Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 32
samfélaginu í átt til
jafnaðarmennsku. Nú
hefur Samfylkingarfólk
möguleika á að „lesa
leikinn vel“. Nú er að
opnast tækifæri sem að
líkindum ekki gefst aft-
ur í bráð ef við nýtum
það ekki nú. Við getum
gefið boltann á sókn-
armann okkar sem
stendur fyrir opnu
marki. Nú er það okkar
að ákveða hvort við ætl-
um að koma boltanum í
netið eða hvort við höldum áfram að
hnoðast með hann á miðjunni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er
fremst meðal jafninga í sterkri liðs-
heild. Hún er sá liðsmaður sem get-
ur núna farið fyrir breiðfylkingu og
opnað áður óþekkt tækifæri. Við
höfum raunverulegan möguleika á
sigri. Nú stendur upp á okkur að
gefa boltann fyrir markið og klára
leikinn.
NÚ GEFST félögum í Samfylk-
ingunni tækifæri á að klára þá stór-
sókn sem hófst fyrir alvöru í síðustu
Alþingiskosningum. Sigur flokksins
byggðist auðvitað á því
að kjósendur kölluðu á
breytingar í íslensku
samfélagi, en einnig
skipti verulegu máli að
kjósendur trúðu því að
til leiks væru mættir
forystumenn sem réðu
við það vandasama
verkefni að leiða breið-
fylkingu til valda.
Mikilvægt er að
lesa leikinn vel
Í kappleikjum eru
þeir íþróttamenn verð-
mætir sem „lesa leikinn vel“ og geta
lagt upp leikaðferð sem skilar ár-
angri. Það er hins vegar ómetanlegt
þegar liðsheildinni tekst í samein-
ingu að nýta tækifærin sem gefast.
Þegar þetta tvennt fer saman spilar
liðið í úrvalsdeild því liðið hefur það
á færi sínu að opna leikinn – búa til
tækifæri og sigra.
Samfylkingarfólk á leikinn
Fyrir tveimur árum vannst sigur
vegna þess að almennir kjósendur
komu auga á tækifæri til breytinga í
Klárum leikinn!
Þórarinn Eyfjörð fjallar um
formannskjör í Samfylkingunni
Þórarinn Eyfjörð
’Ingibjörg Sólrún erfremst meðal jafningja í
sterkri liðsheild – gefum
boltann á hana.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
og félagi í Samfylkingunni.
32 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
H
vergi er friður fyrir
risunum í atvinnu-
lífinu, nú eru þeir
búnir að nema á
brott einn vænleg-
asta stjórnmálamann Sjálfstæð-
isflokksins úr röðum kvenna. Ekki
er öll von úti, konan gæti aftur snú-
ið sér að pólitík og annað útspil,
t.d. frá Hafnarfirði, gæti trompað
kóngana og gosana þegar þar að
kemur. En varla er hægt að
treysta því. Nóg er að minnast
prófkjörsins í Reykjavík fyrir síð-
ustu kosningar. Með fullri virðingu
fyrir nokkrum ungum mönnum
sem þar sigruðu þá var nið-
urstaðan beinlínis hallærisleg. Við
lifum á þriðja árþúsundi eftir
Krist, ekki fyrir.
Vanahugsunin er á sumum svið-
um sterk í þessum góða flokki og
stundum finnst manni kjósendur
hans vera andlegir silakeppir.
Kannski er áhrifaríkast, þegar
maður er byrjaður að skammast,
að rifja upp fyrir þeim hvernig fór
fyrir risaeðlunum sem tókst ekki
að laga sig að breyttum aðstæðum.
Það hlýtur að vera umhugsunar-
efni hvað hægt gengur að auka
raunveruleg völd kvenna í íslensk-
um stjórnmálum. Það er ekki nóg
að konur taki við stjórn í öflugum
fyrirtækjum þótt það sé framfara-
spor.
Allir vita að flestir stjórn-
málaleiðtogar koma úr röðum há-
skólamenntaðs fólks og mikill
meirihluti háskólanemenda er nú
konur. Ef teikn af þessu tagi
nægja ekki til að hrista upp í
flokknum er hætt við að hann grafi
sína eigin gröf. Andsvarið er vafa-
laust að sjálfstæðismenn hafi haft
forystu um lögsetningu feðraor-
lofs. Þeir sýni þannig að þeir grípi
jafnvel til ofstjórnar af vinstri-
ættinni til að efla konur með því að
gera þær gjaldgengari á vinnu-
markaði. Feðraorlofið er gott
framtak og þýðir að ráðamenn fyr-
irtækja geta síður borið fyrir sig að
konur séu „hættulegri“ starfs-
kraftur en karlar, þær geti hvenær
sem er horfið úr vinnu í marga
mánuði vegna barneigna. Nú eru
karlarnir seldir undir sömu sök.
