Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ 19. marz 1995: „Magnús R. Gíslason, yfirtannlæknir í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti ... bendir í grein sinni á, að Bandaríkjamenn hafi farið aðrar leiðir en t.d. Norður- landabúar til þess að auðvelda fólki að nýta sér þjónustu tannlækna. Tryggingafélög hafi tekið að sér að greiða út- gjöld einstaklinga og hópa vegna tannlækninga gegn ákveðnu iðgjaldi. Þá hafi ein- stakir tannlæknar og hópur tannlækna veitt sams konar þjónustu. Síðan segir í grein Magnúsar: „Hjá þessum aðilum er reglubundið eftirlit og einfald- ar aðgerðir sjúklingum að kostnaðarlausu en komi til umfangsmeiri aðgerða þarf sjúklingurinn stundum að greiða hluta af kostnaðinum, t.d. tannsmíðakostnaðinn skv. fastri gjaldskrá, sem auðvelt er fyrir sjúklinga að átta sig á … Kostirnir við þetta fyrir- komulag eru, að útgjöld fyrir tannlækningaþjónustu verða ekki sveiflukennd og óviðráð- anleg fyrir einstaka sjúk- linga.““ 17. marz 1985: „Morgun- blaðið birti á föstudag og laug- ardag hugleiðingar þriggja bandarískra sérfræðinga um varnarkerfi í geimnum, sem er á stefnuskrá Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og eitt helsta viðfangsefnið í viðræðum Bandaríkjamanna og Sovétmanna um takmörk- un vígbúnaðar í Genf. Í þess- ari grein, sem vakið hefur heimsathygli er gerð skil- merkileg úttekt á kostum og göllum varnarkerfisins frá tæknilegu, herfræðilegu og pólitísku sjónarmiði. Nið- urstaða höfundanna er sú, að tillaga Reagans eigi fyllsta rétt á sér og hún geti markað þáttaskil.“ 23. marz 1975: „Talið er að kjarabætur, sem felast í þeim skattalækkunum, er frum- varpið gerir ráð fyrir, jafngildi allt að 7% kauphækkunum. Matthías Á. Mathiesen fjár- málaráðherra sagði í útvarps- umræðum frá Alþingi í síð- ustu viku, að þessar úrbætur væru ætlaðar hinum tekju- lágu og þá helzt barna- fjölskyldum. Með því móti væri stuðlað að skynsamlegri niðurstöðu kjarasamning- anna. Þegar litið er á þá lækk- un skatta og útsvara, sem frumvarpið mælir fyrir um, og heimildir til lækkunar sölu- katts og tolla, kemur í ljós, að ríkisstjórnin hefur komið til móts við þær kröfur, sem launþegasamtökin hafa sett fram um skattalækkanir.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T vö ár eru nú um helgina liðin frá því að ráðist var inn í Írak. Innrásin í Írak hefur verið mjög umdeild, svo ekki sé meira sagt. Bandaríkja- menn hafa mætt mikilli and- spyrnu í Írak og sprengju- og morðtilræði eru daglegt brauð, þótt dregið hafi úr þeim á þessu ári, sér- staklega eftir að kosningarnar voru haldnar í lok janúar. Margar af helstu ástæðum Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra fyrir innrásinni áttu ekki við rök að styðjast og hafa meðal annars engin gereyðingarvopn fundist í landinu. Þessa dagana virðist þó eitthvað vera að fjara undan helstu gagnrýnendum Bandaríkjastjórnar. Ein af röksemdum Bandaríkjamanna fyrir því að steypa stjórn Saddams Husseins í Írak var að koma á lýð- ræði, ekki bara í Írak, heldur í arabaheiminum öll- um og heyrist hún oftar eftir að ljóst varð að engin voru gereyðingarvopnin. George Bush Banda- ríkjaforseti og liðsmenn hans héldu því fram að um leið