Morgunblaðið - 13.04.2005, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Soffía Sigur-björg Jóhanns-
dóttir frá Syðra-
Vatni í Efri-Byggð í
Skagafirði fæddist í
Keldnakoti í Sléttu-
hlíð í Skagafirði 13.
febrúar 1928. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri föstudaginn
langa, 25. mars síð-
astliðinn. Foreldar
hennar voru Jóhann
Sigurðsson, f. 19.7.
1884 í Dæli í Svarf-
aðardal, d. 27.7.
1936, síðast bóndi í Keldnakoti, og
Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir, f.
14.1. 1888 á Ósi í Hörgárdal, d.
10.3. 1982 á Akureyri. Þórunn Sig-
ríður var áður gift Jóni Þorbergi
Jónssyni, sjómanni, hann fórst með
hvalfangaranum Maríönnu í maí
1922. Þau eignuðust átta börn, þrjú
þeirra dóu í æsku úr barnaveiki.
Albróðir Soffíu var Jón Kári Jó-
hannsson, f. 20.12. 1923. Hann bjó
lengi á Syðra-Vatni. Þau hálfsystk-
ini Soffíu Sigurbjargar sem lifðu
voru: Björg Lilja, f. 1908; Jóhann-
8. 1981. 2) Þórunn Sigríður, f. 3. 11.
1949, sjúkraliði á Akureyri. Dóttir
hennar og Haka Guðmundar Jó-
hannessonar er Embla Rún, f. 1.11.
1986. 3) Ingveldur, 1953, d. sama
ár. 4) Inga Aðalheiður, f. 28.9.
1955, gift Valdimar Þórhallssyni,
múrarameistara á Akureyri. Börn
þeirra eru: a) Soffía Þórunn, f.
11.1. 1975, b) Hermann Árni, f.
25.9. 1980, c) Ólöf Rún, f. 11.2.
1982, d) Hjálmar Freyr, f. 22.7.
1986. 5) Jóhann Kári, bóndi á
Syðra-Vatni, f. 24.1. 1959. Börn
hans eru; Jón Kristján, Sigurður,
Hjálmar Birgir, Helga Dóra og
Halla Vigdís. 6) Ólöf Rún, f. 1956,
lést af slysförum á Akureyri 1981.
Soffía Sigurbjörg ólst upp í
Skagafirði. Hún var tvo vetur á
Blönduósi. Seinni veturinn, 1946–
1947, stundaði hún nám við
Kvennaskólann sem þá var þar. Á
Syðra-Vatni bjuggu Soffía Sigur-
björg og Hjálmar Sveinsson þar til
þau fluttu til Akureyrar árið 1979.
Á Akureyri bjuggu þau lengst af í
Gránufélagsgötu 29 en síðustu árin
í Norðurgötu 60.
Útför Soffíu Sigurbjargar fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
es, f. 1911; Guðrún
María, f. 1913; Sæunn,
f. 1918; og Óskar, f. 1.
júní 1921. Eftir lát
Jóns Þorbergs flutti
Þórunn úr Fljótum í
Sléttuhlíð í Skagafirði
ásamt ráðsmanni sín-
um, Jóhanni Sigurðs-
syni. Jóhann lést árið
1933. Þau eignuðust
tvö börn: 1) Soffíu Sig-
urbjörgu, f. 13. 2.
1928, og 2) Jón Kára, f.
20.12. 1923, d. haustið
2003. Hann var búsett-
ur á Syðra-Vatni frá
því um 1960.
Árið 1947 flutti Soffía Sigur-
björg í Syðra-Vatn í Efri-Byggð í
Skagafirði og hóf búskap með
Hjálmari Sveinssyni bónda þar, f.
14.1. 1913 á Giljum í Vesturdal í
Skagafirði, d. 28.9. 2004 á Akur-
eyri. Þau eignuðust sex börn. Þau
eru: 1) Sveinn, f. 10.3. 1948. tog-
araskipstjóri á Akureyri. Kona
hans er Guðrún Jónsdóttir, f. 8.9.
1953. Þau eiga þrjú börn. Þau eru:
a) Auður Úa, f. 21.1. 1976, b) Þóra
Ýr, f. 19.3. 1978, c) Hildur Ey, f. 5.
Merk kona, Soffía Sigurbjörg
Jóhannsdóttir, hefur nú kvatt þetta
jarðlíf. Þeir sem kynntust henni
vita að það var henni ekki að skapi
að mikið yrði skrifað um hana að
henni genginni. Ber að virða það.
