Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
É
g skal segja þér, að
þegar ég varð stúd-
ent frá Menntaskól-
anum á Akureyri
1955, tæplega 19
ára, þá ætlaði ég
ekki að leggja fyrir
mig íslenzk fræði. Á
þessum árum var því haldið á lofti, að
þeir sem ekki dugðu til neins, urðu
annaðhvort kennarar eða blaða-
menn; „stakkels mænd“, sem ekki
komust neitt áfram í lífinu.
Á Akureyri kynntist ég þýzkum
tannlækni, Kurt Sommerfeld. Við
spjölluðum mikið saman og ég hugs-
aði með mér, að tannlækningar væru
praktískt og gott starf. Um haustið
fór ég utan í fyrsta skipti og til
München, þar sem ég innritaðist í
tannlæknadeild háskólans. Þangað
eltu mig þrír skólafélagar. Þeir urðu
allir tannlæknar en ekki ég.
Þarna úti í München veiktist ég al-
varlega, var fluttur í ofboði á spítala,
og man eftir mér þar á börum á
löngum, löngum, dimmum gangi, þar
sem laut yfir mig öldruð nunna og
sagði; armer Mensch, armer
Mensch. Ég reyndist vera með blæð-
andi magasár, svona ungur maður-
inn. Og ég hrökklaðist heim.
Ég gerði aðra tilraun, en veiktist
aftur og kom heim á útmánuðum ’57.
Ég vissi ekkert hvað ég ætti að taka
mér fyrir hendur, en eftir sumarið
varð ég að finna mér vinnu og það
varð úr að ég innritaði mig í íslenzku
við háskólann meðan ég væri að ná
áttum og hóf kennslu við Gagnfræða-
skólann við Vonarstræti. Hann var
þá einsársskóli, sem bjó menn undir
það fræga landspróf. Ég kenndi ís-
lenzku.
Ég hafði verið slakur námsmaður í
menntaskóla, en las mikið. Móðir
mín, sem átti þess ekki kost að
mennta sig, lagði áherzlu á menntun
mína. Hún gerðist áskrifandi að Ís-
lendingasagnaútgáfunni handa mér
og þegar ég tók stúdentspróf, var ég
búinn að lesa hana alla, allar bækur
Halldórs Kiljans Laxness og Þór-
bergs Þórðarsonar og talsvert mikið
af bókum Gunnars Gunnarssonar.
1955 komu út þrjár bækur, sem allar
höfðu mikil áhrif á mig; Kvæðabók
Hannesar Péturssonar og 79 af stöð-
inni eftir Indriða G. Þorsteinsson,
tveir Skagfirðingar þar. Þá þriðju
fékk ég senda til München, það var
Sjödægra Jóhannesar úr Kötlum,
sem mamma sendi mér óinnbundna
og óuppskorna. Á þessum árum voru
mjög ströng gjaldeyrishöft og þegar
leið að jólum var orðið lítið um skot-
silfur hjá fátækum námsmanni. Ég
fór svo að lesa Sjödægru og skar
hana upp jafnóðum. Á blaðsíðu 24
fann ég 20 marka seðil og annan á
blaðsíðu 40. Þá hætti ég að lesa og
skar bókina alla upp í einum rykk.
Ég hafði 120 mörk upp úr bókinni og
síðan þykir mér vænna um hana en
aðrar bækur!“
Kennari og blaðamaður!
„Það er dagsatt, að ég innritaði
mig í íslenzkuna og fór í kennsluna
meðan ég væri að átta mig, en svo
festist ég í íslenzkunáminu. Þá var
hefðbundið kandídatspróf fólgið í ís-
lenzkum fræðum, íslenzkri tungu,
bókmenntum og sögu, en ég fór sér-
staka leið; íslenzku með aukagrein,
þar sem lögð var stund á íslenzk
fræði og bókmenntir og svo tók ég
sænsku. Halldór Halldórsson pró-
fessor sagði að þeir væru of fáir, sem
tækju öðruvísi en hrein íslenzk fræði,
en honum þætti sniðugt, ef einhver
tæki eitthvert erlent mál með. Ég tók
sem sé sænskuna og varð síðar lektor
í íslenzku við háskólann í Gautaborg.
