Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Saga af tveimur fjölskyldum Á góðviðrisdegi í ágúst halda tvær fjögurra manna fjölskyldur til Þing- valla til að njóta sumarsins, útivistar og náttúrgæða í þjóð- garði allra landsmanna, hvor á sínum bíl. Þær hafa meðferðis fót- bolta, frissbí, golfkylfur og önnur leiktæki. Önnur fjölskyldan hef- ur meðferðis körfur og dalla fyrir ber og sveppi, og í nesti hefur hún kjöt, kartöflur og grillkol, ásamt tilheyr- andi búnaði til mat- reiðslunnar, en hin hef- ur smurt nesti til dagsins, kakó og kaffi á hitabrúsa, og er með fjórar veiði- stangir í skottinu. Þegar á Þingvöll er komið dreifir fyrri fjölskyldan sér um hraunið og fyllir dalla sína af berjum og svepp- um. Þegar líður á daginn finnur hún sér grillstæði og gengur frá ruslinu í sorptunnum á svæðinu. Þá er brugð- ið á leik með börnunum á sléttum völlunum og haldið heim þegar sól fer að lækka á lofti. Hin fjölskyldan byrjar á að kaupa sér veiðileyfi í Þjónustumiðstöðinni. Fyrir það greiðir hún þrjú þúsund krónur, ef svo fer sem horfir, þ.e. veiðileyfi fyrir tvo fullorðna en frítt fyrir börnin. Fyrir þetta fé fær hún að dvelja við vatnið yfir daginn með veiðistöng og njóta útivistar eins og hinir við leik og nesti. Ef heppnin er með veiðist ein bleikja eða tvær, en miklu líklegra er að ánægjan í dags- lok verði af sama toga og hinna, að hafa fengið að njóta útivistar í stór- brotinni náttúru í góðu veðri og maula nestið sitt saman. Fjórar slík- ar ferðir á Þingvöll í sumar munu kosta fjölskylduna tólf þúsund krón- ur. Nú er spurt: Af hverju þarf veiði- fjölskyldan að greiða fyrir að njóta útivistar í þjóðgarðinum en ekki hin? Eru veiðimenn að nýta sér einhver landsgæði umfram aðra, sem ástæða er til að verðleggja? Landsgæði metin til fjár Gjaldtaka fyrir veiði- leyfi í þjóðgarðinum er afar hæpin. Þjóðgarð- urinn er í opinberri eigu svo þjóðin öll á að eiga þar rétt til útivist- ar, annað hvort án end- urgjalds eða þá með því að allir greiði eitthvert gjald í samræmi við notkun þeirra á þeim náttúrugæðum, mann- virkjum og þjónustu sem fyrir eru. Til þessa meta gjald- töku fyrir afnot af landi þarf að spyrja þriggja spurninga. Fyrst tvær: 1. Fela afnot í sér fjárhagslegan ávinning? Er líklegt að stang- veiðimaður við Þingvallavatn hafi tekjur af veiðskap sínum, eða má ætla að veiði hans sé til umtalsverðra búdrýginda? 2. Fela afnot í sér skerðingu á af- notum annarra landeiganda? Svo mundi til dæmis vera ef Reykvík- ingur vildi heyja tún Þingvallabænda fyrir hross sín, en gera silungsveiðar það? Svarið við báðum þessum spurn- ingum er „nei“. Silungsveiðar á stöng eru í engu frábrugðnar þeirri iðju borgarbúa að ganga á fjöll, tína ber eða sveppi, þær eru fyrst og fremst útivist og ánægja fyrir fjölskylduna, en ekki hluti af lífsbjörg fólks eða tekjuöflun. Veiðin er í raun auka- atriði, og sjaldgæft er að fjölskyldur á bökkum vatnsins hafi veitt nóg í kvöldmatinn eftir daginn. Silungs- veiðar á stöng á bökkum Þingvalla- vatns eru svo smáar í sniðum í hlut- falli við stærð vatnsins og lífríki að jafnvel þótt öll þjóðin raðaði sér hringinn í kringum vatnið, og stæði þar allt sumarið með stöng, mundi það ekki hafa umtalsverð áhrif á fiskistofna í vatninu. Þær munu því ekki skerða þær tekjur sem landeig- endur hafa af netaveiðum. Þriðja spurningin er: 3. Fela afnot í sér kostnað fyrir landeiganda eða nýtingu á fjárfest- ingum hans? Í dæminu af fjölskyldunum tveim- ur er ljóst að þær nýta sér báðar mannvirki og þjónustu í þjóðgarð- inum: Þær nýta sér vegi, bílastæði, göngustíga og grasflatir, sem halda þarf við, og hafa skilið eftir sig rusl sem lendir á starfsmönnum að fjar- lægja. Sú fjölskylda sem kastar öngli út í vatnið part úr degi nýtir sér ekki neina manngerða aðstöðu umfram hina, náttúran sér um viðhald á veið- inni. Bæjarbúar veiða ekki á stöng í at- vinnu- eða gróðaskyni. Nú á dögum verður að meta aðgang bæjarbúa að veiði, berjum eða sveppum, á sama hátt og aðgang að ósnortinni náttúru, hreinu lofti, fögru útsýni eða fallegri gönguleið. Sá siður að sjálfsagt sé að hafa stórfé af fólki með veiðistöng í hendi (en ekki göngustaf, berjafötu eða grillkolapoka) á rætur sínar í þeirri fortíð þegar fiskveiðar voru spurning um sjálfa lífsbjörgina, og