Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.003
Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára.
K&F X-FM
ÓÖH DV
WWW.BORGARBIO.IS
ÓÖH DV
ÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Í fjölskyldu þar
sem enginn skilur
neinn mun hún
smellpassa í hópinn
Every family could use a little translation
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.45.
kl. 5.30, 8 og 10.30.
F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS
Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali
Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mblWill Smith er
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 10.20
S.K. DV
Frá leikstjóra American Pie
& About a Boy kemur
frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem
dóttir hans fellur auk þess fyrir
B.B. Sjáðu Popptíví
Frá leikstjóra American Pie & About a Boy
kemur frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir
B.B. Sjáðu Popptíví
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 6 m. ensku tali
Þ.Þ. FBl
S.V. MBL.
SIDEWAYS
JENNIFER Aniston var á dög-
unum viðstödd skírn Coco, dóttur
Courtney Cox og Davids Arquette.
Athöfnin fór fram í Birmingham í
Alabama og var Aniston ein guð-
mæðra Coco litlu.
„Þetta var mikil gleðistund,“ sagði
séra Doug Carpenter sem stjórnaði
skírnarathöfninni. „Það voru engar
myndir teknar meðan á athöfninni
stóð en eftir að henni lauk vildu allir
fá myndir af sér með stjörnunum,“
sagði hann og bætti við að Cox, Ar-
quette og Aniston hefðu ekki virst
óánægð með athyglina.
Aniston var óörugg með Pitt
Í það minnsta er þessi athygli já-
kvæðari fyrir Aniston en sú sem hún
hefur fengið vegna skilnaðar síns og
Brads Pitts. Þau hafa fram að þessu
ekki viljað ræða um sambandsslitin
við fjölmiðla. Ýmsar tilgátur hafa
verið settar fram um orsök skiln-
aðarins. Aniston, sem sótti á dög-
unum um lögskilnað frá Pitt, hefur
hins vegar ákveðið að tjá sig um hin-
ar raunverulegu ástæður sam-
bandsslitanna.
Þar játar hún að hún hafi fundið
fyrir óöryggi í hjónabandinu.
Friends-stjarnan fyrrverandi,
sem er 36 ára gömul, segir að hjóna-
bandið hafi vakið hjá sér ýmsar
óþægilegar kenndir, svo sem ótta,
vantraust, efa og óöryggi. „Brad er
yndislegasta manneskja sem ég
þekki og algjör dúlla. Hann dregur
fram stólinn þinn og opnar dyrnar
fyrir þig,“ segir Aniston og bætir við
að Brad sé herramaður og hafi tekið
henni eins og hún var. Aniston við-
urkennir að hún hafi þó ávallt haft
minnimáttarkennd gagnvart Pitt og
segir að á tímabili hafi samband
þeirra verið erfitt.
Sá orðrómur hefur verið á kreiki
að Aniston hafi fremur kosið að
sinna ferli sínum en að stofna til fjöl-
skyldu með Pitt. Hún kveðst hins
vegar þrá að eignast barn. „Börn eru
svo undursamleg að mig langar að
eignast að minnsta kosti eitt sjálf.“
AP
Hinir sönnu vinir Jennifer Aniston
og Courtney Cox koma til skírn-
arinnar, sem var á laugardag.
Fólk | Sannir vinir
Aniston
guðmóðir
dóttur Cox
SUMAR kvikmyndir eru einfaldlega
áhugaverðar vegna þess að þær taka
á áhugaverðum viðfangsefnum.
Þetta er tilfellið með kvikmyndina
Kinsey, sem fjallar á vandaðan og
lifandi hátt um ævi og feril há-
skólaprófessorsins Alberts C. Kins-
eys, sem var brautryðjandi á sviði
kynfræða og kynfræðslu í Banda-
ríkjunum á fyrri hluta 20. ald-
arinnar.
Kinsey hóf feril sinn sem dýra-
fræðingur, en tók að beina athygli
sinni að kynhegðun mannsins eftir
að hann tók við kennslustöðu við In-
diana-háskóla í Bloomington. Eftir
að Kinsey hóf að kenna námskeið í
kynfræðslu varð honum ljóst hversu
lítil þekking lá fyrir um kynhegðun
fólks, og tók að beina kröftum sínum
að rannsóknum á sviðinu. Honum
tókst að afla styrkja til að koma á fót
rannsóknarmiðstöð í kynfræðum ár-
ið 1942, og hleypti af stokkunum víð-
tækri viðtalsrannsókn á kynhegðun
Bandaríkjamanna sem tók til yfir
átta þúsund einstaklinga. Fyrstu
niðurstöður rannsóknarinnar komu
út í ritinu Kynhegðun karlmannsins
árið 1948, og varð útgáfa bókarinnar
eins og sprengja í bandarísku þjóð-
lífi. Bókin seldist eins og heitar
lummur og olli hneykslan fyrir hisp-
urslausa útlistun á fjölbreytilegri
háttsemi mannskepnunnar í kyn-
ferðismálum, en Kinsey sýndi m.a.
fram á að hinn afmarkaði rammi
samfélagslega viðsættanlegrar kyn-
hegðunar á fimmta og sjötta ára-
tugnum var langt frá því að ríma við
niðurstöður rannsóknarinnar. Ann-
að bindið var helgað kynhegðun
kvenna, og olli það jafnvel enn meira
fjaðrafoki en fyrsta bindið er það
kom út árið 1953. Á meðan lítið var
vitað um kynlíf fólks almennt, ríkti
jafnvel meiri bannhelgi um kyn-
hegðun kvenna, og var það í kjölfar
þeirrar útgáfu að Kinsey fór veru-
lega að finna fyrir þeirri andúð sem
framsæknar rannsóknir hans vöktu.
Hin sífellt óræðari skil sem ein-
kenndu rannsóknir og einkalíf Kins-
eys og samstarfsfólks hans urðu
ekki til þess að draga úr mótlætinu.
Í dag er litið á rannsóknarstarf
Kinseys sem mikilvægt framlag til
þekkingarsviðsins er lýtur að kyn-
verund fólks sem ruddi m.a. braut-
ina fyrir kynlífsbyltingu sjöunda
áratugarins.
Leikstjórinn Bill Condon fjallar á
vandaðan og lifandi hátt um við-
fangsefnið og tvinnar þar saman ævi
og starfsferli Kinsey. Leitast er við
að varpa ljósi á persónuleika Kins-
eys, og þá blöndu af vísindalegri elju
og persónulegri forvitni sem knúði
hið umfangsmikla starf hans og
þekkingarleit áfram. Liam Neeson á
ekki síður þátt í að koma þessum
áhugaverða og stundum kómíska
persónuleika til skila, þessum virðu-
lega háskólaprófessor sem ræddi við
nemendur sína af sama hispursleysi
um kynhegðun fólks og lifn-
aðarhætti trjávespa. Laura Linney
er ekki síðri en Neeson í hlutverki
eiginkonu Kinseys, sem gegnir mik-
ilvægu hlutverki í sögunni. Gallar
myndarinnar í heild koma einna
helst í ljós þegar líður á myndina, er
staðlaðar venjur ævisöguformsins
gera vart við sig, og hinn létti og op-
inskái tónn myndarinnar víkur fyrir
tilraunum til þess að tjá drama og
niðurlægingartímabil í lífi aðalsögu-
hetjunnar. Á heildina litið er Kinsey
engu að síður lifandi og vönduð kvik-
mynd um forvitnilegt viðfangsefni.
Prófessorinn hispurslausi
Reuters
Linney og Neeson sýna mjög góðan leik í hlutverkum Kinsey-hjónanna.
KVIKMYNDIR
Regnboginn: IIFF
Leikstjórn: Bill Condon. Aðalhlutverk:
Liam Neeson, Laura Linney, Peter Saars-
gard og Chris O’Donnel. Bandaríkin/
Þýskaland, 118 mín.
Kinsey
Heiða Jóhannsdóttir
Í umsögn Heiðu Jóhannsdóttur um kvikmynd-
ina I Heart Huckabees, frá því í blaðinu í gær,
láðist að láta stjörnugjöfina fylgja með. I
Heart Huckabees fær: FYRRUM Kryddpían Mel C ætlar
ekki að láta deigan síga þótt
Virgin-útgáfufyrirtækið hafi látið
hana róa. Hún ákvað að stofna
sitt eigið útgáfufyrirtæki, sem
heitir Red Girl, og ætlar að gefa
sjálf út nýja plötu sína. En það
mun kosta hana væna fúlgu og er
fullyrt í bresku pressunni að hún
sé með því að leggja allt sitt undir
að henni takist að endurvinna
fyrri vinsældir. Platan mun heita
Beautiful Intentions og hún hefur
viðurkennt að hún sé ansi stress-
uð yfir því að þurfa að veðja svo
stórt.
„Þetta er stór áhætta en ég er
tilbúin að taka hana,“ segir hún.
„Ef vel gengur þá verður fjár-
hagslegi ávinningurinn líka þeim
mun meiri fyrir mig“. Og til þess
að tryggja það að hún fái athygli
gulu pressunnar þá hefur Mel C
verið óvenju berorð síðustu daga.
Hún segir t.d. það hafaverið lygi
hjá Robbie Williams er hann sagð-
ist hafa sængað hjá fjórum
Kryddpíum af fimm – hún væri
búin að ræða við þær allar og
hefði komist að því að tvær þeirra
hafi aldrei farið uppí til hans. Og
svo segir hún Britney Spears allt-
of frakka og druslulega.
Ætli Mel C virkilega vinsæl ennþá?
Mel C þarf
sjálf að
borga fyrir
nýja plötu
PARIS Hilton hefur komið víða við á
stuttum og viðburðaríkum „ferli“
sínum sem frægðarfljóð. Hún hefur
reynt fyrir sér á sviði kvikmynda-
leiks, sjónvarpsþáttagerðar, fyr-
irsætustarfa, almannatengsla og
heimaleikfimi með eftirtekt-
arverðum árangri. Færri vita að hún
býr einnig til aðdáunarverða skart-
gripi fyrir hunda, að hennar eigin
sögn.
Hún á hund sem heitir Skellibjalla
og segir að margir dáist að því
hvernig hún skreytir hann.
„Ég held að margir dáist að stíl
Skellibjöllu, eins og þeir dást að
mínum stíl, og því hef ég ákveðið að
hafa hundakraga í nýju línunni
minni.
Kraginn verður eins og hálsmen
og mun kosta um tíu dollara eða um
600 krónur. Á honum er einföld
keðja og lítið men í laginu eins og
bein.“
Fólk | Paris Hilton er margt til lista lagt
Hannar hunda-
skartgripi
Skellibjöllur tvær, saman í stíl:
Hilton og hundurinn hennar.