Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
GARÐHÚS 12 – M. BÍLSKÚR
OPIÐ HÚS MILLI KL. 14 OG 16
Björt og sérlega vel skipulögð 107 fm 4ra
herbergja íbúð á 2. hæð með innbyggðum
bílskúr í litlu fjölbýlishúsi. Hol, stofa með
útgengi á suðursvalir, eldhús með vand-
aðri innréttingu, flísalagt baðherbergi með
tengi fyrir þvottavél og 3 rúmgóð svefn-
herbergi. Gegnheilt parket og flísar á gólf-
um. Bílskúrinn er innbyggður í húsið. Frá-
bært útsýni til Esjunnar og víðar. Stór og
barnvæn lóð. Stutt í skóla, leikskóla, verslanir, íþróttir, sund o.fl. Verð 23,7 millj.
ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16, BJALLA 201
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Lækjargata 4 - til leigu
Á þessum eftirsótta stað er til leigu 236 fm verslunar- og þjónusturými.
Á götuhæð eru 114 fm en í kjallara (samtengt) eru 122 fm. Eignin leigist
frá 1. september nk. Fyrirtækið 66°norður er nú í húsnæðinu.
Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. 4858
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
hdl. og lögg. fasteignasali
Opið hús frá kl. 14.00–16.00
Kleppsvegur 144
Björt og mikið standsett 2ja herbergja íbúð
í kjallara í litlu og lágreistu fjölbýlishúsi við
Kleppsveginn. Íbúðin er 66,2 fm og þvotta-
hús 4,9 fm. Komið er inn í stórt og rúmgott
hol með góðum skápum. Svefnherbergið er
með góðu skápaplássi. Eldhúsið er opið við
stofu og innrétting hefur verið endurnýjuð.
Stofan er með góðum gluggum sem gera
hana mjög bjarta. Baðherbergi er rúmgott
með baðkari og sturtuaðstöðu. Íbúðin er vel staðsett á Kleppsveginum og nálægt allri
þjónustu. Íbúðin snýr öll út í garð. Garðurinn er mjög stór og snyrtilegur. Nýdregið í allt
rafmagn í íbúð og ný rafmagnstafla. Verð 13,5 millj.
OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Strandgata 32, Hafnarfirði
Til sýnis og sölu glæsileg 202 fm hæð í
gömlu steinhúsi sem hefur verið tekin
algjörlega í gegn og endurnýjuð á
glæsilegan og vandaðan hátt. Eignin er
ca 172 fm hæð með þremur svefnher-
bergjum og ca 30 fm stúdíóíbúð með
sérinngangi. Í allri eigninni er nýlegt K-
gler, gervihnattadiskur og örbylgjuloftnet. Hitalagnir, ofnar og raflögn er allt
nýlegt. Íbúðin er hólfuð niður með tvöföldum gipsveggjum. Hljóðeingrandi
dúkur er undir flísum. Hurðir eru nýlegar gegnheilar fulningahurðir. Allt park-
et á íbúðinni er nýlegt gegnheilt eikarparket. Eigninni fylgir einkabílastæði á
lóð.
Sigurjón sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14-16
ÝMISS konar trjáviður er notaður
til að bera, styðja við og verja vörur
við flutning þeirra milli landa. Er hér
átt við vörubretti, trékassa, trékefli
og alls konar stoðir, allt frá litlum
kubbum upp í stærðar bjálka. Oft á
tíðum er lakari viður
valinn í viðarumbúðir
og getur hann verið
skemmdur eftir mein-
dýr og sveppa-
sjúkdóma. Þótt reglur
séu skýrar og oft
strangar þegar um við-
skipti með trjávið er að
ræða hafa við-
arumbúðir flætt eft-
irlitslaust um heiminn
enda ekki verið að flytja
trjávið heldur þær
vörur sem umbúðirnar
bera. Mikil umræða
hefur verið undanfarin ár meðal
plöntusjúkdómamanna um þá hættu
sem af viðarumbúðum getur stafað.
