Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 49

Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 49 MINNINGAR Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist á Akranesi 9. desem- ber 1918. Hún lést 6. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gyða Halldórsdóttir og Ólafur Gunnlaugs- son, kennd við Hraungerði. Ólafur Guðjóns- son múrarameist- ari frá Vogatungu í Leirársveit fæddist 11. september 1915. Hann lést 26. júní 1987. Foreldrar hans voru Halldóra Böðvarsdóttir og Guðjón Jónsson. Guðrún og Ólafur voru gefin saman 9. desember 1939. Börn þeirra eru Hörður, f. 25. júní 1941, kvæntur Rósu Jónsdóttur, f. 1939, og Gyða, f. 7. júlí 1946, d. 20. nóv. 2002, gift Halldóri Kjartanssyni, f. 1941. Fyrri maður Gyðu er Pétur Örn Guðmundsson, þau skildu. Ólafur var jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 6. júlí 1987 og Guðrún var jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 11. mars 2005. Ósjálfrátt bregður manni ávallt við fréttir af láti þeirra sem maður þekk- ir, jafnvel þó svo að þeir hafi átt við langvarandi heilsubrest að stríða og dvalið langdvölum á sjúkrastofnun- um. Þar sem ég er staddur erlendis og kom því ekki við að fylgja Nönnu til grafar nú í byrjun marz frekar en þegar eiginmaður hennar Ólafur Guðjónsson var jarðsunginn í júlí 1987, þá langar mig til að láta þessi fátæklegu línur verða mína hinstu kveðu og minnast þeirra beggja. Nanna, ásamt Óla var frumbyggi í „mýrinni“ svokölluðu á Akranesi og bjó lengst af á Esjubraut 6 við hliðina á húsinu þar sem ég sleit barnsskón- um. Fyrir vikið var það því oft sem maður læddist yfir til þeirra, þar sem þau hjónin, oftar enn ekki, sátu sam- an við spil. Þar var notalegt að koma til þeirra, fylgjast með þeim spila þar sem ekkert var gefið eftir, og fá kalda mjólk og köku. En það var ekki ein- ungis gott að koma til þeirra, heldur kynntu þau einnig fyrir manni fén- aðinn hjá Gyðu og Óla í Hraungerði, æskuheimili Nönnu á neðri Skagan- um, að hreinsa og svíða kindalappir, slá garðinn almennilega, fara á grá- sleppu og vísurnar sem komu allar í léttum stríðnistón frá Óla. Nanna vildi hafa röð og reglu á hlutunum, þrif og reglusemi í háveg- um höfð og enga vitleysu í gangi. Manni lærðist því fljótt að passa sig að vera réttum megin við Nönnu, því ef að maður fór eftir hennar reglu- verki þá var hún hvers manns hug- ljúfi. Þau hjónin voru rosknari en flestir aðrir húseigendur í hverfinu og það var ósjaldan að leitað var ráða hjá þeim. Veit ég það fyrir víst að það kom foreldrum mínum í upphafi síns búskapar á Akranesi mjög vel að eiga slíkan stuðning og góða granna að. Undantekningalaust þegar einhver var veikur, þá kom Nanna og greindi sjúkdóminn og viðeigandi ráð, svo ekki sé minnst á fimmaurinn sem aldrei klikkaði þegar stigið var á nagla. Og fimmaurinn skyldi vera til- tekinn tíma, hvort sem þurfti að spila fótboltaleik eður ei. Nönnu var það erfitt er hún sá á eftir Óla, því umhyggjusemi hans og jákvætt viðmót var einstakt. Hún var samt alltaf furðu keik með frásagnir yfir sínum kaffibolla og ógleymdum sígarettunum – svo keik að þegar ég heyri minnst á rannsóknir er benda til skaðsemi hvorutveggja, þá leyfi ég mér ávallt að efast pínulítið um slíkt þegar ég hugsa til hennar, því hún var alltaf svo ólseig þrátt fyrir að ganga nánast eingöngu fyrir kaffinu og sígarettunum. En eitt sinn verða allir menn að deyja – líka Nanna. Um þau hjónin á ég aðeins kærar minningar og vil ég þakka þeim fyrir það sem þau voru mér og minni fjöl- skyldu. Ég sendi Herði, Rósu, Óla, Ingi- björgu og Nonna, systrunum Guð- rúnu og Nönnu sem og öðrum ætt- ingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hollandi 11. marz 2005, Ástvaldur Jóhannsson. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR OG ÓLAFUR GUÐJÓNSSON ✝ Þórdís Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 6. mars 1923. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 11. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- mundur Gunnlaugs- son, f. 5. nóvember 1899, d. 12. janúar 1962, og Björg Jón- ína Bjarnleifsdóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 24. febrúar 1924. Eiginmaður Þór- dísar var Guðjón Einarsson, f. 26. apríl 1924, d. 10. maí 2004. For- eldrar hans voru hjónin Einar Jónsson prentari, f. 15. júní 1899, d. 25. janúar 1965, og Jónína Þor- björg „Nína“ Sveinsdóttir leik- kona, f. 3. apríl 1899, d. 29. októ- ber 1979. Börn Þórdísar og Guðjóns eru: 1) Ingibjörg, f. 1947, gift Guðjóni R. Ágústssyni, f. 1948, þau eiga tvö börn, Þórdísi Lindu, f. 1968 og Einar, f. 1974. 2) Einar, f. 1949, kvæntur Helgu Guðmunds- dóttur, f. 1951, þau eiga tvö börn, Mar- gréti, f. 1973 og Guð- jón, f. 1978. 3) Ingvi Grétar, f. 22. apríl 1951, d. 5. desember 1993, kvæntur Val- dísi Gunnlaugsdótt- ur, f. 1951, sonur þeirra er Guðmundur Pétur, f. 1971. 4) Þorbjörg, f. 4.6. 1961, gift Gylfa Ernst Gíslasyni, f. 1961, þau eiga tvö börn, Ernst Fannar, f. 1984 og Írisi Ósk, f. 1992. Barna- barnabörn Þórdísar eru átta. Þórdísi var sungin sálumessa í St. Jósefskirkju á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði 18. febrúar. Þórdís Guðmundsdóttir, elskuleg frænka mín, kvaddi þennan heim föstudaginn 11. febrúar 2005, södd lífdaga. Hún skilur eftir sig hlýjar og góðar minningar, en við vorum tengdar fjölskyldu- og vináttubönd- um frá barnæsku. Þórdísi var komið í fóstur hjá föð- urforeldrum sínum Gunnlaugi Gunnlaugssyni og Björgu Árnadótt- ur eftir að móðir hennar dó frá henni tæplega ársgamalli. Hjónin voru komin á sjötugsaldur og það varð hlutverk móðursystur minnar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur að sjá um uppeldi og ábyrgð á þessu litla barni og reyndist hún henni sem besta móðir. Um tíma bjó öll fjöl- skyldan í Grettisgötu 16. Þarna bjó líka Gunnlaugur Gunnlaugsson, ógiftur, og um tíma fluttu líka for- eldrar mínir Margrét Gunnlaugs- dóttir og Ingvar Kristjánsson þang- að með tvö lítil börn. Þarna tók Þórdís á móti okkur og reyndist okkur sem besta systir. Hún taldi það ekki eftir sér að fara með okkur í bíó eða að sjá Óla smaladreng í Iðnó. Okkur fannst við missa mikið þeg- ar Guðjón Einarsson fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Þeirra samband leiddi til farsæls hjónabands í yfir 50 ár. Það sem skipti Þórdísi mestu voru börnin, sem urðu fjögur. Þetta átti rætur til uppvaxtar hennar sem var einsömul með gömlu fólki. Börn fædd fyrir ut- an hjónabands voru litin öðrum aug- um og fann hún til þess. Á þessum árum var Reykjavík lítil borg. Í næsta húsi var Hjörleifur með kýr sem hann rak niður Njarð- argötuna og ég gat gengið einsömul yfir Skólavörðuholtið á leið í Grænu- borg. Ég vil minnast Dódýjar sem ung- ar og lífsglaðrar stúlku sem elskaði að dansa og sem á langri æfi fékk að upplifa ást og upphyggju maka og barna. Ég og bróðir minn Gunnlaug- ur og fjölskyldur okkar erum þakk- lát að hafa notið vináttu hennar. Björg Ingvarsdóttir. ÞÓRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Elsku bróðir. Ég get rétt ímyndað mér hvað það var sem þú gekkst í gegnum. Það sálarstríð sem þú áttir þín síðustu andartök. Nú ert þú kominn með vin þinn og fósturson í faðm þinn. Það fyrsta sem ég man eftir mér er þegar ég var alltaf að stela hjól- inu þínu til að læra að hjóla og ég lét engan vita af því, var svo þrjóskur að læra að hjóla að mér tókst á einu kvöldi að læra það. Svo næst þegar þú og vinir þínir voruð að fara eitthvað á hjólunum þá gát- uð þið ekki sagt að ég kæmist ekki með, eða eins og þú varst vanur að segja: „Þú mátt koma með ef þú kannt að hjóla.