Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ P áskaegg – næstum nr. 100 og fjöldi blómvanda mæta auganu þegar Krist- ín Ingólfsdóttir gef- ur „grænt ljós“ á að blaðamaður Morg- unblaðsins megi ganga inn í skrifstofu hennar – það er enda ekki að furða þótt blómahaf- ið sé nokkurt, konan nýkosin rektor Háskóla Íslands – fyrst íslenskra kvenna. „Ég er fædd á fæðingardeild Landspítalans 14. febrúar 1954 og ólst upp í Reykjavík til sjö ára ald- urs,“ segir Kristín þegar hún hefur sótt kaffi fyrir okkur báðar og er sest á bak við skrifborð sitt, tilbúin að segja undan og ofan af lífsferli sínum, allt frá fyrstu stund, eins og sjá má af svari hennar við upphafs- spurningu blaðamanns. Foreldrar hennar, Sólveig Pálma- dóttir og Ingólfur P. Steinsson, bjuggu dóttur sinni fyrst heimili í leiguíbúð við Tjarnagötu en svo flutti fjölskyldan í kjallara á Ægisíð- unni. „Í húsi lögreglustjórans, Sig- urjóns Sigurðssonar,“ segir Kristín og brosir. Þegar hún var fimm ára bættist henni lítill bróðir sem heitir Pálmi, hann starfar nú í Bandaríkj- unum, hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum – fyrir átti hún sér eldri hálfsystur, Þórunni Ingólfsdóttur, sem er framkvæmdastjóri hjá Ís- landsfundum. Faðir Kristínar starfaði sem prentari en móðir hennar var heima- vinnandi áður en fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna þegar söguhetja vor var sjö ára gömul. Bjó í Bandaríkjunum 7 æskuár „Fyrst bjuggum við í Suðurríkj- unum á tímum þegar hvítir og svart- ir voru þar rækilega aðskildir hópar. Pabbi vann við grafíska hönnun og prentstörf, en þegar ég var tíu ára fluttum við til Washington DC. Faðir minn fór að vinna þar hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum sem grafískur hönnuður. Móðir mín er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og var um tíma í háskóla í Bandaríkj- unum, hún hafði áhuga fyrir barna- sálfræði en fór heim til að aðstoða móður sína, það var erfitt heimilis- hald á hennar æskuheimili því amma, Tómasína Kristín Árnadóttir, fékk MND-sjúkdóm, afi minn, Pálmi Jónsson, starfaði lengst af hjá Kveldúlfi og vann oft lengi. „Það bjargaði öllu hve viljasterk og skapgóð amma var, þetta var stórt heimili og mörg börn,“ segir Kristín. Föðurforeldrar Kristínar bjuggu lengi í Vestmannaeyjum. Kristín amma hennar var systir séra Frið- riks Friðrikssonar, hins þekkta stofnanda KFUM, þau voru Skag- firðingar en Steinn afi minn Sigurðs- son var klæðskeri og stundaði iðn sína fyrst í Eyjum og svo í Reykja- vík.“ Fyrstu æskuminningar Kristínar Ingólfsdóttur eru frá Ægisíðunni. „Við lékum okkur krakkarnir mik- ið í fjörunni, kringum grásleppukarl- ana en að öðru leyti eru helstu bernskuminningar mínar frá Banda- ríkjunum,“ segir hún. „Við bjuggum raunar á þremur stöðum, við áttum stuttan tíma heima í litlu þorpi í Maryland, þar var ég í skóla. Þaðan á ég góðar minningar úr litlum og mjög góðum skóla þar sem kennarar voru leiknir í að fara á milli bekkja, setja fyrir og láta vinna. Vera mín í Bandaríkjun- um hefur orðið mér dýrmæt, þar var lagður traustur grunnur að ensku- kunnáttu sem oft hefur komið sér vel fyrir mig. Ég tók ekkert eftir því þótt aka þyrfti okkur til og frá skóla meðan krakkar á Íslandi fóru gangandi út um allt og voru frjálsir í leik, það var ekki fyrr en ég kom hingað í heim- sókn 11 ára að ég upplifði frelsistil- finninguna sem þessu fylgir og fann mismuninn þegar ég kom aftur út. Bjó að góðri námstækni við íslensku- og dönskunám hér Ég var 14 ára þegar við fluttum heim til Íslands, foreldrar mínir keyptu íbúð á Kvisthaganum. Það hafði auðvitað alltaf verið töluð ís- lenska á heimilinu þannig að íslensk- an var jafnan mitt móðurmál en ég var illa skrifandi á íslensku og lengi að lesa hana, þess vegna var svolítið erfitt að byrja hér í skóla, ég þurfti líka að kveðja góða vini vestra – það var svolítið sárt. En mér var vel tekið í Hagaskóla, þar var ég í tvo vetur og gekk bara ágætlega þótt íslenskan og danskan krefðust nokkuð mikils tíma í upp- hafi en ég bjó að því að ég hafði lært góða námstækni í þeim skólum sem ég var í í Bandaríkjunum. Ég fór líka að lesa íslenskar bókmenntir og varð fljótt hrifin af íslenskum rithöfund- um, einkum Þórbergi Þórðarsyni, Ofvitinn fannst mér skemmtileg bók og líka Bréf til Láru, ég kunni vel við húmorinn í þeim. Í Hagaskóla eignaðist ég góðar vinkonur sem ég á enn í dag. Ég er í saumaklúbbi með gömlum skólavin- konum og hitti einu sinni mánuði konur sem dvöldu á sama tíma og ég í London.