En við verðum líka að sjá daglega
merki um að hæfar konur geti náð
efsta þrepinu í stjórnmálum.
Hæfar konur. Stundum furðar
fólk sig á því að fyrst núna síðustu
áratugina skuli stórfyrirtæki ráða
konur í æðstu stjórnstöður. En
einföld skýring er á því: skortur á
konum. Fyrir hálfri öld og enn nær
okkur í tíma voru sárafáar konur á
Íslandi með menntun sem hægt
var að segja að myndi nýtast við að
stýra stóru fyrirtæki. Hlutfallið
hefur verið kannski einn á móti
hundrað, körlum í vil. Þess vegna
hefði verið furðulegt ef konur
hefðu áður raðað sér á annan
hvern forstjórastól. Það skorti
hæfar konur og síðan getum við
rifjað upp ástæðurnar fyrir því að
þær voru svona fáar: Hefðbundnar
hugmyndir um það hver eðlileg
staða konunnar væri; við eldavél-
ina, fyrir framan hana, aftan við
hana og allt um kring. Þannig voru
viðtekin sjónarmið samfélagsins
lengi, konur þurftu ekki á lang-
skólanámi að halda. En ekki leng-
ur.
Nú finnst okkur fáránlegt að í
Sádi-Arabíu skuli kvenhelmingur
þjóðarinnar ekki mega keyra bíl,
ekki sýna sig á almannafæri nema
bert hold sé að mestu hulið og eina
hlutverkið sem konan fær náð-
arsamlegast að sinna er að ala eins
mörg börn og karlinum þóknast.
Þjóðfélagið er staðnað og drepleið-
inlegt, það eina sem hefur komið í
veg fyrir að allt fari í bál og brand
er að landið flýtur á olíu og því
hægt að múta almenningi með
skattleysi. En mannauður kvenna
er hunsaður.
Ég nefni þetta öfgafulla dæmi
sem inngang að röksemd sem mér
finnst mikilvæg fyrir því að konur
fái jafnrétti. Við eigum ekki að
krefjast jafnréttis kynjanna af ein-
skærri umhyggju fyrir öllum kon-
um, þær eru nú sumar svona og
svona. Ástæðan er fyrst og fremst
eigingirni. Nýta þarf hæfileika
kvenna betur en gert hefur verið
og þá er besta ráðið að láta verð-
leika þeirra ráða.
Ef BYKO hefði leitað að for-
stjóra fyrir einni öld getum við
gengið út frá því að Ásdís Halla
Bragadóttir hefði ekki komið til
greina í stólinn, þrátt fyrir alla sína
hæfileika. Menn hefðu valið úr
miklu fámennari hópi, karlahópn-
um. Starfsmenn hefðu kannski
orðið heppnir og fengið ágætan yf-
irmann en líkurnar á að snjall for-
stjóri verði ráðinn hljóta nú að
aukast talsvert ef úrvalið tvöfald-
ast. Nú er svo komið að einstaka
sinnum er kona tekin fram yfir
hæfan karl vegna kynferðisins. En
hin dæmin eru miklu, miklu fleiri.
Við skulum sleppa því að skæla að
ráði yfir þessu nýja misrétti þang-
að til það er farið að skaða sam-
félagið eins og það gamla.
Konur eiga seint eftir að sigra
karla í lyftingum eða þungavikt-
arboxi en þegar andlegu eiginleik-
arnir eru það sem fyrst og fremst
skiptir máli standa þær jafnfætis
okkur ef ekki eru fyrir hendi
hindranir í höfðinu á okkur. Hindr-
anirnar eru í höfði karla og
kvenna, margar konur eru ekki
síður mótaðar af mörg þúsund ára
hefðum karlaveldisins.
En við fáum oft betri yfirmenn,
rekstur fyrirtækja og stofnana
batnar og menn una glaðir við sitt.
