Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 52

Morgunblaðið - 13.04.2005, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að Barclays, Robert Tchenguiz og Baugur Group hefðu í sameiningu gert til- boð í Somerfield verslunar- keðjuna. Hann sagði að þessir að- ilar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að hafa með sér samstarf um hvernig standa bæri að yf- irtöku á Somerfield. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins nálgast tilboð hinna þriggja tilboðsgjafa 210 pens fyrir hvern hlut. Aðspurður sagði Jón Ásgeir næstu skrefin verða áreiðanleikakönnun á bókhaldi Somer- field. „Slík vinna mun taka einhverjar vikur þannig að ekki liggur ljóst fyrir hver niður- staðan verður.“ Jón Ásgeir var að lokum spurður hvaða væntingar hann hefði til framhaldsins eftir að þetta nýja tilboð þriggja tilboðsgjafa hefur komið fram. „Væntingarnar eru einfaldar, við ætlum okkur bara að klára þetta.“ „Ætlum að klára málið“  Baugur/13 Jón Ásgeir Jóhannesson Jón Ásgeir Jóhannesson AXELSBÚÐ á Akranesi, eða verslun Axels Sveinbjörnssonar ehf., hefur verið fastur punktur í tilveru Skagamanna í 63 ár. Þar fæst flest sem þarf til viðhalds báta og húsa, skjól- fatnaður, veiðivörur, sælgæti og ótalmargt fleira. Nú hefur verið ákveðið að leggja versl- unina niður í sumar. Axel Gústafsson kaup- maður tók við af afa sínum og stofnanda versl- unarinnar og hefur staðið vaktina í 30 ár. lagsmiðstöð og þjónustufyrirtæki. En hvernig líst þeim á að Axelsbúð verður lokað? „Það er slæmt,“ sagði Pétur. „Hluti af lífi manns er að hverfa.“ Guðjón tók í sama streng og taldi mjög slæmt að Axel skyldi þurfa að loka búðinni. Þeir voru sammála um að það væri ekki sama stemning í stóru búðunum og þessari þar sem fortíðin mettar andrúmsloftið. /11 Meðal viðskiptavina í Axelsbúð í gær voru þeir Pétur Lárusson, sjómaður á grá- sleppubátnum Keili AK 4, og Guðjón Pét- ursson sem gerir út trilluna Pétur AK 92 og stundar handfæraveiðar. Þeir tylltu sér á afgreiðsluborðið með ískalda kók úr snjáðum goskælinum og spjöll- uðu um aflabrögð og gæftir, eins og tilheyrir í þessari verslun sem er sambland af fé- Morgunblaðið/RAX „Hluti af lífi manns er að hverfa“ BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson hefur í samstarfi við pólskt símafyrirtæki lagt fram tilboð í fjórða GSM-símaleyfið í Póllandi og einnig í svonefnt UMTS-leyfi, sem er þriðju kynslóðar flutningskerfi. Í gær voru opnuð tilboð í þessi símaleyfi í Póllandi. Meðal þeirra sem sendu inn gilt tilboð var fyrirtækið Netia Mobile. Það fyrirtæki er undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar í gegnum félag í hans eigu, Novator One L.P., og pólska símafyrirtækisins Netia S.A., sem er stærsta fastlínusímafyrirtæki í Póllandi. Sam- kvæmt frétt á vefmiðli Bloomberg fréttastof- unnar munu pólsk fjarskiptayfirvöld tilkynna 3,96 milljón pólsk sloty á ári, sem svarar til tæplega 80 milljóna íslenskra króna. Lág- marksgjald fyrir þriðju kynslóðartíðni í útboð- inu er 1,05 milljón sloty, um 20 milljónir króna. Þrjú fyrirtæki eru á farsímamarkaði í Pól- landi, en þau eru Era, Plus og Idea. Hvert þeirra er með um þriðjungs markaðshlutdeild. Í Póllandi búa um 38 milljónir manna og nær farsímamarkaðurinn til um 51% þjóðarinnar. Vöxturinn í þessum geira á milli áranna 2002 og 2003 var um 25%. Björgólfur Thor á hlut í símafyrirtækjum bæði í Búlgaríu og Tékklandi. Hann á um 25% hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company (BTC) og ríf- lega tvo þriðju hluta í tékkneska símafyrirtæk- inu Ceske Radiomominikace (Cra). hinn 9. maí nk. hvaða tilboði verður tekið. Tvö önnur gild tilboð bárust í bæði GSM-símaleyfið og í UMTS-leyfi, annars vegar frá pólska far- símafyrirtækin Era og frá pólska fyrirtækinu Polkomtel, móðurfélagi pólska farsímafyrir- tækisins Plus. Þýska símafyrirtækið T-Mobile er meðal hluthafa í Era en Vodafone á hlut í Polkomtel. Þrjú gild tilboð bárust Þrjú gild tilboð bárust í UMTS-leyfi ein- göngu, frá fyrirtækinu Hutchison, frá símafyr- irtækinu Idea og frá Korean Group. Útboðið í símaleyfin var auglýst í febr- úarmánuði síðastliðnum. Í frétt Bloomberg segir að pólsk fjarskiptayfirvöld hafi þá kynnt að lágmarksgjald fyrir GSM-símatíðni yrði Björgólfur Thor býður í farsímaleyfi í Póllandi Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SÝSLUMAÐURINN á Seyðisfirði hefur ákært tvo lettneska starfs- menn GT verktaka sem hafa unnið við Kárahnjúka fyrir að starfa hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Að kröfu sýslumanns voru þeir úrskurð- aðir í farbann til 29. apríl nk. Málið verður þingfest á fimmtu- daginn. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumanns halda Lettarnir og GT verktakar því fram að Lett- arnir starfi hér á landi á grundvelli þjónustusamnings og þurfi því ekki atvinnuleyfi. Rannsókn lögreglu sneri í upphafi að fjórum starfsmönnum verktaka- fyrirtækisins, einum frá Litháen og þremur frá Lettlandi, en að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslu- mannsins á Seyðisfirði, fóru tveir þeirra af landi brott eftir að rann- sókn málsins hófst. Mennirnir komu til landsins í byrj- un febrúar og skömmu síðar fregn- aðist af því að þeir hefðu gengið í störf Íslendinga sem verktakafyrir- tækið hafði skömmu áður sagt upp. Vinnumálastofnun lét sýslumanninn vita af málinu og í kjölfarið hófst lög- reglurannsókn sem fólst m.a. í yfir- heyrslum yfir fjórmenningunum, forsvarsmönnum GT verktaka og forsvarsmönnum starfsmannaleig- unnar sem sendi mennina hingað. Að sögn Helga voru rannsóknar- gögnin send Vinnumálastofnun með ósk um álit hennar á réttarstöðu mannanna í byrjun mars og barst niðurstaða hennar í lok síðustu viku. Falla ekki undir samninga Taldi stofnunin að störf mannanna féllu ekki undir ákvæði um þjónustu- samninga og þeir hefðu því ekki leyfi til að vinna hér á landi. Eftir að þessi niðurstaða lá fyrir hefði embættið gefið út ákæru á hendur Lettunum tveimur sem enn voru hér á landi. Á mánudag fór lögreglan á starfsstöð þeirra við Kárahnjúka, handtók þá og færði þá fyrir dóm þar sem far- bannskrafan var tekin fyrir. Að sögn Helga lítur út fyrir að mennirnir muni neita sök í málinu og því verði tekist á um það fyrir dómi hvort ákvæði um þjónustusamninga eigi við um störf þeirra. Engin dóma- fordæmi séu fyrir hendi í slíkum málum og þetta verði fyrsta skipti sem tekist verði á um mál af þessum toga fyrir dómstólum. Aðspurður sagði Helgi að lögregla liti svo á að Lettarnir hefðu ekki leyfi til að stunda atvinnu hér á landi með- an mál þeirra er fyrir dómstólum. Tveir lettneskir starfsmenn GT verktaka hafa verið úrskurðaðir í farbann Ákærðir fyrir störf án atvinnuleyfis Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KARLMAÐUR á fertugsaldri í Hafnarfirði fékk 25 milljónir króna í vinning á trompmiða í útdrætti Happdrættis Háskóla Íslands í gær. Maðurinn keypti miðann í janúar sl. Númerið sem var dregið út með hæsta vinninginn var 16106. Tveir miðaeigendur áttu miða með því númeri. Hinn miðaeigand- inn er rúmlega þrítugur Kópa- vogsbúi sem átti einfaldan miða og fær hann því fimm milljónir króna í sinn hlut. Fékk 25 milljónir á trompmiða ÍSLENSKRI dægurtónlist síðustu fimmtíu ára verða gerð góð skil í væntanlegri röð diska sem ber vinnuheitið Svona var það. Hver diskur verður tileinkaður einu ári í tón- listinni og verða á milli ellefu og fimmtán lög á hverjum diski. Fyrstu fimmtán diskarnir koma út í júní og verða þeir með lögum frá árunum 1952–1966. Íslenskir tónar gefa út og stefnt er á að hver diskur kosti undir þús- und krónum./47 Umfangsmikil endurútgáfa ♦♦♦ ♦♦♦ LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði á fjórða tug ökumanna í gær fyrir hraðakstur. Sá sem hrað- ast ók var á 140 km hraða á Reykjanesbrautinni þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km á klst. Varðstjóri lögreglunnar segir ökumenn verða að hugsa sinn gang nú þegar börn fara að sjást meira í umferðinni með hækkandi sól. Í Kópavogi urðu nokkrir árekstrar í gær fram til kl. 16:30 án þess að slys á fólki hlytust af. Lögreglan segir einnig nokkuð um að öku- menn stingi af eftir árekstur við kyrrstæða bíla. Þeir sem verða vitni að slíku eru beðnir um að skrifa hjá sér bílnúmer tjónvalda og láta lög- regluna vita. Mikið um hrað- akstur í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.