Morgunblaðið - 20.03.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 57
DAGBÓK
• Þekkt lítil bílaleiga.
• Heildverslun með búnað og vélar til notkunar í iðnaði. Ársvelta 130 m. kr.
• Gistihús í Hafnarfirði. 25 herbergi.
• Stórt ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi.
• Iðnfyrirtæki með matvæli. Ársvelta 230 m. kr.
• Stórt innflutningsfyrirtæki með tæknivörur. Ársvelta 360 m. kr.
• Jarðvinnufyrirtæki á Suðurlandi.
• Þekkt sérverslun/heildverslun m. fallegar vörur fyrir heimili og fyrirtæki. Ársvelta 50 m. kr.
• Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 80 m. kr.
• Dalakjör. Verslun, veitingasala og bensínstöð í Búðardal. Góður rekstur. Ársvelta 170 m. kr.
• Stór blómaverslun í góðu hverfi.
• Heildverslun/sérverslun með rafmagnsvörur. Ársvelta 200 m. kr.
• Lítil heildverslun með tæki fyrir byggingariðnaðinn. Heppilegt fyrir trésmið sem vill breyta til.
• Þekkt veitingahús í eigin húsnæði. Velta 10-12 m. kr. á mánuði.
• Útgerðarfélag á Reykjavíkursvæðinu.
• Þekkt veitingahúsakeðja með austurlenskan mat.
• Ferðaskrifstofa með sérhæfðan rekstur.
• Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu.
• Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 250 m. kr.
• Sérvöruverslun með 220 m. kr. ársveltu. EBIDTA 25 m. kr.
• Arðbært útgáfu- og prentþjónustufyrirtæki.
• Stór fiskvinnsla í eigin húsnæði í nágrenni Reykjavíkur.
• Sérverslun með fatnað.
• Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 m. kr. ársvelta.
• Húsgagnaverslun í góðum rekstri.
• Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr.
• Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin
húsnæði á góðum stað.
• Stór trésmiðja með þekktar vörur.
• Heildverslun með þekktan fatnað.
• Þekkt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.
• Rótgróið lítið iðnfyrirtæki í sérhæfðri framleiðslu.
• Bakarí í góðu hverfi.
• Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð.
Tilvalið fyrir „saumakonur” með góðar hugmyndir.
• Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður
11 m. kr. á ári.
Fíknin og fjölskyldan
Hjónin Jane Nakken Ed.D. og Craig Nakken M.S.W.
verða með tveggja daga námskeið á Grand Hóteli
í Reykjavík dagana 1. og 2. apríl nk. kl. 9-16 báða dagana.
Craig Nakken er höfundur bókarinnar The Addictive
Personality - Understanding the Addictive Process and
Compulsive Behavior sem nýlega kom út á íslensku undir
nafninu Fíknir.
Námskeiðið fjallar um hvernig fíkn hefur áhrif á samband við
maka og börn. Farið er yfir þroskaferlið og fíkniferlið. Einnig
eru skoðaðar nýjar leiðir til að hjálpa konum og hvernig and-
legar langanir kvenna verða helstu þættir í bata þeirra.
Námskeiðið kostar 24.000 krónur
og bókin Fíknir er innifalin í verðinu.
Skráning á námskeiðið og upplýsingar
eru í síma 553 8800 og stefanjo@xnet.is.
Sérkennileg lífsreynsla
í Leifsstöð
ÞAÐ er eins og Íslendingar viti ekki
að það getur gert vont veður hér á
landi. Þegar slæmt veður gerði hér
um daginn var ég á leið til Kaup-
mannahafnar. Mig langar að gera
athugasemdir við ýmislegt sem ég
upplifði í Leifsstöð á meðan beðið
var eftir að komast í loftið.
Í fyrsta lagi skildi starfsfólk far-
angur okkar eftir úti í grenjandi
stórhríð í drjúga stund þar sem að-
eins einn hlaðmaður var að störfum
samkvæmt skýringu flugfreyju Ice-
land Express.
Aðeins einn bíll er á Keflavík-
urflugvelli til afísingar samkvæmt
skýringum sem við fengum og þegar
vélin var afísuð og ekki tókst að
komast í loftið í það skiptið þurfti að
fara aftur í biðröðina til að afísa aft-
ur.
Þegar ekki tókst að fara í loftið
var rennt upp að flugstöðinni aftur
og farþegar fóru inn. Ég ætlaði að fá
upplýsingar á upplýsingaborði um
seinkun vélar til að framvísa þar
sem ég átti lestarmiða frá Kaup-
mannahöfn til Álaborgar. Þegar
starfsmanni við þjónustuborð var
ljóst að ég var farþegi Iceland Ex-
press kom allt annað hljóð í strokk-
inn og þá var ég orðin þriðja flokks
farþegi sem fékk ákaflega lélega
þjónustu.
Þegar liðið var á daginn fór ég í
fríhöfnina til að kaupa smáhlut. Mér
varð það á orði við afgreiðslustúlk-
una að maður yrði að gera eitthvað
til að drepa tímann – og þá kom rús-
ínan í pylsuendanum í þessari 11
tíma bið. Við þessi orð mín sagði af-
greiðslustúlkan „það er svona að
ferðast með Iceland Express sem
hefur breska flugmenn, því þeir taka
enga áhættu“. Ég þakka mínum
sæla fyrir að þessir bresku flug-
menn taka enga áhættu gagnstætt
þeim íslensku hjá Flugleiðum eins
og skilja mátti á þessari afgreiðslu-
stúlku.
Mér er líka minnisstætt þegar
loks var kallað út í vél, að landar
mínir létu svívirðingar og skammir
dynja á saklausu starfsfólki Iceland
Express eins og það ætti sök á
óveðrinu sem geisaði þennan dag.
Fólk tapar sér gjörsamlega við
svona aðstæður og verður sér til al-
gjörrar skammar.
Að öðru leyti áttum við notalegan
dag í Leifsstöð og ég hlakka til að
ferðast aftur með Iceland Express
sem tekur enga áhættu í svona veðri.
Anna Kjartansdóttir,
Vesturgötu 41, Akranesi.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Billi
Félagsstarf
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld Caprí–
tríó leikur fyrir dansi frá kl. 20.
Gerðuberg | Mánudag kl.10.30 og
miðvikudagur kl. 8.45 sund og leik-
fimiæfingar í Breiðholtslaug. Allar
uppl. á staðnum s.575 7720 og
www.gerduberg.is
Hæðargarður 31 | Páskahátíð í
dymbilvikunni. Mánudag kl. 10: Szym-
on Kuran leikur á fiðlu og myndlist-
arfólk málar hughrifin á striga.
Þriðjud. kl. 14: Leikarar frá LR:
skemmtidagskrá. Miðvikud. kl. 20:
Halla Sverrisdóttir spjallar um skáld-
ið Auði Jónsdóttur í Bókmennta-
klúbbi. Fastir liðir á sínum stað. Fund-
ur með „mánudagskonum“ kl. 10
árdegis á morgun mánudag. Upplýs-
ingar í s. 568–3132
Vesturgata 7 | Mánudaginn 21. marz
kl. 13.30 lesa leikkonurnar Birna Haf-
steins, Jóhanna Vigdís Arnardóttir,
Marta Nordal og Sigrún Edda Björns-
dóttir upp úr bréfum og frásögnum af
Vesturferðum og syngja vöggusöng
úr Hýbýlum vindanna. Vöfflur m/
rjóma í kaffitímanum. Farið verður að
sjá leikritið Hýbýli vindanna föstu-
daginn 22. apríl, upplýsingar og
skráning í síma 535-2740
Kirkjustarf
Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20
Tekið er við bænarefnum alla virka
daga frá kl. 09–17 í síma 587–9070.
JARÐHITABÓK – eðli og nýting
auðlindar er nafn nýrrar bókar eft-
ir Guðmund heitinn Pálmason, eðl-
isfræðing sem veitti forstöðu jarð-
hitadeild Orkustofnunar um árabil.
Hið íslenska bókmenntafélag gefur
bókina út ásamt Orkustofnun og
Íslenskum orkurannsóknum. Við
athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í
vikunni voru ekkju Guðmundar,
Ólöfu Jónsdóttur, og Valgerði
Sverrisdóttur iðnaðarráðherra af-
hent fyrstu eintök bókarinnar.
Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Ís-
lenskra orkurannsókna, flutti
ávarp við það tækifæri og rakti til-
urð bókarinnar. Guðmundur, sem
lést fyrir ári, hafði unnið að bók-
inni í um 7 ár og að mestu lokið
henni þegar hann féll frá. Svein-
björn Björnsson, fyrrverandi deild-
arstjóri auðlindadeildar Orkustofn-
unar og Ólafur Pálmason, bróðir
hans, höfðu forystu um að ganga
frá bókinni til prentunar.
Jarðhitabók Guðmundar Pálma-
sonar er fræðslurit og jafnframt
menningarsögulegt rit fyrir al-
menna lesendur og er hún ríkulega
myndskreytt, nærri 300 bls. að
stærð. Fjallað er um brautryðj-
endur í rannsóknum á jarðhita á
Íslandi, upruna og eðli jarðhita,
boranir, vinnslu og margvísleg not
af jarðhita í íslensku þjóðfélagi.
Fjallað er um áhrif nýtingar, nauð-
syn verndunar og birtur er annáll
atburða sem tengjast rannsóknum
og lagt mat á það hversu varanleg
auðlind jarðhitinn sé.
Eftir nám í eðlisfræði í Svíþjóð
og Bandaríkjunum starfaði Guð-
mundur á jarðhitadeild raforku-
málastjóra og síðar Orkustofnunar
og snerist ævistarf hans um jarð-
eðlisfræði og jarðhita. „Guð-
mundur var í forystu um jarð-
hitarannsóknir á Íslandi á miklu
framfaraskeiði, og undir stjórn
hans varð jarðhitadeild Orkustofn-
unar að einu fremsta þekking-
arsetri heims á sviði jarðhitarann-
sókna,“ segir Ólafur G. Flóvenz
m.a. í formála bókarinnar. „Sjálfur
reiknaði Guðmundur út fyrir fáein-
um árum að árlegur sparnaður
þjóðfélagsins af notkun jarðhita í
stað olíu jafngilti öllum bifreiða-
innflutningi landsmanna,“ segir
einnig í formálanum.
Ný bók um eðli
jarðhita og nýtingu
auðlindar
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
LISTAKONAN Jónína Guðnadóttir
mun í dag kl. 14 veita leiðsögn um
sýningu sína „Vötnin kvik,“ sem nú
stendur yfir í Hafnarborg.
Á sýningunni, sem er í aðalsal
Hafnarborgar, eru lágmyndir og
innsetning og eru verkin öll unnin á
árunum 2004 til 2005.
Jónína er menntuð við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og Konst-
fack í Stokkhólmi. Hún hefur tekið
þátt í samsýningum og haldið
margar einkasýningar, m.a. í Nor-
ræna húsinu, á Kjarvalsstöðum og í
listasafninu á Akureyri. Þetta er
fimmta sýning hennar í Hafn-
arborg.
Vötnin kvik
GUÐRÚN Jónsdóttir og Þorbjörg
Halldórsdóttir, eigendur verslunar-
innar „Frúin í Hamborg“, opnuðu í
gær sýningu á Kaffi Karólínu í
Listagilinu á Akureyri. Þetta er
önnur sýningin af þremur sem þær
standa fyrir. Að þessu sinni eru til
sýnis handmálaðar ljósmyndir frá
1930–1960. Þær tengjast flestar
Mývatni en þó gefur að líta nokkrar
frá Eyjafjarðarsvæðinu.
Frúarsýning á
Kaffi Karólínu