Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 29
UMRÆÐAN
„SETJUM kallana á
ís“. „Veljum konur í
staðinn“. Þetta eru
skilaboð Kristófers
Más Kristinssonar í
nýlegri Moggagrein til
þess Samfylking-
arfólks sem senn þarf
að velja á milli tveggja
formannsefna. Að lík-
indum mundi þorri
Samfylkingarfólks
vilja vera laus við þá
skipulögðu aðför að
farsælum og dugmikl-
um formanni sem um-
rædd formannskosn-
ing er. Hreyfing sem boðar
réttlæti, vill að fólk sé metið að
verðleikum og hefur það að meg-
inmarkmiði að bæta leikreglur
samfélagsins hlýtur að eiga erfitt
með það samvisku sinnar vegna að
launa farsælum foringja með
rauðu brottvikningarspjaldi að
hafa gert nýsameinaða jafn-
aðarhreyfinguna á Íslandi að öðr-
um stærsta stjórn-
málaflokki landsins.
Það teldust hvarvetna
snautleg málagjöld.
En takist að sann-
færa nógu marga um
mikilvægi þess að
„setja kallana á ís“ þá
mun sú verða raunin.
Þurfum við á slíkum
gjásmíðum að halda
nú, rétt eftir að fjög-
ur stjórnmálaöfl í
landinu hafa, eftir
áratuga viðleitni, náð
að sammælast og
verða ein heild? Vilj-
um við verða Samfylking femínista
sem telur að konur skuli njóta
verðleika sinna en karlar skuli
„settir á ís“ fyrir það eitt að vera
karlmenn? „Ís“-köld kvennaráð Sá
sem þetta ritar þekkir mörg dæmi
um að kallar hafi verið „settir á ís“
innan Samfylkingar til að rýma
fyrir konum. Eru þar nærtækust
dæmi af honum sjálfum sem rýmdi
sæti sitt eftir prófkjörið 2003,
bæði fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og
Kristrúnu Heimisdóttur og eftir
prófkjörið 1999 fyrir Guðrúnu Ög-
mundsdóttur, Bryndísi Hlöðvers-
dóttur o.fl. Í þeim prófkjörum
giltu reyndar allt aðrar leikreglur
en Samfylkingin sjálf boðar um að
öll atkvæði skuli jafngild í sam-
félaginu. Þar vógu 700 atkvæði
þyngra en 2700.
Sama mætti segja um ótvíræðan
sigurvegara og atkvæðakóng síð-
asta prófkjörs R-listans, Stefán
Jón Hafstein. Þegar kom að vali á
borgarstjóra, var Steinunn Valdís
auðvitað margfalt meira virði en
samanlögð hollusta Stefáns Jóns
við þær stallsystur allar sem lagt
hafa undir sig Ráðhúsið.
Verði það örlög Össurar Skarp-
héðinssonar að glata formennsku í
Samfylkingunni fyrir það eitt að
vera „kall sem þarf að setja á ís“
væri réttast að það 3,8% afl sem
Kvennalistinn var við stofnun
Samfylkingar fái þar með frjálsar
hendur til að endurnefna hreyf-
inguna Samfylkingu femínista.
Samfylking femínista
eða jafnaðarsinna?
Jakob Frímann Magnússon
fjallar um formannskjör
Samfylkingarinnar ’Hreyfing sem boðarréttlæti, vill að fólk sé
metið að verðleikum og
hefur það að megin-
markmiði að bæta leik-
reglur samfélagsins.‘
Jabob Frímann
Magnússon
Höfundur er tónlistarmaður
og félagi í Samfylkingunni.
ÞEIR sem hefja leik á því að
gagnrýna vinnubrögð hljóta að
hlíta því að þeirra eigin vinnu-
brögð séu sett undir
mæliker. Vert er að
minna Svanfríði Jón-
asdóttur, sem sendi
mér tóninn í Morg-
unblaðinu 12. þ.m., að
það voru Kristrún
Heimisdóttir vara-
þingmaður og Þórunn
Sveinbjarnardóttir al-
þingismaður sem
hófu umræðu um
vinnubrögð formanns
Samfylkingarinnar í
febrúar síðastliðnum.
Enginn vefengdi
rétt þeirra til þess að gagnrýna
formanninn. Gagnrýnin varð á
hinn bóginn tilefni til þess að
stuðningsmenn formannsins hafa
leitast við að sýna fram á að
Samfylkingin hafi verið á réttri
leið undir forystu hans og stjórn
hans á flokknum hafi verið farsæl
og raunsæ. Flokksmenn hafa
fengið svigrúm til þess að koma
hugmyndum sínum í framkvæmd
og hafa áhrif á stefnu
flokksins sem hefur
verið mótuð á hverju
sviðinu á fætur öðru.
Á skömmum tíma hef-
ur orðið til kraftmikil
hreyfing jafnaðar-
manna, þar sem
flokkadrættir eftir
gömlum flokkslínum
heyra sögunni til.
Gagnrýni mín á
störf framtíðarhóps,
sem Svanfríður situr
í, felst fyrst og fremst
í því að hann hafi
reist sér hurðarás um öxl. Sumir
þeirra sex stefnuhópa sem fóru af
stað í fyrri lotu pældu mikið og
skiluðu góðu verki. Þar á meðal
nefni ég öryggismálahópinn sem
Þórunn Sveinbjarnardóttir og
Gunnar Karlsson prófessor stýrðu
af mikilli alvöru og alúð, og ég
kynntist af eigin raun. Næsta
skrefið hefði að mínum dómi átt
að vera að nýta þá fjármuni og
starfskraft sem framtíðarhópur
hafði umráð yfir til þess að efna
til víðtækrar kynningar og um-
ræðu meðal almennra flokksfélaga
um framkomin álit. Þar hefur
skort á eftirfylgni og umræðan
lokast inni í þröngum hópi.
