Morgunblaðið - 13.04.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 13.04.2005, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEFNT er að því að ljúka samn- ingum um aldurstengingu lífeyris- kerfisins fyrir næstu mánaðamót, en til þess að svo megi verða þarf að tryggja að réttindi þeirra sem fara á milli sjóða skerðist ekki við það, að sögn Gylfa Arnbjörnsson- ar, framkvæmdastjóra Alþýðu- sambands Íslands. Hann segir jafnframt að brýnt sé að viðræður við stjórnvöld vegna aukinnar ör- orkubyrði innan lífeyriskerfisins hefjist hið fyrsta. Óskað hafi verið eftir fundi í febrúar, en af honum hafi ekki orðið enn og hafi engar skýringar komið fram á því hvers vegna svo sé. Gylfi sagði að innan lífeyris- nefndar Alþýðusambandsins væri samstaða um að stefna að því að líf- eyriskerfið yrði aldurstengt í fram- tíðinni og að það yrði gert með þeim hætti að stigakerfið eða jafna ávinnslukerfið fjaraði út á næstu 20–30 árum. Hins vegar hefðu komið upp áhyggjur innan nefnd- arinnar varðandi það með hvaða hætti yrði farið með réttindi þeirra sem færu á milli kerfa við slíka að- lögun. „Á meðan ekki hefur fundist lausn á því hvernig það verði leyst hefur ekki verið vilji til þess að ganga endanlega frá þessum samningi. Það er unnið að lausn málsins og menn hafa sett sér að ljúka þessum þætti málsins, sem heitir aldurstenging kerfisins, fyr- ir 1. maí,“ sagði Gylfi. Hann sagði að ASÍ byndi miklar vonir við að hægt yrði að ganga frá lyktum málsins með samnings- ákvæði sem tryggði réttindi félaga innan ASÍ við þessa umbreytingu á kerfinu. Veldur mismun í réttindum Hann bætti því við að verkalýðs- hreyfingin og atvinnurekendur væru sammála um það að aukin ör- orkubyrði innan lífeyriskerfins kallaði á viðræður við stjórnvöld. „Það er mjög brýnt að þær viðræð- ur geti farið í gang, því að óbreyttu veldur þessi mismunandi örorku- byrði milli okkar starfstengdu líf- eyrissjóða gríðarlegum mismun í réttindum sem er óviðunandi,“ sagði Gylfi. Hann sagði að velferðarkerfið hlyti að þurfa að koma að því máli. „Jafnframt er það ljóst að jöfnun lífeyrisréttar landsmanna milli al- menna markaðarins og opinbera markaðarins er viðfangsefni sem ennþá stendur eftir óleyst og það er partur af því sem ræða þarf við stjórnvöld,“ sagði Gylfi einnig. Hann sagði að óskað hefði verið eftir fundi með stjórnvöldum í febrúarmánuði og ekki hefði enn orðið af þeim fundi. „Okkur er farið að lengja eftir því að þær viðræður geti farið í gang og höfum ekki skýringar á því hvers vegna þær eru ekki hafnar,“ sagði hann enn- fremur. Stefnt að samningi um aldurstengingu fyrir 1. maí Óskuðu eftir fundi með stjórnvöld- um um lífeyrismál í febrúar en ekki hefur enn orðið af honum Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is PARKINSONSSAMTÖKIN á Ís- landi eru mjög óánægð með aðbún- að sjúklinga og vinnuaðstöðu starfs- fólks á taugadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Aðallega er gagnrýndur skortur á rúmum og mikið ónæði sem skapast hefur á deildinni. Þetta kemur fram í álykt- un aðalfundar samtakanna sem haldinn var 9. apríl síðastliðinn. Í ályktuninni eru heilbrigðisráðherra og stjórnendur spítalans hvattir til úrbóta. Jón Sigurðsson, formaður Park- insonssamtakanna, segir að mikil óánægja sé á meðal sjúklinga deild- arinnar. Mikil þrengsli séu á deild- inni og lítið næði að fá. „Fátt er um svör og þá helst að Landspítalinn hafi ekki enn sett sér neina stefnu í okkar málum. Okkur hefur líka ver- ið sagt að vegna þess að við deyjum ekki úr sjúkdómnum séum við sett aftast í röðina,“ segir Jón. Hann segir að dæmi sé um að Park- insonssjúklingur hafi þurft að berj- ast í meira en ár til að komast til útlanda í uppskurð, en fáar aðgerð- ir eru gerðar hér á landi. Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugadeild Landspítalans segir rétt að plássið sé of lítið. 22 rúm séu á deildinni og iðulega liggi þrír til fjórir sjúklingar á ganginum. „Frá sameiningu spítalanna árið 2000 hefur legurúmum á tauga- lækningadeild fækkað mikið. Vissu- lega hefur orðið hagræðing í rekstri en hún hefur hvergi nærri dugað til að vega upp á móti samdrætti í að- stöðu. Starfsfólk hefur mikinn metnað til að starfrækja deildina samkvæmt ýtrustu kröfum nú- tímans. Reynt hefur verið að takast á við vandann m.a. með stofnun dagdeildar og eflingu göngudeildar en bæði skortur á húsnæði og fækkun sérfræðinga hafa torveldað þetta,“ segir Elías. Mikið álag á starfsfólki „Mikið álag er á starfsfólki og sumir hafa sagt upp störfum og aðrir ekki viljað ráða sig á deild- ina.Það þarf átak til að bæta úr þessu og læknar og annað starfs- fólk er orðið langeygt eftir úrbót- um. Verið er að vinna í þessum málum og nauðsynlegt að það skili lausn sem allra fyrst.“ Fyrsta apríl tók til starfa Martin Grabowski taugalæknir sem mun bæði sjá um fyrir- og eftirmeðferðir Parkinsonssjúklinga vegna skurð- aðgerða. Bæði Jón og Elías fagna því og segja að það breyti miklu. Parkinsonssam- tökin óánægð með aðbúnað sjúklinga þessu ári eftir erfitt tímabil. „Fram- haldið er líka mjög gott eftir því sem best verður séð,“ segir hann. Um þessar mundir eru rúmlega 50 starfsmenn hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar en að sögn Guðmundar verða starfsmennirnir um eitt hundrað í sumar á meðan aðal- SKIP Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, voru bæði í flotkví í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði í gær vegna viðhalds og endurbóta. Guðmundur Víglundsson, fram- kvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að það hafi aldrei gerst áður að haf- rannsóknaskipin séu samtímis í slippnum. Viðgerð lauk á Bjarna Sæmunds- syni í gær og var hann dreginn út úr kvínni á flóðinu í gærkvöldi. Skipin voru tekin upp til hefð- bundinna slippviðgerða sem þau gangast undir annað hvert ár. Verkefnastaðan góð „Það er ánægjulegt að Hafró skuli hafa séð sér hag í að nota ís- lenska þjónustu í framhaldi af þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í kringum viðgerðir á skipum Landhelgisgæslunnar,“ segir Guð- mundur. Að sögn hans hefur verkefna- staðan verið góð það sem af er vertíðin stendur yfir. Að sögn hans eru skipaviðgerðir vélsmiðjunnar afar þýðingarmiklar fyrr atvinnu- lífið í Hafnarfirði og margfeldis- áhrifin mjög mikil. „Þegar það er lítið að gera hjá okkur þá er eins og það ríki deyfð yfir höfninni og öllu í kringum hana.“ Árni Friðriksson í þurrkvínni í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Sæmundsson var dreginn út úr kvínni á flóðinu í gærkvöldi. Hafró með allt á þurru SÉRA Jóhanna Sigmarsdóttir, sókn- arprestur á Eiðum, og séra Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur í Stykkishólmi, hafa verið skipuð prófastar, sr. Jóhanna í Múlaprófastsdæmi og sr. Gunnar Eiríkur í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson hefur verið settur í embætti prófasts í Snæfells- nes- og Dalaprófastsdæmi frá 1. apríl síð- astliðnum. Hann tók við af séra Ingiberg J. Hannessyni prófasti sem lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir verður sett prófastur í Múlaprófastsdæmi 1. júní næst- komandi. Hún tekur við af séra Sigfúsi J. Árnasyni sem lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. janúar síðastliðinn. Séra Ingimar Ingimarsson, fv. prófastur og nú settur sóknarprestur á Hofi, sinnir prófasts- skyldum til 31. maí næstkomandi. Sr. Gunnar Eiríkur og sr. Jóhanna eru bæði sett prófastar til áramóta. Á næsta kirkjuþingi verða lagðar fram tillögur um endurskipulagningu prófastsdæma, þar með talið þessara tveggja prófastsdæma. Hugmyndir hafa verið um að fækka pró- fastsdæmum og sameina þau. Tveir nýir prófastar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.