Morgunblaðið - 04.04.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 04.04.2005, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Bragifæddist á Eski- firði 7. apríl 1921. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Borghildur Einars- dóttir húsmóðir, f. 28. apríl 1898, d. 26. janúar 1981, og Sig- urður Jóhannsson skipstjóri, f. 23. des- ember 1891, d. 5. nóvember 1946. Systkini Einars Braga eru Alfons, f. 1916, Sigrún, f. 1919, og Anna, f. 1927. Hinn 10. maí 1945 kvæntist Ein- ar Bragi Kristínu Jónsdóttur, f. 19. janúar 1920, d. 1. nóvember 2004. Börn þeirra eru: 1) Borghildur, geðlæknir við Landspítalann, f. 24. febrúar 1946; fyrri maður hennar Viðar Strand, svæfingalæknir í Sví- þjóð; skildu; dætur þeirra: a) Una, f. 19. febrúar 1971, kennari við há- skólann í Durham í Englandi; sam- býlismaður Paul Jeffrey, safnvörð- ur. b) Æsa, f. 20. október 1972, bókavörður við Menntaskólann í Reykjavík; eiginmaður Jóhannes Skúlason kennari; börn þeirra: ba) Eygló, f. 4. maí 2000; bb) Bragi, f. 11. desember 2003. Seinni maður Borghildar er Rudolf Rafn Adolfs- son geðhjúkrunarfræðingur; dóttir þeirra: c) Diljá, f. 28. febrúar 1988, menntaskólanemi. Stjúpbörn Borg- við háskólana í Lundi og Stokk- hólmi. Jafnframt ritstörfum vann Einar Bragi sem kennari á ungl- ingastigi um árabil. Ljóðabækur hans eru: Eitt kvöld í júní 1950; Svanur á Báru 1952; Gestaboð um nótt 1953; Regn í maí 1957; Hreintjarnir 1960; Í ljósmál- inu 1970; Ljóð 1983 (úrval) og Ljós í augum dagsins 2000. Þýðingar á ljóðum hans hafa birst á mörgum tungumálum. Hann skrifaði nokkr- ar bækur um sagnfræðileg efni og ber þar hæst Eskju, sögurit Esk- firðinga sem út kom í fimm bindum á árunum 1971–1986. Einar Bragi var mikilvirkur þýð- andi. Má þar nefna Dittu manns- barn eftir Martin Andersen Nexø 1948–1949; Leikrit III eftir August Strindberg 1992, Leikrit III eftir Henrik Ibsen 1995 og sex ljóðabæk- ur eftir samísk skáld á árunum 2001–2003. Leikritin og samísku ljóðin gaf hann út á eigin vegum. Hann stofnaði tímaritið Birting 1953 og var ábyrgðarmaður bók- mennta- og listatímaritsins Birt- ings (yngra) 1955–1968 og ritstjóri ásamt Jóni Óskari, Herði Ágústs- syni og Thor Vilhjálmssyni. Einar Bragi gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum og var meðal annars í stjórn Rithöfunda- sambands Íslands og formaður þess 1968–1970. Hann hlaut margs kyns viður- kenningar fyrir ritstörf sín, til dæmis þýðingarverðlaun Sænsku akademíunnar og sænsk-íslensku menningarverðlaunin. Hann var kjörinn heiðursborgari Eskifjarðar 1986. Útför Einars Braga verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. hildar af fyrra hjóna- bandi Rudolfs: I) Örv- ar, f. 25. janúar 1975, sölumaður, kvæntur Kötlu Stefánsdóttur skrifstofukonu; dóttir þeirra: Ia) Sunna Dís, f. 30. júlí 2001. II) Hild- ur, f. 13. ágúst 1981, háskólanemi. 2) Jón Arnarr, f. 12. febrúar 1949, húsgagna- og innanhússhönnuður á Selfossi; fyrri kona hans er Sigrún Guð- mundsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands; skildu; synir þeirra: a) Orri, f. 5. nóvember 1970, ljós- myndari og tónlistarmaður; eigin- kona Þórdís Valdimarsdóttir kenn- ari; börn þeirra: aa) Eyja, f. 11. desember 1995, og ab) Kári, f. 13. desember 1997. b) Arnarr Þorri, f. 12. mars 1975, d. 2. júní 2001; dóttir hans og Svanhvítar Tryggvadótt- ur: ba) Salka, f. 21. júlí 1998. Dóttir Jóns Arnarr og Ingunnar Ásdísar- dóttur: c) Ásdís Gríma, f. 7. desem- ber 1979, við nám í Danmörku. Seinni kona Jóns Arnarr: Elma