Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 20

Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 20
20 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ F riðarverðlaunahafi Nóbels, Wangari Maathai, er um margt merkileg kona. Þessi 65 ára gamla kona er stofnandi og forystu- kona umfangsmikillar skógræktar- og um- hverfisverndarhreyfingar, sem hefur gróðursett um 30 milljónir trjá- plantna. Einnig hefur hún verið áhrifamikil baráttukona fyrir réttind- um kvenna og auknu lýðræði í heima- landi sínu Kenýa. Hún var jafnframt fyrsta konan í Mið- og Austur-Afríku til þess að taka doktorspróf og varð síðan í vetur fyrst Afríkukvenna til að hljóta friðarverðlaun Nóbels, ein- hverja eftirsóttustu nafnbót heims. Maatahi er menntaður líffræðing- ur frá háskólum í Bandaríkjunum og Þýskalandi og hlaut doktorsnafnbót í líffærafræði frá Nairobi-háskóla. Eftir að hún lauk háskólanámi fékk hún stöðu við háskólann og gegndi þar prófessorsembætti þar til hún sneri sér alfarið að stjórnmálum og baráttumálum sínum. Stofnaði Grænabeltishreyfinguna Maatahi hefur einkum látið til sín taka á vettvangi jafnréttisbaráttu, umhverfisverndar og lýðræðisum- bóta. Fyrir nærri 30 árum stofnaði hún félagsskap sem mætti kalla Grænbeltishreyfinguna „The Green Belt Movement“. Á vegum hennar eru konur hvattar og styrktar til þess að gróðursetja tré á jörðum sínum, við skóla og kirkjur. Með skógrækt- inni er stuðlað að bættu umhverfi og um leið dregið úr ásókn í náttúru- skógana. Jafnframt eru konunum létt verkin með því að framleiða eldivið, ávexti og fóður nærri heimilinu og gefið tækifæri til að afla sér smá- tekna. Hreyfingin starfar núna í all- mörgum öðrum Afríkuríkjum undir svipuðum formerkjum. Baráttuaðferðir Maathai hafa á köflum verið umdeildar. Hún stóð til dæmis fyrir fjöldamótmælum í Nair- obi þegar leggja átti útivistarsvæðið Uhuru Park undir stórbyggingar og eins þegar höggva átti skóginn í Ngong-hæðum undir nýbyggingar. Í báðum tilvikum var talið að um spill- ingu væri að ræða í stjórnkerfinu og óeðlilega staðið að úthlutun bygging- arréttar. Því fólust mótmælin í bar- áttu fyrir bættu umhverfi, siðbót í stjórnkerfinu og gegn spillingu. Þetta orsakaði miklar deilur við þá- verandi stjórnvöld og í baráttunni í Nairobi var henni misþyrmt af lög- reglu og hún sett í fangelsi. Hún fór hins vegar með sigur af hólmi í báð- um tilvikum og framkvæmdirnar voru stöðvaðar. Samhengi friðar og umhverfis Athygli umheimsins beindist snemma að Maathai. Fyrir vikið hef- ur hún í gegnum tíðina fengið ótal viðurkenningar um allan heim fyrir störf sín, bæði á sviði umhverfismála og jafnréttisbaráttu. Í hnotskurn má segja að henni hafi tekist að setja fram á skýran hátt samhengi friðar og sjálfbærrar nýtingar náttúruauð- linda. Þetta samhengi ætti að vera okkur Íslendingum augljóst, þar sem einu „stríðin“ sem við höfum háð frá sjálfstæði voru auðlindastríð, þorska- stríðin, þar sem við deildum við ná- grannaríki um yfirráð náttúruauð- linda í hafinu umhverfis landið. Þetta samhengi hefur hins vegar ekki verið alls staðar augljóst og með því að veita Maatahi verðlaunin vildi nóbels- nefndin draga athygli heimsbyggðar- innar að þessum málum. Deilur varð- andi aðgang og nýtingu auðlinda jarðar eru iðulega undirrót ófriðar og hörmunga, bæði smárra og stórra. Í umsögn norsku nóbelsnefndarinnar kemur fram að Maathai séu veitt verðlaunin fyrir framlag hennar til sjálfbærrar þróunar, lýðræðis og friðar. Til þess að skilja betur bakgrunn baráttu Maathai er gott fyrir lesend- ur að kynnast lítillega stöðu mála í heimalandi hennar. Ég hafði tæki- færi á því að kynnast þeim vettvangi, en ég eyddi síðastliðnu hausti í Afríku við öflun gagna í rannsóknarverkefni mitt í auðlindastjórnun á Elgonfjalli á landamærum Úganda og Kenýa. Maathai er fædd og uppalin í smá- bænum Nyeri í hlíðum Kenýafjalls. Kenýafjall setur mikinn svip á lands- lagið, en fjallið er jöklum skrýtt og gnæfir yfir hálendisslétturnar í kring. Svæði umhverfis fjallið byggir ættbálkur Maathai, Kikuyu, en hann er fjölmennasti ættbálkur landsins. Í Austur-Afríku eru fleiri slík fjöll sem gnæfa stakstæð upp úr