og lýðræði færi að láta á sér kræla í einu landi myndi það breiðast út víðar. Lýðræði yrði hins vegar ekki komið á með undanlátsemi við ein- ræðisherra, þvert á móti yrði að sýna þeim hörku og staðfestu. Þessi hugsun er í anda hinna svoköll- uðu nýju íhaldsmanna, sem í utanríkismálum eru þeirrar hyggju að þegar lýðræði og mannréttindi eru annars vegar eigi ekki að gefa neinn afslátt. Eitthvað hrærist í Mið-Austur- löndum Þátttakan í kosningun- um í Írak kom mörg- um á óvart. And- spyrnumenn höfðu hótað því að láta til skarar skríða á kjör- dag og varað fólk við að greiða atkvæði. Í mörgum hlutum Íraks voru kjósendur, sem neyttu réttar síns, því að bjóða hryðjuverkamönnum byrginn. Dr. Wahid Nadhmi er súnníti, sem leiðir stjórn- málahreyfingu í Írak. Hann hafði hvatt til þess að kosningarnar yrðu sniðgengnar og skoraði á Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að beita sér fyrir því að þeim yrði frestað. Á kjör- dag fylgdist hann með kjósendum flykkjast á kjör- stað og sá hvernig raðir þeirra lengdust eftir því sem á daginn leið. Þegar upp var staðið varð hann að viðurkenna hina raunverulegu stöðu. „Stórir hlutar þessa samfélags tóku þessu boði [um að kjósa],“ var haft eftir honum í vikuritinu Der Spiegel. „Við getum ekki stimplað þá alla sem heimsvaldasinna.“ Athygli vöktu ummæli Walids Jumblatts, leiðtoga drúsa í Líbanon, í dagblaðinu Washington Post þar sem hann líkti kosningunum í Írak við fall Berlínarmúrsins. Þegar kosningunum var lokið sagði George Bush Bandaríkjaforseti: „Íraska þjóðin hefur tal- að til heimsins og heimurinn heyrir rödd frelsis úr miðju Austurlanda nær.“ Það er engin spurning að það hriktir í stjórn- kerfum í öllum arabaheiminum. Valdamenn, sem setið hafa einráðir og stjórnað harðri hendi jafnvel áratugum saman, finna fyrir þrýstingi götunnar. Og um allan heim er nú spurt hvort Bush hafi – eftir allt saman – haft rétt fyrir sér. Hvort nú muni stjórnir einræðisherranna hrynja eins og spila- borgir. Hvort nú sé komið að frelsis- og lýðræð- isvakningu í heimshluta, sem í flestum tilfellum hefur búið við ofríki og kúgun. Þessarar spurn- ingar er ekki síst spurt víða í Vestur-Evrópu um þessar mundir. Þar var því spáð að með innrásinni í Írak og hernámi landsins myndi ekki annað vinn- ast en að skapa andúð og fjandskap í garð Vest- urlanda, ekki síst meðal almennings, sem myndi snúast öndverður gegn Bandaríkjamönnum. Hug- myndir hinna nýju íhaldsmanna um lýðræðis- væðingu bæru vitni barnslegri einfeldni. Í raun má segja að hvorir tveggju hafi sett fram sína dómínókenningu í tengslum við innrásina í Írak, annars vegar að með því að koma á lýðræði þar í landi myndi spretta upp hvert lýðræðisríkið á fæt- ur öðru, hins vegar að með íhlutun í Írak myndu öfgasinnaðir íslamistar ná yfirhöndinni í þessum heimshluta eða þá að lýðræðisvæðing myndi hafa í för með sér glundroða og upplausn. Ghassan Tuweini, stjórnmálafræðingur og út- gefandi dagblaðsins al-Nahar í Beirút er í hópi þeirra, sem óttast upplausn: „Íraska módelið gengur ekki upp í einu einasta arabaríki,“ segir hann í samtali við Der Spiegel og bætir við að við flestum arabískum þjóðfélögum blasi jafnt þjóð- ernisleg sem trúarleg upplausn. „Hver [kjósandi] mun rétt eins og í Írak kjósa sína þjóð, sinn ætt- bálk eða sína trú. Það klýfur ríkið og leiðir til of- beldis og borgarastríðs.