Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
U
ndanfarið hefur skrifara
verið tíðrætt um húsa-
gerðarlist, minjavernd og
annað sem skapar verð-
mæti sem koma öllum
við. Ástæðan ærin í ljósi
þess að Íslendingar
leggja ofurkapp á að vera samstiga út-
landinu í sem flestu og vísa iðulega til
heimsþorpsins, en virðast þó oftar en
ekki yfirsjást veigamikil atriði sem
varða huglæga verðmætasköpun. Hvers
eðlis það er sem skapar verðmæti til
lengri tíma litið og hefur vinninginn yfir
skammtímahagnað og tímalega auðsöfn-
un, eitt er að vera ríkur af peningum
annað manngildi eins og stundum er
sagt. Þeir hafa sem aldrei fyrr fengið
hraðann og samhæfinguna á heilann,
sem er orðið að slíkri þráhyggju að
mörgum stendur ekki lengur á sama, er
um og ó.
Í vegavinnu fyrir margt löngu teymdi
ég hesta sem vagn var spenntur fyrir,
nefndist á þeirra tíma máli að vera kúsk-
ur, og þegar vegavinnuflokkurinn flutti
sig frá ósum Langadalsár við Ísafjarð-
ardjúp að jaðri Þorskafjarðarheiðar inn-
ar í dalnum, þótti litlum óþreyjufullum
dreng það langur endalaus gangur, hefði
viljað hlaupa við fót.
Seinna og komnir hálfa leið áleiðis
upp á heiðina höfðu vegagerðarmenn dá-
yndis sýn yfir dalbotninn. Fyrir kom að
langt fyrir neðan okkur sást til ferða-
langa á hestbaki
í þann mund að
leggja í heiðina
en fóru sér að
engu óðslega,
fákarnir liðu hjá
á hægagangi.
Þetta gaf vinnuþjörkunum metnaðar-
fullu kærkomið tækifæri til að leggja frá
sér verkfærin um stund, sem í þá daga
voru skófla, haki og járnkall. Með þeim
amboðum einum ruddum við blikkbelj-
unni leið þvert eftir brattri hlíðinni,
frumstæðara gat það ekki verið en náð-
um þó takmarkinu, komumst á heið-
arbrún að haustnóttum. Fyrr um sum-
arið hafði vegavinnuflokkurinn nálægt
heimskautsbaug slegið upp skála og
fagnað lýðveldinu í sól og bjartviðri
meðan hellirigndi á kollana á Þingvöll-
um. Áfanginn þótti umtalsvert afrek og
fréttaefni, að því viðbættu að vegurinn
upp var fallegur og með mörgum og á
stöku stað viðamiklum kanthleðslum,
jafnt úr torfi og grjóti þar sem meist-
arar í þeirri gerð skiluðu góðu verki.
Dagskipan verkstjórans var jafnan að
við færum vel að landinu, meiddum það
ekki að óþörfu og svo þurfti vegurinn að
falla vel að umhverfinu sem listilega
mótaður hluti sjónarheimsins. Ljúfsárar
minningarnar um þessi tvö sumur í
dalnum langa, heita daga og kaldar
heimskautsnætur, hafa í síauknum mæli
þrengt sér fram í heilabúinu. Og einmitt
á tímum þá menn sem aldrei fyrr eru að
meiða landið, bora og sprengja með
risavöxnum vinnutækjum og hver sá er
mótmælir skal nefndur ofverndunar-
sinni.
Hægfara ferðalangarnir, sem máttu víst ekki
vera að því að flýta sér, mér einkum í ljósu
minni, nú þegar menn tala hver um annan um
álver og jarðgöng hist og her. Leggja veg yfir
hálendið til að stytta blikkbeljunni leiðina um
nokkra tugi kílómetra, sér í lagi ógagnsætt þeg-
ar tímalengd rennireiðinnar er orðinn einn þriðji
af því sem áður var þá höfuðstaður Norðurlands
var fjarlægt ævintýri. En þetta eru víst ekki
tímar ævintýranna heldur óþreyjunnar, allir höf-
uðstaðir landsfjórðunganna við þröskuldinn að
segja má, en mikið vill meira, meira og meira.
