Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 51
DAGBÓK
Rannsóknarsjóður
Listasafns Háskóla Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum.
Rannsóknarsjóður Listasafns Háskóla
Íslands var stofnaður árið 1999 af Sverri
Sigurðssyni.
Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á
íslenskri myndlist að fornu og nýju. Í því
skyni skulu árlega veittir styrkir af
ráðstöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði
íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og
forvörslu myndverka svo og til birtingar á
niðurstöðum slíkra rannsókna.
Umsóknir berist fyrir föstudaginn 27. maí
næstkomandi merktar:
Listasafn Háskóla Íslands,
Rannsóknarsjóður,
Oddi, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Auður Ólafsdóttir í
síma 525 4411.
Úthlutað verður úr sjóðnum í júní 2005.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14 auka um-
ferðir eftir sparikaffið kl.15 Allir vel-
komnir alla daga að Aflagranda 40.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–12, smíði/útskurður kl. 13–
16.30.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–
12.15 matur, kl. 13.45–14.45 söng-
stund, kl. 14.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist er spiluð í kvöld kl 20.30 í
Gjábakka.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og
kl. 11.30. Opið í Garðabergi frá kl.
12.30 til kl. 16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Fjölbreytt
dagskrá á vegum F.Á.Í.A., kl. 9 morg-
unsöngur, kl. 9.30 hreyfing og heilsa,
kl. 10 leiktæki í sal og fl, kl. 11 göngu-
ferð um nágrennið, sem enda í Fella-
og Hólakirkju þar sem boðin er hress-
ing, kl. 13.30 danshátíð í Hólabrekku-
skóla, kl. 14.30 pútt og fl., kl.15.30
sund og vatnsleikfimi í Breiðholts-
laug.
Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Kl.
9 almenn handavinna – bútasaumur,
útskurður, hárgreiðsla og bað, kl. 10
fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14
bingó, kl. 15 kaffi.
Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun,
smíðar og útskurður, kl. 14.15 verður
Aðalheiður Þorsteinsdóttir við píanó-
ið, fram að kaffi.
Hraunbær 105 | Bingóið fellur niður í
dag vegna handverkssýningarinnar
sem verður 8. og 9. maí.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
– frjáls aðgangur, postulínsmálning.
Böðun virka daga fyrir hádegi.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Betri stofa og Listasmiðja kl.
9–16. Vorsýning dagana 20., 21., 22.
maí. Upplýsingar í síma 568–3132.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði og opin–
hárgreiðslustofa, kl. 9–12 myndlist, kl.
10 boccia, kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður
föstudaginn 6. maí frá kl. 13–16.
Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir,
kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45–
12.45 hádegisverður, kl. 13.30 sungið
við flygilinn við undirleik Sigurgeirs,
kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sig-
urgeirs, pönnukökur með rjóma í
kaffitímanum.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9,
morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30
leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Aðalsafn-
aðarfundur verður haldinn í safn-
aðarheimilinu strax að lokinni guðs-
þjónustu kl. 11. Venjuleg
aðalfundarstörf, kosningar.
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10–12. Kaffi og létt spjall.
Grafarvogskirkja | Barnamessuferð
Grafarvogskirkju laugardaginn 7. maí.
Lagt af stað frá Grafarvogskirkju og
Borgarholtsskóla kl.10. Farið að
Hraungerðiskirkju nálægt Selfossi,
borðið upp á grillaðar pylsur og gos í
félagsheimili sveitarinnar. Komið
verður til baka kl. 14
Hallgrímskirkja | Starf með öldr-
uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl.
11 – 15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja
unga fólksins samkoma kl 20, bæna-
stund kl. 19.30. www.filo.is.
Verslunin Krónan
TIL hamingju með að vera með
lægra verð en Bónus, skv. könnun í
Morgunblaðinu laugardaginn 30.
apríl. Nú versla ég bara í Krónunni
og segi skilið við Bónus, svo lengi
sem þið keppið við lægra verðið.
Þetta er svo sannarlega kaupauki
hjá lítilmagnanum. Áfram Krónan!
Ánægður kaupandi.