“ Tuweini segir ekki aðeins að niðurstöður sínar eigi við um Líbanon þar sem 15 ára borgarastyrj- öld milli súnníta, sjíta, drúsa og kristinna mar- oníta kostaði rúmlega 150 þúsund manns lífið, heldur einnig um brot sjíta í Barein þar sem súnn- ítar eru við völd, koptíska minnihlutann í Egypta- landi, alavíta í Sýrlandi, Palestínumenn í Jórdaníu og berba í Norður-Afríku. „Frakkar voru betur undir lýðræði búnir fyrir 200 árum en arabaríkin eru nú,“ segir Tuweini. Röksemdir líbanska blaðaútgefandans kunna að hljóma sannfærandi, en það er alltaf auðvelt að segja að fólk sé ekki tilbúið fyrir lýðræði og senni- lega hefur hver einasti einræðisherra okkar daga einhvern tímann notað þessi einkar hentugu rök. Það er í það minnsta engin spurning að þau eiga lítinn hljómgrunn meðal þeirra, sem hafa búið við einræði og ófrelsi. Það er heldur ekkert nýtt að óttast afleiðingar þess að láta völdin í hendur „skrílsins“, rétt eins og það sé betri kostur að knýja fólk til undirgefni og varpa þeim í fangelsi eða lífláta, sem grípa til andófs. Margir samverkandi þættir búa að baki þeirri vakningu, sem nú á sér stað í arabaheiminum, en á því leikur enginn vafi að kosningarnar í Írak hafa kveikt hugmyndir um frelsi og lýðræði í ná- grannalöndunum. Fyrir utan Írak hefur á þessu ári verið gengið til kosninga í Sádi-Arabíu. Reynd- ar miðar mjög hægt í lýðræðisátt meðal Sáda og má gagnrýna þær kosningar fyrir ýmsar sakir. Konungsfjölskyldu landsins voru tryggð ákveðin völd fyrirfram og konur máttu ekki kjósa. Þá má vænta þess að haldnar verði þingkosningar í Líb- anon í maí, verði þeim ekki frestað til haustsins eins og allt bendir nú til, forsetakosningar verða haldnar í Íran 17. júní, Palestínumenn kjósa til þings 17. júlí og Egyptar kjósa forseta í október og þing í nóvember. Allt á suðu- punkti í Líbanon Í Líbanon hefur allt verið á suðupunkti frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, var myrtur í tilræði í Beirút. Hundruð þúsunda Líbana hafa mótmælt á götum úti. Líbanar eru langþreyttir á ítökum Sýrlend- inga í landi sínu og vilja þá burt. Margir telja að Sýrlendingar hafi með einhverjum hætti verið á bak við morðið á Hariri þótt ekki hafi verið sýnt fram á það. Sýrlendingar hafa hlutast til um mál- efni Líbanons allt frá því að Hafez Assad sendi inn herlið árið 1976 til að binda enda á borgarastyrj- öldina í landinu. Stjórn Líbanons, sem hafði ríkt í skjóli Sýrlendinga, sagði af sér. Forsætisráðherra þeirrar stjórnar, Omar Karami, er reyndar að reyna að mynda nýja stjórn, en það gengur erf- iðlega. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram þrjú skilyrði fyrir þátttöku í stjórnarmyndun. Hún vill að sýrlenskir hermenn verði kvaddir brott frá Líbanon fyrir fullt og allt, Sameinuðu þjóðirnar fari fyrir rannsókn á dauða Hariris og brottrekst- ur nokkurra æðstu manna í leyniþjónustu lands- ins vegna gruns um að þeir séu handbendi Sýr- lendinga. Afskipti Sýrlendinga af Líbanon hafa sogið kraft úr landinu og ýtt undir spillingu. Forsend- urnar fyrir afskipum