“ Þú varst hvers manns hugljúfi sem barn og bræddir hjörtu allra barnapía sem ég man eftir að hafi gætt okkar krakkanna. Ef þú gerðir eitthvað af þér, þá var voða einfalt að fyrirgefa þér því þú mændir alltaf framan í viðkom- andi og alltaf kom: „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gera þetta,“ út hjá þér eins og um heilmikla ræðu væri að ræða. Þú varst snillingur í að leyna tilfinningum þínum og eng- inn gat með nokkru móti séð ef þér leið eitthvað illa eða ef eitthvað bjátaði á, þú varst svo góð sál og máttir ekkert aumt sjá. Sem börn lékum við okkur eins og gengur og gerist, höfðum engar REYNIR DAVÍÐ ÞÓRÐARSON ✝ Reynir DavíðÞórðarson fædd- ist í Grindavík 26. mars 1972. Hann lést aðfaranótt laugar- dagsins 5. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Gler- árkirkju 15. mars. áhyggjur af einu né neinu. Þegar fullorðinsárin færðust yfir og við fórum á sjóinn hitt- umst við ekki eins oft, en þegar við hittumst var metingurinn mikill okkar á milli, hvor okkar hefði fiskað meira, hvor okkar væri á stærri bát, hvor okkar væri með hærri laun og allt þar fram eftir götunum. Þú varst alltaf boð- inn og búinn að að- stoða eða létta undir með öllum ef þú gast. Ef þú gast ekki aðstoðað leið þér voðalega illa og reyndir eftir mætti að bæta fyrir það. Elsku Reynir, ég veit að lítil hönd teygði sig til þín þegar þú fórst yfir og leiddi þig á þann stað sem þér er ætlaður, með Breka vin þinn í fanginu. Nú eruð þið saman og ekkert fær ykkur aftur aðskilið, Guð veri með ykkur og verndi. Vertu ekki grátin við gröfina mína, góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindinum. Ég leiftra sem snjórinn á tindinum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð, er vakna þú vilt. Ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér. Gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Ásgerður Ingimarsdóttir.) Ég vil þakka öllum sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúð og hlýhug. Valur Smári Þórðarson. Það er hræðilega sárt að horfa á eftir góðum vin. Þú varst góður drengur, Reynir, og hafðir þann hæfileika að heilla alla með nær- veru þinni sem var blíð og góð. Þú varst alltaf glaðlegur. Við kynnt- umst er þú byrjaðir í bekk með mér í Þelamerkurskóla, við urðum strax vinir og sá vinskapur hélt alltaf þó að við hittumst sjaldnar með árunum. Alltaf er við hittumst gátum við hlegið og sagt hvor öðr- um sögur og notið tímans hverju sinni. Þú komst oft inn á rakara- stofuna mína og settist og spjall- aðir yfir kaffi. Mér þótti vænt um þær stundir og er þakklátur fyrir þær. Elsku Reynir, nú kveð ég þig því ég veit að þú ert kominn á betri stað núna. Guð blessi þig, elsku vinur, og fjölskyldu þína á þessum erfiðu tímum. Þinn vinur, Björn Gestsson. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Höf. óþekktur.) Elsku litla frænda mínum, Jan Gunnari, Andreu frænku og fjöl- skyldu, foreldrum, fósturforeldrum og systkinum Reynis vottum við okkar dýpstu samúð. Við vitum að Breki tekur vel á móti Reyni og veitir honum styrk á þeirra för. Megi allt það góða í heiminum veita ykkur styrk nú og um ókomin ár. Inga Brá og Ingólfur, Rigel og Cesar í Boston. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.