Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is
NÚ ÞEGAR rétt rúm vika er í opn-
un fyrstu veiðisvæðanna, þegar
veiðimenn taka að glíma við silung-
inn eftir langt vetrarhlé, er við hæfi
að skoða nýjungar í fluguhnýting-
um og forvitnast um skæð leyni-
vopn.
Dr. Jónas Jónasson, sem rekur
vefverslunina frances.is, hefur síð-
ustu árin innleitt ýmsar nýjungar á
íslenskan veiðimarkað. Að þessu
sinni kynnir hann á vef sínum nýjar
útgáfur af kúluhausum, eða kúpum,
sem hann kallar „hauskúpur“. Púp-
ur með þyngdum kúlum hafa gefið
íslenskum veiðimönnum mjög vel
síðustu árin en margir kannast við
vandamál á borð við þau að geta
ekki þyngt púpurnar nógu vel, til
að sökkva þeim að fiskum undir
hröðu straumvatni, eða tapa mörg-
um flugum í botnfestu. Dr. Jónas
segir hauskúpurnar geta hjálpað
veiðimönnum í báðum tilvikum. Á
hauskúpunum er kúlan fest við öng-
ulinn með nagla sem beygður er um
öngullegginn. Þegar púpan sekkur
eða rekur í vatninu, veldur þunginn
því að krókurinn snýr upp og
minna verður um festur. Þá hefur
Jónas fundið mjög eðlisþungar
tungsten-kúlur, sem sökkva mjög
hratt. Ennfremur kynnir hann
kantaðar kúlur, sem kallaðar hafa
verið diskókúlur og vísar í glitgjafa
dansgólfanna.
En hvers vegna hauskúpur?
„Þessi hugmynd er komin frá
Ara Þórðarsyni, veiðifélaga mínum
og vini,“ segir dr. Jónas. „Einu
sinni sem oftar þegar við vorum að
horfa á fótboltaleik nefndi ég við
hann að ég þyrfti að finna nýtt nafn
á þessar kúpur. Ég útskýrði fyrir
honum naglann og að hún sneri öf-
ugt í vatninu. Þá sagði hann svo
snilldarlega: Snýr hún á haus í
vatninu? Er þá ekki næst að nefna
hana hauskúpu.“ Alger snilld.
Hauskúpur skulu þær heita.“
Stórfiskatúpa
Valgarður Ragnarsson eða Valli í
Veiðibúðinni við Lækinn í Hafn-
arfirði, heldur mikið upp á þriggja
tommu kopartúpuútgáfu af Black
Ghost straumflugu þegar hann
heldur á sjóbirtingsveiðar. „Þessi
túpa, sem er með „zonker“ skinn-
væng, hefur verið að gefa okkur fé-
lögunum vel í mörg ár. Hún hefur
reynst mjög vel í sjóbirting, vor og
haust. Mest hefur maður veitt á
þetta á dauðarekinu en stundum er
gott að strippa túpuna inn, þá er
hún eins og spúnn. Svo notum við
yfirleitt tvíkrækjur aftan í á vorin,
þá er þægilegra að sleppa fiskun-
um.“
Valli verður með félögum sínum í
opnunarhollinu í Tungufljóti. „Við
vorum í öðru hollinu í fyrra, þrír
með tvær stangir, og fengum átján
birtinga; marga mjög væna. Allir
nema einn tóku þessa útgáfu af
Black Ghost,“ segir Valli.
Leynivopn Gylfa
Gylfi Kristjánsson, veiðimaður og
fluguhnýtari á Akureyri, hefur á
síðustu árum hannað einhverjar
fengsælustu silungaflugur sem
veiðimenn hafa kastað í straum- og
stöðuvötn, Mýsluna og Krókinn. Í
fyrrasumar fréttist af nýrri flugu
Gylfa, Beykinum, sem reyndist víða
vel.
Gylfi segist venjulega láta vini og
kunningja prófa nýjar flugur fyrir
sig eitt sumar og ef þær reynast vel
fá þær nafn og koma fyrir sjónir
fleiri veiðimanna. Gylfi segir Beyki
hafa reynst vel bæði í bleikju og
urriða.
„Vinur minn Kristján Hjálmars-
son, sem oft hefur talað um reynslu
sína sem beykir á Húsavík, fór með
hana í opnunina á urriðasvæðinu í
Laxá sumarið 2003 og veiddi geysi-
vel. Þess vegna nefnist flugan
Beykir. Og menn hafa verið að taka
mjög væna fiska á hana.“
Hér er það sem þarf í Beykinn:
Búkurinn er svart vínilribb á
grubber öngul númer tíu, með kúlu,
og gulum þræði er vafið í skor-
urnar. Þá er lakkað vel yfir. Þetta
gula verður þá eins og „æðar“ inn-
an undir lakkhjúpnum.
Loðkraginn við kúluna er brúnn
„dubbing brush krystal anthron“
frá Tékklandi og langt skegg, sem
nær öngullengd aftur fyrir bug, er
svart, gert úr gæsafjöður.
SVFR með Stóru-Ármót
Tilkynnt var á vef Stangaveiði-
félags Reykjavíkur nú fyrir helgina
að félagið hefði bætt við sig Stóru-
Ármótum í Hvítá. Þetta er fimm
km langt veiðisvæði sem nær frá
ármótum Sogsins og upp að Lang-
holti. Átján merktir og fjölbreyti-
legir veiðistaðir eru á svæðinu.
Veitt er á þrjár stangir og hefst
veiðin fyrsta apríl. Leyft er að veiða
á flugu, maðk og spón. Á liðnu ári
veiddust 27 laxar og á annað hundr-
að silungar á Stóru-Ármótum.
Stangveiði
Hauskúpur og aðrar flugur
veidar@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Hauskúpur og þungar kúpur dr.Jónasar. Frá vinstri: Píkokk, Kríli, Moli, Brún
púpa og Killer.
Morgunblaðið/Golli
Áhrifaríkt leynivopn í sjóbirting: Black Ghost í formi þriggja tommu kopartúpu.
„ÁIN hefur ekki verið seld og hún er ekkert til sölu.“ Einar
Sigfússon, sem á hina fengsælu Haffjarðará á Snæfellsnesi
sunnanverðu ásamt Óttari Yngvarssyni, undrast ramman
orðróm sem hefur verið á kreiki undanfarið, þess eðlis að
kunnir fjármálamenn hafi keypt af þeim ána fyrir tæpan
milljarð króna. Hann segir fjölda manna hafa haft samband
við þá félaga síðustu daga, til að athuga hvort orðrómurinn
eigi við rök að styðjast.
„Ég hef beðið menn að láta mig vita ef þetta reyndist
satt, svo ég gæti sótt dótið mitt í veiðihúsið,“ segir Einar og
hlær. „En það hefur alls ekki staðið til að selja. Samstarf
okkar Óttars hefur verið mjög gott, alveg síðan ég keypti
minn hlut árið 1996. Ég hef vissululega fengið tilboð frá
nokkrum aðilum gegnum tíðina – en ekkert frá þeim sem
sagan segir að séu búnir að kaupa ána. Ég skil ekki hvernig
svona sögur verða til.“
Haffjarðará hefur verið með bestu laxveiðiám landsins
um áraraðir. Síðasta sumar veiddust 1133 laxar á 6 stangir
og sumarið 2003 rúmlega 1000 laxar. „Veiðin í Haffjarðará
er alveg sérstök,“ segir Einar. „Áin er sjálfbær, það eru aldr-
ei sett í hana seiði. Á síðasta ári veiddumst um 2,7 fiskar á
stöng á dag og veiðin hefur verið mjög jöfn. Veiðimenn taka
það iðulega rólega við ána, eru að veiða svona átta tíma á
dag.“ Hann segir vongóða veiðimenn á biðlistum eftir að
veiða í ánni. „Við erum alltaf búnir að ganga frá sölunni að
hausti og það er mjög ánægjulegt.“
Tilboð í Víðidalsá
Frá því hefur verið greint að Einar hafi átt hæsta boð í ný-
legu útboði í laxa- og silungasvæði Víðdalsár, eða 52 millj-
ónir á ári. Á síðustu dögum hefur heyrst að tilboðsaðilum
sem áttu lægri boð, sem ekki voru sundurliðuð, hafi verið
leyft að breyta sínum tilboðum. Þegar Einar var spurður
hvort hann kannaðist við það, varðist hann allra frétta en
sagði að stjórn veiðifélagsins myndi líklega kynna sínar hug-
myndir fyrir félagsmönnum veiðifélagsins í byrjun apríl.
Haffjarðará ekki seld
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Einar Sigfússon, annar eigenda Haffjarðarár, segir ána ekki
til sölu. Hér eru þeir Guðlaugur heitinn Bergmann með 11
punda lax við veiðistaðinn Gretti.
mbl.is
smáauglýsingar