Morgunblaðið - 06.05.2005, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 06.05.2005, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Gamli skólinn Grenivík | Karlakór Keflavík- ur heldur tónleika í gamla skólanum á Grenivík kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Einsöngur: Steinn Erlingsson baríton og Guðlaugur Vikt- orsson tenór. Undirleik annast Sigurður Marteinsson á píanó. Juri og Vadim Fedorov á harmonikku. Salurinn | Tíbrá kl. 20. Kanadíska söng- konan Mary Lou Fallis & Peter Tiefenbach, píanó. Uppistand, söngleikhús, sjaldheyrð blanda af húmor og tónlistarflutningi. Verð kr. 2.500. Langholtskirkja | Tónleikar verða í Lang- holtskirkju í dag kl. 17. Fram koma 17 nem- endur söngdeildar Kórskóla Langholts- kirkju. Fjórir ljúka grunnstigi og sex ljúka 1. og 2. stigi. Söngkennarar eru Harpa Harð- ardóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sesselja Guðmundsdóttir tónfræði. Undir- leikari Jón Stefánsson. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Skáhalli tilverunnar. Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Benedikts S. Lafleur myndlistarmanns er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýn- ingin er þriðja í röð sýninga á verkum lista- manna sem eiga listaverk í Artóteki – List- hlöðu í Borgarbókasafni. Sjá vefsíðu http://www.artotek.is. Sýningin stendur til 18. maí. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Bananananas | Davíð Örn sýnir í Bananan- anas málverk og veggmyndir undir heitinu húsverk. Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Gel Gallerí | Ólafur grafari – Grafið er komið til að vera. Grafíksafn Íslands | Daði Guðbjörnsson sýnir vatnslitamyndir. Hafnarborg | Jóhannes Dagsson – „End- urheimt“. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Sýning um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Þema sýningarinnar er „List og náttúra með augum Norðurlandabúans“. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Milanó | Jón Arnar Sigurjónsson sýnir olíumyndir á striga. Myndefnið er borgarlíf, tónlist og árstíðirnar. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Reykjanesbæjar | Martin Smida, þýsk/tékkneskur listamaður sýnir – 365 Fiskar. Verkið samanstendur af 365 skúlp- túrum. Þetta er fyrsta sýning Martin Smida á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á verkum Dieters Roth hefst á Listahátíð 14. maí. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Die- ters Roth hefst á Listahátíð 14. maí. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Salurinn, Kópavogi | Leifur Breiðfjörð. Saltfisksetur Íslands | Jónas Bragi sýnir – Ólgur í Saltfisksetrinu. Sýningin er opin alla daga frá 11–18. Suðsuðvestur | Birta Guðjónsdóttir. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc- ione – ljósmyndir úr fórum Manfronibræðra. Leiklist Borgarleikhúsið | Draumleikur, verk A. Strindberg í meðförum útskriftarárgangs leiklistardeildar Listaháskólans er sýnt kl. 20. Benedikt Erlingsson leikstýrir. Leik- mynd – heimsmynd – Gretar Reynisson. Listasýning Geysishúsið | Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir sýningu í Geysishúsi. Sýningin ber heitið Áskorun 2005 og eru öll teppin ný. Sýningin er opin til 22. maí. Smáralind | Sýndir eru einstaklingar sem félagar Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational hafa átt þátt í að frelsa á 30 ár- um. Heitið er tekið úr bréfi samviskufanga: „Á dimmustu tímum fangavistar minnar komu orð ykkar og bréf sem dropar af regni, sem lengi hefur verið beðið eftir í endalausri eyðimörk..“. Fundir Aðalþjónustuskrifstofa Al–Anon | Al-Anon fjölskyldudeildirnar halda fund alla daga vikunnar. Al-Anon hefur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Skrifstofa Al-Anon er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10–13, þriðjudaga kl. 13–16. Nánari upplýsingar á www.al–anon.is. Háskólinn á Akureyri | Evrópusamtökin ásamt Háskólanum á Akureyri og Kaup- mannafélagi Akureyrar halda fund um Evr- ópumál í Háskólanum Akureyri föstudaginn kl. 10. Erindi flytja Ágúst Þór Árnason, Þór- arinn Pétursson, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir og Simo Tiainen frá Finnlandi. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið kl. 10– 17. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðl- unarsýning um ævi skáldsins og umhverfi. Sími 5868066 netfang: gljufrasteinn- @gljufrasteinn.is. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir. Cafe Catalina | Addi M. spilar fram eftir nóttu. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Sólon leikur. Kringlukráin | Hljómsveitin Mannakorn leikur. Fréttir Háskóli Íslands | Doktorsvörn fer fram við læknadeild Háskóla Íslands kl. 13. Þá ver Tómas Guðbjartsson læknir doktorsritgerð sína Nýrnafrumukrabbbamein á Íslandi. Stefán B. Sigurðsson deildarforseti lækna- deildar H.Í. mun stýra athöfninni sem fer fram í hátíðarsal, Aðalbyggingu. Námskeið Salurinn | Masterclass námskeið kl. 9.30– 16, fyrir strengjaleikara og kammerhópa undir handleiðslu Earl Carlyss. Áheyrn er ókeypis og allir velkomnir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki vera gagnrýninn á aðra í dag og stilltu þig um þá freistingu að skeyta skapinu á foreldrum, stjórnanda eða vinnuveitanda, þótt það liggi beint við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hættu að hafa áhyggjur, áhyggjur eru gamall vani þegar út í það er farið. Þú safnar hlutum, hefur áhyggjur af eigum þínum og framtíðaröryggi. Slakaðu að- eins á. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinur gagnrýnir meðferð þína á fjár- munum hugsanlega. Eða þá að vinur lætur ekki eitthvað sem þú átt von á af hendi. Ekki láta það slá þig út af laginu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Yfirboðarar eru gagnrýnir á þig í dag, einhverra hluta vegna. Ekki gefa þeim ástæðu til þess. Farðu varlega og vertu rólegur og yfirvegaður, ekki ögra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ferðaáætlanir eða vonir tengdar út- gáfu verða hugsanlega fyrir ein- hverjum töfum núna. Einhver leggur stein í götu þína, en þetta er tímabund- in hindrun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan hefur áhyggjur af reikningum, sköttum, skuldum og sameiginlegum eigum núna. En hún er ekki ein um það. Allir hafa slíkar áhyggjur. Eignir eru góðar og blessaðar en líka byrðar sem fela í sér viðhald og fjárútlát. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ósætti við maka og nána vini er líklegt í dag. Voginni er illa við ósamlyndi en hún á að muna að það þarf tvo til. Slappaðu aðeins af. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Besta leiðin til þess að höndla strauma augnabliksins er að vera duglegur í vinnunni. Sinntu smáatriðum sem þarfnast einbeitingar af þinni hálfu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki vera stífur eða strangur við smá- fólkið í dag, bogmaður. Gagnrýni er góð til síns brúks, en hvatning ennþá betri, var haft eftir Göthe. Mundu það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Notaðu daginn til þess að sinna við- gerðum á heimilinu og lagaðu það sem er bilað. Ekki reyna að lappa upp á samband við einhvern, samræður ganga ekki sem skyldi núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sýndu samstarfsfólki þolinmæði í dag, allir geta gert mistök, vatnsberinn líka. Hann er reyndar 50 árum á undan sinni samtíð og sér hlutina í því ljósi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum finnst okkur við rík, stundum fátæk. Það hefur ekkert með banka- reikninginn að gera. Ekki hafa áhyggj- ur af peningum í dag, líðan þín verður allt önnur innan tíðar. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Hugsun þín og skilningur eru djúp og hugmyndaflug þitt er gott. Þú ert við- kvæm manneskja en líka skörp og skilur þjáningar annarra. Margir sem eiga af- mæli í dag eru kennarar, ráðgjafar og frábærir foreldrar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ónauðsynleg, 4 skinnpoka, 7 súrefnið, 8 megnar, 9 rödd, 11 nöldra, 13 sjávargróður, 14 púsluspil, 15 drepa, 17 góðgæti, 20 snjó, 22 snauð, 23 loðskinns, 24 glerið, 25 minnka. Lóðrétt | 1 gildir ekki, 2 dáin, 3 matur, 4 vað á vatnsfalli, 5 ljúka, 6 harmi, 10 álút, 12 keyra, 13 á húsi, 15 haggar, 16 líðandi stund, 18 röltir, 19 fást við, 20 birta, 21 