Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 39
DAGBÓK
Samtök íslenskra ólympíufara eru stofnuðað erlendri fyrirmynd en hliðstæðumsamtökum hefur verið komið á fót víðaum heim og þau hafa meðal annars ver-
ið stofnuð í rúmlega 30 Evrópulöndum. Helstu
markmið þeirra eru að þróa gildi ólympíu-
hreyfingarinnar á Íslandi, hvetja til samskipta
meðlima þeirra og fræða ólympíuþátttakendur
um hlutverk þeirra sem fyrirmyndir í þjóðfélag-
inu. Þá er gert ráð fyrir að samtökin standi fyrir
ýmsum viðburðum í þágu félagsmanna.
Íris Grönfeldt, stjórnarmaður og tvöfaldur ól-
ympíufari, sagði við Morgunblaðið að megintil-
gangurinn með stofnun þessara samtaka erlend-
is hefði verið aðstoð við íþróttafólkið þegar
keppnisferli væri lokið og sá þáttur yrði einnig
veigamikill í starfi þeirra hér á landi. „Það
myndast oft tómarúm hjá íþróttafólki þegar það
hættir keppni. Samtökin eiga að vera bakland
fyrir það og vera því til aðstoðar þannig að fólk
geti miðlað af reynslu sinni hvert til annars og
veitt hvert öðru stuðning. Liz Ferris, varafor-
maður Alþjóðasamtaka ólympíufara, mætti á
stofnfundinn og var mjög hrifin af því að við
skyldum vera með alla íslenska ólympíufara á
skrá og geta náð til allra sem eru á lífi og á land-
inu. Þegar Bretar stofnuðu sín samtök var gíf-
urleg vinna fólgin í því að hafa upp á öllum fyrr-
um ólympíuförum. Auðvitað hjálpar smæð
þjóðarinnar okkur í þessum efnum.“
Samtals hafa 275 Íslendingar tekið þátt í Ól-
ympíuleikum frá upphafi. Af þeim eru 52 látnir
og 42 eru búsettir erlendis. Á fundinn mættu ná-
lægt 80 ólympíufarar á ýmsum aldri, elstur
þeirra Stefán H. Jónsson, sem er 87 ára og ann-
ar tveggja sem enn eru á lífi af þeim Íslend-
ingum sem kepptu á ólympíuleikunum í Berlín
árið 1936.
„Það var góð aldursdreifing á fundinum og
stjórnin endurspeglar hana ágætlega, allt frá
Guðmundi Gíslasyni sem keppti á leikunum frá
1960 til 1972, til Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur
sem keppti í Aþenu á síðasta ári. Margir höfðu
ekki hist lengi, þarna hitti ég til dæmis Guðrúnu
Femu Ágústsdóttur sundkonu, sem var herberg-
isfélagi minn í Los Angeles árið 1984, en við höf-
um ekki sést síðan. Það voru sannkallaðir fagn-
aðarfundir.“
Íris segir að undirbúningurinn að stofnun
samtakanna hafi farið af stað síðasta haust.
„Kristján Arason fór á fund alþjóðasamtakanna
í haust og fræddist um uppbyggingu þeirra og
síðan höfum við hist á nokkrum fundum í vetur.
Við erum ennþá nokkurn veginn á byrjunarreit,
það er búið að setja upp ákveðin markmið en
stjórnin kemur saman fljótlega til að móta starf-
ið enn frekar.“
Íþróttir | SÍÓ Samtök íslenskra ólympíufara
Bakland fyrir íþróttafólkið
Íris Grönfeldt er í
stjórn nýrra Samtaka
íslenskra ólympíufara
sem voru stofnuð síð-
asta föstudag. Hún er
eina konan sem keppt
hefur fyrir Íslands
hönd í spjótkasti á Ól-
ympíuleikum, fyrst í
Los Angeles árið 1984
og síðan í Seoul árið
1988. Kristján Arason
er formaður samtakanna og í stjórn eru einnig
þau Guðmundur Gíslason, Kolbrún Ýr Krist-
jánsdóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. Vara-
menn eru þeir Broddi Kristjánsson og Daníel
Jakobsson.
Ótrúlegt, en satt.
Norður
♠KG
♥KD2
♦K52
♣ÁG875
Vestur Austur
♠D ♠98432
♥985 ♥Á63
♦DG10843 ♦96
♣1032 ♣964
Suður
♠Á10765
♥G1074
♦Á7
♣KD
Suður spilar sex spaða og fær út
tíguldrottningu. Er einhver von í
þessari legu?
Barry Rigal segir frá þessu spili í
mótsblaði Pittsburgh-vorleikanna og
það er á honum að skilja að hann hafi
fundið vinningsleiðina eftir á, en ekki
við borðið. Og honum er svo sem vor-
kunn, því það er ekki augljóst hvernig
hægt er að forðast að gefa slag á
tromp.
En vinningsleiðin er þessi: Sagn-
hafi tekur fyrsta slaginn á tígulás og
spilar hjarta. Austur græðir ekkert á
því að dúkka tvisvar (þá fara tvö
hjörtu niður í frílauf), svo hann drep-
ur og spilar til dæmis tígli um hæl.