Um afa Soffíu Sigurbjargar, Sig-
urð Guðmundsson í Helgafelli í
Svarfaðardal, er til merkur þáttur í
bókinni Sterkir stofnar eftir Björn
R. Árnason. Þar er mannkostum
Sigurðar lýst, en með dugnaði,
þrautseigju og nægjusemi tókst
honum að brjótast úr fátækt í
æsku. Hann breytti örreytiskoti í
góða bújörð og kom stórum barna-
hópi til manns. Hann var hrein-
skiptinn í viðskiptum við alla sem í
hlut áttu og sparaði ekki fyrirhöfn
ef hann gat rétt öðrum hjálpar-
hönd. Umhyggja hans fyrir mönn-
um og skepnum var einstök. Það er
þeim ljóst sem kynntust Soffíu Sig-
urbjörgu að hún hefur sótt sína
eðlisþætti til afa síns, Sigurðar í
Helgafelli. Og ævir þeirra voru
ekki svo frábrugðnar þegar allt
kemur til alls.
Fáum árum eftir að þau Soffía
Sigurbjörg og Hjálmar fluttu til
Akureyrar keyptu þau lítið hús
sem stendur á stórri lóð við Gránu-
félagsgötu 29 á Oddeyri. Fyrri eig-
andi hafði hafið endurbætur á húsi
og lóð en því verki hélt Soffía
áfram. Og þegar þau fluttu þaðan
fyrir fáeinum árum var eftir því
tekið hvað garðurinn var ræktar-
legur og fallegur, með miklum trjá-
gróðri og blómabeðum og húsið og
garðurinn nú til prýði í umhverf-
inu.
Þeir voru margir sem leituðu á
fund Soffíu með erindi sín. Oft fólk
sem ekki síst þurfti á andlegum
stuðningi að halda. Meðfæddar sál-
argáfur hennar ásamt þolinmæði,
meðfæddri glaðværð, umhyggju
fyrir minni máttar og trausti á
Himnasmiðinn gerðu hana að
græðara í bestu merkingu orðsins.
Munu margir minnast hennar með
þakklæti. Það kom jafnvel fyrir að
lærðustu læknar undruðust innsæi
hennar á mannanna mein. Þakkaði
hún reynslunni fyrir þekkingu sína
en fleira mun hafa komið til. Hún
hafði þær sálargáfur að geta séð
hluti sem öðrum voru huldir þótt
hún flíkaði því lítt.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir
einstakan stuðning, vináttu og
hjálpsemi í veikindum og við andlát
Ágústu Magnúsdóttur á sínum
tíma.
Karl Smári Hreinsson.
SOFFÍA SIGURBJÖRG
JÓHANNSDÓTTIR
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér
samúð og vináttu við andlát og útför systur
minnar,
SIGRÍÐAR STEINUNNAR ODDSDÓTTUR,
Álfhólsvegi 12,
Kópavogi.
Áslaug Oddsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför ástkærrar móður okkar,
GUÐRÚNAR KR. INGVARSDÓTTUR,
Foldahrauni 40,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Vestmannaeyja.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hinnar látnu.
Útför okkar ástkæru eiginkonu, systur, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
ÁSLAUGAR GUÐLAUGSDÓTTUR,
Einimel 5,
Reykjavík,
fer fram frá Neskirkju föstudaginn 15. apríl kl. 13.00.
Aðalsteinn Júlíusson,
Margrét Kröyer,
Júlíus Aðalsteinsson, Helga Hallgrímsdóttir,
Björn Aðalsteinsson, Björk Hreinsdóttir
og barnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegrar móður okkar og ömmu,
FRIÐGERÐAR RANNVEIGAR
KJÆRNESTED FINNBJÖRNSDÓTTUR,
Garðvangi, Garði,
áður til heimilis
á Birkiteigi 13, Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Garðvangi
fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót.
Guð blessi ykkur öll.
Auðunn Páll Gestsson,
Steinunn Sigríður Gestsdóttir
og barnabörn.
Föðursystir mín,
GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR
frá Syðri-Bakka,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 12. apríl.
Sigrún Höskuldsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN SVEINSDÓTTIR
frá Varmá,
Hveragerði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
mánudaginn 11. apríl.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugar-
daginn 16. apríl kl. 14.00.
Valborg Guðmundsdóttir,
Ragna Rósberg Hauksdóttir, Stefán Óskarsson,
Ragnheiður Sigurjónsdóttir,
Sveinn B. Sigurjónsson Guðrún Friðriksdóttir,
Sigríður Sigurjónsdóttir,
Pálína Sigurjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hinn 24. mars síð-
astliðinn lést í Huldu-
hlíð á Eskifirði móð-
ursystir mín, Sigur-
borg Rakel Sigurðardóttir, eftir
erfið og löng veikindi. Hún var
næstelst systkina sinna. Sigurborg
fór ung að heiman og réð sig í vist
á Ísafirði. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði í
eitt ár og vann svo fyrir sér þar til
að foreldrar hennar fluttu frá
Hesteyri til Keflavíkur um 1946.