Framtíðarhópurinn valdi sjálfur,
án þess að nokkur nauður ræki til,
að einbeita sér í staðinn að því að
setja af stað sjö stefnuhópa til við-
bótar hinum sex áður nefndu.
Eftir að ljóst var að landsfundi
yrði flýtt til vors var deginum
ljósara að þeir sjö stefnuhópar
sem fóru af stað í síðari lotu og
starfað hafa í einrúmi myndu ekki
skila öðru en mjög hraðsoðnum
álitum. Og til hvers er þá unnið?
Hefði ekki verið raunsærra að
gefa þeim meiri tíma og leyfa
þeim að skila af sér inn í
flokksumræðuna þegar þeir hefðu
eitthvað til málanna að leggja? Ég
hef aldrei skilið störf framtíð-
arhópsins á þann veg að hann ætti
að skrifa málefnaályktanir lands-
fundar.
Ég leyfði mér því að álykta sem
svo að „skyndibitaframleiðslan“
úr síðari sjö hópunum stjórn-
aðist meira af þörfum varafor-
mannsins til þess að mæta í for-
mannskjör og á landsfund með
„nýja“ heildarstefnu fyrir flokk-
inn heldur en af flokkslegri
nauðsyn eða formlegum kvöðum.
Varaformaðurinn sagði í við-
tölum við fjölmiðla að farnaður
hans í formannskjöri myndi að
verulegu leyti ráðast af mati á
störfum framtíðarnefndar. Ekki
er annað að ráða af tilskrifi
Svanfríðar en að þau séu hafin
yfir gagnrýni.
Yfir gagnrýni hafin
Einar Karl Haraldsson svarar
grein Svanfríðar Jónasdóttur ’Gagnrýni mín á störfframtíðarhóps felst
fyrst og fremst í því að
hann hafi reist sér hurð-
arás um öxl.‘
Einar Karl
Haraldsson
Höfundur er fyrsti varaþingmaður
Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Innlausnarverð:
11.332.518 kr.
2.266.504 kr.
226.650 kr.
22.665 kr.
1. flokkur 1991:
Innlausnardagur 15. apríl 2005
Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
3.684.127 kr.
368.413 kr.
36.841 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð:
1.000.000 kr.
500.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
3.278.163 kr.
1.639.081 kr.
327.816 kr.
32.782 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
16.143.667 kr.
3.228.733 kr.
322.873 kr.
32.287 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
1. flokkur 1993:
Innlausnarverð:
15.890.316 kr.
3.178.063 kr.
317.806 kr.
31.781 kr.
Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
3. flokkur 1993:
Innlausnarverð:
14.634.156 kr.
2.926.831 kr.
292.683 kr.
29.268 kr.
Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
1. flokkur 1994:
Innlausnarverð:
12.513.153 kr.
2.502.631 kr.
250.263 kr.
25.026 kr.
Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
1. flokkur 1995:
Innlausnarverð:
12.019.952 kr.
2.403.990 kr.
240.399 kr.
24.040kr.
Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
2.129.579 kr.
212.958 kr.
21.296 kr.
1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
Húsbréf
Rafrænt 96/2 1 2.12957911
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
FYRIR nýjan þingmann er margt
að læra, sjá og heyra á fyrstu árum
þingmennsku. Maður verður vitni að
góðum vinnubrögðum og slæmum,
sigrum og mistökum.
Ég hef lengi fylgst með
Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur úr fjarlægð
en hef síðan átt þess
kost að fylgjast með
henni að störfum, jafnt
inni á Alþingi sem utan.
Þar fer mikil afburða-
manneskja sem við er-
um svo lánsöm að gefur
kost á sér til formanns
Samfylkingarinnar.
Það er eðlilegt fram-
hald af kosningabarátt-
unni fyrir síðustu kosn-
ingar þar sem
Ingibjörgu Sólrúnu var falið mik-
ilvægt forystuhlutverk.
Stuðningsmenn gangi í flokkinn
og kjósi Ingibjörgu
Ég veit að mjög margir kjósendur
Samfylkingarinnar treysta því að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði
flokkinn til framtíðar og alla leið í
stjórnarráðið. Nú standa málin hins
vegar þannig að ef sú
ósk á að verða að veru-
leika nægir ekki að
styðja flokkinn í kosn-
ingum heldur þarf að
sýna viljann í verki með
því að ganga til liðs við
hreyfinguna og gefa
framtíðinni, með Ingi-
björgu Sólrúnu í far-
arbroddi, atkvæði í
komandi formann-
skosningum. Hvert og
eitt atkvæði skiptir máli
og við getum ekki treyst
á að aðrir skili sér ef við
gerum það ekki sjálf.
Frestur til að komast á kjörskrá er til
15. apríl. Ég skora á stuðningsmenn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að
ganga til liðs við Samfylkinguna. Nú
liggur mikið við.
Af hverju Ingi-
björgu Sólrúnu?
Anna Kristín Gunnarsdóttir
fjallar um formannskjör
í Samfylkingunni
Anna Kristín
Gunnarsdóttir
’Hvert atkvæði skiptirmáli í formannskjöri
Samfylkingarinnar.‘
Höfundur er alþingismaður
í Norðvesturkjördæmi.