Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
100 ár eru í dag síð-
an Sigurbjörg Jóns-
dóttir fæddist í Smá-
dalakoti í Flóa 20.
mars 1905. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðbjörg Jónsdóttir
frá Einkofa á Eyrar-
bakka og Jón Hall-
dórsson frá Ósabakka
á Skeiðum sem
bjuggu í Haugakoti í
Flóa (nú Ljónsstöð-
um) og stunduðu bú-
skap þar, en auk þess
stundaði Jón sjóróðra
frá Eyrarbakka á ver-
tíðum. Hún ólst upp ásamt bræðr-
unum sínum Kristjáni og Guðjóni
Benjamín hjá foreldrum sínum til
11 ára aldurs í Haugakoti í Flóa
en 1916 missti hún móður sína í
hörmulegu slysi er heyskúti féll of-
an á hana þegar hún var við gegn-
ingar, þá ein með börnin þar sem
Jón var á sjó.
Eftir þennan hörmulega atburð
var börnunum þremur komið fyrir
hjá vinum og ættingjum og fór
Sigurbjörg að Ósabakka á Skeið-
um til föðurfólks síns en Guðjón
bróðir hennar var kyrr í Hauga-
koti hjá næstu ábúendum þar og
Kristján fór að Syðra-Langholti en
varð skammlífur, dó hann þar 21
árs gamall.
Eftir lát Guðbjargar varð Jónína
Margrét Jónsdóttir frá Hæðar-
garði. í Landbroti sambýliskona
Jóns. Byrjuðu þau búskap sinn í
Arnarstaðakoti í Hraungerðis-
hreppi og var Sigurbjörg hjá þeim
þar og fermd í Laugardælakirkju,
sem hún kallaði alltaf kirkjuna
sína.
Árið 1923 fá þau jörðina Fram-
nes í Ásahreppi til ábúðar. Höfðu
þau þá eignast soninn Guðbjörn
Ingvar. Urðu þau eigendur jarð-
arinnar síðar og byggði Guðbjörn
allt upp með glæsibrag og bætti á
allan hátt. Var hann orðlagður fyr-
ir dugnað og myndarskap.
Kærleikur var góður á milli
þeirra allra sem hefur haldist alla
tíð.
Sigurbjörg var bæði greind og
minnug, ekki varð þó skólagangan
löng, kannski vegna allra að-
stæðna. Hún fluttist til Reykjavík-
ur fyrir tvítugt og eins og margar
aðrar stúlkur byrjaði starfsferill-
inn á að fara í vistir sem voru mis-
jafnlega góðar. Átti hún þó ævi-
langa vináttu við ein hjónin.
Einnig vann hún í fiski bæði í
Keflavík og eins í Melshúsum á
Seltjarnarnesi. Var það oft erfitt
að rífa sig upp á vetrum til að fara
í fiskinn og byrja á því að brjóta
klakann af körunum áður en hægt
var að byrja að verka hann. Þær
voru ekki öfundsverðar konurnar í
þá daga af þeirri vinnu sem í of-
análag var illa borguð.
Um 25 ára aldur hitti hún Helga
Jóhannsson Hafliðason, ungan
mann af Snæfellsnesi. Giftu þau
sig 26. sept. 1931. Hann var sonur
hjónanna Helgu Jónsdóttur frá
Fáskrúðarbakka og Hafliða Jóh.
Jóhannssonar, skipstjóra frá Búð-
um í Eyrarsveit, sem ættaður var
frá Bjólu í Djúpárhreppi.
Það fóru erfiðir tímar í hönd hjá
nýgiftum hjónum. Atvinnuleysi var
mikið en Helgi komst í vinnu í
Héðni sem varð til þess að hann
fór í nám þar og lauk prófi í járn-
smíði og koparsmíði.
Síðar byrjaði hann að vinna á
bílaverkstæði Páls Stefánssonar
við Kolasund og þar lærði hann
bifvélavirkjun og lauk náminu með
meistaraprófi. Hann var alla tíð
eftirsóttur í vinnu fyrir hversu
handlaginn og lipur hann var.
Áður en þau eignuðust húsið á
Hverfisgötu 92a eignuðust þau
fyrstu fjögur börnin, allt stúlkur,
Guðbjörgu, Hafdísi, Kristínu og
Huldu, en síðan fæddust þrír
drengir, Ómar, Hafþór og Helgi.