hásléttunum, líkt og skógi vaxnar eyjur í landslag- inu. Þekktast þessara fjalla er Kilim- anjaro í Tanzaníu, 5.895 m hátt og hæsta fjall Afríku og eins er Kenýa- fjall í Kenýa mikilfenglegt, 5.200 m hátt, einnig með jöklum á toppnum. Auk þess eru á þessum slóðum fleiri há fjöll eins og Meru, Aberdares og Elgon og austar fjallgarðarnir Rwenzori og Virunga. Umsetið umhverfi Að þessum fjöllum hefur umhverf- isverndarbarátta Maatahi mikið beinst. Þessi fjöll eru afar mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Jarðvegur í hlíðum þeirra er frjósamur og því eru þéttbýlustu svæði viðkomandi landa umhverfis þau. Ofan ræktunarland- anna taka við skógar, upp að heiða- löndunum ofan skógarmarkanna. Sakir einangrunarinnar og mikillar hæðar er einkar fjölbreytilegt lífríki á fjöllunum. Þessi háfjöll skipta einn- ig miklu máli fyrir vatnsbúskap land- anna. Á þau safnast úrkoma sem síð- an miðlast um nærliggjandi landsvæði. Frá Kenýafjalli kemur til dæmis mest af neysluvatni höfuð- borgarinnar Nairobi. Þessir mikilvægu skógar eru undir sífelldri ásókn frá samfélaginu í kring. Þetta eru frjósöm svæði með ríkulegri úrkomu og því er ásókn í að leggja skóglendin undir landbúnað. Einnig vex þar verðmætur harðvið- ur, sem mikil eftirspurn er eftir í öll- um löndum Austur-Afríku. Maatahi hefur ítrekað bent á þau áhrif sem eyðing skóga hefur haft í kringum Kenýafjall. Nú renna árnar grugg- ugar frá fjallinu, flóð eru tíð og vatns- rennsli ójafnt svo nokkur atriðið séu nefnd. Við þetta bætist að skógsstjórn og önnur auðlindastýring er veikburða og spilling landlæg. Á seinustu árum fyrrverandi ríkisstjórnar landsins var til dæmis töluvert gert af því að úthluta pólitískt „korrekt“ fólki jarð- næði í skógunum, auk þess sem út- völdum fyrirtækjum var leyft að höggva verðmætan harðvið úr skóg- um í eigu ríkisins. Þetta hefur í mörg- um tilvikum leitt til mikilla deilna og ófriðar um yfirráð yfir landi og auð- lindum sem ekki sér fyrir endann á. Fyrir um 10 árum létust til dæmis um 2.000 manns í óeirðum vegna deilna um jarðnæði í Vestur-Kenýa. Bág staða kvenna æpandi Bág staða kvenna er einnig æpandi þegar farið er um dreifbýli Kenýa, sem og annarra landa Austur-Afríku. Á heimilum fátækra, barnmargra smábænda er það yfirleitt hlutverk konunnar að afla eldiviðar, samhliða því að ala upp börnin, sinna heimilis- verkum og helstu viðfangsefnum við jarðyrkjuna. Leiðir til þess að bæta lífsafkomu fólks, á þessum slóðum, Á slóðum Wangari Maathai Í Kenýa hefur kona ein tekið forustu í baráttu fyrir auknu lýðræði og réttindum kvenna. Hún hefur einnig látið til sín taka í umhverfismálum. Fyrir framlag sitt hlaut Wangari Maathai friðarverðlaun Nóbels. Jón Geir Pétursson fjallar um Maathai og reynslu sína í Kenýa. Skógi vaxin fjöll í Austur-Afríku skipta miklu fyrir vatnsbúskap land- anna. Þessi fallegi foss er í einni af fjölmörgum ám sem falla frá Elgon- fjalli og skipta miklu fyrir afkomu íbú- anna í kring. Maathai er fædd í hlíðum Kenýafjalls. Fjallið er um 5.200 m hátt með jöklum á toppnum og setur mikinn svip á umhverfið. Ljósmyndir/Jón Geir Pétursson Bættur hagur kvenna er eitt helsta baráttumál Wangari Maatahi. Víðast í Afríku er eldiviður nauðsynlegur til matseldar. Það er yfirleitt hlutverk kvenna að sækja eldiviðinn. Þessi kona sagðist þurfa fjögur svona hlöss til heimilisins á viku, líklega um 40 kg hvert. Hún sækir viðinn berfætt inn í torgenga skógana á Elgonfjalli í Vestur-Kenýa, vopnuð exi. Grænabeltishreyfing Maathai hefur beitt sér fyrir skógrækt á jörðum smábændanna til að gera aðgengi að eldivið auðveldara. Jafnréttismál eru baráttumál Maatahi, en víðast í hinum dreifðu byggðum Afríku er jafnréttisbarátta afar skammt á veg komin. Víða er algengt að karlar safnist saman í kringum ámu, sem fyllt er af heimagerðum miði eins og sést á þessari mynd. Drykkurinn er síðan soginn upp með löngum rörum og er látinn ganga milli manna. Þetta er víða mikið félagslegt vandamál. Það er því gjarna hlutskipti konunnar að sjá um heimilið og búskapinn. Maathai hefur í þessu samhengi beitt sér mikið fyrir auknum réttindum kvenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.