Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 49

Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 49 Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers n myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims.  Kvikmyndir.is kvikmyndir.is Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! ÁLFABAKKI BOOGEY MAN kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16. ára SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8-10.10 THE PACIFIER kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 / VIP kl. 8 - 10.10 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 3.30 - 5.40 - 8 -10.20 LIFE AND DEATH OF PETER SELLERS kl. 8 LIFE AND DEATH OF PETER SELLERS VIP kl. 5.30 RING TWO kl. 10.20 B.i. 16. ára BANGSÍMON og FRÍLLINN m/ísl.tali. kl. 4 Hringrás óttans hefur náð hámarki SK BOOGEY MAN kl. 6 - 8.30 - 10.30 B.i. 16. SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6 THE INTERPREDER Fors.kl. 8 (2 fyrir 1 Mastercard) THE PACIFIER kl. 6 - 10.30 RING TWO kl. 10.30 B.i. 16. BOOGEY MAN KL. 8 - 10 SVAMPUR SVEINSS KL 6 PACIFIER KL. 6 - 8 -10 B.I. 16 MRS. CONGENIAL.2 KL. 10 THE PACIFIER KL. 8 - 10 MILLION DOLLAR BABY KL. 8 - 10.30 AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLAN bransanum en ég og Óttar Felix elt- um sveitina á röndum á tímabili. Ég sagði við vini mína: „Einhvern tíma mun ég komast í Hljóma!“. Og það varð úr á endanum. Rúnar hefur ekkert breyst frá því að ég hitti hann fyrst. Hann er alltaf jafn hreinn og beinn, alveg ein- staklega góður drengur og hann er mér enn fyrirmynd.“ Óskar Þór Arngrímsson [Óskar er trommari í Lokbrá en sveitin hefur verið að vinna að tónlist í Geimsteini að undanförnu] „Oddur bassaleikari er Keflvíkingur og þekkir aðeins til þarna fyrir sunnan. En við í hljósmveitinni erum allir for- fallnir aðdá- endur Trúbrots og Hljóma, við dýrk- um þessar hljómsveitir! Þegar maður sér gömul myndbrot með Rúnari heillast maður af þess- um tryllingi og orku sem af honum stafar. Hann er líka alltaf jafn „kúl“. Þegar við vorum að vinna í Geim- steini kíkti hann við, hlustaði og var hinn sprækasti. Hann bauð okkur upp á te og kaffi og sýndi okkur ým- islegar rokkminjar. Við létum taka mynd af okkur með honum, eins og litlir strákar. Við erum alvöru aðdá- endur! Annars kom hann fyrir sem vina- legur töffari. Blíður en líka nettur táningur í sér. Hann umgekkst okk- ur eins og jafningja og það var líka mjög skýrt að þessi maður er í þessu fyrir tónlistina. Ást hans á henni er skýjum ofar.“ Guðmundur Kristinn Jónsson [Guðmundur, eða Kiddi eins og hann er vanalega kallaður, er gít- arleikari í Hjálmum og samstarfs- maður Rúnars í Geimsteini] „Þegar ég var að byrja í rokkinu var ég í hljómsveitinni Þusl. Við ákváðum að fara í túr en áttum af- skaplega lítið af græjum. Við bönk- uðum upp á hjá Rúnari og spurðum hann hvort hann gæti lánað okkur magnara, bassabox og slíkt. Það var í góðu lagi en við lentum í því óhappi að kveikja í box- unum á túrnum og komum því heldur lúpulegir aftur til Rúnars. „Ekkert mál,“ sagði Rúnar og fór með okkur á næsta bílaverk- stæði. Þar voru boxin mössuð upp á nýjan leik og það var ekki minnst á þetta einu orði aftur. Þetta er mjög lýsandi fyrir Rúnar. Það er aldrei neitt vesen, allt svona er leyst samstundis. Geimsteinn hefur í gegnum tíðina verið eins og félagsmiðstöð tónlistar- manna í Keflavík og þangað eru allir velkomnir. Sem útgefandi skiptir hann sér ekkert af því sem listamað- urinn vill gera. Það er 100% frelsi í gangi. Ekki er miklu eytt í auglýs- ingar, heldur er peningurinn frekar settur í að gefa meira út. Sömuleiðis er hann mjög opinn og til í að prufa hvað sem er. Lagið „Gott er að gefa“ sem var nú kveikj- an að þessu Hjálmadæmi var t.d. upprunalega rokklag. Við stungum upp á því að prófa það í reggítakti og það var ekki málið. Og slík varð svo lendingin. Rúnar er mjög jákvæður maður en hann er ákveðinn og fylginn sér. Ef hann er t.d. búinn að ákveða að það komi út plata á afmæl- inu hans þá kemur út plata á afmæl- inu hans.