Stöðugt er verið að finna skaðvalda
sem eru á bannlistum í slíkum trjá-
viði og menn telja staðfest að rekja
megi uppruna nokkurra nýrra skað-
valda í N-Ameríku til innflutnings
með smituðum umbúðum frá Asíu.
Ýmsar hömlur voru því settar á við-
arumbúðir við flutning milli N-
Ameríku, Evrópu og Asíu sem sumir
áttu erfitt með að sætta sig við og
nefndu jafnvel viðskiptahindranir. Sú
niðurstaða er nú fengin að menn hafa
almennt sæst á alþjóðlegan FAO-
staðal þar sem beita skal hitameðferð
eða svælingu með eiturgasi til að
hindra smitdreifingu. Plöntueftirlits-
aðilum í hverju landi er falið að ann-
ast nauðsynlega vottun. Hér á landi
er það plöntueftirlit Landbúnaðarhá-
skóla Íslands (LBHÍ) sem fær þetta
hlutverk. Höfundur hefur þegar
kynnt þetta með tveimur greinum í
Morgunblaðinu í janúar 2003 og febr-
úar 2004 og þykir rétt að ítreka þetta
enn frekar. Afar brýnt er að allir sem
hafa með útflutning að gera setji sig
inn í hvað þetta þýðir svo komast
megi hjá óþarfafyrirhöfn og kostnaði
á áfangastað vörunnar. Í versta falli
getur vörunni verið vísað frá til
heimahafnar, allt út af vörubrettum
eða trékössum sem umlykja vöruna.
Kínverjar hafa gert svipaðar kröfur
gagnvart Evrópusambandinu síðast-
liðin 2 ár og hafa flestir íslenskir fisk-
útflytjendur til öryggis lagað sig að
þessum kröfum með aðstoð plöntu-
eftirlitsins og hefur það gengið áfalla-
laust. Evrópusambandið tók upp
þessar kröfur frá 1.
mars 2005 en ekki er
vitað hversu hart verð-
ur gengið fram í að
framfylgja þeim nú í
upphafi í hinum ýmsu
löndum sambandsins.
Kanada tók upp þessa
reglur frá 1. janúar
2004 en nú hafa öll ríki
N-Ameríku, Kanada,
Bandaríkin og Mexíkó,
sameinast um að fram-
fylgja þeim ákveðið frá
og með 16. september
2005. En út á hvað
ganga svo þessar kröfur. Staðallinn
viðurkennir tvær aðferðir. Annars
vegar er það svæling með metýlbró-
míði en samkvæmt Montreal-
bókuninni frá 1987 um efnasambönd
sem eyða ósonlaginu ber að draga úr
notkun þess og hefur innflutningur á
því til Íslands verið bannaður síðan
1994. Hins vegar er viðurkennd hita-
meðferð þar sem hitinn inni í kjarna
viðar nær minnst 56°C og helst þann-
ig í 30 mínútur að lágmarki. Þetta er
eina raunhæfa aðferðin hér og sú sem
vestræn ríki munu beita.