Reyndar ekki allir, stundum verð-
ur karl að þoka úr notalegum stól
fyrir ungri, eldklárri konu með
góða menntun og brennandi áhuga
á að gera betur. Þær geta virkað á
ráðsetta menn eins og þrumuský í
fjarska, tákn um að nú sé góða
veðrinu að ljúka og eldi og brenni-
steini muni rigna yfir þá, heim-
urinn þeirra farast – og þá verði að
selja jeppann. Vafalaust berjast
sumir þeirra hart fyrir að halda
stöðu sinni og reyna að ófrægja
keppinautinn. En aðrir bíta á jaxl-
inn og tapa með reisn.
Gullnám í
Garðabæ
Konur eiga seint eftir að sigra karla í
lyftingum eða þungaviktarboxi en þegar
andlegu eiginleikarnir eru það sem fyrst
og fremst skiptir máli standa þær jafn-
fætis okkur ef ekki eru fyrir hendi hindr-
anir í höfðinu á okkur.
VIÐHORF
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
NÝLEGA gekk í gildi ný reglu-
gerð um atvinnuréttindi útlendinga.
Munu ákvæði hennar að mörgu leyti
auðvelda meðferð álitamála á þessu
sviði og margt er þar til
bóta. Alþjóðahúsið tel-
ur hins vegar að ým-
islegt í reglugerðinni
megi betur fara og
verða helstu atriðin
rakin hér á eftir.
Fyrst má nefna að
umsögn stéttarfélags er
ekki bindandi fyrir
Vinnumálastofnun þeg-
ar tekin er ákvörðun
um veitingu atvinnu-
leyfis. Jafnframt er tek-
ið fram að stétt-
arfélagið skuli
sérstaklega rökstyðja neikvæða um-
sögn.
Þetta er í sjálfu sér bót frá því sem
áður var en skilyrðið er hins vegar
óþarft að mati Alþjóðahúss. Vinnu-
málastofnun hefur yfirsýn yfir at-
vinnuástand í landinu og ætti því ekki
að þurfa að treysta á umsögn stétt-
arfélags áður en ákvörðun um veit-
ingu atvinnuleyfis er tekin. Auk þess
skal starfið auglýst á Evrópska efna-
hagssvæðinu og er þannig mætt skil-
yrði um að atvinnuvegi landsins
skorti vinnuafl.
Í reglugerðinni er kveðið á um að
rík mannúðarsjónarmið þurfi að
liggja að baki því að hælisleitanda eða
þeim sem bíður ákvörðunar um um-
sókn og þeim sem bíða brottvísunar
skul veitt veitttvinnuleyfi. Ekki er
nánar tiltekið hvers konar tilfelli falla
hér undir, heldur er texti laganna
endurtekinn. Að mati Alþjóðahúss er
þetta skilyrði eðli málsins samkvæmt
uppfyllt og aðeins í undantekning-
artilvikum sem slíkt mat myndi leiða
til neikvæðrar niðurstöðu. Evr-
ópuríki hafa í auknum mæli tekið upp
þau tilmæli Flóttamannastofnunar
SÞ að gera hælisleitendum kleift að
vinna fyrir sér, enda metur stofnunin
það svo að um sé að ræða grundvall-
armannréttindi.
Auk þess er samfélagslegur ávinn-
ingur að því að vinnufært fólk fái
tækifæri til að stunda atvinnu í stað
þess að þiggja framfærslu frá hinu
opinbera. Reynslan hefur sýnt að
hælisleitendur eiga afar erfitt með að
fá vinnu, þar sem atvinnurekendur
horfa m.a. til þess að þeir þurfa sjálfir
að sækja um leyfið, umsóknin tekur
langan tíma og viðkomandi starfs-
maður gæti þurft að hætta fyr-
irvaralaust. Er það enn frekar til að
undirstrika að rík
mannúðarsjónarmið
þurfa að liggja að baki
sé hælisleitanda synjað
um atvinnuleyfi.
Reglugerðin heimilar
að atvinnurekanda sé
veitt leyfi til að ráða út-
lending sem komið hef-
ur til landsins til starfa
hjá öðrum atvinnurek-
anda. Sækja þarf um
nýtt atvinnuleyfi og
leggja fram yfirlýsingu
frá fyrri atvinnurek-
anda um að ráðning-
arslit hafi átt sér stað og ástæður
þeirra, en Vinnumálastofnun er heim-
ilt ef ríkar ástæður eru fyrir hendi, að
víkja frá þessu skilyrði.