Hrafnsdóttir, húsmóðir; dóttir þeirra: d) Kristín Birta, f. 6. júní 1982, stúdent; dóttir hennar og Sig- urðar Samik Davidsen: da) Sesselja Sól, f. 19. janúar 1999. Einar Bragi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Hann stundaði nám í bók- menntum, listasögu og leikhússögu Það er skrýtið hvernig við menn- irnir teljum okkur sífellt trú um að við höfum meiri tíma. Meiri tíma til að mennta okkur og skemmta, meiri tíma til að verða betri menn og kon- ur, meiri tíma til að skoða heiminn en umfram allt annað teljum við okkur trú um að við fáum meiri tíma með fólkinu sem okkur er kærast. Það er þó sjaldnast raunin. Það eru svo margar minningar sem koma í huga mér þar sem ég sit hér og reyni að koma orðum mínum á blað. Það fyrsta sem kemur þó í huga minn þegar ég hugsa til afa Braga og ömmu Stínu eru allar stundirnar sem við áttum saman í Suðurgötunni. Þar sem þú sast við skriftir á meðan amma töfraði fram eitthvað gott með kaffinu. Með aldrinum tók ég að setj- ast með þér við skriftirnar og hafa ófá ljóðin sprottið þar fram. Ég man að við geymdum þau undir trékett- inum í hillunni þinni, á vísum stað, svo þau myndu aldrei glatast. Ég man líka að það var þrautin þyngri að fá þig til að láta þau af hendi þegar ég gerði tilkall til þeirra á unglingsaldri. Ég skildi það ekki þá, í mínum aug- um voru þetta bara orð á blaði. Þegar ég hélt að þessi ljóð væru mér glötuð skildi ég þó að þau eru sorg mín og gleði, ást mín og hatur, þessi orð á blaði eru fjársjóður lífs míns. Nú þegar hjartsláttur lífsins held- ur ekki lengur fyrir þér vöku, elsku afi minn, kveð ég þig. Á þann eina hátt sem ég kann, þann háttinn sem þú kenndir mér, minnug orðanna sem þú sagðir við okkur pabba þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn. Æskunni skaltu hlífa við lífsins harmi, leyf henni að gleðjast, um sinn Lát hana ei líta sorg vora og þján, snögglega þerraðu tárvota kinn Því hún mun síðar fella tár af hvarmi, leyf henni að gleðjast, um sinn Svo lát hana ei vita lát hana ei sjá hve hjarta þitt brestur sonur minn (Birta.) Hve sárt er nú að kveðja, afi minn, hinsta sinn. Þín Birta. Það fólk sem nær háum aldri þarf að sætta sig við það að æ fleira af samferðafólkinu hverfi af sjónarsvið- inu. Einar Bragi, mágur minn, er lát- inn. Við ólumst upp í sama sjávar- þorpinu þar sem allir þekktust. Þar voru börnin frjáls við ýmsa leiki en byrjuðu einnig snemma að taka þátt í störfum með fullorðna fólkinu. Við kynntumst þó ekki að neinu ráði fyrr en haustið 1944 þegar við Sigrún systir hans gengum í hjóna- band. Vorið eftir giftust þau Einar Bragi og Kristín Jónsdóttir í Eski- fjarðarkirkju. Óhætt er að segja að þau hafi verið einna fremst í hópi okkar bestu vina þau sextíu ár sem síðan eru liðin. Með þeim fórum við oft í ferðalög bæði innan lands og ut- an. Einnig gistum við oft hjá þeim fyrr á árum þegar við komum í heim- sókn til Reykjavíkur. Eitt eftirminni- legasta ferðalag sem við fórum í með þeim Stínu og Braga, eins og þau voru jafnan nefnd af kunningjunum, var vorið 1981 þegar við lögðum upp akandi frá Lundi í Svíþjóð allt til nyrstu byggða í Noregi. Dvöldum við um tíma í byggðum sama þar sem Einar Bragi átti marga góðvini. Hann hafði mikinn áhuga á samísk- um fræðum og þýddi meðal annars ljóð eftir sama. Ferðalaginu lukum við í Finnlandi þar sem við bjuggum í stóru einbýlishúsi sem vinir þeirra hjóna buðu þeim afnot af. Sumarið 1966 í júní komu þau Stína og Bragi í heimsókn til okkar á Eskifjörð. Eitt kvöldið að afloknu dagsverki