“ Magnús Kjartansson [Magnús er alinn upp í Keflavík eins og Rúnar og var með honum í Trúbroti og fleiri sveitum] „Rúnar er einstaklega traustur og dyggur maður, það vantar ekki. Hann er Hrútur og kann því best við sig í hita leiksins. Rúnar er eldri en ég og hann tók mig eig- inlega í fóstur. Við bjuggum lengi vel tveir í Keflavík á meðan félagarnir voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Nú er hann þarna einn með sjálfum sér og neitar að taka sönsum og flytja í bæinn! Ég og Rúnar vorum einu sinni staddir saman í London á Trúbrots- árunum. Við vorum vanalega saman í herbergi og bjuggum á Landakoti en svo var Regent Palace hótelið kallað af Íslendingum sem fjölmenntu jafn- an þangað. Eitt kvöldið vorum við á heimleið eftir að hafa snætt kvöld- verð með vini okkar, Chris Squire, bassaleikara í Yes. Er við komum til baka var hótelið undirlagt af Skotum en þennan daginn hafði farið fram mikilvægur leikur á milli Glasgow Rangers og einhvers Lundúnaliðs- ins. Þegar við stígum inn í lyftu hrúgast þá inn fimm manna fjöl- skylda sem við gáfum okkur að væru Skotar. Ég fer þá að tala um það hvað Skotar væru nú fádæmum ljótt fólk og illa af Guði gert, með risastór kónganef og svo frv. Lyftan stoppar svo á meðan ég er í þessum fílósófer- ingum miðjum og fólkið labbar út og býður okkur góða nótt á lýtalausri ís- lensku. Mér og Rúnari varð þá ljóst að við værum búnir að eyðileggja framtíðarplötusölu Trúbrots um fimm eintök, að minnsta kosti. Ég var nú frekar kúl á því en Rún- ar tók þetta alveg ofboðslega nærri sér. Hann er þannig gerður að hann vill vera vinur allra og vill hafa alla með sér í liði. Þetta var enda fram- hleypni minni að kenna, Rúnar dróst inn í þetta hálfpartinn nauðugur. En ég vil nota þetta tækifæri og óska vini mínum hjartanlega til ham- ingju með afmælið. Það er gaman að sjá hvað hann heldur vel velli og megi hann eiga langa og gæfuríka framtíð fyrir höndum.“ arnart@mbl.is „Yfirgengilega við- kunnanlegur töffari“ látið gera af tilefninu, getur að líta um 70 plötur sem Rúnar hefur tekið þátt í að gera á ferlinum. „Á svona tímamótum er við hæfi að líta yfir farinn veg,“ segir Rúnar. „Maður hefur nú verið heppinn með það að hver áratugur hefur átt sín augnablik og ég er mjög sátt- ur með þetta á heildina litið.“ Í kvöld verður haldin afmælisveisla í Stapanum Rúnari til heiðurs og um leið Í DAG kemur út platan Blæbrigði lífsins, plata sem Rúnar Júlíusson gerði með regg- ísveitinni Hjálmum vegna sextugsafmælis síns. Rúnar er einn iðnasti tónlistarmaður landsins og á veggspjaldi, sem Rúnar hefur verður plötunni nýju fagnað. Veislan verður einslags blanda af hefðbundinni samkundu og tónleikum. „Ég ætla að spila nokkur lög af plötunni en svo koma ýmsir sem ég hef unnið með í gegnum tíðina og taka lagið. KK, Hljómar, Bjartmar Guðlaugsson og Gylfi Ægisson t.d. Ég vona að sem flestir mæti, það verða a.m.k. græjur á staðnum.“ Rúnar segir að plötuvinnslan hafi gengið snurðulaust fyrir sig, enda hafi hann unnið hana með „björtustu voninni“ en Hjálmar voru sæmdir þeirri nafnbót á Íslensku tón- listarverðlaununum sem fram fóru fyrr á þessu ári. „Það er skemmtilegt að ég var um síðustu helgi að vinna með elsta karlakór landsins, Heimi í Skagafirði, og er nú að gefa út plötu með efnilegustu tónlistarmönnunum (hlær). Það er gaman að prófa svona ólíka hluti.“ Geimsteinshljóðverið og samnefnd útgáfa sem Rúnar rekur eru orðin einstök fyr- irbæri í íslenskri tónlistarmenningu, tónlist- armenn af ýmsum toga eru farnir að sækja í hljóðverið enda klárt hver tilgangurinn er með þeim rekstri „Þeir voru hérna strákarnir í Trabant t.d. um daginn,“ segir Rúnar. „Við erum með mikið af gömlum hljóðfærum og græjum sem fólk sækir í. Útgáfan er svo til þess að koma tónlist út á meðal fólks fyrst og fremst. Við auglýsum lítið og látum tónlist- ina frekar um það. Eins og Hjálmaplatan t.d., þetta var einfaldlega gott efni sem varð að koma út. Tónlistin sjálf er það sem skipt- ir máli fyrst og síðast. Svo einfalt er það nú.“ Hljómar voru réttnefndir íslensku Bítlarnir. Rúnar er lengst til hægri. Rúnar hefur rokkað linnulaust í yfir fjörutíu ár. Hér með Ðe lónlí blú bojs er sú sveit kom saman aftur árið 1990. Rokk og róleg- heit í sextíu ár arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.