Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 39 UMRÆÐAN Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Lóðir fyrir frístundahús að Húsafelli Perla milli hrauns og jökla Bjóðum lóðir í landi Húsafells. Fallegt landsvæði, skógi vaxið, stórbrotin náttúra, veðursæld, heitt vatn, frábær útivistarað- staða og gönguleiðir. Að Húsafelli er þjónustumiðstöð með verslun, sundlaug og heitum pottum, leiksvæði, golfvöllur og margt fleira. Húsafell er heillandi staður fyrir frístundahús. DAGGARVELLIR 4A - HF. - TIL AFHENDINGAR STRAX Nýkomin í einkasölu 106,3 fer- metra íbúð á fjórðu hæð í lyftu- húsi með sérinngang ásamt stæði í bílageymslu, vel staðsett í Vallahverfi í Hafnarfirði. Eignin skiptist í: Sérinngang, forstofu með skáp, hol, eldhús með fal- legri innréttingu og góðum borðkrók, tvö góð barnaherbergi með skápum, hjónaherbergi með skápum, stór og björt stofa með útgangi út á suðursvalir. Baðherbergi flísalagt með baðkari og fallegri innréttingu. Góð geymsla. Íbúðin er í dag tilbúin án gólfefna og til afhendingar strax. Innréttingar eru allar úr eik. Verð 21,5 millj. 512941 MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp til laga um Ríkisútvarpið. Frumvarpið er fyrirmyndarfrumvarp og ráðherra og henn- ar fólki sem að smíði þess kom til sóma. Almannaútvarpi er sniðinn rammi í lögjöf Evrópusambandsins, löggjöf sem einnig tekur til Evrópska efnahagssvæðisins. Við erum bundin með samþykki okkar af þeirri löggjöf. Löggjöfin um al- mannaútvarp kveður á um að ríkisstjórnir aðildarlandanna skil- greini hvað teljist til almanna- útvarps og getur sú skilgreining verið margskonar. Í frumvarpinu er valin sú skynsamlega leið að af- sala okkur engum rétti og því skil- greiningin eins víðtæk og frekast er leyft. Verður ekki annað séð en að hér sé hugsað til framtíðar en einnig hitt að tekið er tillit til þeirra sem vilja samfélagslegan rekstur eins mikinn á þessu sviði og hægt er, vinstri menn svokall- aðir ættu því að kætast. Hins vegar er frumvarpið svo sniðið að þar er gert ráð fyrir að einnkenni öflugs markaðs- rekstrarfyrirkomulags fái notið sín. Hér á ég við að Ríkisútvarp- inu er ekki skylt að halda úti nema einni sjónvarpsrás og einni hljóðvarpsrás. Þannig er ekki þar með sagt að Rás 2 verði felld niður, hana má reka á samkeppnismarkaði ef það þykir henta. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að nútíma- rekstrarhættir séu nýttir, það er að vista annars staðar þá þætti sem ekki til- heyra kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þeir faldir öðrum aðilum á markaði sem betur eru færir að sinna þeim. Frumvarpið er því til þess fallið að örva starfsemi og fjöl- breytileika á fjöl- miðlamarkaði ef þeir sem um véla bera gæfu til þess að halda rétt á málum. Þá er og rétt að benda á að ekk- ert í evrópskum lögum bannar að almannamiðill sé í einkaeigu, að- eins að hann uppfylli kröfur þær sem ríkisvaldið setur um rekst- urinn. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að semja megi við aðra miðla um þá þjónustu eftir því sem hentugt þykir. Ísland er ekki í Evrópusam- bandinu og því ekki þess vegna aðili að lögunum um almanna- útvarp en sem aðili að samkeppn- islögunum og þar með þeim þætti þeirra sem tekur til ríkisstyrkja verðum við sjálfkrafa aðilar að ákvæðunum um almannamiðla. Ákvæði samkeppnislaga valda því að gagnsæið verður mikið og á að tryggja að Ríkisútvarpið skekki ekki markaðsskilyrði. Markaðssinnar eiga því að geta haldið ró sinni. Vinstri grænir taka mál- efnalega afstöðu og leggja fram eigið frumvarp. Hugmynd þeirra um að tengja afnotagjaldið við fasteignir er áhugaverð og rétt hjá þeim að skoða þeirra hug- myndir samhliða frumvarpi menntamálaráðherra. Afstaða Frjálslynda flokksins er varhugaverð og ástæða þess að grein þessi er skrifuð og þá af- stöðu ber að fordæma að nú skuli málinu frestað, það er ómál- efnaleg afstaða og forkastanleg í ljósi þess að hér er um vandað frumvarp að ræða. Lagafrumvarpið um Ríkisútvarpið Bjarni Pétur Magnússon fjallar um afnotagjöld og breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV ’Afstaða Frjálslyndaflokksins er var- hugaverð og ástæða þess að grein þessi er skrifuð og þá afstöðu ber að fordæma að nú skuli málinu frestað, það er ómálefnaleg af- staða og forkastanleg í ljósi þess að hér er um vandað frumvarp að ræða.‘ Bjarni Pétur Magnússon Höfundur er deildarstjóri afnotadeildar Ríkisútvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.