fór Bragi með mér út á fjörðinn að draga kolanet. Veðrið var eins gott og það getur best orðið á austfirsku vorkvöldi, heiðskírt, blíða- logn og fjöllin spegluðust í sjónum. Þegar við litum til lands fórum við að hugleiða hvað margt hafði breyst frá því að við vorum börn, mörg hús horfin og atvinnuhættir ólíkir því sem áður var. Bragi spurði mig þá hvort ekki stæði til að skrá sögu Eskifjarðar. Ég sagði honum sem var að leitað hefði verið að manni til að vinna það verk en hann hefði ekki fundist ennþá. Þegar Bragi kom suð- ur fór hann að kanna á söfnum ýmsar heimildir um sögu Eskifjarðar, sem seinna leiddi svo til þess að hrepps- nefnd Eskifjarðar réð hann til að skrá söguna. Árið 1968 var kosin Byggðarsögunefnd Eskifjarðar og henni falið meðal annars að vera höf- undi sögunnar til aðstoðar við að safna myndum og heimildum. Enn- fremur átti hún að safna gömlum minjum og sjá um varðveislu gamalla húsa. Samstarfið við Einar Braga var alltaf einstaklega gott. Byggðarsag- an átti upphaflega að verða tvö bindi en þau urðu fimm, Eskja I –V. Það fyrsta kom út 1971 en það síðasta 1986 á 200 ára verslunarafmæli Eski- fjarðar. Við það tækifæri var Einar Bragi gerður að heiðursborgara Eskifjarðar. Auk Eskju skrifaði Bragi tvær bækur sem snertu sögu byggðarlagsins: Pöntunarfélag Eski- fjarðar 40 ára og Af mönnum ertu kominn, sem eru bernsku- og æsku- minningar hans. Tryggð hans við æskustöðvarnar og gjafmildi hefur verið með ein- dæmum. Hann hefur gefið ættingj- um og vinum stórgjafir við öll mögu- leg tækifæri. Í safni Byggðarsögu- nefndar eru nú fimm hundruð bækur sem að stærstum hluta eru gjafir frá Einari Braga og snerta flestar Eski- fjörð og Austurland á einn og annan hátt. Þá hefur hann einnig gefið Grunnskóla Eskifjarðar safn af mál- verkum sem prýða veggi skólans. Einar Bragi var mikilvirkur rithöf- undur og þýðandi. Þeim þætti verða gerð skil á öðrum vettvangi. Síðustu æviárin hafa verið þeim Stínu og Braga erfið. Þau veiktust bæði af illvígum sjúkdómum fyrir nokkrum árum. Stína var fyrst heima og annaðist Bragi hana eftir bestu getu. Undir það síðasta dvaldist hún á Sóltúni þar sem hún lést 1. nóv- ember síðastliðinn. Eftir það fór þróttur Braga smádvínandi uns hann dó á laugardag fyrir páska. Að leiðarlokum viljum við Sigrún þakka þeim einlæga vináttu og góð- vild á liðnum árum. Við sendum börnum þeirra og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur. Hilmar Bjarnason. Mikil eftirsjá er mér að Braga frænda mínum. Aldrei aftur á ég eftir að hlýða á hlýjan og sérkennilega raddaðan hljóm orða hans fylla andartakið mergjuðu og kraftmiklu tungutaki, hvert orð valið af ná- kvæmni og fagurfræði til að fylgja sem best eftir skoðunum þess sem setur réttlætiskennd sína öllu ofar og baráttuna fyrir góðum málstað, en var þó miklu tamara að tala um skáldskap og listir eða greina menn og athafnir þeirra af sálfræðilegu innsæi hins þroskaða rithöfundar og listamanns og kunni líka að meta af þekkingu og þakklæti fegurð lífs og verka, eins og aðeins sannir lífsfagur- kerar gera. Bragi, nafnið eitt ljær ljóma minningu hans, hinn ágætasti maður. Eins og einherjar Valhallar, sem fyrra nafn hans er kennt við, tók hann sérhvern slag sem þurfti sann- færingu til fylgis, og hverjar sem málalyktir urðu reis hann hugdjarfur og ósár til næstu baráttu, ef þörf var á liðsinni og málefnið mikilvægt. Skyldu samar hafa átt í nokkrum manni annarrar þjóðar annan eins vin og jafn ötulan talsmann menning- ar og réttinda frumþjóðar