Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KAJAKRÓÐUR hefur verið bann-
aður með öllu á Elliðaánum, sam-
kvæmt bréfi sem Orkuveita Reykja-
víkur sendi Kayakklúbbi
Reykjavíkur á mánudag. Í bréfinu
segir að OR hafi borist álitsgerðir
frá Veiðimálastofnun og Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur en sam-
hljóða álit þessara aðila er að notk-
un kajaka eða annarra siglinga- eða
róðrartækja beri að banna á Elliða-
ánum.
Að sögn Guðjóns Magnússonar
framkvæmdastjóra hjá OR er hér
um að ræða ráðstafanir til að bæta
lífríkið í ánum með því að takmarka
mannlegar athafnir á svæðinu.
Reykjavíkurborg er eigandi Elliða-
ánna og hefur OR umsjón með án-
um. „Elliðaárnar eru viðkvæmt
svæði sem þarf að verja fyrir áhrif-
um manna og við erum að reyna að
sporna við áganginum,“ segir Guð-
jón. Þessu til viðbótar hafa gang-
andi vegfarendur sem njóta útivist-
ar í Elliðaárdalnum kvartað yfir
kajakróðri á ánum og talið slíkt at-
hæfi truflandi, að því er Guðjón
upplýsir.
Óvíst hvort klúbb-
félagar virða bannið
Kayakklúbburinn hefur stundað
róður á Elliðaánum í 25 ár, að sögn
Þorsteins Guðmundssonar for-
manns klúbbsins og er klúbburinn
ósáttur við bannið. Eigi að síður
mun klúbburinn virða það og hætta
við fyrirhuguð námskeið á sínum
vegum. Þorsteinn bendir á að
breskar kannanir hafi sýnt fram á
að kajakróður hafi engin áhrif á lax
eða silung nema á hrygningartíma.
Hafi kajakmenn því haldið sig frá
ánum á hrygningartíma í Elliða-
ánum í október og nóvember. Hann
segist einnig hafa efasemdir um að
bannið standist lög og rifjar upp
gamla lögreglusamþykkt á Selfossi
sem kvað á um bann við bátaum-
ferð á Ölfusá. Kajakmenn voru
kærðir fyrir brot á samþykktinni
en lögfræðingur hjá sýslumanni
bakkaði með málið á þeim for-
sendum að lögreglusamþykktin
stæðist ekki lög, að því er Þorsteinn
upplýsir.
Morgunblaðið/Golli
Hið umdeilda bann mun hafa áhrif á námskeiðahald Kayakklúbbsins í apríl.
Kajakróður á Elliða-
ánum bannaður með öllu
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
BISKUP Íslands vígir á sunnu-
daginn þrjá djákna og fer einn
þeirra til starfa á Heilsugæslunni
við Lágmúla í Reykjavík sem er
nýmæli. Hinir mun starfa við Ás-
kirkju og hjúkrunarheimilið Skóg-
arbæ í Reykjavík. Þegar eru 25
djáknar starfandi hérlendis en
þeir hafa verið að hasla sér völl á
sífellt fleiri starfssviðum.
Djáknarnir sem vígjast á sunnu-
dag eru Aase Gunn Guttormsen
sem starfa mun hjá Skógarbæ,
Margrét Svavarsdóttir sem vígist
til Áskirkju og Kristín Axelsdóttir
sem einnig er hjúkrunarfræðingur
og starfar hjá Heilsugæslunni við
Lágmúla.
Fyrsta einkarekna stöðin
„Við viljum horfa á manninn
sem heild, andlega, líkamlega og
félagslega líðan hans, og með
þessu getur stöðin boðið upp á að
sinnt sé sálgæslu fyrir þá sem á
þurfa að halda,“ segir Kristín Ax-
elsdóttir í samtali við Morgunblað-
ið. Hún bendir á að þetta sé fyrsta
einkarekna heilsugæslustöðin og
segir það mikilvægt að stjórnend-
ur stöðvarinnar skuli ganga á und-
an með góðu fordæmi með því að
hún fái að sinna þessum sálgæslu-
þætti með starfi sínu sem djákni.
Eftir sem áður
muni hún einnig
sinna verkefnum
sem hjúkrunar-
fræðingur.
Kristín hefur
starfað sem
hjúkrunarfræð-
ingur við stöðina
í 19 ár. Kristín
kvaðst hafa haft áhuga á að bæta
þessum þætti við sig eftir að hafa
starfað sem hjúkrunarfræðingur
en hún hefur einnig stundað fram-
haldsnám í hjúkrun í Danmörku.
Djáknanáminu lauk hún á einum
vetri eins og unnt er fyrir þá sem
hafa þegar háskólapróf í annarri
grein.
Reynslan verður skráð
Ólafur Mixa, yfirlæknir stöðv-
arinnar, segir í samtali við Morg-
unblaðið að Kristín muni nýtast í
margs konar þjónustu við skjól-
stæðinga stöðvarinnar, sem hann
segir að talsverðu leyti gamalt
fólk. Djákni komi til sögunnar við
ástvinamissi og á öðrum erfiðum
stundum og sé fyrst og fremst
hugsað sem huggunarstarf. Hann
kveðst vona að þetta verði framtíð-
arstarf og ætlunin sé að meta og
skrá þýðingu og reynslu af starf-
inu og sagði fulla ástæðu til að
prófa hvort þetta gæti ekki gefist
vel.
Kristín Axelsdóttir vígð til djákna-
starfa á heilsugæslustöð
Viljum horfa
á manninn sem
eina heild
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
„VIÐ erum orðnir svo þreyttir
á þessu að við erum að velta því
fyrir okkur að hætta þessu
bara,“ segir Jens P. Jensen,
framkvæmdastjóri Modernus,
sem annast mælingu á öllum
stærstu vefjum landsins og birt-
ir vikulega lista yfir fjölda not-
enda, innlit og flettingar.
Að undanförnu hefur orðið
gríðarlegur vöxtur bloggvefja á
Netinu og álitamál komið upp
um hvernig meta skuli heild-
arnotkun vefsíðna. Jens kveðst
enga skýringu hafa á gríð-
arlegum vexti bloggvefjanna.
Hún sé að minnsta kosti ekki
tæknilegs eðlis, að því er best
sé vitað.
Bloggsíður með á annað
hundrað þúsund notendur
Jens segir að svo virðist sem
almennt æði hafi gripið um sig
í landinu og hver sem vettlingi
getur valdið haldi úti blogg-
síðu.
„Í nóvember 2004 voru vef-
irnir einkamal.is og folk.is
sameinaðir fréttavefnum vis-
ir.is og hafa síðan verið mældir
undir sama mælikóðanum, sem
sérstakir vefhlutar af visir.is,“
segir í fréttatilkynningu Mod-
ernus í gær. „Upplýsingar um
fjölda þeirra sem nota heild-
arvefinn visir.is vikulega hafa
því hækkað verulega, eða sem
nemur fjölda þeirra sem áður
notuðu fyrst og fremst einka-
mal.is annars vegar og folk.is
hins vegar. Vegna einkvæmni
vefmælingarinnar hafa þeir
sem notuðu alla vefina þó ekki
verið taldir nema einu sinni
eftir sem áður. Undanfarnar
vikur hefur vefhlutinn „Blogg“
á visir.is (áður folk.is) stækkað
gríðarlega, sem og annar
bloggvefur að nafni blog.centr-
al.is. Báðir stóru bloggvefirnir
tóku síðan mikinn kipp í síð-
ustu viku og eru nú hvor um
sig í hópi fimm efstu vefjanna
á listanum, bloggið á Visir.is
með 131.486 notendur og blog.-
central.is með 107.573. Eftir
sem áður er forsíðan á mbl.is
ótvírætt stærsti fréttavefur
landsins með 155.888 lesendur
á móti 82.736 sem lesa forsíð-
una á Visir.is,“ segir í frétta-
tilkynningu Modernus í gær.
Að sögn Jens sýna þessar
tölur fjölda vafra sem tengdust
þessum vefjum í einni viku.
Einn kostur að stórhækka
gjald fyrir vefmælinguna
Haldinn var stjórnarfundur í
Modernus vegna þessara mála
síðdegis í gær og í framhaldi af
því var forsvarsmönnum
stærstu vefjanna sent bréf þar
sem bent var á að Modernus
stæði mjög fljótlega frammi fyr-
ir þremur kostum vegna álags
og kostnaðar samfara mjög
mikilli almennri aukningu hjá
bloggvefjum og öðrum slíkum.
„Við köllum þetta einu nafni
skemmtivefi krakka og unglinga
með takmarkaða greiðslugetu,“
segir Jens. Einn kosturin er sá
að hætt verði að mæla alla vefi
af þessu tagi. Annar er sá að
stórhækka gjald fyrir vefmæl-
inguna til samræmis við aðra
vefi eða í þriðja lagi að útbúnir
verði sérlistar fyrir bloggvefi,
sem yrðu mældir í mun einfald-
ari og ódýrari mælingu.
Gríðarlegur vöxtur
bloggvefja veldur
vanda við vefmælingar
FIMM manns greindust með nýsmit
af völdum HIV-veirunnar árið 2004
og er það lækkun frá fyrri árum.
Samkvæmt nýjasta tölublaði Farsótt-
afrétta, sem gefið er út af Landlækn-
isembættinu, hafa ekki greinst jafnfá-
ir með HIV-smit síðustu fimmtán
árin. Til viðmiðunar greindust 11
manns að meðaltali árin 1999–2003
með HIV-nýsmit.
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir
segir Blóðbankann vera einu stofn-
unina sem stundi kerfisbundið eftirlit
en þar fyrir utan getur fólk farið sjálft
í athugun svo og séu læknar almennt
vel vakandi.
Að sögn Haraldar er erfitt að
dæma um hvort fækkun sem þessi sé
vegna færri heimsókna almennings í
Blóðbankann eða í HIV-athugun en
eðlilegt sé að sú spurning vakni.
„Það skiptir miklu máli að leita til
læknis sem fyrst ef grunur leikur á
smiti því stuttur smittími, meðferð og
forvarnir eru stór þáttur í að fækka
HIV-smituðum,“ segir Haraldur.
Á árunum 1986, 1990 og 1996 voru
gerðar rannsóknir á algengi HIV-
smits hjá sjúklingum sem leituðu á
Borgarspítalann af öðrum ástæðum
en vegna HIV. Ekki greindust marg-
ir í þessari rannsókn, en Haraldur
segir samt nauðsynlegt að endurtaka
slíka faraldsfræðilega rannsókn fljót-
lega til að staðfesta lágt nýgengi sjúk-
dómsins á Íslandi.
Ýmsar hugmyndir eru uppi um
aukið eftirlit vegna HIV-smita, þar á
meðal hugmynd að hvatningardegi
þar sem fólk gæti farið á sjúkrastofn-
un í HIV-athugun. „Við þurfum að
nýta okkur öll tækifæri því til mikils
er að vinna,“ segir Haraldur.
Frá upphafi skráninga til ársins
2004 hafa verið tilkynnt 176 tilfelli af
HIV-sýkingu. Þar af hafa 56 greinst
með alnæmi og 36 dáið af völdum
sjúkdómsins.
Fækkun greindra HIV-smita