Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Gaukur á Stöng | Í dag kemur út annar
geisladiskur Bacon; Jenny. Hljómsveitin
mun fagna útkomu á Gauki á Stöng þá um
kvöldið kl. 22. Fram kemur auk Bacon
hljómsveitin Malneirophrenia, en einnig
mun Dean Ferrell kontrabassaleikari flytja
verk eftir David Hume. Aðgangur er ókeyp-
is.
Café Rosenberg | South River Band heldur
tónleika kl. 21:30. Hljómsveitin, sem hefur
starfað síðan haustið 2000, leikur alþýð-
lega heimstónlist auk eigin tónsmíða og
texta. South River Band hefur sent frá sér
2 geisladiska og er með þann þriðja í und-
irbúningi en stefnt er í vinnubúðir og tón-
leikahald á heimaslóðum í Ólafsfirði og Ak-
ureyri 6.-9. maí. Hljómsveitina skipa Einar
Sigurðsson, kontrabassa, Gunnar Reynir
Þorsteinsson, slagverk, Helgi Þór Ingason,
harmónika, Kormákur Bragason, gítar,
Mattías Stefánsson, fiðla og gítar, Ólafur
Sigurðsson, mandólín og Ólafur Þórð-
arsson gítar. Allir syngja þeir félagar meira
eða minna.
Myndlist
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót
lista og minja.
Energia | Málverkasýning aprílmánaðar.
Ólöf Björg.
FUGL, Félag um gagnrýna myndlist |
Anna Hallin – Hugarfóstur – kort af samtali.
Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu-
málverk máluð á striga.
Gallery Terpentine | Halldór Ásgeirsson.
Gel gallerí | Guðbrandur kaupmaður sýnir
verk sín.
Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir.
Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu-
málverk og fleira í Boganum.
Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hafnarborg | Jóhannes Dagsson – „End-
urheimt“ Á sýningunni eru verk unnin með
blandaðri tækni.
Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmanna-
höfn og Hafnarborg hefur Johannes Lar-
sen-safnið sett saman stóra sýningu um
danska og íslenska listamenn og túlkun
þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili.
Þema sýningarinnar er „List og náttúra
með augum Norðurlandabúans“.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól-
stafir.
Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk,
ekkert upphaf né endir.
Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson.
Listasafnið á Akureyri | Erró. Stendur til
6. maí.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930-
45. Rúrí, Archive Endangered Waters.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar
glerlistasýningar.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur
Jónsson og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían –
Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur/Visual World.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Markmið XI. Hörður Ágústsson, yfirlitssýn-
ing.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir.
Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex
norrænna myndlistarmanna frá Finnlandi,
Danmörku og Íslandi.
Sigurður Þórólfsson, Vorvindar. Sýning á
silfurmunum.
ReykjavíkurAkademían | Íslenskir mál-
arar.
Safn, Laugavegi | Ingólfur Arnarsson.
Listamenn frá Pierogi-galleríinu.
Saltfisksetur Íslands | Nú stendur yfir
sýning Fríðu Rögnvaldsdóttur, sýninguna
nefnir hún „Fiskar og fólk“. Allar mynd-
irnar eru unnar með steypu á striga.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning-
arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir
Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc-
ione – ljósmyndir úr fórum Man-
fronibræðra.
Listasýning
Gel gallerí | Ég veit ekki why. Guðbrandur
kaupmaður sýnir verk sín í Gel galleríi,
Hverfisgötu 37.
Ráðhús Reykjavíkur | Dropar af regni –
Amnesty International á Íslandi í 30 ár.
Sýningin gefur ágrip af þeim fjölda ein-
staklinga sem félagar Íslandsdeildar Amn-
esty International hafa átt þátt í að frelsa.
Dans
Breiðfirðingafélagið | Vorfagnaður Breið-
firðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð
laugardaginn 16. apríl. Hljómsveitin Mið-
aldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi frá
kl. 22–3.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét-
ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn-
ing og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið
og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós-
myndasýningarnar Í vesturheimi 1955,
ljósmyndir Guðna Þórðarsonar, og Íslend-
ingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Man-
froni-bræðra. Opið kl. 11–17.
Mannfagnaður
Ólsaragleði | Ólsaragleði verður haldin
laugardaginn 23. apríl í Gullhömrum, Graf-
arholti. Dagskrá hefst kl. 20 með borð-
haldi, ræðumaður, skemmtiatriði og Klaka-
bandið leikur fyrir dansi. Miðaverð er kr.
4.800 og eru miðar seldir til 17. apríl. Miða-
sala og nánari upplýsingar: Nína s.
691 1771, Sjöfn s. 897 1411, Þórheiður s.
820 4468.
Fréttir
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Reykjaneshöllina í dag kl. 10–17. Allir vel-
komnir.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun í dag kl. 14–17. Svarað í
síma þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við fatnaði og
öðrum gjöfum þri. og mið. kl. 11–16. Netf.
mnefnd@mi.is.
Fundir
Afríka2020 | Afríka2020, félag áhuga-
fólks um Afríku sunnan Sahara, heldur op-
inn fræðslufund í Alþjóðahúsinu, Hverf-
isgötu 18, í dag kl. 20. Þar mun Sjöfn
Vilhelmsdóttir, fræðslustjóri Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), flytja erindi
sem nefnist „Opinber þróunaraðstoð Ís-
lands til Afríku“. Á eftir erindinu verða
opnar umræður. Boðið verður upp á veit-
ingar. Allir velkomnir. Sjá nánari upplýs-
ingar á www.africa.is.
Grand hótel | Hádegisverðarfundur Lög-
fræðingafélags Íslands verður haldinn á
Grand hóteli á morgun, 14. apríl. Davíð Þór
Björgvinsson verður með framsöguerindi.
Skráning í síma 568-0887 fyrir miðviku-
daginn 13. apríl. Nánari upplýsingar á
www.logfr.is.
GSA á Íslandi | GSA-fundir eru haldnir öll
fimmtudagskvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu
20. GSA-samtökin eru hópur fólks sem
hefur leyst vandamál sín tengd mat. Nán-
ari upplýsingar á www.gsa.is.
Háskólinn á Akureyri | Í borgaspjalli auð-
lindadeildar HA föstudaginn 15. apríl kl.
12.30 flytur Guðjón Atli Auðunsson erindið:
Rýnt í gögn um aðskotaefni í vistkerfi sjáv-
ar. Spjallið fer fram á 2. hæð (við kaffiteríu)
í rannsóknarhúsinu Borgum.
Héðinshús | Al-Anon-fundir eru alla mið-
vikudaga kl. 21. Al-Anon-fjölskyldudeild-
irnar hafa aðeins einn tilgang: Að hjálpa
fjölskyldum og vinum alkóhólista. Til þess
að gerast félagi þarf aðeins eitt; að ættingi
eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna
alkóhólisma.
Krabbameinsfélagið | Ný rödd heldur fund
í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8 í
Reykjavík, 4. hæð, í dag kl. 20. Á dagskrá
er: Norræn ráðstefna barkakýlislausra í
Danmörku í sumar. Medic alert. Samvinna
stuðningshópa KÍ um þjónustumiðstöð.
Önnur mál. Allir velkomnir.
Krabbameinsfélagið | Krabbameinsfélag
Borgfirðinga heldur opinn fund 14. apríl kl.
20 í Alþýðuhúsinu Borgarnesi. Gestur
fundarins, Þórarinn Guðjónsson, sérfræð-
ingur í sameinda- og frumulíffræði hjá KÍ
og læknadeild HÍ, ræðir um stofnfrumur og
krabbamein og um myndun og lækningu
krabbameina. Allir velkomnir.
Samtökin FAS | Samtök foreldra og að-
standenda samkynhneigðra funda í kvöld
kl. 20 í félagsmiðstöð Samtakanna ’78,
Laugavegi 3, 4.h. Ef einhver hefur þörf fyr-
ir rólega stund og spjall fyrir fundinn er
alltaf einhver til staðar frá kl. 20 Nýir fé-
lagar velkomnir í hópinn.