Sagnhafi tekur með kóng, fer heim
á lauf og spilar spaða að KG. Drottn-
ingin kemur þá stök og kóngurinn á
slaginn. Trompið er nú látið eiga sig
og slagirnir til hliðar teknir og endað í
borði í fjögurra spila endastöðu:
Blindur á trompgosann blankan, einn
tígul og tvö lauf. Heima er sagnhafi
með Á1076 í trompi, en austur á 9843.
Sagnhafi spilar laufi eða tígli og aust-
ur verður að trompa með áttu. Suður
yfirtrompar, spilar trompi á gosann
(austur undirtrompar) og tekur síð-
ustu trompin tvö með trompbragði –
austur á 94, en suður Á7. Þessi leið
byggist á því að spila hjarta áður en
farið er í trompið, sem er síður en svo
sjálfgefið, svo Rigal er sannarlega
vorkunn að hafa tapað slemmunni.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson |
dagbok@mbl.is
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3
c6 5. Rf3 Bg7 6. Dd2 0–0 7. h3 b5 8.
Bd3 a6 9. Bh6 c5 10. Bxg7 Kxg7 11.
e5 Rfd7 12. Be4 Ha7 13. 0–0 dxe5 14.
dxc5 b4 15. Ra4 Da5 16. a3 Dxa4 17.
axb4 Db5 18. Hfe1 Rc6 19. c4 Dxb4
20. Bxc6 Dxc5 21. Ba4 f6 22. b4 Dxc4
23. Hac1 Df7 24. De3 Hb7 25. Hed1
e6 26. Hd6 Rb8 27. Hc4 Hc7 28. Hh4
De7 29. Dd2 Bb7 30. Bb3 Bd5 31.
Dh6+ Kh8 32. Bxd5 Dxd6 33. Bxe6
Hg7 34. Bb3 Rc6 35. Hc4 Rxb4 36.
Rh4 a5 37. Hg4 g5Meistaramót Dan-
merkur fór að þessu sinni fram með
útsláttarfyrirkomulagi í Køge. 16
skákmenn hófu keppni og til úrslita
tefldu Sune Berg Hansen (2.553) og
Curt Hansen (2.633). Kapparnir
unnu hvor sína kappskákina og var
þá gripið til tveggja atskáka. Jafn-
tefli varð í þeirri fyrri en Curt hafði í
þeirri síðari tryggt sér gjörunnið tafl
og hefði andstæðingurinn sjálfsagt
gefist upp bráðlega ef hann hefði
leikið 37. … f5 í stað 37. … g5?? Sune
Berg greip tækifærið fegins hendi og
náði að tryggja sér meistaratitilinn
eftir 38. Dxg7+! Kxg7 39. Rf5+ Kg6
40. Rxd6 f5 41. Hc4 Hd8 42. Rb7
Hd2 43. Rxa5 Rd3 44. Hc6+ Kg7 45.
Rc4 He2 46. Hc7+ Kf6 47. Hc6+ Kg7
48. Rd6 Hxf2 49. Hc7+ Kf6 50. Hf7+
Kg6 51. Be6 e4 52. Bxf5+ Hxf5 53.
Hxf5 e3 54. Kf1 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson |
dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Neyðarástand á Esso,
Ártúnshöfða
ÉG legg oft leið mína seint um
kvöld inn um dyr stærstu bens-
ínstöðvar landsins: Esso, Ártúns-
höfða, og kaupi mér þar bensín og
eitthvað í gogginn.
Ég hef orðið þess var að á nótt-
unni er oft mikið að gera og aðeins
tveir starfsmenn að vinna inni á
bensínstöðinni. Um helgar sé ég
stundum þriðja einstaklinginn sem
tjáði mér það eitt sinn að hún ynni
aðeins frá miðnætti til fjögur um
hverja helgi, annars væru það ein-
ungis tveir starfsmenn sem rækju
stöðina yfir nóttina eftir klukkan
fjögur og öll önnur kvöld.
Í síðastliðinni viku voru það tvær
ungar stúlkur sem unnu þar og hef
ég þurft að horfa upp á þær hörmu-
legu aðstæður sem þessar ungu
stúlkur þurfa að þola í vinnunni.
Síðasta föstudagskvöld kom þar inn
maður sem ruddist fram fyrir röð-
ina að kassanum og heimtaði sígar-
ettur, þegar honum var tjáð að hann
þyrfti að bíða uns röðin kæmi að
honum tók hann slíkt æðiskast sem
ég hef aldrei áður séð og jós blóts-
yrðum og svívirðingum yfir aum-
ingja stúlkuna. Gott og vel, alltaf
getur þetta komið fyrir í hvaða
vinnu sem er að einhver ólánsmaður
geti sett blett á annars ánægjulega
nótt í vinnunni.
En síðan næstu nótt, laugardags-
nótt, legg ég aftur leið mína inn í
Esso, Ártúnshöfða, og sé þar að
slagsmál hafa brotist út, maður dró
upp hníf, annar var skorinn í andliti
og blóðslettur yfir öll gólf. Lög-
reglan var kölluð á staðinn en á
meðan var það undir þrem stúlkum
komið að vinsamlegast sitja við og
vona að þær yrðu ekki lamdar,
stungnar eða eitthvað verra.
Þetta er ekkert einsdæmi á Esso,
Ártúnshöfða, að þrjár, oftast tvær
ungar stúlkur sem borgað er fyrir
að sinna þjónustustörfum á bens-
ínstöð eru neyddar til þess að ganga
í starf dyravarða og útkastara þegar
ölvað fólk úr miðbænum leggur leið
sína þangað áður en það fer heim.
Ef ég fer hins vegar á Select-
stöðina í Breiðholtinu sem rekin er
af Shell sé ég þar mann sem aug-
ljóslega er ráðinn til að halda friðinn
þar inni, öryggisvörð.
Ég veit ekki hvort yfirmenn Esso
hafa litið inn á Ártúnshöfðann á
föstudags- eða laugardagsnóttum,
en ef svo er get ég ekki ímyndað
mér að þeim myndi líka það sem
þeir sæju. Ég trúi því og treysti að
stjórnendur Esso muni nú sjá sér
fært að ráða öryggisvörð inn á
þessa stöð um helgar, ef ekki vegna
öryggis starfsmanna sinna, þá
vegna öryggis viðskiptavina sinna
sem hafa nú margir þurft að horfa
upp á hryllilegar uppákomur eins og
þessar sem áttu sér stað um
helgina.
Arnar Elísson.
Grein sem allir ættu að lesa
ÉG var að lesa Viðhorfsgrein á bls.
24 í Morgunblaðinu sl. mánudag eft-
ir Agnesi Bragadóttur með fyr-
irsögninni Halló! halló! Vaknið Ís-
lendingar!
Ég tel þetta ákaflega þarfa grein
og vil þakka Agnesi fyrir hana og
um leið vekja athygli fólks á þessari
grein. Þetta er lesning sem allir
ættu að lesa.
Gylfi Þór.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali
Einbýlishús, ca 172 fm, með glæsilegu
útsýni yfir Fossvogsdalinn. Íbúðin er að
mestu á einni hæð, þó er bílskúr og
geymslur á neðri hæð. Húsið, sem
upphaflega er teiknað af Sigvalda
Thordarsyni, er á miðju endurnýjunar-
stigi og er án allra innréttinga.
Borgir sýna húsið. 6610
LAUFBREKKA - KÓPAVOGI
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Mikið endurnýjað einbýli á þremur
hæðum, kjallari og tvær hæðir.
Grunnflötur hússins er um 35 fm.
Þrjár íbúðir eru í húsinu. Sérinngang-
ur er í hverja íbúð fyrir sig. Húsið
selst í einu lagi. Allar íbúðir í útleigu.
Húsið hefur fengið gott og reglulegt
viðhald í gegnum árin. Búið er að
endurnýja skolplögn, rafmagn,
vatnslagnir, ofna og innréttingar.
Verð 22,5 m. HÚSIÐ ER LAUST TIL
AFHENDINGAR STRAX OG VERÐ-
UR TIL SÝNIS Í DAG FRÁ KL. 14-16.
NÝLENDUGATA - EINBÝLI - ÞRJÁR ÍBÚÐIR
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
VINAFÉLAG Sinfóníuhljómsveitar
Íslands býður til samverustundar í
Sunnusal Hótels Sögu á morgun kl.
18.00. Þar mun
Árni Heimir Ing-
ólfsson tónlistar-
fræðingur fjalla
um verk sem
leikin verða á
tónleikum Sin-
fóníunnar síðar
um kvöldið, en á
efnisskránni eru
m.a. óbókonsert
Richards Strauss
og sinfónía nr. 1
eftir Johannes
Brahms. Verð er
kr. 1000 og er
súpa, brauð og
kaffi innifalið.
Allir eru vel-
komnir, en
áhugasamir eru
beðnir um að
skrá sig með því
að senda tölvubréf á netfangið vina-
felag@sinfonia.is eða hringja í síma
545 2500.
Vinafélag Sinfóníuhljómsveit-
arinnar var stofnað árið 2002.
Markmið þess er að efla áhuga á
starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands
og mynda tengsl við þá sem bera
hag hennar fyrir brjósti. Vinafélag
Sinfóníuhljómsveitarinnar styrkir
fjárhagslega ákveðin verkefni
tengd hljómsveitinni. Á þessu
starfsári naut gerð heimildamyndar
um tónleikaferð Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands til Þýskalands í des-
ember 2003 stuðnings úr sjóðum fé-
lagsins.
Allir geta orðið meðlimir í Vina-
félaginu og hægt er að skrá sig
með því að senda vefpóst á vina-
felag@sinfonia.is og þarf þá að
gefa upp nafn, netfang, kennitölu
og heimilisfang.
Einnig er hægt að skrá sig í síma
545 2500 og á skrifstofu Sinfóníu-
hljómsveitarinnar.
Árgjald Vinafélagsins er 1.500
krónur.
Fjallað um verk á
sinfóníutónleikum
Brahms
Strauss
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111