“ „Efnafræðilegt samband“ varð til í Háskóla Íslands Eftir landspróf fór Kristín í Menntaskólann í Reykjavík. „Ég fór í eðlisfræðideild, það kviknaði nokkuð snemma áhugi hjá mér á lyfjafræði, ég vann eitt sumar í apóteki. Mér fannst skemmtilegt að afgreiða viðskiptavinina og líka fannst mér lyfjagerðin áhugaverð. Þá voru blönduð lyf og smyrsl í apó- tekum og sums staðar slegnar töflur. Í menntaskóla varð ég líka mjög áhugasöm um frönsku, ég hafði afar góðan frönskukennara, Héðin Jóns- son. Ég valdi frönsku fremur en þýsku af því ég hafði lært dálítið í frönsku í bandarísku skólunum. Þetta varð til þess að ég lagði leið mína til Frakklands eftir stúdents- próf og stundaði þar frönskunám við háskóla í einn vetur og efnafræði. Mér fannst spennandi að vera í Frakklandi en eigi að síður ákvað ég að fara heim til Íslands og læra lyfja- fræði. Líklega hef ég í upphafi frekar haft að leiðarljósi löngun til að líkna með lyfjum – fremur en að ég væri svona fræðilega þenkjandi – hinn fræðilegi áhugi kom síðar. Ég tók BS-próf í lyfjafræði hér heima, fór svo til Bretlands og starf- aði þar á sjúkrahúsi, fannst það mjög áhugavert starf, og svo fór ég í dokt- orsnám þar ytra. Mér var vel tekið í Bretlandi og Bretar eru skemmtileg- ir að mínu mati – í samskiptum við þá bjó ég mjög að enskukunnáttunni frá æskuárunum í Bandaríkjunum.“ Í Háskóla Íslands hitti Kristín til- vonandi eiginmann sinn, Einar Sig- urðsson, fyrst. Var þetta kannski efnafræðilegt samband? spyr blaðamaður. „Ekki laust við það,“ svarar Krist- ín og brosir. Orð að sönnu, þau hitt- ust fyrst í efnafræðitímum í HÍ. „Við kynntumst „í gegnum“ sam- eiginlega vinkonu sem var í lyfja- fræði með mér. Hún var úr hinum þétta vinahópi Einars frá mennta- skólaárunum á Akureyri. Það fólk hélt vel saman í HÍ og raunar alla tíð síðan. Einar var þá að byrja í líffræði en hann venti síðan sínu kvæði í kross og fór til náms í Bretlandi í fjölmiðla- fræði en tók svo masterspróf í stjórnmálafræði.“ Þess ber að geta að Einar var fréttaritari Ríkisútvarpsins meðan hann var í Bretlandi. Eftir heimkom- una starfaði hann sem fréttamaður hjá RÚV, varð útvarpsstjóri Bylgj- unnar en er nú framkvæmdastjóri FL Group. Eldri dóttirin í verkfræði, sú yngri í grunnskóla Þau Kristín og Einar giftust 1977, ári eftir að þau kynntust. Þau eiga tvær dætur, sú eldri, Hildur, fæddist eftir að þau hjón komu heim frá Bretlandi, hún er að ljúka rafmagns- verkfræði í Háskóla Ísland, sú yngri, Sólveig, er á ellefta ári og er í grunn- skóla. „Mér hefur fundist mjög áhuga- vert að skoða námið í HÍ að nokkru fyrir tilstilli dóttur minnar og það sama á við um grunnskólakerfið,“ segir Kristín. Eftir að Kristín kom heim að námi loknu hefur hún starfað við Háskóla Íslands. „Ég hef unnið við kennslu og stjórnun – og líka farið í „hvíta slopp- inn“ þegar ég hef fengist við rann- sóknarstörf sem hafa verið snar þáttur í mínu starfi hér. Fyrir nokkrum árum gat ég tengt lyfjafræðina og frönskuna, mér til mikillar gleði. Ég var andmælandi við doktorsvörn í Frakklandi, at- höfnin átti að fara fram á frönsku, mér tókst að rifja upp frönskuna og gera þetta á því máli, það var skemmtilegt að geta þannig samein- að fræðimennskuna og frönskuna – ég hafði svo mikinn áhuga á því máli en hafði ekki komið nálægt henni í mörg, mörg ár. Á undanförnum ár- um hef ég verið í samstarfi við franska vísindamenn.“ Merkilegar rannsóknir á íslenskum jurtum Sumir telja að hinn „akademíski heimur,“ sé dálítið þurr – hvað finnst Kristínu um það álit? „Mér finnst þetta þvert á móti talsvert safaríkur heimur, starfið hér er langt frá því að vera markað endurtekningu. Mér finnst mjög gaman að kenna, vera innan um unga fólkið. Það eru miklar breyt- ingar í því fagi sem ég kenni, ég þarf sífellt að vera að endurnýja kunnáttu Krefjandi starf fra Fyrsta íslenska konan hefur nú verið kjörin rektor Há- skóla Íslands. Það er Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði, sem hefur náð þessum árangri. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hana um feril hennar, jafnt í einkalífi sem í starfi. Morgunblaðið/Þorkell Kristín Ingólfsdóttir prófessor, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.