Norður- landa? Slaginn við krabbameinið tók hann líka óhikað en hafði ekki þrek til að rísa af fullum krafti gegn því, og fylgir Stínu ástvinu sinni yfir í hulda heima aðeins fimm mánuðum eftir að hún kvaddi okkur. Einar Bragi var skírður á kven- réttindadaginn 19. júní „enda alla ævi litið á það sem kjarna skírnar- sáttmálans að styðja jafnrétti allra manna“ eins og hann segir í endur- minningum sínum. Hann var alla tíð hliðhollur baráttumálum kvenna og hvatti allar konur sér tengdar, jafnt og ótengdar, til náms og til annarra dáða. Hann er líklega sá eini sem hef- ur á opinberum vettvangi reynt að kveða niður hið hvimleiða öfugmæla- orðtak um að konur séu konum verst- ar. Það þekkti hann ekki í reynd. Allt lífsstarf Einars Braga var af þeim toga að þjóna skáldskapnum og menningunni og fræða þjóð sína um skáld og listamenn samtímans, ekki bara okkar lands og þjóðar heldur ekki síður annarra landa og þjóða. Útgáfa Birtings, hins merka menn- ingartímarits sem ekki hefur átt sér neina sporgöngu hingað til, var að hans frumkvæði en einmitt nú um þessar mundir eru liðin 50 ár frá upp- hafi útgáfu Birtings hins yngra. Í samstarfi við nokkra af merkustu samtímalistamönnum þess tíma var það gefið út í 15 ár samfleytt og í því fjallað um samtímamenningu í ungu þjóðfélagi sem var á mótunarárum í menningarlegu tilliti og eins kynntir merkustu listamenn erlendir. Ef flett er í gegnum eintök Birtings birtast þar eitt af öðru nöfn allra helstu lista- manna þjóðarinnar á seinni hluta 20. aldar, auk nafna fjölmargra erlendra listamanna, hvers verk voru þar þýdd á íslensku eða um þau fjallað, iðulega í fyrsta sinn hér á landi, þ.á m. Pasternak, Garcia Lorca, Ner- uda, Kafka og Camus. Þar má einnig líta þýðingu Braga á Draugasónötu Strindbergs, en síðar átti hann eftir að þýða fjölda leikverka hans á ís- lensku, og Henrik Ibsens líka, og gefa út á eigin kostnað. Árið 1957 á hann svo merkt samstarf við lista- manninn Dieter Roth og er það efni í lengra mál, en sýnir kannski fyrst og fremst áræði Braga og hrifningu á því sem óvenjulegt var og frumlegt. Einar Bragi var ekki skáld sem lagði áherslu á magn, heldur á gæði og kaus að fægja og slípa ljóð sín þar til þau skinu við augum tær og hnituð og bað hann lesendur að hirða aðeins um sína síðustu ljóðabók og reyna að týna hinum fyrri. Seinasta ljóðabók Braga kom út árið 2000, ásamt geisladisk með upp- lestri hans og myndskreytingum eft- ir Tryggva Ólafsson. Þar hefur hann safnað saman þeim ljóðum sínum sem hann taldi að ekki ættu skilið að týnast. Í fagurblárri kápu merktri útgáfu hans Ljóðbylgju, tónar þessi síðasta ljóðabók hans við himin og haf og ber vitni um djúp tengsl hans við náttúruna og „trú á eilífð jarð- argróðans, trú á lífið og fegurstu blómstur þess listina og ástina öllum guðum æðri“. Í eintaki því sem Bragi gaf móður minni af fyrstu ljóðabók sinni Eitt kvöld í júní, útg. í Stokkhólmi 1950, hefur hann handskrifað ljóð í tveimur erindum, sem ég tel að ekki hafi birst á prenti, og átti kannski að týnast samkvæmt ofansögðu, en mér þótti fengur að því að finna það. Fyrra er- indið hljóðar svo: Það er náttgalasöngur í grænum skóg, geisli sem dansar í lygnum sjó og brotnar í djúpsins bárum, skýið sem hverfur í skyndi hjá og skilur mig eftir með bundna þrá, gripinn söknuði sárum. Já, söknuður sár hefur gripið hjartastrenginn, það er sjónarsviptir að manni sem óhræddur fylgdi sann- færingu sinni, hvort sem var í list- rænum efnum eða pólitískum, og varði málfrelsi sitt um þau málefni, jafnvel