Þannig leiddi eitt af öðru í mínu námi
og starfi.“
Frá Gagnfræðaskólanum við Von-
arstræti flutti Njörður sig um set í
Hagaskólann og til samræmis við
ummælin um „stakkels mænd“ gerð-
ist hann blaðamaður við Vísi 1962–
63! Þá tók kennslan öll völd aftur og
hann kenndi við Kennaraskólann og
eftir að hann lauk kandídatsprófi var
hann settur kennari við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Eftir fimm ár í
Gautaborg varð hann lektor í íslenzk-
um bókmenntum við Háskóla Íslands
1971–77, dósent 1977–93 og prófess-
or 1993–2004.
Í millitíðinni tók hann doktorspróf
í Gautaborg og segir að sér hafi fund-
izt í grundvallaratriðum ekki rétt að
taka prófið við sama skóla og sömu
háskóladeild og hann kenndi við
sjálfur. Honum fannst rökrétt að fara
til skóla, sem hann þekkti til, og er
því formlega doktor í norrænni fíló-
lógíu frá háskólanum í Gautaborg.
Viðfangsefnið var Sólarljóð; stafrétt
útgáfa á 40 handritum og svo skýr-
ingar og bókmenntaleg umfjöllun um
„þetta merkilega kvæði“.
Njörður kaus að láta af störfum við
Háskóla Íslands í fyrra eftir 33 ár við
skólann. „Ég hefði getað hætt fyrr
samkvæmt 95-ára reglunni og líka
haldið áfram til sjötugs, en ég er
fæddur 1936.
Mér fannst þetta vera orðið gott á
þessum punkti. Mig langaði til að
skrifa meira aftur.“
Bókmenntanámið
viðskila við tunguna
„Það hafa orðið talsvert miklar
breytingar á þessum 33 háskólaárum
mínum.
Þegar ég byrjaði að kenna var bók-
menntafræðin aðallega í almennum
inngangi. Ég breytti þessu þannig að
námið varð umfangsmeira en áður
hafði verið og meðal annars byrjaði
ég með dálítið stórt námskeið um að-
ferðir í bókmenntafræði. Þegar ég
tók kandídatsprófið var enginn mun-
ur á milli manna eftir málfræði og
bókmenntum. Ég varð bókmennta-
fræðingur út á Sólarljóð, en ef ég
hefði tekið málfræðilegt efni, hefði ég
orðið málfræðingur.
Nú er miklu meiri sérhæfing og
menn velja fyrr. Ég held eftir á að
það sé dálítið misráðið.
Mér finnst sannast að segja að
bókmenntanámið hafi orðið dálítið
viðskila við tunguna. Þegar ég lít til
baka hefði ég viljað viðhalda betri
tengslum milli tungu og bókmennta.“
Njörður hefur samið tvær bækur
um bókmenntafræði; Sögu, leikrit,
ljóð, sem kom út 1975, og
Eðlisþætti skáldsögunnar, sem
kom út 1976. Fyrri bókin er fyrir
menntaskólastigið, en sú síðari er um
innviði skáldsögunnar frá bók-
menntalegu sjónarmiði.
„Mér brá svolítið, þegar ég komst
að því, að kennarar voru að kenna
fræðin eins og stærðfræðiformúlu.
Það var nú ekki meiningin með þess-
um bókum. Ég ætlaðist til að skoð-
aðir væru innviðir bókmenntanna
með hliðsjón af bókunum, en ekki að
þær væru notaðar sem einhver form-
úla.
Ég lagði áherzlu á það við mína
nemendur að það fyrsta sem þeir
lærðu væri að bókmenntir eru ekki
skrifaðar fyrir bókmenntafræðinga.
Þær eru náttúrlega skrifaðar af innri
þörf höfundar til þess að veita les-
andanum ákveðna upplifun, gleði og
nautn. Mér finnst sömuleiðis að það
næsta sem þeir áttu að læra sem bók-
menntafræðingar vera að kunna skil
á mismunandi rannsóknaraðferðum
og moða úr þeim eftir því sem við á.