Enginn skyldi halda mig alfarið á móti þessum
hlutum né heilbrigðum framförum en eitt er að
njóta gæða lífsins á vitrænan hátt, annað ofát og
ofdrykkja. Peningar eyðast og peningar græð-
ast, fjöldi skildinganna sem rúlla svo komið aðal-
atriðið en hitt hvort heilbrigður ávinningur sé af
aðstreyminu allt annað mál. Eitt er vitrænn
skilningur á réttri ávöxtun annað brenglað verð-
mætamat.
Fyrir fáeinum vikum átti ég sem oftar er-indi á blaðið og gekk eftir Hamrahlíðinnií nokkurri hálku, lá ekkert ofboðslega á,virti fyrir mér form og litbrigði umhverf-
isins, naktan trjágróðurinn, boli og hríslur sem
teygðu sig í allar áttir sem náttúrugerðir skúlp-
túrar. Gekk þá óvænt lotinn eldri maður hjá með
stafprik í hendi og gadda á fótum og fór mikinn,
lá einhver ósköp á, en á köflum hægði hann á
sér þannig að ég nálgaðist, en þegar hann nam
skóhljóðið herti hann jafnharðan gönguna, kærði
sig augljóslega ekki um að neinir kæmust fram
úr sér. Gekk þetta þannig nokkrum sinnum þar
til við nálguðumst Bakarameistarann við enda
götunnar. Allan tímann horfði hann einungis nið-
ur fyrir sig, leit hvorki til hægri né vinstri hvað
þá upp, nei þráðbeint áfram skyldi haldið og það
hratt. Kom þá ósjálfrátt upp í hugann atvik sem
skeði í Lissabon fyrir tveim árum er ég var á
gangi eftir opna svæðinu sunnan hafnarbakkans
hvar Vasco da Gama lagði forðum úr höfn. Bar
þá fyrir augu furðusjón, einfættan og einhentan
mann á gangi, en sértækt göngulag hans var
þess eðlis að hann hoppaði taktfast en löturhægt
á heilu löppinni, hafði þó ekkert sér til stuðn-
ings, leið einhvern veginn áfram kjölréttur og
stöðugur sinn kós. Sá ekki betur en að hann
væri fullur, skítugur og fúlskeggjaður, en lítt var
honum gefið um athygli og var eitthvað að kalla
reiðilega til mín og veifa heilu hendinni er ég
gekk hjá en nokkur spölur var á milli.
Hefði gengið til hans, boðið honum pen-inga og tekið myndir ef allt hefði veriðmeð eðlilegu móti en ég í hálfgerðulosti. Gleymdi öllu í kringum mig
greip til myndavélarinnar en mundi um leið að
kortið var fullt, ég á byrjunarreit í stafrænum
ljósmyndum og þekking mín náði ekki til þess að
ég gæti allt eins eytt gölluðum tökum og haldið
áfram. Þetta ein eftirminnilegasta lifunin af ótal-
mörgum mögnuðum í Lissabon. Hér sem kom-
inn holdgervingur lokalínanna í sálmi Matthías-
ar; „Styð þú minn fót, þótt fetin nái
skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar
samt…“ Sæfarinn mikli Vasco da Gama
komst líka áfram þótt fararkosturinn
væri hægfara seglskúta og stigi öldurn-
ar, en ekki lokaður svifdreki sem með
miklum þyt geystist yfir toppa þeirra.
En fyrir vikið eygði hann vítt og breitt
yfir sjónhringinn var hluti af úthafinu,
andrúminu, sjávarseltunni og veðra-
brigðunum, þjóhnappar hans minntust ei
heldur við mjúkar stólasetur í vernduðu
umhverfi eða augun einungis takmark-
aðan blett sjónhringsins út um glugga.
Orkugjafinn var svo öðru fremur áhug-
inn á viðfanginu, metnaðurinn og viljinn
til að ná marki sínu, og til þess þurfti
þrek, hugarró og þolinmæði …
Svo er annað sem ég staðnæmistvið á tímum er hátæknin hefuropnað manninum sýn til allraátta, jafnt fortíðar sem gerð him-
ingeims og tungla, að einsleitni og sam-
hæfing virðist hér á landi aðalmarkmið
menntakerfisins. Hafa þó Sameinuðu
þjóðirnar endurtekið hvatt til fjölbreytni,
einkum í menningarlegu tilliti, marg-
breytni ekki einungis ákjósanleg stefnu-
mörk heldur beinlínis nauðsynleg í nú-
tímasamfélögum. Einnig að
menningarlegt frelsi skuli vera hluti af
almennum mannréttindum sem forsenda
fyrir heilbrigða döngun í samfélagi 21.