Plöntueftirlitsaðilum er falið að
veita þeim aðilum vottun sem geta
hitað á fullnægjandi hátt trjávið til
umbúðagerðar eða hitað tilbúnar um-
búðir og að gefa þeim er smíða um-
búðir heimild til að nota einkenn-
ismerki staðalsins og setja á tilbúnar
umbúðir. Landbúnaðarráðuneytið
setti í apríl 2004 reglugerð um við-
arumbúðir vara við útflutning. Þegar
þetta er ritað hefur plöntueftirlitið
veitt 6 aðilum vottun sem geta útveg-
að trjávið til umbúðagerðar er hit-
aður hefur verið samkvæmt kröfum
staðalsins og 24 aðilum vottun sem
geta útvegað tilbúnar umbúðir, ann-
aðhvort með því að hita umbúðirnar
sjálfar eða smíða úr viði sem hefur
verið hitaður. Þeir síðarnefndu setja
síðan sitt merki á umbúðirnar. Þegar
einu sinni er búið að hita umbúðirnar
og merkja þarf ekki að hita þær aftur
nema gert sé við þær með ómeð-
höndluðum viði. Það líður því ekki á
löngu þar til hinar ýmsu við-
arumbúðir í umferð í alþjóða-
viðskiptum bera slík merki. Auk
þessa hefur plöntueftirlitið gefið út
heilbrigðisvottorð með viðarumbúð-
um til Kína og Ástralíu að kröfu þar-
lendra yfirvalda. Kínverjar hafa boð-
að að þeir muni breyta sínum reglum
frá 1. janúar 2006. Er þess vænst að
frá þeim tíma muni nægja að hafa
umbúðirnar rétt merktar. Það var
forgangsmál að setja reglur sem
gerðu okkur kleift að uppfylla þær
kröfur sem viðskiptalönd okkar gera
til að tryggja að útflutningsvörur
okkar komist vandræðalaust á
áfangastað. Varðandi innflutning til
Íslands hafa reglur okkar um inn-
flutning á trjáviði verið einfaldar. Ef
viðurinn er barkarlaus eru engar
kröfur gerðar og ekkert eftirlit. Við
höfum litið svo á að okkur stafi helst
hætta af þeim skaðvöldum sem ber-
ast með berkinum s.s. barkbjöllum.
Ekki getum við verið með strangari
reglur um innflutning á við-
arumbúðum en trjáviði almennt. Því
hlýtur að vera tímabært að taka upp
til endurskoðunar innflutning á trjá-
viði þar sem taka verður mið af því al-
þjóðlega umhverfi sem við búum í en
einnig þeirri hættu sem innflutningur
þessi skapar okkur og hversu miklu
er réttlætanlegt að kosta til í umsýslu
og eftirlit með þessum þætti. Ít-
arlegri upplýsingar má finna á
heimasíðu landbúnaðarháskólans
www.lbhi.is undir sérvefir.
Viðarumbúðir og
alþjóðaviðskipti
Sigurgeir Ólafsson fjallar
um plöntusjúkdóma og aðra
skaðvalda sem leynst geta
í viðarumbúðum
’Stöðugt er verið aðfinna skaðvalda sem eru
á bannlistum í slíkum
trjáviði og menn telja
staðfest að rekja megi
uppruna nokkurra
nýrra skaðvalda í N-
Ameríku til innflutnings
með smituðum umbúð-
um frá Asíu.‘
Sigurgeir Ólafsson
Höfundur er forstöðumaður plöntu-
eftirlits Landbúnaðarháskóla Íslands.
JÁ, orðið lýðræði er mjúkt í
munni manna, þá einkum stjórn-
málamanna, sem nota það óspart í
ræðu og riti, bæði í tíma og ótíma,
stundum í hugsunarleysi, stundum
sem einskonar haldreipi ellegar
sem síðasta hálmstráið í rökþrot-
um. Ennfremur getur verið einkar
gott að geta gripið til þess þegar
vantar átyllu eða viðbáru oft á tíð-
um til að réttlæta gjörðir sínar,
hylma yfir eitthvað eða leyna ófögr-
um ásetningi eða hæpnum aðgerð-
um t.a.m. gegn öðrum þjóðum sem
miða að því að komast yfir eigur
þeirra og auðlindir.