Ef menn tileinka sér bara eina aðferð
og lesa bókmenntir út frá aðferð ein-
hvers eins manns, þá skoða þeir að-
eins einn þátt bókmenntanna en ekki
bókmenntirnar í heild.
Ég vara við því sem ég kalla vís-
indakomplex. Umfjöllun um bók-
menntir er ekki vísindi, hún er skyld-
ari listfræði, enda erum við að fjalla
um listaverk og þá er listin aðalatriði
en ekki við sem um verkið fjöllum.
Í sumum tilvikum hefur bók-
menntafræðin fjarlægzt sjálfar bók-
menntirnar. Það eru til bókmennta-
fræðingar, sem þurfa engar
bókmenntir. Þeir skrifa bara um
aðra bókmenntafræðinga. Og svo
búa þeir til ný hugtök utan um ekki
neitt.
Veiztu hvað postmódernismi þýð-
ir?“
Ég hrekk við að vera tekinn svona
upp í miðju viðtali og það koma vöflur
á mig. Nirði líkar það greinilega vel!
„Ég held reyndar að enginn viti
merkingu orðsins. Mér finnst menn
nota þetta hugtak sem afsökun fyrir
efnislítilli mælgi.“
Þú þykist geta búið til skáld!
„Ég fann líka til þess, þegar ég fór
að kenna tungumál og bókmenntir
fræðilega, að nemendurnir voru ekki
endilega góðir málnotendur, svo ein-
kennilega sem það nú kann að
hljóma. Málfræðingar eru ekki endi-
lega að sama skapi góðir málnotend-
ur. Meistaraleg undantekning var
Jón Helgason í Kaupmannahöfn,
sem mig grunar að hafi verið sá mað-
ur sem kunni íslenzku betur en flestir
aðrir, ef ekki allir. Hann var meistari
bæði hinna fræðilegu hliða og svo var
hann meistaralegt skáld.
Einhvern veginn finnst mér að
þetta eigi að fara saman.“
Þetta varð til þess að haustið 1987
fór Njörður af stað með ritlistarnám-
skeið. Hann fór í rannsóknarferðir til
Bandaríkjanna, þar sem hann kynnti
sér ritlistarkennslu við tvo háskóla,
og til Svíþjóðar, þar sem hann kynnti
sér slíkt nám við lýðháskóla. Hann
fór svo aftur vestur um haf og heim-
sótti þá háskóla í Bandaríkjunum og
Kanada.
„Það var mín niðurstaða að til þess
að kenna ritlist þyrftu menn að vera
rithöfundar sjálfir, þótt ekki séu allir
sammála því. Og ekki voru allir á
einu máli um ritlistarnámskeiðin.
„Jæja, svo þú þykist geta búið til
skáld!“ sögðu einhverjir og glottu
með. En það var nú ekki svo.
Truman Capote sagði: Ef ritlistin
er þér meðfædd, þá ertu lukkunnar
pamfíll. Ef ekki, þá verður þú að læra
hana og þegar þú ert búinn að læra,
getur þú farið að brjóta reglurnar.
En þú þarft að læra þær til þess að
geta brotið þær.“
Hæfileikana og þörfina gat ég
ekki kennt. En síðan kemur kunn-
áttan og þar þykist ég geta hjálpað
mönnum. Ég lofaði nemendum ekki
öðru en því að þeir myndu skrifa
betur eftir námskeiðið og að þeir
myndu lesa bókmenntir með allt
öðrum hætti.
Tungumálið er
hljóðfæri hugans
Morgunblaðið/Ómar
Njörður P Njarðvík: Við eigum að bjarga málinu okkar með því að vanda okkur.
Hann ætlaði ekki að leggja
móðurmálið fyrir sig, held-
ur læra „praktískt og gott
starf“. En íslenzkan varð of-
an á og hún reyndist hon-
um bæði praktísk og góð,
svo góð að dugði til 47 ára
starfsferils. Nú hefur Njörð-
ur P. Njarðvík látið af
kennslu og í samtali við
Freystein Jóhannsson lítur
hann um öxl og er ómyrkur
í máli um stöðu íslenzk-
unnar og bókmenntafræð-
anna.