Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Á veggspjaldinu á hurðinni hafa verið dregnar upptáknmyndir af alls konar konum. Svipbrigðin,andlitsskrautið og hárgreiðslan eru jafnólík ogkonurnar eru margar. Pia Bäcklund, starfskonaTerrafem, birtist í gættinni, brosir og útskýrir að
með myndunum séu samtökin að leggja áherslu á að þangað
geti allar konur af erlendum uppruna leitað athvarfs undan
kúgun og heimilisofbeldi – óháð aldri, stétt, uppruna o.s.frv.
„Nýja veggspjaldið okkar hefur svo sannarlega vakið at-
hygli,“ segir Pia stolt í bragði þegar við erum sestar inn í
þröngt fundarherbergi á hæðinni. „Afgerandi fjölgun varð á
símtölum í neyðarsímanum eftir að við hengdum tugi þeirra
upp út um alla borg fyrir tveimur vikum. Annars hefur sím-
hringingum í neyðarsímann sífellt farið fjölgandi frá því
Terrafem, samtökum sem beita sér gegn kúgun og heimilis-
ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna, var fyrst komið á
fót í Stokkhólmi fyrir 4 árum og bárust um 3.000 símtöl af
landinu öllu í fyrra. Hér í Málmey var starfseminni komið á
fót fyrir 3 árum.“
Pia minnir á að auk neyðarsímans reki Terrafem kvenna-
athvarf fyrir konur af erlendum uppruna í Málmey. „Hingað
til hefur íbúðin verið fyrir konur á öllum aldri. Núna stefnum
við að því að kaupa aðra íbúð sérstaklega ætlaða konum á
aldrinum 18 til 25 ára. Við erum með augastað á 7 herbergja
íbúð í hverfinu. Eldri íbúðin verður áfram fyrir eldri kon-
urnar. Vandamál yngri og eldri kvennanna eru oft á tíðum
frábrugðin. Yngri konurnar þurfa á meiri aðstoð og aðhlynn-
ingu að halda,“ segir hún. „Annað hlutverk Terrafem er að
stuðla að umræðu um heimilisofbeldi með því að tala við
stjórnmálamenn og halda ráðstefnur, t.d. verður haldin ráð-
stefna um sæmdarmorð í Málmey í október nk.“
Mikill áhugi á sjálfboðaliðastarfi
Pia segir að þrír starfsmenn séu í fullu starfi hjá Terrafem
og þónokkrir sjálfboðaliðar vinni hlutastörf fyrir samtökin.
„Við auglýstum eftir fleiri sjálfboðaliðum í síðustu viku. Ég
setti tvær auglýsingar í stærsta blaðið í borginni og 60 konur
hringdu. Við verðum með námskeið fyrir 35 nýja sjálf-
boðaliða um næstu helgi. Sumar kvennanna hafa sjálfar orð-
ið fyrir heimilisofbeldi. Aðrar þekkja fórnarlömb eða hafa
einfaldlega áhuga á því að hjálpa þessum konum. Nokkrar
kvennanna eru starfsmenn félagsþjónustunnar og finnst þær
ekki fá nægilegt svigrúm til að hjálpa fórnarlömbum heim-
ilisofbeldis innan þess geira,“ segir Pia.
Hún er spurð að því hverjir standi straum af kostnaðinum.
„Starfsemin er fjármögnuð af borginni. Annars reynum við
að halda öllum kostnaði í lágmarki. Við erum með spænsku-,
tyrknesk- og arabískumælandi starfsmenn á skrifstofunni
allan daginn. Ef konur þurfa á aðstoð á öðrum tungumálum
að halda tökum við niður nafn og símanúmer og biðjum ein-
hvern af sjálfboðaliðum okkar að tala við konuna á hennar
móðurmáli. Við reynum alltaf að komast hjá því að konan
borgi sjálf símtöl við okkur hjá Terrafem.“
Ekki algengara en meðal Svía
„Nei, ég held ekki,“ svarar Pia því hvort konur af erlend-
um uppruna séu í meiri hættu á að verða fyrir heimilis-
ofbeldi en aðrar konur í Svíþjóð. „Heimilisofbeldi er álíka al-
gengt meðal kvenna af erlendum uppruna og annarra
kvenna. Aftur á móti er oft erfiðara fyrir erlendar konur að
leita stuðnings í nánasta umhverfi sínu. Þær eru fjarri stór-
fjölskyldunni og eiga ekki jafnmarga vini í nýja landinu og
innfæddu konurnar. Erlendu konurnar þurfa því frekar en
aðrar konur á utanaðkomandi aðstoð að halda. Vandinn er
bara sá að þær vita oft ekki hvert þær eiga að snúa sér.
Sumir ofbeldismannanna hafa nýtt sér félagslegra einangrun
eiginkvenna sinna til þess að telja þeim trú um að ef þær
leiti á náðir félagsmálayfirvalda geti þær átt von á refsingu –
börnin verði tekin frá þeim og send á fósturheimili, þeim
verði sjálfum vísað úr landi o.s.frv. Konurnar veigra sér því
oft við því að leita beint eftir stuðningi frá Félagsþjónust-
unni. Fyrsta skrefið út úr ömurlegum aðstæðum er oft að
hringja hingað til að afla réttra upplýsinga.“
„Konur eru flinkar í því að finna alls konar afsakanir fyrir
því að mennirnir þeirra beita þær ofbeldi,“ segir Pia alvarleg
á svip og hafnar alfarið þeirri kenningu að útbreitt atvinnu-
Terrafem vinnur gegn ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna í Svíþjóð
Heimilisofbeldi verður aldrei afsakað
Baráttan gegn heimilisofbeldi er eitt af stærstu
verkefnum samtímans um allan heim. Enda þótt
birtingarmyndirnar virðist ólíkar á milli menn-
ingarheima liggja ræturnar í því sama eins og
Anna G. Ólafsdóttir komst að í samtali við Piu
Bäcklund hjá sænsku kvennasamtökunum
Terrafem.
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
Pia Bäcklund fór að vinna fyrir Terrafem eftir að hún varð fyrir
heimilisofbeldi fyrir nokkrum árum.