Þau keyptu sér hús við Kirkjuveg
45 og flutti hún til þeirra þar sem
móðir hennar var með tvær yngstu
dætur sínar ungar. Fríða var þá á
sjötta ári og Guðný á öðru ári. Þar
aðstoðaði hún foreldra sína eins og
hún gat. Muna þær Fríða og Guðný
eftir hlýju og skemmtilegum tíma
með Boggu. Hún stundaði ýmsa
vinnu í Keflavík. Um árið 1960
ræður hún sig í kaupavinnu í
Grænuhlíð í Reyðarfirði. Þar var
bóndi Jóhann K. Björgvinsson, þá
nýlega orðinn ekkjumaður. Felldu
þau hugi saman og gengu í hjóna-
band 22. júlí 1961. Var Bogga hús-
móðir í Grænuhlíð upp frá því.
Þeim hjónum varð ekki barna auð-
SIGURBORG
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Sigurborg RakelSigurðardóttir
fæddist í Hælavík á
Hornströndum 29.
ágúst 1919. Hún lést
á Hulduhlíð, dvalar-
heimili aldraðra á
Eskifirði, 24. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Reyðarfjarðar-
kirkju 7. apríl.
ið, en tóku að sér
bróðurson Boggu,
Arnór Baldvinsson,
sem var fæddur 8.12.
1961. Hann var þeim
mikil gleði og stoð og
stytta við búskapinn.
Arnór hefur búið í
Bandaríkjunum und-
anfarin ár en alltaf
komið öðru hvoru. Þar
á hann konu og litla
dóttur sem ber nafn
ömmu sinnar Laila
Sigurborg.
Þegar Jóhann lést
2003 var Arnór rétt
farinn úr landi. Sneri hann því
strax aftur og fylgdi honum til
grafar. Fyrstu ár Boggu í Grænu-
hlíð voru fyrir austan sumarlangt.
Systkini mín, þau Kjartan, Lilja,
Guðmundur og Sigrún, voru öll
mjög ánægð þegar þau komu heim
á haustin. Oft dvöldu þau Jóhann
og Bogga með Arnór hjá foreldrum
mínum í Löngubrekku 47 í Kópa-
vogi ef þau þurftu af einhverjum
ástæðum að vera í bænum. Þá var
oft mjög gaman og glatt á hjalla.
Ég dvaldi hjá Sigurborgu og Jó-
hanni veturinn 1972–1973 og var
það góður tími. Rafmagn kom seint
í Grænuhlíð svo ekki var alltaf gott
að vera húsmóðir þar, en Boggu
tókst hið ótrúlega, að halda heim-
ilinu hreinu og fallegu. Hún var
mikil og góð húsmóðir, var dugleg
að baka í olíueldavélinni en mikið
þótti okkur skrýtið að koma þang-
að í gamla tímann.
Tvær gamlar sögur eru mér
minnisstæðar. Sú fyrri er Lilja
systir ætlaði að gefa Boggu ráð um
barnauppeldi en hún hélt því fram
að hún hefði alið upp öll sín systk-
ini og líka Kjartan bróður sem var
þó einu og hálfu ári eldri en hún,
en svona var bara Lilja, hún kunni
þetta allt betur en aðrir. Svo er
sagan af „dauða“ Guðmundar bróð-
ur en hann hafði „tekið að láni“
klofstígvél Jóhanns sem að sjálf-
sögðu voru allt of stór á hann, og
þegar hann ætlaði að vaða Stuðla-
ána þá flaut hann upp og fóru þá
systkini hans og sögðu Boggu að
Guðmundur væri dauður. Þetta
fannst Boggu ekkert fyndið. Það
var blautur og beygður Guðmund-
ur sem sneri aftur heim í Grænu-
hlíð.
Svo liðu árin, og heilsan tók að
bila hjá þeim báðum og fluttu þau
þá í Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á
Eskifirði, og þar leið þeim vel og
dvöldu þar bæði til æviloka. Jó-
hann lést 2003, en heilsa Boggu
versnaði ár frá ári.
Á Reyðarfirði bjuggu tveir
bræður Arnórs, þeir Baldvin og
Stefán, og trúi ég að þeir hafi litið
til með frænku sinni. Síðasta skipti
sem ég sá hana var þegar hún
dvaldi hér á FSA vegna lærbrots,
sem hún náði sér þó aldrei af.
Ég vil að lokum þakka yndislegri
frænku fyrir allt, færi Arnóri og
hans fjölskyldu mínar innilegustu
samúðarkveðjur, systrum hennar
sem eftir lifa og öllum sem kynnt-
ust henni í gegnum tíðina.
Elsku Bogga, nú hefur þú loks-
ins fengið hvíldina og vonandi hafa
Jóhann og allir þeir sem hafa farið
á undan þér tekið vel á móti þér.
Því miður átti ég ekki kost á að
fylgja þér síðasta spölinn en ég vil
þakka allar stundirnar sem við átt-
um saman í gegnum tíðina. Ég bið
þér guðs blessunar á nýjum stað í
eilífðinni.
Þín systurdóttir,
Gunnhildur Hjartardóttir.