aldarinnar, hér sé um atriði að ræða sem
eigi heima í stjórnarskrám. Lýsandi að
stefnumörkin sem Þýðverjar tileinkuðu
sér, og ég endurtekið hef vísað til í pistl-
um mínum, að setja ekki eitt skólakerfi,
áfanga- og fjölbrautir á oddinn, heldur
stuðla að fjölbreytni, hefur auðsjáanlega
borið ríkulegan ávöxt. Til að mynda líður
varla heilt ár án þess að nokkur ný söfn,
óperur og leikhús rísi einhvers staðar í
landinu og í síðasta mánuði voru vígð
heil þrjú ný og glæsileg nútímalistasöfn,
þ.e. í Baden Baden, Hombroich og Berl-
ín, þar að auki eitt í Salzburg. Austurrík-
ismenn eru hér einnig í mikilli siglingu
sbr. pistil minn um Vínarborg fyrir
skömmu. Gerist þó á tímum atvinnu-
sleysis og efnahagskreppu í þessum
löndum.
Vísa til og minni á að allt nám er
manninum lífsnauðsyn vilji hann að vídd-
ir sannrar menntunar ljúkist upp fyrir
honum, skapandi grunnnám þá í for-
grunni hins vegar ekki kennsla. Agi er
mesta frelsið til náms og kennsla kemur
að litlum notum ein sér ef nemendur eru
ekki þeim áhugasamari og duglegri að
lesa sér til og umfram allt líta í kringum
sig, umheimurinn á jafnaðarlega að vera
hluti náms og gegna þá söfn miklu hlut-
verki.
Allt eins má líkja uppeldi í mann-heimi við tamningu hesta og ís-lenski hesturinn gott dæmi ummikilvægi þjálfunar skynfær-
anna, þannig eru til margar tegundir
tölts sem kemur jafnt til af æfingu og
meðfæddu næmi. Grunnatriði hæga-
gangsins þarf nefnilega að læra til hlítar
áður en sprett er úr spori, hlaupa til skeiðs og
svífa í brokki, og allt tekur sinn tíma. Sagt að ef
mikið býr í hesti taki ekki minna en tvö þrjú ár
að temja hann, en nú hefur hraðinn tekið við og
úr landi seld hross sem hvorki eru nægilega
tamin né þroskuð. Hvorki íslenskir né erlendir
hestar eru læsir á kennslubækur né hafa eyru
fyrir lærðum fyrirlestrum, en þeir eru næmir og
námfúsir ef rétt er að þeim farið og mögulegt að
kenna þeim margar og flóknar listir. Hluta
þessa fróðleiks fiskaði skrifari í bók, einneigin
og orðrétt; „að nú gangi tamningar út á það að
hestarnir séu vel aldir og teknir fljótt í tamn-
ingu. Tamningar orðnar til muna hraðari en áð-
ur, hestar keyrðir áfram í stað þess að byrja á
hægagangi, þar sem þeir ganga vel undir sig, að
nú sjái menn háttprísaða hesta sem eru með aft-
urlappirnar eins og utanborðsmótor í báti, langt
fyrir aftan skepnuna. Og svo heldur knapinn
hausnum á hestinum uppi með kröftunum …“
Eitthvað kemur þessi samlíking kunnuglega
fyrir sjónir allt um kring í mannheimi. Víðast
hvar virðast menn vera að jarða hina gullnu
reglu Ágústusar keisara í Róm um að flýta sér
hægt, festina lente.
Áherslan lögð á kennslu einkum bókina, og
vonandi hafa menn þar flest á hreinu hér á landi.
Hins vegar mætir fjölbreytni skyn- og sjón-
arheimsins sem var Markúsi Árelíusi, hinum
nafnkennda sporgöngumanni Ágústusar svo
mikil opinberun, illu heilli verið látin mæta
stórum meiri afgangi en gerist víða annars stað-
ar …
Hratt, hratt, fljótt, fljótt
„Styð þú minn fót, þótt fetin nái skammt, ég fegin verð, ef áfram
miðar samt.“
Teikning/Bragi Ásgeirsson
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is