Á stríðsárunum þótti best að
koma börnum í sveit á sumrin
vegna hættuástandsins og þá tók
Helgi sig til ásamt Jóhanni Dal-
berg sem var hjá okkur á þeim
tíma og smíðuðu þeir sumarbústað
á lóðinni við húsið. Var hann í átta
pörtum og partarnir boltaðir sam-
an og þakið líka svo úr varð her-
bergi og eldhús og var hægt að
setja hann upp á vörubílspall í
pörtum og flytja hann hvert sem
var. Fyrsta sumarið var hann í
Framnesi, tvö til þrjú sumur í
Smálöndunum. Var hann síðast
settur niður á Valhúsahæð á Sel-
tjarnarnesinu.
Elsta dóttirin Guðbjörg giftist
ung til Danmerkur, og var uggur í
foreldrunum um framtíð hennar.
Það birti þó yfir þegar Sigurbjörg
fór sína fyrstu utanlandsferð með
Gullfossi til að heimsækja hana, og
naut hún þess svo mjög að fleiri
ferðir voru farnar á komandi ár-
um.
Fór nú í hönd besta æviskeið
þeirra hjóna, yngstu börnin komin
vel á legg og heimilið að léttast.
Helgi rak eigið verkstæði á
Lindargötu 30, hjá Valdimar
Egilssyni rennismið, og vann hann
við bílaviðgerðir þar fram að því
að hann kenndi lasleika sem síðar
varð hans banamein. Lést hann í
febrúarbyrjun 1965 á besta aldri,
57 ára gamall.
Sigurbjörg vann á ýmsum stöð-
um í Reykjavík svo sem í Dósa-
verksmiðjunni og í Lýsi h/f,
Granda h/f og Sláturfélagi Suður-
lands.
Fleiri áföll gekk hún í gegnum
því að á afmælisdeginum hennar
1981 fórst dóttursonur hennar
Víðir Þór Ragnarsson með mb.
Þernu ÁR 22 ásamt skipstjóra sín-
um Þorsteini Jónssyni, rétt orðinn
16 ára.
Ekki er að undra að þetta var
mikið áfall þar sem drengurinn
hafði verið náinn ömmu sinni og
alist að hluta til upp hjá henni
ásamt systkinum sínum.
Og haustið eftir ferst Hafþór
sonur hennar með flugvél sinni í
miklu óveðri er gekk yfir Vestfirði,
en hann var kaupfélagsstjóri á Ísa-
firði í þann tíma.
Og máltækið segir að öll él birti
upp um síðir, og allt er þá þrennt
er. Og voru það orð að sönnu.
Sigurbjörg var mikið fyrir söng
og dans og dansaði hún gömlu
dansana fram á síðustu ár, enda
ávallt geðgóð og glaðsinna. Sein-
ustu árin sótti hún félagsskap á
Vesturgötu 7 þar sem gott fólk
gerði henni ellina góða. Var henni
haldin vegleg veisla á 90 ára af-
mæli hennar og mættu þar flestir
ættingjar og vinir sem varð henni
til mikillar gleði og bjó hún að því
lengi.
Stuttu seinna bilaði heilsa henn-
ar svo hún varð að dvelja á Hvíta-
bandinu og lést þar 27. janúar
1997.
Kristín og Hulda
Helgadætur.
SIGURBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
OG HELGI
HAFLIÐASON
FRÉTTIR
Í ÁLYKTUN frá stjórn Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja (BSRB)
kemur fram að samtökin lýsa yfir
fullum stuðningi við kröfu Starfs-
mannasamtaka Ríkisútvarpsins um
að útvarpsstjóri endurskoði
ákvörðun sína um ráðningu frétta-
stjóra fréttastofu Útvarps.
„Umsækjendum er sýnd vanvirða
með því að láta í veðri vaka að
ráðningarferli verði byggt á fag-
legum grundvelli, menn kallaðir í
viðtal, látnir gera grein fyrir
menntun og starfsreynslu en allt
slíkt síðan að engu haft við ráðn-
inguna,“ segir í ályktuninni.
„Fimm af tíu umsækjendum voru
taldir hæfastir til að gegna starfinu
samkvæmt óhlutdrægu og faglegu
mati. Það voru allt starfsmenn Rík-
isútvarpsins, þar af fjórir starfs-
menn fréttastofu RÚV. Þeir voru
allir með margra ára reynslu af
fréttamennsku og eiga ásamt öðru
starfsfólki fréttastofunnar heiður-
inn af því að hafa byggt upp traust
stofnunarinnar út á við. Þau vinnu-
brögð sem hér hafa verið viðhöfð af
meirihluta útvarpsráðs og útvarps-
stjóra eru móðgun við umsækj-
endur, starfsfólk og þjóðina alla,“
segir í ályktuninni.
BSRB styður
Starfsmanna-
samtök RÚV
Pera vikunnar: Flatarmál hálfhrings er 25,12 cm².
Finndu ummál þessa sama hálfhrings.
Skrifaðu svarið með námundun upp á 1:10
Lausnum skal skilað í síðasta lagi
kl. 13 föstudaginn 1. apríl.