Lýðræði er eins og margt annað
gott frá Grikkjum komið og í því er
vissulega fólgin fögur hugsjón. En
hvað er hugsjón annað en hug-
mynd, ósk eða draumur um bætta
skipan mála einhvern tíma í fram-
tíðinni vonandi öllum almenningi til
hagsbóta? En á þessi draumur ekki
langt í land með að rætast? Það
mun vafalaust vera skoðun margra
mætra manna, eins og t.a.m. ýmissa
heimspekinga, sem ganga sumir
hverjir svo langt að fullyrða að það
sé í rauninni ekki til nema að vera
skyldi í orði kveðnu. Þeir velta því
jafnframt fyrir sér hverju lýðurinn
ráði eiginlega þegar grannt er skoð-
að, jafnvel þótt hann fái yfirleitt að
kjósa á fjögurra ára fresti svona
fyrir siðasakir eða öllu heldur fyrir
náð og miskunn ráðamanna. Eftir
afskipti af stjórnmálum. Hann eigi
að láta fagmennina um það. Þessa
líka þokkalegu fagmenn, sem jafn-
an tala tungum tveim og kappkosta
að koma sér í mjúkinn hjá alþýðu
manna en þó aðeins er dregur nær
Alþingiskosningum. Þá hamra þeir
líka óspart á orðinu lýðræði og
leggja sig í framkróka að telja lýðn-
um trú um hversu miklu hann í
rauninni ráði, en meina svo ekkert
með því sem þeir segja. Já, orðið
lýðræði er mjúkt í munni.
Að lokum þetta. Það hefur iðu-
lega komið fram í fréttum að
Bandaríkjastjórn liggi þessi reið-
innar ósköp á að koma á lýðræði
víða um heim og þá einkum í fjar-
lægustu löndum þar sem olíu er að
finna. En hefðu þeir ekki átt að líta
sér nær í þessum efnum þar sem
blökkumenn þar í landi fengu ekki
kosningarétt fyrr en 1965, heilli öld
eftir þrælastríðið. Það var ekki
meiri asi á þeim en svo að koma á
lýðræði heima hjá sér. Það gerðist
greinilega ekki með amerískum
hraða. Þegar George W. Bush,
Bandaríkjaforseti tekur til máls og
minnist á lýðræði fá margir klígju í
munninn og af hverju? Nú af því að
menn hafa það á tilfinningunni að
hugur fylgi ekki máli. Já, orðið lýð-
ræði er mjúkt í munni.
Alþingiskosningar má hann bara
eiga sig eins og sagan sýnir og
sannar. Nærtækasta dæmið um
slíkt hér á landi er hvernig Alþingi
Íslendinga fór að því að synja al-
menningi um þjóðaratkvæða-
greiðslu í fjölmiðlamálinu mikla.
Þar var vilji lýðsins eða þjóðarinnar
gjörsamlega hundsaður. Í fyrra
sumar fengum við svo sannarlega
að sjá hvaða augum íslensk stjórn-
völd líta á lýðræði, enda beita þau
jafnan öllum tiltækum ráðum til að
gera það jafn óvirkt og nokkur
kostur er og ganga jafnvel svo langt
að brjóta sjálfa stjórnarskrána.
Auðsætt er að þeir sem halda nú um
stjórnartaumana eru miklu fremur
fylgjandi því sem ég hef kallað fá-
ræði en lýðræði. Að þeirra viti er
það langtum farsælla fyrir land og
þjóð að fela aðeins fáum og færum
mönnum eins og þeim sjálfum
stjórn landsins heldur en að hleypa
einhverjum ótíndum skussum þar
að, hugsanlega jafnvel fulltrúum
lýðræðis, sem myndu áreiðanlega
setja allt á annan endann á svip-
stundu.
Sem betur fer eru allir stjórnar-
herrarnir okkar gallharðir náung-
ar, sem víla það ekki fyrir sér að
taka gerræðislegar ákvarðanir þeg-
ar svo ber undir, enda eru þeir
sannfærðir um að lýðnum sé best
stjórnað með harðri hendi, þeir vilja
allra helst að hann hafi sem minnst
Halldór Þorsteinsson
Orðið lýðræði er mjúkt í munni
Höfundur er skólastjóri
Málaskóla Halldórs.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn