Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 63
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000   Hann trúir ekki að vinur hennar sé til þar til fólk byrjar að deyja! Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8.30 og 10.50 B.i. 16 ára. MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA   Sýnd kl. 4, 6 og 8 m.ísl. tali Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunai ll l l jamie kennedyi Alan cummingl i Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna r r rí f rir ll fj l l Sýnd kl. 3.20 og 8 B.i. 14 ára. Ó.Ö.H. DV S.V. MBL.  Ó.H.T. Rás 2 A MIKE NICHOLS FILM Þ.Þ. FBL M.M.J. Kvikmyndir.com CLOSER S.V. MBL. hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handrit. SIDEWAYS Þ.Þ. FBl  Will Smith er 2 vikur á toppnum í USA & Íslandi Yfir 17.000 gestir!  SV mbl ÍSLANDSBANKI Síðustu sýningar Sýnd kl. 10 Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins!  J.H.H. kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8.30 og 10.50    S.V. MBL. Sýnd kl. 5.30 og 10.15 Sýnd kl. 2 ísl. tal. ATH! verð kr. 400. Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins! Sýnd kl. 8 og 10.20. Will Smith er SÍMI 553 2075 - BARA LÚXUS  J.H.H. kvikmyndir.com ☎ Sýnd kl. 8 og 10.10  SV mbl 2 vikur á toppnum í USA & Íslandi Yfir 17.000 gestir! ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNAT ! TI L I TT Sýnd kl. 2, 4 og 6 m. íslensku tali  Kvikmyndir.is. S.V. Mbl. Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna Fr r rín yn fyrir l fj lskyl un Alan cummingl ijamie kennedyj i Kl. 4, 6, 8 og 10 með ensku tali Kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R . A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 63 Blústónlistin í sínu hreinastaformi liggur til grundvallarpoppi og rokki samtímans, og fleiri stefnum eins og hipp hoppi, fönki og sálartónlist. Blúsinn sem slíkur hefur þó jafnan gárað undir yfirborðinu hvað meginstrauminn varðar en á sér jafnan einarða fylgismenn, sem bregða sér einatt í líki farandpredik- ara þegar blúsinn ber á góma. Harður og skítugur rafmagnsblús varð svo óvænt málið fyrir nokkrum árum síðan er White Stripes frá Detroit slógu í gegn og vakningar verða með reglubundnu bili, skemmst er að minnast hérlendrar blúsvakningar sem átti sér stað á árabilinu 1989 til 1992 en þá fóru Vinir Dóra mikinn og leiddu þá bylgju. Fyrir ári síðan tók leiðtogi þeirrar sveitar, Halldór Bragason, sig til ásamt hinu nýstofnaða Blús- félagi Reykjavíkur og hleypti af stokkunum Blúshátíð Reykjavíkur. Stóð hún í þrjá daga um páskaleytið og gekk afskaplega vel, var fjölsótt og góður rómur gerður að tón- leikum. Fram komu m.a. Blúskomp- aníð með Magnús Eiríksson í far- arbroddi, Smokey Bay Blues Band þeirra Pollockbræðra, Blúsmenn Andreu og Vinir Dóra. Blúshátíðin verður nú haldin öðru sinni og er listrænn stjórnandi sem fyrr Halldór Bragason. Hátíðin hefst á þriðjudag- inn.    Halldór segir að aðstandendurhátíðarinnar leitist við að styðja við innlenda blúsara með þessari hátíð um leið og boðið er upp á erlenda blústónlistarmenn. Þannig mun hljómsveitin Grinders, sem KK og Þorleifur Guðjónsson voru í eitt sinn, koma fram en plata með lögum hennar kom út um síðustu jól á veg- um Zonet og kallast Upphafið. Í sveitinni leika og þeir Derrick „Big“ Walker og Professor Washboard. Segir Halldór það hafa verið mik- ið afrek að koma því bandi saman en meðlimir koma m.a. frá Arkansas, Stokkhólmi og Berufirði. Þá kemur hingað bandarísk blús- söngkona, Deitra Farr, og mun syngja á tvennum tónleikum, m.a. gospeltónleikum en hún ku hafa stigið fyrstu skrefin á söngferlinum í kirkju í Chicago er hún var barn- ung. Halldór rekur þá að Björgvin Gíslason muni koma fram með hinni endurreistu Kentár, en Björgvin er af mörgum talinn einn fremsti gít- arleikari sem komið hefur fram á landinu. Björgvin tengist blúsnum skemmtilega því að hann fór í túr með Clarence Gatemouth Browen árið 1981, flengdist um gervöll Bandaríkin í fimm vikur þar sem spilað var á hverjum degi, eða svo gott sem.    Dagskráin verður sem hér segir:Þriðjudaginn 22. mars leika Kentár og Björgvin Gíslason og Smokie Bay Blues Band á Hótel Borg klukkan 21.00. Daginn eftir troða Grinders upp á sama stað og á sama tíma en einnig spila ungsveit- irnar Mood og Hot Damn! (sem er skipuð Smára „Tarfi“ Jósepssyni og Jenna, söngvara Brain Police). Einn- ig leika ungir gítarleikarar, þeir Danni og Jón Ingiberg. Fimmtudaginn 24. mars, sem er Skírdagur, flytjast leikar yfir á Nordica Hótel. Þar leika Vinir Dóra, Blúsmenn Andreu og Deitra Farr. Á föstudaginn langa verður svo gosp- elkvöld í Fríkirkjunni sem leitt verð- ur af Deitru Farr en einnig koma fram Andrea Gylfadóttir og Kamm- erkór Hafnarfjarðar. Hefjast þeir tónleikar klukkan 20.00. Forsala á hátíðina er á Hótel Borg en einnig er hægt að panta miða í gegnum netfangið bluesfest@blues- .is. Ítarlegri upplýsingar er svo hægt að nálgast á www.blues.is. Blúsinn lifir ’Halldór segir að að-standendur hátíðarinnar leitist við að styðja við innlenda blúsara með þessari hátíð um leið og boðið er upp á erlenda blústónlistarmenn.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hin reffilega sveit Smokie Bay Blues Band kemur fram á hátíðinni. SAGAN byggist lauslega á sönnum atburðum í lífi Ken Carters sem var körfuboltahetja í í gagnfræðaskól- anum sínum í Kaliforníu, og tók síðan að sér að þjálfa óalandi og óferjandi liðið tveimur áratugum síðar. Þessi mynd deilir á það sem tíðkast í bandaríska skólakerfinu að láta krakka sem eru klárir í íþróttum komast í háskóla á þeim einum for- sendum í stað þess að þurfa einnig að standa sig bóklega. Enda ekki van- þörf á, því hjá fæstum rætast íþrótta- stjörnudraumarnir. Ég bjóst við að sogast inn í mynd- ina, lifa mig inn í hvern leik með drengjunum og koma út með tár á hvarmi og uppfull á sönnum íþrótta- randa, en það gerðist ekki. Erfiðast við myndina er að það er engin að- alsöguhetja. Carter ætti að vera það, en er það ekki. Hann er sá sami í upp- hafi og á endanum. Drengirnir í liðinu eru misjafnlega áberandi, en það er rétt snert á þeirra persónulega lífi. Einn þeirra er í sambandi við eitur- lyfjaheiminn og annar á kærustu sem verður ólétt. Þetta eru áhugaverðar sögur og gætu einmitt lýst vel því sem bíður drengjanna ef þeir standa sig ekki skólanum, en það er tekið mjög grunnt á þessum sögum og þær ná ekki að dýpka myndina. Myndin hefur öll einkenni íþrótta- myndar að bera, allt sem við höfum séð áður. Þetta er íþróttamynd með ræðum í búningaklefanum og væmn- um liðsheildaratriðum. En einnig má finna þefinn af heragamynd og mynd- inni af kennaranum sem gefst ekki upp þótt móti blási. Mörg kunnugleg stef eru leikin í myndinni og engin þeirra í nýjum eða ferskum búningi. Myndin er hreint ágætlega tekin og hrár stíllinn hentar sögunni vel, en hún er helst til löng. Leikaraliðið er skemmtilegt. Hinn eini sanni Samuel L. Jackson í fararbroddi með ungt og ferskt lið sér til stuðnings. Þarna má sjá fyrirsætuna Channing Tatum og söngkonuna Ashanti, en einnig hæfi- leikaríka unga leikara einsogg Rob Brown og Rick Gonzalez. Því miður er Carter þjálfari ekki nægilega áhrifarík mynd til að koma til skila þeim ágætu skilaboðum sem hún felur í sér, sem auk þess eru bót á séramerísku vandamáli. Mynd með marga ágæta punkta en frekar lin yf- ir heildina. KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíó Leikstjórn: Thomas Carter. Handrit: Mark Schwahn og John Gatins. Kvikmynda- taka: Sharon Meir. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Rob Brown, Robert Ri’chard, Rick Gonzalez, Nana Gbewonyo, Antwon Tanner og Channing Tatum og Ashanti. BNA 136 mín. UIP 2005. Carter þjálfari (Coach Carter) Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.