Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 43

Morgunblaðið - 13.04.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 43 MENNING FJÓRIR söngmenn héldu sína debúttónleika í Salnum á dögunum, – þá þegar nýkomnir heim úr sinni fyrstu söngferð á erlenda grund. Þetta væri varla í frásögur færandi; – jafnvel að formlega hafi verið debúterað í London á und- an Reykjavík, ef ekki væri ungur aldur söng- mannanna fjögurra. Þeir eru sautján ára. Þeir Ríkharður Þór Brandsson fyrsti tenór, Þorkell Helgi Sigfússon annar tenór, Eysteinn Hjálmarsson fyrsti bassi og Örn Ýmir Arason annar bassi eiga allir því láni að fagna að hafa alist upp í söngnum hjá Þórunni Björnsdóttur í Skólakór Kársness. Öfugt við langflesta kórst- ráka, sem gefast upp á kórstarfinu þegar þeir komast í mútur, þráuðust þeir við og létu karl- mannlegar raddbreytingar ekki á sig fá, og héldu áfram að mæta á kóræfingar. Þórunn kórstjóri fann þeim þann farveg sem hér gat að heyra; – lét þá syngja fjóra saman í kvart- ett, enda pössuðu raddir þeirra þeirri radd- skipan sem kvartettsöngur krefst. Á tónleikum sínum í Salnum sungu þeir hefðbundin íslensk karlakvartettalög, norræn lög, negrasálma, amerísk barbershop-lög, ís- lensk dægurlög og fleira. Efnisskráin var löng, – salurinn troðfullur og stemmningin frábær. Það er engin leið að setja söng svo ungra manna undir sömu mælistiku og söng útlærðra söngvara, eða þeirra sem reyndir eru í slíkum söng. Til þess eru raddir þeirra einfaldlega ekki nógu þroskaðar; – talsverða fyllingu vant- ar enn í hljóminn, en slíkt kemur með aldri og reynslu. Engu að síður verður að segjast eins og er, að Vallargerðisbræður komu, sáu og sigruðu, með framúrskarandi hæfileikum sínum, mús- íkgáfu og mikilli sönggleði. Það sem á vantaði í söngþroska bættu þeir upp með gleðinni og húmornum: ástinni á sönglistinni. Söngur þeirra var tandurhreinn, samtaka, samæfður og músíkalskur, og raddirnar fjórar blönd- uðust vel saman. Það er athyglisvert að tveir þessara pilta eiga foreldra sem sungu allir í Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð, og að hinum tveimur stendur líka söngfólk. Þótt erfðir hljóti að hafa sitt að segja um hæfileika til söngs, þá hlýtur hitt líka að skipta verulegu máli, – að krakkar séu aldir upp við söng og söngelsku; – það sýndi sig sannarlega hér. Ljóðurinn á tónleikum Vallargerðisbræðra var undirleikurinn. Marteinn H. Friðriksson lék með þeim fyrir hlé, og Þórunn Björnsdóttir eftir hlé, og píanóleikurinn bætti hvorki nokkru við sönginn né studdi hann og var í rauninni algjörlega óþarfur. Hann var oftar en ekki allt of grófur og þungur með þessum ungu fisléttu röddum. Strákarnir sungu allt prógrammið utan að, og gerðu allt vel. Svolítil þreyta var komin í þá í barbershop-lögunum undir lokin, og aukalag- ið, Undir dalanna sól, hefði mátt missa sín. Bestir voru Vallargerðisbræður í íslensku lögunum: Í grænum mó var frábærlega vel sungið, rytmískt og fallegt, og MA-kvartetts- smellurinn Logn og blíða sumarsól – við lag Bellmans var þrunginn fjöri og húmor. Þar er annar bassi með þrælslungna línu, en Örn Ým- ir Arason fór létt með að setja sig í spor Jóns frá Ljárskógum og spretta upp og niður tón- stigann á súrrandi hlaupum. Geri aðrir betur! Vallargerðisbræður fóru líka undursamlega vel með ljóð Ljárskógaskáldsins í lagi Chop- ins, Kom vornótt og syng, og lögðu mikla til- finningu í túlkun þessa yndislega lags. Í lagi Oddgeirs Kristjánssonar, Ship ohoj, fóru strákarnir á kostum í sönggleði, húmor og skemmtilegheitum, og tóku salinn með trompi. Besta lagið eftir hlé var My Evaline, sem krafðist líka húmors og músíkalskrar túlk- unar, sem strákarnir virðast eiga í digrum sjóðum, og Elvis bliknaði í samanburðinum í ljúfum söng strákanna í Aura Lee (Love me Tender). Aukalögin Shenandoh og California Dreaming voru bæði frábærlega sungin. Allir spreyttu fjórmenningarnir sig á ein- söng, og stóðu sig skínandi vel, þótt raddirnar væru ekki jafn burðugar og hjá reyndari söngvurum. Í heild voru þetta stórskemmtilegir tón- leikar, sem vert var að veita athygli fyrir ein- staka hæfileika ungu mannanna sem að þeim stóðu. Vallargerðisbræður þurfa bara að halda áfram að syngja og æfa; – láta ekki nám og störf taka gleðina úr söngnum; – þeir gætu svo hæglega orðið „stórir“ einn góðan veðurdag. Söngglaðir Vallargerðisbræður TÓNLIST Salurinn Söngkvartettinn Vallargerðisbræður flutti íslensk og erlend lög. Kvartettinn skipa Ríkharður Þór Brands- son, Þorkell Helgi Sigfússon, Eysteinn Hjálmarsson og Örn Ýmir Arason. Píanóleikarar voru Marteinn H. Friðriksson og Þór- unn Björnsdóttir. Þriðjudag 5. apríl kl. 20. Söngtónleikar Morgunblaðið/Árni Torfason „Í heild voru þetta stórskemmtilegir tónleikar, sem vert var að veita athygli fyrir einstaka hæfileika ungu mannanna sem að þeim stóðu.“ Bergþóra Jónsdóttir Í LISTASAFNI Íslands standa nú yfir tvær ólíkar sýningar, sem þó eiga margt sameig- inlegt ef að er gáð. Önnur er sýning á verki myndlistarmannsins Rúríar sem hún sýndi á Feneyjatvíæringnum árið 2003, Endangered Waters, og er nú sýnt í fyrsta sinn á Íslandi eftir mikla sýningarröð allt frá því að hátíðinni í Feneyjum lauk. Hin er yfirlitssýning á ís- lenskri myndlist frá árunum 1930–1945, en eitt af meginhlutverkum safnsins er að halda sýn- ingar þar sem íslensk listasaga er kynnt. „Verk Rúríar hefur vakið gríðarlega mikla athygli alla tíð síðan það var sýnt á hátíðinni í Feneyjum og fullyrða má að ekkert einstakt íslenskt listaverk hefur fengið viðlíka umfjöll- un í hinum alþjóðlega listheimi,“ segir Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands. Um fjöltækni-innsetningu er að ræða sem fel- ur í sér skýr skilaboð um gildi náttúrunnar í nútímanum. Verkið er í eigu Rúríar og segir Ólafur það ekki hafa komið til tals að Listasafn Íslands festi kaup á þessu merkilega verki. „Ekki al- varlega, nei. En ef safnið hefði meiri fjárráð til innkaupa hefði það að sjálfsögðu áhuga á því að eignast þetta verk,“ segir hann. Ný viðmið Hin sýningin sem nú stendur yfir í safninu inniheldur verk eftir Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Finn Jónsson og Jóhannes Kjarval svo dæmi séu tekin, og eru þau unnin á ár- unum 1930–1945. „Á þessari sýningu er leitast við að draga fram það helsta sem einkenndi myndlist hér á Íslandi á þessu tímaskeiði. Markmiðið er að fjalla um þessi ólíku listrænu markmið og nýju viðmið, því í raun og veru kemur þarna fram ný kynslóð listamanna, eins og Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Þor- valdur Skúlason og Svavar Guðnason. Það gefst tækifæri til að sjá verk eftir þá sem ekki eru til sýnis að staðaldri í safninu, og mörg hver eru öndvegisverk í íslenskri listasögu,“ segir Ólafur. Meðal þess sem tekið er fyrir á sýningunni er hin mikla endurnýjun sem átti sér stað í landslagsmálverkinu á þessum tíma. Þetta tímabil er talið eitt mesta blómaskeiðið í list- sköpun Jóhannesar Kjarvals og eitt hið mik- ilvægasta í hans ferli. „Þá gefst tækifæri til að sjá verk eins og Fjallamjólk Kjarvals, sem er fengið að láni úr Listasafni ASÍ, og Bassabát- inn eftir Gunnlaug Scheving, sem talinn er marka upphafið að nýju viðfangsefni í mynd- list á fjórða áratugnum; manninum við vinnu sína. Það sem gerist á þessum tíma er að hið upphafna landslag, sem var ríkjandi á áratug- unum á undan, er ekki lengur til staðar. Það eru komin ný efnistök, ný viðfangsefni og ný viðmið.“ Þjóðargersemar eða hnignun? Nokkur verkanna á sýningunni notaði Jónas Jónsson frá Hriflu á hina frægu sýningu sem hann hélt árið 1942 á myndlist, sem átti að vera víti til varnaðar og dæmi um þá miklu hnignun sem ætti sér stað í íslensku menning- arlífi. „Nú lítum við auðvitað á þessi verk sem mikilvæg í íslenskri listasögu. En það má ekki gleyma því að þetta tímabil milli 1930 og 1945 var tímabil mikilla listpólitískra átaka,“ segir Ólafur. „Þessi fræga sýning Jónasar frá Hriflu, þar sem hann setur fram ákveðin við- mið um hvað sé þjóðleg og ekki þjóðleg mynd- list, er haldin árið 1942. Í tengslum við hana verður til alveg ný orðræða um íslenska mynd- list og inn í hana fléttast mjög sterkar pólitísk- ar hugmyndir.“ Að sögn Ólafs spila sýningarnar tvær, yf- irlitssýningin 1930–1945 og Endangered wa- ters, að nokkru leyti saman þó verkin verði til á ólíkum tíma, enda náttúran viðfangsefnið. „Það er þessi tenging í gegnum náttúruþemað, sem er mjög afgerandi í sýningunum, og sam- spilið milli náttúru og menningar.“ Framundan hjá safninu er síðan sýning á verkum Dieters Roth á Listahátíð í Reykjavík, sem unnin er í samvinnu við Listasafn Reykja- víkur. Ólafur segir þessa samvinnu milli safn- anna mjög spennandi og jákvæða og hann geti vel hugsað sér að koma á meiri samvinnu þar á milli. „Þetta er fyrsta stóra samstarfsverk- efnið milli þessara tveggja safna, sem er mjög ánægjulegur viðburður. Ég get mjög vel séð fyrir mér ýmis sambærileg verkefni í framtíð- inni, vegna þess að það eru margar sýningar sem eru einfaldlega af þeirri stærðargráðu að það væri eðlilegt að þessar stofnanir samein- uðust um þau.“ Bassabáturinn frá árinu 1930 eftir Gunnlaug Scheving. Samspil náttúru og menningar Eftir Ingu Maríu Leifsdóttir ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.