Um hátíðis- og
almenna frídaga
SÚ SPURNING hefur lengi verið í
huga mínum hvers vegna vinnandi
fólki er ekki veittur aukalegur frí-
dagur þegar frídaga, samkvæmt
fyrirfram ákveðnu dagatali, ber
upp á laugardaga eða sunnudaga,
sbr. 1. maí núna og einnig mundi
17. júní falla undir þessa skilgrein-
ingu. Í augnablikinu man ég ekki
eftir fleiri slíkum dögum. – Þetta
er gert í allflestum nágrannalönd-
um okkar og hef ég lengi beðið eft-
ir forystu hinna vinnandi manna að
gera úrbætur á þessu sviði og
kröfu um að þetta verði tekið upp
hér.
Kona.
Bílnúmeri stolið
SUNNUDAGINN 1. maí á tíma-
bilinu frá kl. 14 til 19 var bílnúm-
erinu „KATLA 1“ stolið af bíl á
bílastæðinu við Rauðavatn fyrir of-
an Reykjavík. Númerið var rifið af
ásamt festingum. Þeir sem geta gef-
ið upplýsingar um málið eru beðnir
um að snúa sér til Lögreglunnar í
Reykjavík eða hringja í síma 561-
7550. Fundarlaun 10.000 kr.
Týnd íþróttataska
ÍÞRÓTTATASKA 11 ára sonar
míns var tekin úr búningsklefa
Laugardalslaugar sunnudaginn 1.
maí milli kl. 13 og 16.30. Hann var
þar á sundmóti og hafði skilið hana
eftir ofan á fatakörfu sinni. Taskan
er auðþekkjanleg, frekar stór, gul,
ljósblá og grá. Hún er merkt „HAG-
ER“ utan á. Finnandi er vinsamlega
beðinn að skila henni í afgreiðsluna í
Laugardalslaug eða hafa samband
við mig með tölvupósti á aleks-
@strik.is.
Sigurður Sigurðarson.
Áfram Margrét skólastýra!
ÉG VIL koma á framfæri ánægju
minni með þættina Allt í drasli sem
sýndir hafa verið á Skjá einum að
undanförnu. Heiðar stendur sig
ágætlega en Margrét skólastýra er
alveg frábær svo halda mætti að hún
hefði að baki áratuga reynslu af
vinnu í sjónvarpi. Í mínum huga er
gildi þáttanna ekki fólgið í því að
velta sér upp úr ástandi þeirra
heimila sem heimsótt eru heldur
þeim ráðleggingum sem Margrét
gefur og mættu svo gjarnan vera
fleiri. Helst mundi ég vilja sjá Mar-
gréti stjórna þætti sem fjallaði um
hagræðingu og vinnureglur á heim-
ilum, hvernig betur megi stjórna
þessum veltumiklu fyrirtækjum sem
stærri og minni heimili eru í raun og
veru. Fjölmiðlar keppast við að
bjóða upp á efni um hvernig gera
megi heimilin og matseldina glæsi-
lega en það vantar eitthvað buddu-
vænna fyrir okkur sem ekki viljum
sökkva okkur í skuldasúpu.
Olga P.
Nóri er týndur
NÓRI er ljósgrár síamsköttur,
dökkbrönd-
óttur á höfði,
skotti og lopp-
um, (blue
tabby point)
Hann hvarf
frá Dalalandi
10 á þriðju-
dagskvöldið 3.
maí. Hann er
tattóveraður í
eyra, en á
hálsól stendur
að hann búi í
Brekkubæ 15.
Vinsamlegast
kíkið í geymslur eða annars staðar
þar sem hann gæti hafa lokast inni.
Hans er sárt saknað. Uppl. í síma
866-2901 eða 847-4066.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
EINLEIKUR
Eddu Björgvins-
dóttur Alveg
brilljant skiln-
aður hefur nú
verið sýndur sl.
tvo mánuði í
Borgarleikhús-
inu. Að sögn að-
standenda hefur
verið uppselt á
allar sýningar
fram að þessu og iðulega sýnt fimm
til sex sinnum í viku sem er fágætt í
leikhúsi hérlendis.
Í dag verður þrítugasta sýningin
á einleiknum og af því tilefni mun
höfundur verksins, Geraldine Aron,
koma í heimsókn til Íslands og
verða viðstödd sýninguna. Gerald-
ine Aron er írsk að uppruna hefur
unnið til ótal verðlauna og við-
Alveg brilljant skilnaður
í þrítugasta sinn
Edda
Björgvinsdóttir
urkenninga. Hún
hefur m.a. skrif-
að leikrit fyrir
svið, sjónvarp og
útvarp, auk kvik-
myndahandrita,
og verk hennar
hafa verið þýdd á
fjölmörg tungu-
mál og nokkur
þau helstu eru nú
til sýningar í
þremur álfum samtímis.
Þórhildur Þorleifsdóttir færði
verkið á svið og Gísli Rúnar Jóns-
son þýddi og staðfærði. Uppselt er
orðið á nær allar sýningar í maí,
segja aðstandendur, en ósóttar
pantanir seldar daglega. Hafin er
sala á sýningar júnímánaðar en til
stendur að flytja Alveg brilljant
skilnað yfir í stærri sal innan tíðar.
Geraldine
Aron
SUNGIN verða
ljóðalög og flutt
raftónlist í Borg-
arneskirkju á
laugardag. Kall-
ast tónleikarnir
Ljóð og hljóð.
Þeir voru áður
fluttir á Kirkju-
bæjarklaustri um
páskahelgina.
Höfundur tónlist-
arinnar er Guðmundur Óli Sig-
urgeirsson, og hefur hann samið
hana við ljóð eftir Finn Torfa Hjör-
leifsson.
Söngkonurnar Anna Þ. Hafberg
og Oddný Sigurðardóttir, báðar
messósópranar, ásamt Gunnari P.
Sigmarssyni baríton flytja laga-
flokkinn Einferli, saminn við 25 ljóð
í samnefndri ljóðabók. Flest lögin í
flokknum eru einsöngslög, en fáein
fyrir dúett. Söngkonurnar syngja
einnig þrjá örstutta dúetta við önn-
ur ljóð í sömu ljóðabók. Undirleik-
ari á píanó og selló verður Brian
Haroldsson. Einnig verða flutt raf-
verk eftir Guðmund Óla sem hann
hefur samið við nokkur ljóð í ljóða-
bókinni Dalvísum eftir Finn Torfa.
Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Finnur Torfi
Hjörleifsson
Ljóð og hljóð í Borgarnesi
GÍTARLEIKARINN
Símon H. Ívarsson
mun halda tónleika í
Þrúðvangi, Álafoss-
vegi 20 í Mosfellsbæ á
sunnudaginn kl.
16:00. Yfirskrift tón-
leikanna er „Glíman
við Glám“ sem er
samheiti á geisladiski
sem Símon gaf út ný-
lega í samvinnu við
Smekkleysu. Á tón-
leikunum spilar Sím-
on einleiksverk af
diskinum sem inni-
heldur heildarútgáfu
af gítarverkum Gunn-
ars Reynis Sveinssonar. Jafn-
framt eru tónleikarnir útgáfu-
tónleikar fyrir diskinn.
Þessi verk eru afrakstur sam-
vinnu Gunnars Reynis og Sím-
onar til margra ára. Sum þessara
verka hafa heyrst leikin af Sím-
oni í heimildarmynd Ríkissjón-
varpsins, sem hét Svartur sjór af
síld.
Diskurinn var m.a. tilnefndur
til Íslensku tónlistarverðlaunanna
á sl. vetri.
Gunnar Reynir Sveinsson tón-
skáld er einn af áhrifamönnum
íslenskrar tónlistar síðustu hálfr-
ar aldar. Gunnar Reynir hefur
samið fjölda verka af ólíkum
stærðum og gerðum, sem mörg
hver hafa orðið vel þekkt meðal
þjóðarinnar. Verk Gunnars þykja
einstaklega fjölbreytt og hér
koma fram mjög ólíkar tón-
smíðagerðir. Gítarinn nýtur sín
einstaklega vel í tónsmíðum hans,
að mati Símonar, en þar koma
fram hin ýmsu blæbrigði hljóð-
færisins.
Á tónleikunum leikur Símon
eftirtalin verk: Undir regnbog-
anum, Íslensk rapsódía, Hom-
mage a Django Reinhardt og
Ölerindi.
Símon glímir við Glám
Gunnar Reynir
Sveinsson
Símon H.
Ívarsson
Fréttir á SMS