gegn hótunum um fangelsis- vist. Slíkir baráttumenn eru betur til þess fallnir að verja land og þjóð en þeir sem gerast málaliðar undirlægju og ósjálfstæðis sem á að falla í geð þeim sem telja sig herra þjóða (og jafnvel annarra þjóða en sinna eigin). „Stoltur frelsisunnandi með réttlæt- iskennd og enginn veifiskati“ voru orðin sem hann notaði til að lýsa sam- íska kollega sínum Nils-Aslak Valk- eapää, og eiga þau ekki síður við um hann sjálfan. Hafi ég einhvern lær- dóm numið af frænda mínum, er það að láta rödd réttlætiskenndar minn- ar aldrei þagna. Ég votta Borghildi og Jóni Arnari, og þeirra börnum og barnabörnum, samúð mína, og eins systkinum Braga. Lengi mun lifa minning um hinn ágætasta mann og sú mikla arf- leifð sem Bragi lét eftir sig í ljóðum, ritum og skrifum um ætt sína og heimabyggð, er fjársjóður sem við í fjölskyldunni eigum ávallt eftir að leita í og mun án vafa vera öðrum góður fengur líka að kasta færi í. Blessuð sé minning þín, kæri frændi. Harpa Björnsdóttir. Enginn var örlátari á ljóð en Bragi frændi minn – enda var það sannfær- ing hans að ljóðlaus væri maðurinn sem blóðlaus. Vinum og vandamönn- um barst reglulega glaðningur frá Ljóðbylgjunni hans – ef það voru ekki hans eigin ljóð þá voru þau frá skáldbræðrum og systrum af slóðum frumbyggja í vestri og austri. Síð- ustu árin helgaði hann sig ljóðaþýð- ingum úr Samalandi og náði að þýða verk allra samískra skálda sem gefið hafa út ljóðabók og má það heita af- rek. Þetta var honum hugsjón og ástríða eins og flest sem hann tók sér fyrir hendur um ævina – enda sagði móðir hans og amma mín jafnan að til lítils væri að lifa ef maður ætti sér ekki hugsjón. Þær eru orðnar nokk- uð margar bækurnar sem hann gaf út sjálfur og dreifði til ljóðavina – áritaðar með vináttu- og vorkveðjum. Sól er á lofti í Samalandi! skrifaði hann inn í bókina Víðernin í brjósti mér með ljóðunum hans Nils-Aslaks Valkeapää, sem kom út um þetta leyti fyrir tveimur árum. Og ljóð- elska var Braga nægt endurgjald, vitneskjan um að verk hans þyrftu engan darraðardans kaupmennsk- unnar til að rata til sinna. Bragi var mér alla tíð lifandi sönn- un þess að víðáttur hins skapandi hugar eru óendanlegar. Í barnshug- anum var skrifborðið hans á Bjarn- arstígnum og gamla ritvélin mikill helgidómur – þar urðu fallegustu ljóðin hans til og þar var barist með orðum fyrir betra og réttlátara heimi. Þar voru heimsbókmenntirnar þýddar og Birtingi ritstýrt, þarna var Frjáls þjóð og Eskja og þarna háði hann líka náttúru- og minja- verndarbaráttu. Heitar tilfinningar voru alltaf full- gild rök í tilverunni. Og við skrifborð- ið á Bjarnarstíg og síðar á Suðurgötu var alla tíð unnið af elju, nákvæmni og mikilli vandvirkni. Það mikla og fallega ævistarf fyllir mann þakklæti og stolti. Fyrir nokkrum vikum sat ég hjá honum í eldhúsinu á Suðurgötunni og hann sagði mér sögur af Einari Páls- syni móðurafa sínum sem honum þótti afar vænt um. „Ætli maður sé ekki búinn að vit- leysast nóg í veröldinni,“ sagði víst þessi lágvaxni Öræfingur daginn áð- ur en hann lést. „Hann hefur líklega fundið feigð- ina fara að sér,“ sagði Bragi, „en ver- ið keikur og kímileitur eins og jafnan þegar á móti blés.“ Með þessari sögu var Bragi líka að kveðja, tengja sam- an fortíð og nútíð og gefa mér meira í sjóð. Ég dái runna sem roðna undir haust og standa réttir þótt stormana herði uns tími er kominn að láta laust lauf sitt og fella höfuð að sverði. (EB) EINAR BRAGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.