þeirra á sínum tíma eru horfnar. Stríðinu er lokið og Ísraelar horfnir á brott. Morðið á Hariri varð síðan kveikjan að öldu mótmæla, sem ýmist hafa verið kölluð „sedrusvið- arbyltingin“ eða „friðsamleg intifada“ og líkt hef- ur verið við stjórnarfarsbreytingar í löndum á borð við Georgíu og Úkraínu. En mun þessi bylt- ing breiðast út líkt og hún hefur gert í Mið-Evrópu á undanförnum 15 árum? Vikuritið The Econom- ist sagði í fréttaskýringu fyrr í mánuðinum að ólík- legt væri að fjöldahreyfingar með breiðan grund- völl líkt og í Líbanon kæmu fram á næstunni í öðrum löndum: „Reynsla Líbana er að mörgu leyti einstök. Þeir eru frægir fyrir að vera sundurleitir, en þeir eru vel menntaðir og búa yfir pólitískri fágun. Miðstýring er veik í landinu, sem þýðir að þar skortir tækin til stjórnar, sem fyrir hendi eru í öðrum arabaríkjum. Ríkið getur ekki fengið óvini til liðs við sig með olíupeningum vegna þess að þeir eru ekki fyrir hendi. Það getur ekki bælt nið- ur mótmæli vegna þess að það býr ekki einu sinni yfir þjálfaðri óeirðalögreglu. Og það getur ekki þaggað niður andóf vegna þess að hinir líflegu prentmiðlar landsins hafa haldist í einkaeigu. Áhugasöm og linnulaus umfjöllun um mótmælin í Beirút á sjónvarpsrásum stjórnarandstöðunnar hleypti kjarki í tugi þúsunda manna, sem ákváðu að láta bönn stjórnvalda sem vind sér um eyru þjóta og þyrpast út á götu.“ En það er ekki aðeins vakning í Líbanon. Sama er að segja um Palestínu. Þar hefur andlát Yass- ers Arafat leyst öfl lýðræðis úr læðingi. Í frétta- skýringu The Economist um ástandið í Mið-Aust- urlöndum, sem áður er vitnað til, er bent á að í Palestínu sé miðstýring einnig veik og það kunni að hafa ýtt undir framgang lýðræðis. Palestínu- menn hafa búið við hernám Ísraels, en engu að síð- ur er líf í hinu pólitíska kerfi þeirra. Mahmoud Abbas, arftaki Arafats í Fatah-flokknum, vann viðbúinn sigur í forsetakosningunum í janúar, en STÓRIÐJUSTEFNA Á TÍMAMÓTUM Morgunblaðið sagði frá því í gærað fimm alþjóðleg álfyrirtækisýndu því áhuga að reisa álver á Norðurlandi. Jafnframt var frá því greint að nú væru uppi hugmyndir um að reisa ekki eitt stórt álver með 350– 400 þúsund tonna framleiðslugetu, eins og hingað til hefur verið rætt, heldur tvö smærri með 150–200 þúsund tonna framleiðslugetu. Til skoðunar er að reisa annars vegar álver í Skagafirði eða á Skagaströnd og hins vegar við Húsa- vík. Fram kom í frétt Morgunblaðsins að rætt væri um að afla orku til álvers í Þingeyjarsýslum t.d. með virkjun Skjálfandafljóts og með gufuafli frá Þeistareykjum, Kröflu og Bjarnarflagi. Í Skagafirði væri hins vegar rætt um Skatastaða- og Villinganesvirkjanir, en þar vildu heimamenn nýta orkuna í hér- aði og væru andvígir því að senda hana austur yfir Tröllaskaga. Á iðnþingi Samtaka iðnaðarins í fyrradag vék Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að því hversu vel hefði gengið að laða stóriðju- fyrirtæki til Íslands. Hún sagði m.a. í ræðu sinni: „Við Íslendingar stöndum á tímamótum í þróun orkufreks iðnaðar. Eftir áralangan aðdraganda og þrot- lausa vinnu við að finna leiðir til að nýta orkulindir landsins til atvinnuuppbygg- ingar er nú svo komið að færri komast að en vilja. Umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli er- lendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefur skil- að sér á undraverðan hátt, þannig að nú er talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmálið í Evrópu meðal álfram- leiðenda og er þá vitnað til þess hve að- staða hér á landi er góð fyrir þess háttar framleiðslu.