Skógræktarfélag Reykjavíkur | Aðal-
fundur Skógræktarfélags Reykjavíkur
verður haldinn í kvöld kl. 20 í sal Orkuveit-
unnar, Bæjarhálsi 1. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf auk þess sem Herdís Frið-
riksdóttir, verkefnastjóri félagsins, segir
ferðasögu starfsmanna félagsins til Dan-
merkur og tengir hana nýjum fram-
kvæmdum á vegum félagsins.
Vesturbæjarskóli | Sniðganga feður skól-
ann eða eru þeir sniðgengnir af skólanum?
Hverju þarf að breyta til að karlkyns-
aðstandendur sinni skólagöngu barna
meira? Fundur verður 14. apríl kl. 20 í Vest-
urbæjarskóla, þar munu foreldrar og kenn-
arar glíma við spurninguna um ábyrgð
karlkynsaðstandenda á skólagöngu barna.
Fyrirlestrar
Kennaraháskóli Íslands | Skóli fyrir alla –
Egla fyrir alla – fyrirlestur í Skriðu, fyr-
irlestrarsal, á vegum Rannsóknarstofn-
unar Kennaraháskóla Íslands í dag kl. 14.
Fyrirlesarar eru Guðmundur B. Krist-
mundsson og Þórður Helgason, dósentar í
íslensku. Allir velkomnir.
Málþing
Grand hótel Reykjavík | Tannlæknafélag
Íslands efnir til málþings laugardaginn 16.
apríl kl. 9.30–13 um reykingar og tann-
heilsu. Málþingið er öllum opið og aðgang-
ur ókeypis. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi
á hádegi föstudaginn 15. apríl, í síma
575 0500 eða á netfangið tannsi@-
tannsi.is. Sjá á tannlaeknar.is.
Háskólinn á Akureyri | Á málþingi fé-
lagsvísindadeildar HA í dag kl. 12.15–16
munu nokkrir helstu forystumenn ís-
lenskra fjölmiðla reifa hugmyndir sínar og
framtíðarsýn um stöðu íslenskrar fjölmiðl-
unar. Tekið hefur verið upp í fyrsta sinn á
Íslandi nám til BA-prófs í fjölmiðlafræðum.
Námsbrautin er við Háskólann á Akureyri.
Norræna húsið | Málþing um akstur utan
vega verður laugardaginn 16. apríl kl. 13–
16.45 á vegum Umhverfisstofnunar og
Landverndar í Norræna húsinu í Reykjavík.
Boðið verður upp á kaffiveitingar. Að-
gangseyrir er 500 kr.
Námskeið
Alþjóðahúsið | Amal Tamimi, fé-
lagsfræðingur frá Palestínu, heldur nám-
skeið um konur og Islam 18. og 20. apríl kl.
20–22 báða dagana. Hvaða áhrif hefur Is-
lam á líf kvenna í löndum múslima? Hvað
segir Kóraninn og hver er raunveruleikinn?
Verð er 5.000 kr. og skráning í síma 530-
9300 og á amal@ahus.is.
