Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480
www.1928.is
✃
Gæludýrarúm og -körfur
í miklu úrvali
Verð frá
kr. 700
Taska
kr. 3.500
Basttaska
kr. 2.500
Hundasófar
frá kr. 2.900
Hundabastsófi
kr. 950
Hundahús
með hanka
frá kr. 1.500
Breytingar og þróunsem orðið hefur íflugrekstrarmál-
um hérlendis og erlendis
kalla á endurskipulag ým-
issa þátta í flugþjónustu.
Alþjóða flugmálastofnunin,
ICAO, og Evrópusam-
bandið hafa sett fram kröf-
ur um aðskilnað á eftirliti
og þjónustu í flugmálum.
Samkeppni er víða að hefj-
ast á sviði flugumferðar-
þjónustu í millilandaflugi
og íslenskir flugrekendur
hafa haslað sér völl í er-
lendum verkefnum í mjög
auknum mæli. Útlit er fyrir að sú
þróun haldi áfram.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra skipaði í árslok 2003
stýrihóp til að fara yfir framtíðar-
skipan flugmála og hefur hún nú
lokið störfum. Fram hefur komið
að nefndin leggur til að stofnað
verði hlutafélag um flugumferðar-
þjónustu, flugvalla- og flugleið-
söguþjónustu en að Flugmála-
stjórn Íslands sinni áfram
stjórnsýslu og flugöryggissviði.
Formaður hópsins var Hilmar B.
Baldursson, viðskiptafræðingur og
yfirflugstjóri Icelandair og aðrir
fulltrúar voru Bjarni Benediktsson
alþingismaður, Ómar Benedikts-
son forstjóri, Kristinn Árnason
sendiherra og Svafa Grönfeld ráð-
gjafi en Gunnar Jóhannesson ráð-
gjafi tók sæti hennar um mitt síð-
asta ár. Með hópnum störfuðu
Jóhann Guðmundsson skrifstofu-
stjóri, Þorgeir Pálsson flugmála-
stjóri og Sigurbergur Björnsson
skrifstofustjóri sem var ritari
hópsins.
Aukin skilvirkni
Í samantekt stýrihópsins kemur
fram að nauðsynlegt sé orðið að
breyta nokkuð skipulagi er varðar
eftirlit og þjónustu Flugmála-
stjórnar. Hluti af eftirliti stofnun-
arinnar er að hafa eftirlit með þjón-
ustuþáttum hennar og til að koma í
veg fyrir hagsmunaárekstra verði
ekki hjá því komist að skilja að fag-
lega yfirstjórn þessara málaflokka.
Þá kemur fram að íslensk flug-
málayfirvöld megi í engu slaka á
flugöryggiskröfum og að þær séu í
samræmi við önnur ríki í Evrópu
og styðja við útrás íslenskra flug-
rekenda með skilvirkri og sveigj-
anlegri stjórnsýslu.
Nýjasta skrefið í breytingum í
flugmálaþjónustu er sú samkeppni
í flugumferðarþjónustu sem er ver-
ið að taka upp í nágrannalöndum
og segir stýrihópurinn brýnt að
bregðast við þessari þróun. Flug-
málayfirvöld og flugrekendur
þrýsta á að fækkað verði flug-
stjórnarsvæðum í Evrópu, komið á
samevrópsku loftrými, og hafa
breytingar á skipulagi flugmála í
löndum Evrópusambandsins mið-
ast að því að ná þessu markmiði og
um leið að auka samkeppnishæfni í
flugumferðarþjónustu.
Stýrihópurinn segir að skapa
verði íslenskri flugumferðarþjón-
ustu skilyrði til að eflast enn frekar
og takast á við aukna samkeppni.
Annars sé hætt við að sú alþjóðlega
flugumferðarþjónusta, sem hér
hefur verið veitt um áratugaskeið,
hverfi úr landinu.
