Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 37
Félagsstarf
Aðalfundur
Samvinnufélagsins Hreyfils verður haldinn
í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn
27. apríl 2005 kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Athugað lögmæti fundarins.
2. Skýrsla félagsstjórnar.
3. Reikningar ársins 2004.
4. Kosning í stjórn o.fl.
5. Önnur mál.
Stjórnin.
Fundir/Mannfagnaðir
Raðauglýsingar 569 1111
Raðauglýsingar
sími 569 1100
UM langt skeið hefur Taflfélag
Reykjavíkur (TR) í samstarfi við
ÍTR haldið á hverju ári sveita-
keppni grunnskóla í Reykjavík. Í ár
bættist Skákfélagið Hrókurinn við
sem nýr samstarfsaðili og fyrir-
komulagi keppninnar var breytt. Í
stað þess að hún tæki 2–3 daga fyrir
alla keppendur þá voru undanrásir
haldnar og fjórar efstu sveitirnar
þaðan tryggðu sér rétt til að taka
þátt í úrslitakeppni. Alls mættu 22
sveitir til leiks í undanrásirnar sem
fram fóru í húsakynnum TR í Faxa-
feni 12 sl. föstudag. Eftir að formað-
ur TR, Óttar Felix Hauksson, hafði
boðið keppendur velkomna, lék
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, fyrsta leiknum
á mótinu en hann á dóttur sem teflir
skák. Langt er um liðið síðan þátt-
taka hefur verið jafn mikil og nú en
tefldar voru sjö umferðir og hafði
hver keppandi 15 mínútna umhugs-
unartíma. A-sveitir Laugalækjar-
skóla og Rimaskóla börðust hart
um sigurinn sem að lokum féll
Laugalækjarskóla í skaut eftir
stigaútreikninga. Lokastaðan varð
þessi:
1.-2. Laugalækjarskóli a-sveit og Rimaskóli
a-sveit 25 vinninga af 28 mögulegum
3.-4. Rimaskóli b-sveit og Laugalækjarskóli
b-sveit 17 v.
4.-7. Réttarholtsskóli, Austurbæjarskóli og
Háteigsskóli a-sveit 15½ v.
8.-9. Melaskóli og Rimaskóli c-sveit 15 v.
10.-11. Foldaskóli og Borgaskóli 14 v.
12.-13. Foldaskóli b-sveit og Breiðagerð-
isskóli 13½ v.
14.-15. Hamrask. og Engjask. a-sveit 13 v.
16.-17. Húsaskóli og Hlíðaskóli 12 v.
18. Engjaskóli d-sveit 10 ½ v.
19. Austurbæjarskóli b-sveit 10 v.
20. Engjaskóli b-sveit 9 v.
21. Engjaskóli c-sveit 8 v.
22. Skóli Ísaks Jónssonar 5 v.
Eins og sjá má röðuðu sveitir frá
Rimaskóla og Laugalækjarskóla
sér í efstu sætin. Athyglisvert er að
Engjaskóli hafði flestar sveitirnir
eða alls fjórar. Árangur Rimaskóla
ætti ekki að koma neinum á óvart
en skólinn hefur skarað fram úr í
öllum grunnskólakeppnum sem
haldnar hafa verið síðustu ár og á
öllum aldursstigum, jafnvel þótt
skólinn hafi ekki nemendur á ungl-
ingastigi. Í úrslitakeppninni var
umhugsunartíminn 90 mínútur á 30
leiki og svo 30 mínútur til að klára.
Það hentaði a- sveit Laugalækjar-
skóla vel því hún veitti keppinautum
sínum engin grið og vann allar sínar
viðureignir. Lokastaða úrslita-
keppninnar varð þessi:
1. Laugalækjarsk. a-sveit 12 vinninga af 12
2. Rimaskóli a-sveit 8 v.
3. Laugalækjarskóli b-sveit 3 v.
4. Rimaskóli b-sveit 1 v.
Árangur einstakra meðlima efstu
sveitanna í undanrásum og í úrslita-
keppninni varð þessi:
A-sveit Laugalækjarskóla:
1. borð: Daði Ómarsson 5½ v. af 7 í und-
anrásum; 3 v. af 3 í úrslitum
2. borð: Matthías Pétursson 6½ v. af 7 í und-
anrásum; 3 af 3 í úrslitum
3. borð: Vilhjálmur Pálmason 7 v. af 7 í und-
anrásum; 3 af 3 í úrslitum
4. borð: Einar Sigurðsson 6 v. af 7 í und-
anrásum; 3 af 3 í úrslitum
A-sveit Rimaskóla:
1. borð: Hjörvar Steinn Grétarsson 6½ v. af
7; 2 af 3
2. borð Ingvar Ásbjörnss. 6½ v. af 7; 2 af 3
3. borð Hörður Aron Hauksson 5½ v. af 7 í
undanrásum; Sverrir Ásbjörnsson 2 v. af 3 í
úrslitum
4. borð Sverrir Ásbjörnsson 6½ v. af 7 í und-
anrásum; Hörður Aron Hauksson 2 v. af 3 í
úrslitum
B-sveit Laugalækjarskóla:
1. borð Aron Ellert Þorsteinsson 5 v. af 5; 0
v. af 3
2. borð Sigríður Oddsdóttir 3 v. af 7; 1 v. af 3
3. borð Benedikt Sigurleifsson 4½ v. af 7; 1
v. af 3
4. borð Jörgen Már Ágústss. 4½ v. af 7; 1 v.
af 3
B-sveit Rimaskóla:
1. borð Júlía Rós Hafþórsd. 5 v. af 7; 1 v. af 3
2. borð Júlía Guðmundsd. 4 v. af 7; 0 v. af 3
3. borð Ingibjörg Ásbjörnsdóttir 4 v. af 7; 0
v. af 3
4. borð Hrund Hauksd. 4 v. af 7; 0 v. af 3
Vegleg verðlaun voru í boði á
mótinu en keppt var um eignar – og
farandbikar ásamt verðlaunapen-
ingum sem ÍTR lagði til. Frá útgáfu-
fyrirtækjunum 12 tónum, 21 12,
Smekkleysu og Zonet útgáfu fengu
keppendur geisladiska en Mynd-
form og Dagur group (áður Skífan)
gáfu þeim bíómiða á sýningar í
Laugarásbíói, Smárabíói og Regn-
boganum. Þessir aukavinningar
féllu í kramið hjá krökkunum en aðr-
ir styrktaraðilar að þessu vel heppn-
aða móti voru Vífilfell, Jumbó og
Freyja. Ólafur H. Ólafsson sá um
skákstjórn ásamt Ásgeiri Tryggva-
syni en Ólafur hefur mikla reynslu
af umsjón móta af þessu tagi og lof-
aði hann taflmennsku keppenda,
sérstaklega þeirra sem tefldu fyrir
efstu tvær sveitirnar. Soffía Páls-
dóttir frá ÍTR, Torfi Leósson frá TR
og Máni Hrafnsson frá Hróknum
voru af hálfu skipuleggjenda titlaðir
mótsstjórar.
Laugalækjarskóli
Reykjavíkurmeistari
SKÁK
Félagsheimili TR
Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík
8.–10. apríl 2005
A-sveit Laugalækjarskóla á sigurstundu f.v.: Daði Ómarsson, Matthías
Pétursson, Vilhjálmur Pálmason og Einar Sigurðsson.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
MENNTAGÁTT opnaði í febrúar sl. myndasafn á vefnum,
menntagatt.is/gallery. Þar hafa allir grunnskólanemendur
haft tækifæri til að senda inn myndir til birtingar. Eitt skil-
yrði hefur þó verið sett og það er að myndirnar sýni á ein-
hvern hátt íslenskan
vetur.
Myndasafnið er ein-
falt í notkun, stafræn-
ar myndir eru færðar
inn á vefinn, hvort
heldur er ljósmyndir
eða teikningar. Safn-
inu hefur verið skipt í
þrjá flokka eftir aldri
nemenda. Innsendar
myndir birtast á vefn-
um um leið og þær hafa verið yfirfarnar af starfsfólki
Menntagáttar.
Viðfangsefni þeirra ríflega fjögur hundruð mynda sem bor-
ist hafa í safnið er fjölbreytt, þar má t.d. sjá landslag, fólk og
byggingar. Myndirnar eru einnig af ýmsum toga.
Hægt verður að senda áfram inn myndir næstu daga eða
fram til 18. apríl en þá mun dómnefnd fara yfir þær myndir
sem borist hafa. Síðasta vetrardag, 20. apríl, verður tilkynnt
hvaða myndir hafa verið valdar og hljóta höfundar þeirra við-
urkenningar.
Vefslóð Menntagáttar er menntagatt.is.
Vetrarmyndir
á Menntagátt
FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyr-
ir myndakvöldi og kynningu á sum-
arleyfisferðum í kvöld, miðvikudag
13. apríl, í sal FÍ, Mörkinni 6, kl. 20.
Þar kynna ferðir sínar Gísli Gíslason
prófessor, Sigþrúður Jónsdóttir og
Elísabet Sólbergsdóttir fararstjórar.
Látrabjarg, Rauðasandur og Skor
nefnist ferð Gísla en hann var í fóstri
á Hvallátrum sem barn og unglingur.
Sigþrúður Jónsdóttir frá Tröð í Gnúp-
verjahreppi verður fararstjóri í ferð í
Þjórsárver. Um er að ræða bakpoka-
ferð með allan viðlegubúnað þar sem
vaða þarf allmargar jökulár. Elísabet
Sólbergsdóttir og Úlfar Thoroddsen
verða fararstjórar í ferð á slóðum
kolanámumanna, presta, skálda, lista-
manna, ólánsfólks, garpa og einbúa á
suðurfjörðum Vestfjarða, Breiðafirði,
Arnarfirði og Dýrafirði.
Aðgangseyrir á myndakvöldið er
600 kr. Allir velkomnir.
FÍ kynnir
sumarferðir
FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ
stendur fyrir málþingi um loka-
skýrslu fjölmiðlanefndar á morg-
un, fimmtudag, kl. 12 í Iðnó við
Vonarstræti 3.
Á fundinum mun Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir halda tölu um það
starf sem fjölmiðlanefnd hefur
unnið, skýra út helstu álitamál og
þau rök sem liggja að baki ein-
stökum atriðum í lokaskýrslunni.
Friðbjörn Orri Ketilsson mun
fjalla um málið út frá sjónarmiði
Frjálshyggjufélagsins.
Einnig gefst gestum kostur á
að spyrja nánar út í efni ræðu-
manna.
Málþing um
skýrslu fjöl-
miðlanefndar AÐALFUNDUR Kvenréttinda-
félags Íslands verður haldinn í dag,
miðvikudag, í fundarsalnum, Hall-
veigarstöðum, Túngötu 14, kl. 20.
Fyrir fundinn verður haldið málþing
um jafnréttismál. Framsöguerindi
flytur Margrét Pála Ólafsdóttir
skólastjóri.
Aðalfundur Kven-
réttindafélagsins
„Aldrei of seint“
ÞAU mistök urðu við ritun greinar
Páls Gíslasonar „Morgunganga eða
meðöl“, sem birtist í Morgunblaðinu
í gær, að rangt var farið með dag-
setningu á fræðslufundi um lífsstíl
þar sem aukin áhersla er lögð á lík-
amshreyfingu.
Fræðslufundurinn verður haldinn
föstudaginn 15. apríl í, Ásgarði,
Glæsibæ, kl. 15.30.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
LEIÐRÉTT
BARNAHEILL –
Save the Children
á Íslandi, fræðslu-
samtök um kynlíf
og barneignir,
FKB, og samband
foreldrafélaga og
foreldraráða í
grunnskólum
Reykjavíkur,
SAMFOK, hafa
flutt starfsemi
sína á Suður-
landsbraut 24, 3.
hæð, 108 Reykja-
vík.
Barnaheill hafa
einnig skipt um
símanúmer, sem
er nú 553-5900.
Símanúmer
SAMFOK er óbreytt, 562-7720, sem
og símanúmer FKB, sem er 561-
6061.
Nánari upplýsingar um Barna-
heill og SAMFOK er hægt að nálg-
ast á heimasíðum þeirra,
www.barnaheill.is og www.sam-
fok.is.
Á myndinni eru starfsmenn
Barnaheilla, efri röð frá hægri:
Kristbjörg Hjaltadóttir, Hrönn Þor-
móðsdóttir, Ágústa Marísdóttir og
Erla Ósk Hermannsdóttir. Neðri
röð frá hægri: Kristín Jónasdóttir
hjá Barnaheillum og Bergþóra
Valsdóttir hjá SAMFOK.
Barnaheill, FKB
og SAMFOK flytja
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122