Félag íslenskra heilsunuddara | Félag ís-
lenskra heilsunuddara verður með nám-
skeið 13.–16. apríl fyrir byrjendur, í vöðva-
og hreyfifræði, TFH 1 og 2 . Fjallað verður
um streitu, orkubrautir og fæðuóþol. Einn-
ig verður framhaldsnámskeið um andlega
uppbyggingu 18.–21. apríl, 1 og 2. Kennari
Jarle Tamsen í Rósinni, Bolholti 4. Nánari
upplýsingar og skráning á www.nudd-
felag.is og í síma: 694-2830, 690-7437.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Farið er kl. 18 frá
bílastæði við austurenda göngubrúarinnar
yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og geng-
ið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík
og út í Skerjafjörð. Allir velkomnir, ekkert
þátttökugjald.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki láta ákefð vinahópsins glepja þig til
að styðja hugmyndir sem eru þér mót-
fallnar innst inni. Það er auðvelt að láta
sannfærast í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið áttar sig ekki fyllilega á því til
hvers er ætlast af því í dag. Þú ert ekki
viss hvort yfirmaðurinn er argur út í þig
eða ánægður. Hafðu ráðvendnina að
leiðarljósi í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Haltu þig frá æsingafólki og leynilegum
markmiðum þess í dag. Nú er auðvelt að
láta plata sig eða sannfærast. Vertu á
varðbergi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ekki afsala þér öllu í dag. Einhver gæti
tekið upp á því að nýta sér góðmennsku
þína. Dómgreind þín er ekki upp á
marga fiska núna. Farðu varlega.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Samræður við maka og aðra valda þér
heilabrotum í dag. Þú veist ekki hvort þú
ert að koma eða fara, eða hvort best er
að hrökkva eða stökkva.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ekki láta villa um fyrir þér í vinnunni í
dag. Þú ert ekki viss um hvers málstað
þú átt að taka. Á því eru meiri líkur en
minni að einhver reyni að slá ryki í augu
meyjunnar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér hættir til að lifa í sjálfsblekkingu
varðandi ástarsamband. Reyndar lifir
sjálfsblekkingin bestu lífi í málefnum
hjartans, svo mikið er víst. Þú ert ekki
sú eina.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki leggja of mikið á þig á heimilinu í
dag. Farðu vel með þig. Auðvitað er rétt
að leggja fjölskyldunni lið, en láttu ekki
gabbast af krókódílatárum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmanninum hættir til þess að missa
móðinn í dag. Einhverra hluta vegna er
hann ekki vel á verði núna og hefur glat-
að trúnni á sjálfan sig. Þetta lagast.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Farðu varlega í fjármálum í dag, það
gildir bæði um verslun og pen-
ingaeyðslu. Dómgreind þín er ekki í fullu
lagi. Þar að auki freistar munaðarvarn-
ingur þín núna.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Orka þín virðist í lágmarki í dag. Það er í
lagi að draga eilítið úr framkvæmdum og
slaka á ef þú getur. Hlutirnir ganga bet-
ur suma daga en aðra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Undarlegar tilfinningar bærast hugs-
anlega innra með fiskinum í dag. Ekki
láta það á þig fá, þetta er tímabundið
ástand. Fiskurinn er óvenjuóeigingjarn í
dag.
Stjörnuspá
Frances Drake
Hrútur
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert nýstárleg í hugsun og elskar að
vera frumkvöðull á hugmyndasviðinu.
Þú ert líka opinská persóna, sem og vilja-
sterk og djörf.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 tekur fastan, 8
slitur, 9 láta falla, 10 liggi
á hálsi, 11 snjóa, 13 let-
urtákn, 15 manns, 18
hugsa um, 21 þáði, 22
frumu, 23 hlutdeild, 24 of-
sækir.
Lóðrétt | 2 flýtinn, 3 vit-
leysa, 4 er minnugur mis-
gerða, 5 snaginn, 6 bílífi, 7
brak, 12 nægt, 14 fíngert
regn, 15 sæti, 16 borguðu,
17 tími, 18 snjódyngja, 19
synji, 20 bylgja.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 sýpur, 4 fella, 7 kokið, 8 losti, 9 arm, 11 aurs, 13
hadd, 14 úldin, 15 selt, 17 étir, 20 sin, 22 álfan, 23 annað, 24
karat, 25 gaupa.
Lóðrétt | 1 sækja, 2 pukur, 3 riða, 4 fálm, 5 lesta, 6 aðild, 10
ruddi, 12 sút, 13 hné, 15 skálk, 16 lofar, 18 tunnu, 19 riðla,
20 snót, 21 nagg.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur
GLJÚFRASTEINN – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Fræðandi hljóðleiðsögn um húsið,
margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang:
gljufrateinn@gljufrasteinn.is.
Morgunblaðið/ÞÖK
Gljúfrasteinn opinn