“ Ráðherra benti á að nú væru fram- leidd hér 268 þúsund tonn af áli í tveim- ur álverum. Fyrir lok þessa áratugar myndi sú framleiðsla þrefaldast og verða 760 þúsund tonn á ári. „Þetta er stórt stökk á stuttum tíma en verður að skoðast í ljósi þeirrar stefnu sem mörk- uð var á sjötta áratugnum og var á stefnuskrá allra ríkisstjórna sem setið hafa síðan. Það hefur tekið heil 50 ár að ná þessum árangri og endurspeglast hann hvað best í því að nú þegar hafa sex heimsþekkt álfyrirtæki sýnt áhuga á að fjárfesta í nýjum álverum á Íslandi á næstu árum,“ sagði iðnaðarráðherra. Í þessum málum er að ýmsu að hyggja. Það er rétt hjá Valgerði Sverr- isdóttur að við stöndum á tímamótum í þróun orkufreks iðnaðar. Fullyrða má að tími stórvirkjana á há- lendinu sé liðinn. Kárahnjúkavirkjun er væntanlega síðasta verkefnið af því tagi. Vaxandi andstaða er við að lengra verði gengið á Þjórsársvæðinu, eins og um- ræður þessa dagana um Norðlingaöldu- veitu og verndun Þjórsárvera sýna. Hins vegar má hugsa sér að afla orku til stóriðju með smærri virkjunum og þá e.t.v. ekki sízt jarðvarmavirkjunum, sem oft hafa minni umhverfisáhrif en vatnsaflsvirkjanirnar. Smávirkjanir geta hins vegar verið jafnumdeildar út frá umhverfissjónarmiðum og stórvirkj- anir. Það er t.d. engin sátt um virkjunar- kosti í Skagafirði, m.a. vegna áhrifa á náttúruna og ferðaþjónustu, sem hefur verið að byggjast upp þar í héraðinu. Stóriðjustefnan, sem mótuð var hér á landi á sínum tíma, hafði það ekki sízt að markmiði að nýta orkuna, sem býr í fall- vötnunum, og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf landsins. Nú er svo komið að frekari nýting vatnsorkunnar er orðin verulegum vandkvæðum bundin. Enn- fremur má spyrja hvort brátt fari að verða komið nóg af álverum – hvort frekari fjölgun þeirra geti orðið til að gera íslenzkt atvinnulíf einhæfara, fremur en fjölbreyttara, og að tekin sé óþörf áhætta með því að hafa þannig mörg egg í sömu körfu. Allt þetta þarf að vega og meta áður en lengra er gengið í uppbyggingu stór- iðju. Það þarf líka að meta áhrif stóriðju á aðrar atvinnugreinar, til dæmis ferða- þjónustu. Og við þurfum að velta fyrir okkur hvort möguleikarnir liggi fremur í hátækniframleiðslu og upplýsinga- tækni en í verksmiðjuframleiðslu, en þetta var til umræðu á iðnþingi. Þar kom fram það markmið Samtaka upplýsinga- tæknifyrirtækja að upplýsingatækni verði meginstoð í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum Íslands eftir aðeins fimm ár. Upplýsingatæknigeirinn þarf auðvitað að sýna að hann geti staðið við stóru orðin – minna varð úr miklum áformum hans í lok síðustu aldar en til stóð. En það má líka velta því fyrir sér hvaða möguleika sú atvinnugrein ætti ef hún nyti sömu fyrirgreiðslu og stuðn- ings stjórnvalda og stóriðjan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.