Lausnir þarf að senda á vef skólans,
www.digranesskoli.kopavogur.is
Ný þraut birtist þar fyrir kl. 18 sama dag
ásamt lausn þessarar og nöfnum vinningshafanna.
Stærðfræðiþraut Digranesskóla
og Morgunblaðsins
THORVALDSENFÉLAGIÐ gaf
nýlega tvo UVB-ljósalampa til húð-
og kynsjúkdómadeildar. Annar
þeirra verður á legudeildinni í Kópa-
vogi og hinn á göngudeildinni í Þver-
holti. Lamparnir eru notaðir til með-
höndlunar á psoriasis og exemi á
höndum og fótum. Deildin átti fyrir
gamla lampa sem nýju lamparnir
leysa af hólmi. Formaður Thorvald-
sensfélagsins afhenti lampana,
ásamt nokkrum félagsmönnum.
Myndin er tekin þegar lamparnir
voru afhentir. Á mynd eru: Jón
Hjaltalín Ólafsson yfirlæknir,
Emma Björg Magnúsdóttir deildar-
stjóri, Sigríður Sigurbergsdóttir,
formaður Thorvaldsensfélagsins,
Hugrún Þorsteinsdóttir, Anton Örn
Bjarnason, Ása Jónsdóttir félags-
maður, Edda Steingrímsdóttir,
Kristín Ólafsdóttir félagsmaður,
Inga Þorbjörg Steindórsdóttir og
Jenný Guðmundsdóttir.
Ljósmynd/Sigurður Jónas Eggertsson
Húðlækningardeild LSH
fær ljósalampa að gjöf
KRAKKARNIR í 7.H.S. í Fellaskóla
hafa verið að glugga í dagblöð og
vinna verkefni tengd blöðunum og
er það hluti af verkefninu Dagblöð í
skólum sem hefur verið í gangi und-
anfarin ár. Markmiðið er að kynna
þennan miðil fyrir börnunum og
nota blöðin sem kennsluefni.
Krakkarnir fá svokallaðan blaðapassa sem inniheldur verkefni sem þau
þurfa að leysa, svo sem að finna mikilvægustu fyrirsögnina í blaðinu,
kanna á hvaða síðu hvaða efni sé að finna, o.fl., segir Halldór J. Sigurðsson,
kennari í Fellaskóla.
Krakkarnir voru ekki í vandræðum með að finna mikilvægustu fyrir-
sögnina í Morgunblaðinu og sögðu langflestir að sú mikilvægasta væri
stærsta fyrirsögnin á forsíðunni. Einnig áttu þau að finna einhvern í
blaðinu sem þeir vildu tala við og útbúa þrjár spurningar til að leggja fyrir
hann. Halldór segir að nemendur hafi helst viljað tala við köttinn Gretti og
spyrja hann hvers vegna hann sé svona feitur, hvers vegna hann sé svona
latur, og hvar hann hafi eiginlega lært að tala.
Morgunblaðið/Kristinn
Vildu spyrja Gretti hvar
hann lærði að tala
FERÐASKRIFSTOFAN Prima
Embla stendur á morgun fyrir
stofnun Balkanfélagsins á Íslandi.
Í fréttatilkynningu segir að Balk-
anfélagið sé áhugafélag um málefni
Balkanskagans, náttúru, sögu og
menningu þeirra þjóða sem þar
búa. Félögum mun gefast kostur á
að taka þátt í vönduðum sérferðum
um svæðið. Einnig er ætlunin að
halda námskeið, t.d. í matargerð og
vínsmökkun. Í tilefni stofnfundar-
ins mun Örjan Sturesjö, lektor í
Austur-evrópskum fræðum við há-
skólann í Uppsölum, halda fyrir-
lestur og segja frá ferð sem farin
verður til Serbíu, Svartfjallalands
og Albaníu í maí.
Stofnfundurinn verður haldinn
21. mars, kl. 20, í húsakynnum
ferðaskrifstofunnar að Stangarhyl
1 í Reykjavík.
Stofna Balkan-
félag á morgun
INGER Björk Ragnarsdóttir, 17 ára
nemandi við Menntaskólann í
Reykjavík, er fyrsti farþeginn sem
fer frítt í fríið með Iceland Express
í sumar. Hún fær farmiðann sinn
endurgreiddan að fullu og hundrað
þúsund krónur í farareyri að auki.
„Inger Björk var valin af handahófi
úr hópi þeirra sem keypt hafa miða
með Iceland Express á tímabilinu
15. maí til 15. september og hafa
skráð sig í leikinn „Frítt í fríið“ á
vef Iceland Express, segir í frétta-
tilkynningu.
Fer í frí með
Iceland Express