því til nokkurs að vinna að hafa að- gang að veiðislóð. Nú á dögum er veiðigjald fyrir stangveiði í vötnum, og í þjóðgörðum sérstaklega, ekkert annað en skattur á eina tegund úti- vistar. Tekjuöflun þjóðgarðsins Þjóðin hlýtur að spyrja sig hvaða nauðsyn reki Þingvallanefnd til að skattleggja veiðimenn umfram aðra sem njóta vilja útivistar í þjóðgarð- inum. Er veiðigjaldið ef til vill nauð- synlegur hluti af tekjuöflun þjóð- garðsins? Ef fé skortir til að reka þjóðgarð- inn eru ýmsar leiðir til. Erlendis, t.d. á Bretlandseyjum, er alsiða að láta gesti borga í stöðumæla á vinsælum útivistarsvæðum. Eftirlit með slíkri innheimtu er mun einfaldara en að líta eftir veiðileyfum. Þjóðgarðurinn væri fljótur að ná sömu tekjum, eða miklu meiri, með því einu að leggja vægt gjald á hvern bíl sem lagt er í landi þjóðgarðsins, og það þætti öll- um sanngjarnt. Skattlagning útivistar á Þingvöllum Baldur Sigurðsson fjallar um útivist og tekjur af veiðum ’Þjóðin hlýtur að spyrjasig hvaða nauðsyn reki Þingvallanefnd til að skattleggja veiðimenn umfram aðra sem njóta vilja útivistar í þjóð- garðinum.‘ Baldur Sigurðsson Höfundur er ármaður og áhugamaður um útivist. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is Fannafold 140 Opið hús frá kl. 14-16 212,8 fm fallegt og mjög bjart einbýli á tveimur hæðum á góðum stað í Foldahverfinu. Húsið skiptist í for- stofu, þvottahús, snyrtilegt eldhús með nýjum tækjum og góðum borð- krók, parketlagðar stofur, sólstofa í suður, tvö baðherbergi, sjónvarps- hol, fjögur svefnherbergi og bílskúr. Fallegur garður í suður og á efri hæð eru stórar svalir í suður. Hiti í flísa- lögðu bílaplani. 5477. V. 41,9 m. Jón, sími 693 7522, sýnir frá kl. 14-16 í dag. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali FLÓKAGATA - TVENNAR SVALIR 3ja-4ra herb. glæsileg rishæð sem er með tvennum svölum og fallegu út- sýni. Íbúðin hefur nær öll verið standsett. Íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur, 2 herbergi, þvottahús/geymslu. V. 20,9 m. 4804 SEILUGRANDI - LAUS STRAX Vorum að fá í sölu mjög fallega 51 fm endaíbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er mjög vel meðfarin. Úr stofu er gengið út á verönd til suðvesturs. Blokkin var viðgerð og máluð sumarið 2004. Íbúðin er laus strax. V. 12,9 m. 4814 HJARÐARHAGI - M. GLÆSI- LEGU ÚTSÝNI Góð 3ja herbergja 81 fm íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Nýlega er búið að gera við húsið að utan. V. 15,9 m. 4831 ÁRSALIR - GLÆSILEG 3ja herbergja glæsileg 85 fm íbúð ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, tvö herbergi, sérþvottahús, baðherbergi, stofu og eldhús. Fallegt útsýni. V. 18,9 m. 4890 VATNSHOLT - SUÐUR- VERÖND Mikið endurnýjuð 57 fm íbúð í þríbýli. Íbúðin er á jarðhæð, aðeins niðurgrafin og skiptist í forstofu, hol, svefn- herbergi, stofu/borðstofu, eldhús og bað- herbergi. Parket og flísar á gólfum, endur- nýjað bað og eldhús. Verð 13,9 millj. KJARRHÓLMI - FRÁBÆR STAÐUR 4ra herb. falleg og björt um 90 fm íbúð á 3. hæð með glæsilegu útsýni neðst í Fossvogsdalnum. Íbúðin skiptist í hol, stofu, 3 herb., eldhús, þvh. og baðh. Stórar suðursvalir eru út af hjónaherb. Mjög fallegt útvistarsvæði er í kringum húsið. V. 16,9 m. 4888 ASPARFELL - HAGSTÆTT VERÐ 2ja herb. falleg 69 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Sérinng. af svölum. Glæsi- legt útsýni til suðurs og norðurs. Stutt í alla þjónustu. V. 10,5 m. 4852 HÓLMGARÐUR - SÉRINN- GANGUR Vorum að fá í sölu 62 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í 2-býlishúsi við Hólmgarð. Um er að ræða bjarta endaíbúð. Sérinngangur er í íbúðina. Lóð til suðurs. Eftirsótt staðsetning. V. 12,6 m. 4857 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali Snorri Egilson, löggiltur fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölufulltrúi Sigríður Anný Gunnlaugsdóttir, lögg. fasteignasali Halldóra Margrét Lúðvíksdóttir, móttaka - ritari Fasteignasala óskast Af sérstökum ástæðum óskar traustur aðili eftir að kaupa eða gerast aðili að rekstri á góði fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirspurnir berist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Fasteignasala-2005“ fyrir 30. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.