Það fyrirkomulag að veita atvinnu-
rekandanum tímabundið atvinnuleyfi
til að ráða útlending í vinnu, leiðir til
þess að hann hefur óeðlilega mikið
vald yfir persónulegum högum laun-
þega síns og er til þess fallið að hann
geti misnotað þá aðstöðu sína. Laun-
þega ætti að vera frjálst að yfirgefa
slíkan vinnuveitanda og leita sér að
annarri vinnu og þá er óeðlilegt að
setja það skilyrði að atvinnurekandi
gefi út yfirlýsingu um ástæður ráðn-
ingarslitanna. Til bóta er vissulega að
Vinnumálastofnun megi víkja frá
skilyrðinu en hvað teljast vera ríkar
ástæður? Í íslenskum rétti eru und-
antekningarákvæði ávallt skýrð
þröngt og því verður að teljast hæpið
að þetta undantekningarákvæði muni
breyta miklu fyrir útlendinga sem
vinna hér.
Samkvæmt 26. gr. reglugerð-
arinnar má ráða útlending á aldrinum
18–26 ára í vist á íslenskt heimili.
Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi
en svo að útlendingur búsettur hér á
landi megi ekki ráða samlanda sinn
hingað í vist. Rökin að baki þessu
ákvæði hafa verið sögð þau að til-
gangurinn með vistinni sé að kynnast
tungumálinu og menningunni og það
sé bara hægt á heimili Íslendinga.
Alþjóðahúsið bendir á að sam-
kvæmt 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár
lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/
1944 skulu allir vera jafnir fyrir lög-
um og njóta mannréttinda án tillits til
m.a. þjóðernisuppruna. Með ákvæði
þessu er fólki af ákveðnu þjóðerni
settar skorður umfram fólk af öðru
þjóðerni og er því klárlega um að
ræða mismunum sem brýtur í bága
við ofangreint ákvæði stjórnarskrár-
innar. Að auki hefur vistráðinn ein-
staklingur með því einu að búa á Ís-
landi tækifæri til að kynnast íslenskri
menningu og tungu þótt hann sé af
sama þjóðerni og sú fjölskylda sem
hann dvelur hjá.
Einnig segir í reglugerðinni að
Vinnumálastofnun sé heimilt að aft-
urkalla atvinnuleyfi ef útlendingur
eða atvinnurekandi hafi vísvitandi
veitt rangar upplýsingar/leynt atvik-
um. Í ljósi þess að afturköllun at-
vinnuleyfis hefur afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir útlendinginn en varðar
hagsmuni vinnuveitandans minna,
verður að telja undarlegt, ef atvinnu-
rekandinn er sá brotlegi, að afleið-
ingar brotsins skuli fyrst og fremst
bitna á útlendingnum.
Að síðustu skal þess getið að í 9. gr.
laga um atvinnuréttindi útlendinga er
kveðið á um skyldu atvinnurekanda
til að veita starfsmanni með tíma-
bundið atvinnuleyfi upplýsingar um
grunnnámskeið í íslensku fyrir út-
lendinga, samfélagsfræðslu og aðra
þá fræðslu sem honum og fjölskyldu
hans stendur til boða. Í reglugerðinni
hefði, að mati Alþjóðahúss, mátt út-
færa þessa upplýsingaskyldu nánar,
nefna dæmi og jafnvel skylda at-
vinnurekendur sem hafa erlent fólk í
vinnu til að hafa á vinnustaðnum að-
gengilegar upplýsingar um íslensku-
námskeið og hvar leita megi upplýs-
inga um réttindi og skyldur.
Ný reglugerð um atvinnu-
réttindi útlendinga
Margrét Steinarsdóttir fjallar
um nýjar reglur um atvinnu-
réttindi útlendinga ’Reglugerðin heimilarað atvinnurekanda sé
veitt leyfi til að ráða út-
lending sem komið hef-
ur til landsins til starfa
hjá öðrum atvinnurek-
anda. ‘
Margrét Steinarsdóttir
Höfundur er lögfræðingur
Alþjóðahúss.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með hags-
muni allra að leiðarljósi, bæði
núverandi bænda og fyrrver-
andi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heim-
ilisofbeldi og kortleggjum
þennan falda glæp og ræðum
vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyr-
irbyggja að það gerist. For-
varnir gerast með fræðslu al-
mennings.
Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð-
isþróun á Íslandi hefur, þrátt
fyrir allt, verið til fyrirmyndar
og á að vera það áfram.“
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á
bílaleigur eru ekki í neinu sam-
ræmi við áður gefnar yfirlýs-
ingar framkvæmdavaldsins,
um að skapa betra umhverfi
fyrir bílaleigurnar.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn í
LHÍ og þar verði höfuðstaður
framhalds- og háskólanáms í
tónlist í landinu.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar