki brugð- ist við því. Skilaboðin eru þau að foreldrarnir geta yfirleitt metið þetta og eru yfirleitt ánægð- ir með sína ákvörðun.“ Heilbrigðisþjónustan getur vissulega nýtt sér niðurstöður þessarar rannsóknar á þann hátt að fræða foreldra í þessari stöðu. „Ef heil- brigðisstarfsfólk finnur að foreldrar eru tvístíg- andi um hvort þeir eiga að ræða dauðann við barnið, og starfsfólkið veit jafnvel að barnið veit, getur það að minnsta kosti sagt foreldrum að þeir sem hafa rætt um yfirvofandi dauða við barnið hafi ekki séð eftir því.“ Afleiðingar flóðanna í Asíu Aðspurð segist Unnur vissulega hafa áhuga á samstarfi við íslenskt heilbrigðiskerfi líkt og hún hefur nú fengið styrk til að koma niðurstöð- um sínum inn í sænskt heilbrigðiskerfi. „Far- vegurinn er örugglega til staðar og ég held að Íslendingar séu alltaf móttækilegir fyrir því að kynna sér og taka upp nýjar aðferðir. En ég hef haldið mig við Svíþjóð hingað til.“ Unnur segir Svíþjóð ákjósanlega til rann- sókna af þessu tagi. Þar eru til stórir gagna- grunnar og rannsóknarhefðin rík. „Í þessari rannsókn leituðum við til allra foreldra sem misst höfðu barn úr krabbameini á árunum 1992-1997 og fengum 80% þátttöku. Svona efni- viður fyrirfinnst ekki í heiminum. Þetta er líka óvenjulegt efni að nálgast og fáir hafa gert það á eins umfangsmikinn hátt.“ Unnur segir að aðdragandinn að rannsókn eins og þessari sé ávallt langur. Undirbúningur felst m.a. í að sækja um leyfi til rannsókna- siðanefndar og það getur verið erfitt ferli. „Við fáum spurningar eins og „Er virkilega nauðsyn- legt að trufla fólk í sorg sinni?“ Og meðal ann- ars til að sýna fram á að þátttakendur eru yf- irleitt jákvæðir, gerðum við sérstaka rannsókn á því og sú grein birtist í Lancet. Þar sýndum við fram á að yfirgnæfandi meirihluti þátttak- enda var jákvæður og fannst mikilvægt að taka þátt í rannsókninni. Það kom okkur ekki á óvart því við höfðum fundið fyrir þörf fólks fyrir að miðla reynslu sinni til þeirra sem á eftir koma.“ Margir Svíar urðu fyrir ástvinamissi þegar flóðbylgjan reið yfir í SA-Asíu í lok desember. Taíland hefur lengi verið helsti áfangastaður Svía á ferðalagi og á þessum tíma voru um tutt- ugu þúsund sænskir ferðamenn á flóðasvæð- unum. Unnur og samstarfsfólk hennar á stofn- uninni við Karolinska hafa nú sótt um styrk til að rannsaka áhrifin sem áfallið hafði. „Hug- myndin er sú að bjóða þeim Svíum sem voru á hamfarasvæðunum og eru nú komnir heim með eða án ættingja sinna að taka þátt í rannsókn- inni. Langtímaheilsufar þessa fólks er rann- sóknarefnið. Til dæmis með tilliti til heimkomu- tíma þess til Svíþjóðar en sænsk stjórnvöld hafa mikið verið gagnrýnd fyrir seinagang við að koma fólki heim eftir hamfarirnar. En það verð- ur ábyggilega mikið mál að fá aðgang að þess- um nöfnum og yfirleitt fá að gera rannsókn af þessu tagi. Það kemur í ljós í vor hvort við fáum vilyrði fyrir því. Við vonum að fyrirhuguð rann- sókn okkar verði leyfð, meðal annars vegna þess að við getum vitnað í rannsókn okkar um jákvætt viðhorf til þátttöku í rannsókninni á foreldrum sem misstu börn úr krabbameini. Svipaðar niðurstöður hafa líka fengist af rann- sóknum á aðstandendum þeirra sem létust í Bandaríkjunum 11. september 2001.“ Konur í vísindum Unnur unir sér vel sem fræðimaður við Kar- olinska Institutet þar sem allar aðstæður til rannsókna eru góðar. Í fræðiheiminum segir hún þó miklar umræður núna um stöðu kvenna í vísindum. „Ástandið er reyndar ágætt á deild- inni minni en þar eru fjórar af tíu prófessors- stöðum skipaðar konum. En það hefur þó verið sýnt fram á að konur fá síður framgang innan fræðaheimsins en karlar og það er náttúrulega óviðunandi.“ Sænsku vísindamennirnir Christine Wenner- ås og Agnes Wold skrifuðu m.a. greinar um þetta mál sem birtust í tímaritinu Nature 1997 og 2000. Þar kom m.a fram að af öllum prófess- orum í Evrópu væri aðeins tíundi hlutinn konur. Wennerås og Wold benda einnig á að orsakanna sé að leita innan akademíunnar en þær séu t.d. ekki barneignir vísindakvenna. Í Bandaríkjun- um, Finnlandi og Noregi hafi vísindakonur sem eiga börn t.d. skrifað fleiri greinar en barnlaus- ar vísindakonur. Staðreyndin er sú, skv. Wennerås og Wold, að t.d. í Bretlandi hljóta fræðikonur innan líf- og læknavísinda aðeins 20% af styrkjum til vís- indarannsókna þótt þær séu 44% af vísinda- mönnunum. Og nýlega var greint frá breskri könnun meðal 6.500 vísindamanna við 40 breska háskóla sem leiddi í ljós að konum gengur betur en körlum að fá störf við háskóla en verr að fá stöðuhækkanir. Skv. rannsóknum Wennerås og Wold eru konur sem sækja um stöðuhækkun innan sænsku akademíunnar metnar á gagn- rýnni hátt en karlar í sömu stöðu, þ.e. þær þurfa að skrifa tvöfalt fleiri greinar en karlar til að vera metnar jafnhæfar. En þrátt fyrir allt ætlar fræðikonan Unnur Valdimarsdóttir ótrauð að stunda fræði- mennskuna áfram í Svíþjóð. Og sjálf ætlar hún í fæðingarorlof í sumar þegar þau hjónin eiga von á barni frá Kína. Morgunblaðið/Steingerður Ólafsdóttir steingerdur@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.