Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Til sölu eru tvö orlofshús á Illugastöðum í Fnjóskadal Húsin eru seld til brottflutnings og þarf kaupandi að losa þau af undirstöðum og aftengja þau frá lögnum, og að vera búinn að fjarlægja þau fyrir 20. maí 2005. Væntanlegir kaupendur skulu lagfæra allt rask sem kann að verða vegna flutnings húsanna frá Illugastöðum. Óskað er eftir tilboðum og skal þeim skilað til umsjónarmanns, Jóns Þ. Óskarssonar, Illugastöðum, 601 Akureyri, fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 18. apríl 2005. Tilboðin skulu merkt tilboð í orlofshús nr. 2 eða nr. 13. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frekari upplýsingar veitir Jón Óskarsson í síma 462 6199. Til sölu orlofshús á Illugastöðum (framlengdur skilafrestur) Grindavík | Grindavíkurbær hefur úthlutað lóðum fyrir um 140 íbúðir á innan við tveimur mánuðum og vænt- anlega verður tíu til viðbótar úthlut- að á næstunni. Mikil ásókn hefur ver- ið í að byggja í hinu nýja Hópshverfi og þurfti að láta umsækjendur draga um bestu lóðirnar. Grindavíkurbær hefur skipulagt nýtt hverfi norðan við bæinn, það liggur frá Grindavíkurvegi að hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að ákveðið hafi verið að skipta uppbyggingu hverfisins í tvennt. Menn hafi ekki lagt í að taka allt hverfið fyrir í ljósi þess að nýlega var lóðum úthlutað í svokölluðu Lautarhverfi og tók það töluverðan tíma að koma þeim öllum út. Byrjað var á tveimur götum í vest- urhluta Hópshverfis, Vesturhópi og Suðurhópi. Í febrúar var úthlutað lóðum til byggingar um áttatíu íbúða, í einbýlishúsum, raðhúsum, tvíbýlis- húsum og blokk og áður hafði verið úthlutað lóð undir aðra blokk. Sam- tals verða byggðar þarna um 100 íbúðir. Vinna er að hefjast við gatna- gerð og á að vera hægt að byrja að byggja á lóðunum í vor eða fyrrihluta sumars. 270 umsóknir um 35 lóðir Ólafur Örn segir að mikil ásókn hafi verið í lóðirnar og eftirspurnin haldið áfram. Því hafi verið ákveðið að halda áfram og ljúka uppbyggingu hverfisins. Um 270 umsóknir bárust í 35 lóðir í austurhluta hverfisins en þar verða byggð 32 einbýlishús og nokkrar íbúðir til viðbótar í raðhús- um. Göturnar munu heita Austurhóp og Miðhóp. Umsækjendur eru heldur færri en þessi tala segir til um því fólk gat skilað inn tveimur umsókn- um, um eina lóð og aðra til vara. Skipulags- og byggingarnefnd út- hlutaði hluta lóðanna á fundi sínum í síðustu viku en þar sem margir jafn- settir umsækjendur voru um fjölda lóða var spilastokkurinn látinn ráða og var dregið um þær í gær. Sautján sóttu um þá lóð sem eftirsóttust var. Úthlutunin verður staðfest á fundi bæjarstjórnar í dag. „Þessi mikla ásókn kemur okkur verulega á óvart í ljósi þess hversu treglega gekk með Lautarhverfið enda héldum við að fyrri hluti hverf- isins myndi anna eftirspurn í bili,“ segir Ólafur Örn. Ekki liggur fyrir hvenær vesturhluti Hópshverfisins verður byggingarhæfur því enn er verið að hanna gatna- og lagnakerfið í því. Fjöldi heimafólks er meðal um- sækjenda en Ólafur Örn segir að um- sækjendur séu víða að, af höfuðborg- arsvæðinu og utan af landi. Í fullbyggðu hverfi gæti orðið um 400 manna byggð. Stefnt er að byggingu nýs grunnskóla í hverfinu og er reiknað með honum á næsta kjör- tímabili. Lóð undir einbýlishús kostar innan við 2,5 milljónir Við úthlutun lóðanna er miðað við að bærinn fái fyrir kostnaði við að skipuleggja hverfið og gera það byggingarhæft. Áætlað er að kostn- aður við gatnagerð og tengingar fyrir þokkalega stórt einbýlishús verði 2,2 til 2,5 milljónir kr. og það þarf lóð- arhafinn að greiða. Ólafur Örn segir að lóðirnar séu ódýrari í Grindavík en víðast hvar annars staðar. Hjúkrunarheimilið Víðihlíð er í út- jaðri Hópshverfis. Á lóð þess hafa verið skipulagðar lóðir til að byggja íbúðir fyrir aldraða. Byggingaverk- taki hefur sótt um 10 lóðir þar sem ætlunin er að húsnæðissamvinnu- félagið Búmenn byggi og reki. Úthluta lóðum fyrir 150 íbúðir á stuttum tíma Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Mikið verður byggt í Grindavík á þessu og næsta ári því bú- ið er að úthluta lóðum undir 140 íbúðir og 10 verður úthlutað á næstunni. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SUÐURNES Grindavík | Grindvíkingar hafa í at- hugun að leita eftir umhverfisvottun á starfsemi bæjarfélagsins og ferða- þjónustufyrirtækja. Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum stóð fyr- ir kynningu á vottunarkerfinu Green Globe 21 í samstarfi við starfsmenn bæjarins. Hugmyndin að koma á umhverf- isvottun kviknaði í tengslum við áform hóps áhugafólks um að breyta félagsheimilinu Festi í hótel með áherslu á heilsutengda starf- semi og að gera Grindavík að heilsubæ. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að Green Globe 21 umhverf- isvottunarkerfið sé miðað við ferða- þjónustufyrirtæki og fiskvinnslufyr- irtæki geti til dæmis ekki fengið vottun á starfsemi sinni. Segir hann að mikill áhugi sé hjá ferðaþjónustu- fyrirtækjum, meðal annars Bláa lón- inu, að fá þessa vottun og ekki standi til að Grindavíkurbær sjálfur fari í slíka vinnu fyrir sig nema fyr- irtækin séu með og það komi þeim til góða. „Við teljum að þetta sé framtíðin í ferðaþjónustunni og því er æskilegt að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum í umhverfismálum og styðji þannig við bakið á þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja taka þátt. Miðstöð símenntunar fékk Guð- rúnu Bergmann, aðalverkefn- isstjóra Green Globe 21 á Snæfells- nesi, Stefán Gíslason verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi og Kjartan Bollason verkefnisstjóra Green Globe á Íslandi til að kynna kerfið fyrir bæjarfulltrúum og for- svarsmönnum fyrirtækjanna í bæn- um. Ólafur Örn segir að í framhald- inu verði athugað hvort áhugi sé á því að hefja vinnu við verkefnið. Kynning Þau kynntu Green globe umhverfisvottunina fyrir bæjarstjórn Grindavíkur og stjórnendum fyrirtækja, f.v. Ólafur Örn Ólafsson, Stefán Gíslason, Guðrún G. Bergmann, Kjartan Bollason og Lilja Samúelsdóttir. Grindvík- ingar huga að umhverf- isvottun Morgunblaðið/Þorkell Heilsa Stefnt er að því að Grinda- vík verði heilsubær og gæti um- hverfisvottun orðið hluti af því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.