Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 23
DAGLEGT LÍF
kaffitímanum um miðjan daginn og
svo er kvöldverður um áttaleytið.
Þetta er í föstum skorðum alla
daga. Þegar við opnum útidyrnar
þegar við komum heim í hádeginu,
þá leggur kryddilminn af matnum
um allt hús og við getum því fundið
á lyktinni hvað er í matinn hjá
mömmu. Hvaða krydd og hvaða
ávexti við borðum hverju sinni, fer
eftir því hvaða árstími er. Allt á
sinn besta tíma og þá borðum við
það á þeim tíma.“ Mustapha seg-
ist vera gefinn fyrir mat en stund-
um verði hann þreyttur á að elda
allan liðlangan daginn og þá langi
hann til þess að aðrir eldi fyrir
hann. Og hann vill kjarngóðan
mat, segist ekki vera mikið fyrir
sætindi.
Lamb couscous
600 g lambakjöt, leggbitar
500 g couscous
1 laukur
2–3 gulrætur
1 dolla kjúklingabaunir
1 kúrbítur
1 tsk paprikuduft
1 tsk pipar
½ tsk kúmen
1 tsk kanil
2 tsk salt
negull
2 msk tómatpúrra
1 msk ólífuolía
Saxa laukinn og setja í pott með
olíu ásamt lambakjötsbitunum.
Steikja í einar 15 mínútur. Bæta
kryddi út í. Hella þá hálfum lítra af
vatni yfir ásamt tómatpúrru og sjóða
í 30 mín. Bæta gulrótarsneiðum og
kjúklingabaunum í og sjóða með í 15
mínútur. Í lokin er kúrbítsneiðum
bætt út í og soðið í 2–3 mínútur.
Sjóða vatn með salti og olíu. Setja
couscous í fat og hella soðnu vatninu
yfir þannig að það nái yfir couscous-
ið. Hylja með plastfilmu og láta
standa í 5–10 mín. Losa couscous-ið
með gaffli áður en það er borið fram.
Kjúklinga-tagine
(pottréttur)
1 heill kjúklingur
2 stórar gulrætur
200 g svartar ólívur
2 stórir laukar
Marinering:
1 tsk salt
1 tsk pipar
2 hvítlauksrif
½ tsk kanill
½ tsk saffran
½ tsk kúmmín
Fersk steinselja
Ferskur kóríander
Ólívuolía.
Skerið kjúklinginn í fjóra bita og lát-
ið hann liggja í marineringunni í 40
mínútur.
Steikið laukinn og kjúklinginn í olíu
í 15 mínútur, þar til það verður
brúnt.
Bætið 500 ml af vatni út á, ólívum
og gulrótum blandið saman og bætt
út á og látið sjóða í 40–50 mínútur
á lágum hita.
khk@mbl.is
DÖNSK rannsókn hefur leitt í ljós
að maður getur fengið exem vegna
rotvarnarefna í sjampói, að því er
kemur fram á vef Berlingske Tid-
ende. Rannsóknin var gerð á veg-
um danska umhverfisráðuneyt-
isins.
Um er að ræða efnið Methyldi-
bromo glutaronitrile (MG) og er
það talið geta valdið exemi í and-
liti, hársverði og höndum. Notkun
efnisins í krem hefur lengi verið
bönnuð því þekkt er að það getur
valdið exemi. Það kom vís-
indamönnunum hins vegar á óvart
hve efnið getur haft mikil áhrif
þrátt fyrir að vera svo stuttan
tíma í snertingu við hársvörðinn
eins og þegar um sjampó er að
ræða.
Í Berlingske kemur fram að nið-
urstöðurnar muni líklega leiða til
þess að ESB muni banna notkun
rotvarnarefnisins alfarið en það er
eitt af þeim mest notuðu í snyrti-
vöruiðnaði.
HEILSA
Exem
af sjampó-
notkun