öskuvond- ur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 bjúgaldin, 8 sýpur, 9 sunna, 10 agn, 11 arinn, 13 arður, 15 matts, 18 hamar, 21 tía, 22 rolla, 23 kurri, 24 fiðringur. Lóðrétt | 2 jeppi, 3 gáran, 4 losna, 5 iðnað, 6 usla, 7 maur, 12 nýt, 14 róa, 15 mæra, 15 tældi, 17 staur, 18 hakan, 19 mörðu, 20 reið. Hin rétta röð. Norður ♠943 ♥KD ♦ÁKG10 ♣Á942 Suður ♠ÁDG ♥Á7 ♦D842 ♣KG73 Suður spilar sex grönd og fær út hjartatíu. Hvernig er best að spila? Úrvinnslan snýst um svörtu lit- ina og það er skynsamlegt að byrja á því að svína fyrir spaða- kóng. Heppnist svíningin er nóg að fá þrjá slagi á lauf og þá er til íferð í litinn sem tryggir þrjá slagi í öllum legum: Fyrst er kóngurinn tekinn, síðan litlu laufi spilað að Á9x. Fylgi vestur smátt, er nían sett úr borði, annars er tekið með ás og spilað að gosanum. Sem sagt: Fyrsti slagurinn er tekinn í borði á hjartadrottningu og spaðadrottningu svínað. Ef vestur drepur, verður að spila laufinu upp á fjóra slagi – taka á ásinn og svína gosanum næst. En ef spaðadrottningin heldur slag, þá má spila laufinu af öryggi upp á þrjá slagi. Er þetta pottþétt áætlun? Ekki alveg. Það er ekki sjálf- gefið að spaðakóngurinn liggi rétt þótt drottningin fái slaginn. Kannski hefur vestur fengið þá hugdettu að dúkka með kónginn! Með hliðsjón af þeim möguleika er nákvæmara að endurtaka strax svíninguna í spaða. Þá liggur ljóst fyrir hvernig vinna beri úr laufinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. Rc3 d6 4. e4 e5 5. d5 f5 6. exf5 gxf5 7. Dh5+ Kf8 8. Bd3 Rf6 9. Dd1 Ra6 10. Rge2 De8 11. Rg3 Dg6 12. h4 h5 13. Bg5 Rc5 14. Bc2 Rg4 15. Hh3 e4 16. Rge2 Re5 17. Rf4 Df7 18. Kf1 Rxc4 19. b4 e3 20. bxc5 Bxc3 21. Hc1 Be5 22. fxe3 dxc5 23. Re6+ Kg8 24. Hf3 Rd6 25. Rxc5 b6 26. Re6 c5 27. Kg1 Bxe6 28. dxe6 Dxe6 29. Hxf5 Hf8 30. Hxe5 Dxe5 31. Dd3 Hf6 32. Bxf6 Dxf6 33. Dd5+ Kg7 34. Hf1 De7 35. Hf3 Rf7 36. Df5 Hh6 37. Hg3+ Kf8 38. Bb3 Hf6 39. Dc8+ Dd8 Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey og Kaupmannahöfn. Krishnan Sashikiran (2.642) hafði hvítt gegn Tiger Hillarp- Persson (2.533). 40. Hg8+! og svartur gafst upp þar sem eftir 40. … Kxg8 41. Dxd8+ fær hvítur drottningu fyrir hrók. Skákþing Norðlendinga hefst í dag í safnaðarheimilinu og lýkur næst- komandi sunnudag, 8. maí. Öllum er velkomið að taka þátt í því en nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik  Fréttasíminn 904 1100 RAGNHEIÐUR Grön- dal heldur burtfar- artónleika sína úr söngdeild Tónlistar- skóla FÍH í kvöld. Á efnisskránni er frum- samin tónlist eftir Ragnheiði. Ragnheiður hóf nám við Tónlistar- skóla FÍH haustið 2000 og sótti fyrsta veturinn tíma hjá Tenu Palmer og Kjart- ani Valdemarssyni í djasssöng. Ári síðar byrjaði hún í djass- píanónámi hjá Agnari Má Magnússyni og söngtímum hjá Jó- hönnu Linnet. Í janúar 2004 hélt Ragnheiður til Svíþjóðar sem skiptinemi við Kungliga Musikhögskolan í Stokkhólmi og sótti þar bæði söng- og píanótíma. Undanfarinn vetur hefur Ragnheiður verið í söngtímum hjá Kristjönu Stefánsdóttur og Kjartani Valdemarssyni. Ragnheiður hefur einnig sótt ýmis námskeið í tengslum við nám sitt í skólanum m.a. hjá Jo Estill og Catrine Sadolin. Samhliða náminu hefur hún verið iðin við að koma fram, auk þess sem hún hefur gefið út tvær hljómplötur; Ragnheiður Gröndal (2003) og Vetrarljóð (2004). Þá er hún einnig handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004. Á tónleikunum leika með Ragnheiði þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Kjartan Valde- marsson á hljóðgervil, Birgir Bragason á kontrabassa og Birgir Baldursson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Jim Smart Burtfarartónleikar Ragnheiðar Gröndal Kreddur er eftir Peter Foote. Fyrir skömmu gaf Hið íslenska bókmennta- félag út ritið Kreddur, sem er safn tólf ritgerða Peters Foote, út gefið í tilefni af áttræðisafmæli höfundarins árið 2004. Hann var prófessor í íslensk- um miðaldabókmenntum við Univers- ity College í London 1963–1983. Pet- er Foote var gerður að heiðursfélaga Bókmenntafélagsins 1965. Bókin inniheldur Tabula Gratulatoria Pétri til heiðurs. Bókin er 217 bls. Ritgerðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.