Meðal breytinga er taldar eru
nauðsynlegar eru þær er snerta
gjaldskrár sem nú eru meira og
minna bundnar í lög. Gjaldskrár-
breytingar eru því háðar samþykki
Alþingis sem þýðir að starfsemin
verður ekki eins sveigjanleg. Bent
er á að með meiri sveigjanleika í
þeim efnum geti flugrekendur
e.t.v. hagrætt starfsemi sinni og
þeim verið umbunað með lægri
gjaldtöku.
Þá er talið mjög mikilvægt að
eftirlitsstarfsemi Flugmálastjórn-
ar verði færð undir B-hluta fjár-
laga. Með því er einnig skapaður
meiri sveigjanleiki til að sinna
auknum verkefnum sem fylgir út-
rás íslenskra flugrekenda. A-hluta-
stofnun sé bundin fjárlögum en B-
hlutastofnun sé með sjálfstæðan
fjárhag og geti myndað eigið fé og
tekið lán. Aukin umsvif íslenskra
flugrekenda kalli á eftirlit og
skráningu út um allan heim og því
geti verið erfitt að sjá slík útgjöld
fyrir með þeim fyrirvara sem fjár-
lagagerðin krefst.
Talsverður kostnaðarauki
Talið er að rekstrarkostnaður
sem fylgir því að skilja að eftirlit og
þjónustu muni aukast um 110 millj-
ónir króna á ári. Hópurinn gerir
ráð fyrir að samkeppnishæfari
þjónusta og aukinn sveigjanleiki
gefi færi á auknum tekjum og að
staða Íslands á sviði flugþjónustu
yfir Norður-Atlantshafið verði
áfram öflug og gefi sóknarfæri.
Telja má að meiri hvati til þróunar
verði með breytingu þjónustunnar
í hlutafélag og að samstarf við er-
lenda og innlenda aðila muni
aukast. Hópurinn bendir á starf
Flugfjarskipta sem dæmi um slíka
breytingu en þau veita í dag þjón-
ustu á sviði flugleiðsögu og eru í
eigu Flugmálastjórnar. Að öðru
leyti gerir stýrihópurinn ráð fyrir
að mæta megi kostnaðaraukningu
með fjármagni frá ríkissjóði, að
þjónustufyrirtækið greiði fyrir eft-
irlit með flugvöllum og flugumferð-
arþjónustu og í þriðja lagi að Flug-
málastjórn hækki gjaldskrá en þó
ekki svo að kostnaður flugrekenda
verði hærri en í löndum sem Ísland
ber sig saman við.
Fréttaskýring | Hugmyndir um að skilja að
stjórnsýslu og þjónustu í flugmálum
Aukin sam-
keppni líkleg
Stefnt að því að koma í veg fyrir hags-
munaárekstra með nýskipan flugmála
Útrás flugfélaganna kallar á sveigjanleika.
Hefja þarf undirbúning
breytinganna í haust
Stýrihópur um framtíðar-
skipan flugmála leggur til að
strax verði ráðist í að hrinda til-
lögum hópsins í framkvæmd.
Fyrsta skrefið er undirbúningur
lagabreytinga sem þyrfti að
leggja fram á haustþingi 2005.
Einnig þarf að huga að breyt-
ingum á reglugerðum í samræmi
við skipulagsbreytingarnar og
síðan stofnun hins nýja hluta-
félags eins og tillögurnar gera
ráð fyrir.
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
gjaldflokka yrðu sett, það yrðu allt-
af einhverjir sem lentu rétt fyrir of-
an þau. En hvernig stendur þá á því
að fólksbílar með tengivagna, sem
samtals eru talsvert meira en 6
metra langir, eru í lægsta gjald-
flokki?
„Það var gert að beiðni Umferð-
arstofu að rukka ekki fyrir eft-
irvagna sem ekki eru skráning-
arskyldir. Það var talið æskilegt að
draga úr því að verið væri að draga
þessa vagna fyrir Hvalfjörð í mis-
jöfnum veðrum. Ef bílar eru með
skráningarskylda eftirvagna, yfir
750 kg, færast þeir upp um gjald-
flokk,“ sagði Marinó.
Eftir lækkun gjaldskrárinnar
hefur orðið vart aukningar á sölu
áskrifta og leigu veglykla að sögn
Marinós. Einnig hafa margir flutt
sig úr 40 ferða áskrift í 100 ferða til
að njóta lægsta veggjalds. Hægt er
að tengja fleiri en einn veglykil við
hvern áskriftarreikning.
VEGFARENDUR eru almennt
ánægðir með lækkun veggjalds í
Hvalfjarðargöngum, að sögn Sig-
rúnar Karlsdóttur, sem var á vakt í
gjaldskýlinu í gær. „Það eru helst
þeir sem kaupa stakar ferðir, á
1.000 krónur, sem nefna að það
gjald hefði einnig mátt lækka,“
sagði Sigrún.
Verð á stökum ferðum stóð í stað
þegar verð á áskrift og afslátt-
arkortum var lækkað 1. apríl síð-
astliðinn. Í gjaldflokki fólksbíla er
lægst veggjald hjá þeim sem kaupa
100 ferðir í áskrift, 290 krónur. Í 40
ferða áskrift er gjaldið 390 krónur.
Einnig er hægt að kaupa 10 miða
afsláttarkort í gjaldskýlinu á 6.000
krónur, eða 600 krónur ferðina.
Sigrún taldi að lækkun veggja-
ldsins yrði til þess að fólk notaði
göngin meira.
Gunnar Sigurjónsson var einnig
á vakt í skýlinu, en vaktmenn eru
alls átta og vinna á átta stunda
vöktum allan ársins hring. Hann
sagðist hafa orðið var við að öku-
menn bíla, sem eru meira en 6
metra langir eins og stærri amer-
ískir pallbílar, séu sumir óánægðir
með að þurfa að greiða 3.000 krón-
ur fyrir hverja ferð. Vaktmenn
hafa aðgang að bifreiðaskrá og
geta flett þar upp lengd ökutækis
sé ökumaður í vafa um lengd þess.
Aukning í sölu áskrifta
Marinó Tryggvason, afgreiðslu-
stjóri Spalar, leit við í gjaldskýlinu
meðan blaðamenn voru þar í heim-
sókn. Aðspurður sagði hann það
ekki vera til umræðu að lækka
veggjald á bíla sem eru yfir 6 metra
langir, eða að taka upp nýjan gjald-
flokk fyrir amerísku pallbílana.
„Þetta eru vörubílar, með 0–13%
vörugjald meðan fólksbíll er með
45%, og þarf aukin ökuréttindi til
að aka þeim,“ sagði Marinó. Hann
taldi að það væri sama hvar mörk
Ánægja með lægra gjald
í Hvalfjarðargöngin
Morgunblaðið/RAX
Sigrún Karlsdóttir, Marinó Tryggvason og Gunnar Sigurjónsson við gjaldskýli Hvalfjarðarganga.
ÆFINGIN Hvalfjarðargöng
2005 verður á laugardaginn
kemur, 16. apríl, til að samhæfa
viðbrögð vegna hópslyss. Göng-
in verða lokuð af því tilefni kl. 8–
15.
Ætlunin er að sviðsetja
árekstur þar sem koma við sögu
rúta og tveir fólksbílar neðst í
göngunum. Tugir manna slasast
og kviknar í einum bílanna.
Ætla má að allt að 200 manns
taki þátt í æfingunni, sem er sú
fyrsta sinnar tegundar í veg-
göngum hérlendis.
Markmið almannavarnaæf-
ingarinnar er að láta reyna á
viðbragðsáætlun Hvalfjarðar-
ganga sem tók gildi í maí 2004.
Þátttakendur í æfingunni eru
meðal annars Neyðarlínan,
slökkvilið og lögregla beggja
vegna Hvalfjarðar, embætti rík-
islögreglustjóra, Sjúkrahús og
heilsugæslustöðin Akranesi,
Landspítalinn – háskólasjúkra-
hús, Landhelgisgæslan, björg-
unarsveitir, Rauði krossinn og
Spölur. Að auki koma tugir
manna af Akranesi og úr
Reykjavík að æfingunni sem
leikarar í hlutverkum slasaðra.
Hvalfjarðar-
göng lokuð
vegna al-
mannavarna-
æfingar