Morgunblaðið - 09.05.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.05.2005, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Verk Ólafs Elíassonar á 104 síðum Samstarfsverkefni KB banka, Eiðastóls og Morgunblaðsins sérútgáfa á morgun Borgarnes | Ekki eru allir á sama máli um hver örlög gamla Mjólk- ursamlagshússins í Borgarnesi eigi að vera. Samkvæmt nýju deiliskipu- lagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir að húsið verði rifið til að rýma fyrir nýrri íbúðarbyggð sem fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við fljótlega. Hópur fólks sem vill bjarga húsinu hefur haldið fund um málið og er nú að safna undirskriftum gegn niðurrifi hússins. Halldór Hauksson sálfræðingur er fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Hann segist strax hafa tekið eftir Mjólkursamlagshúsinu sem smá- krakki og fundist það sérstakt. Hann er einn þeirra sem vilja að húsið standi og verði gert upp. Hann segist hafa fylgst með málinu og vitað af því að athugasemdir hefðu komið við deiliskipulagið frá þeim Stefáni Ólafs- syni húsasmíðameistara og Sigríði Björk Jónsdóttur byggingarlistfræð- ingi. Í vor hafi hann sett sig í sam- band við þau og þau ákveðið að halda áfram að vinna að því að koma í veg fyrir að húsið verði rifið. „Ég hef talað við margt fólk sem er sammála um að rétt sé að láta gamla Mjólkursamlagið standa. Það eru mjög margir ósáttir við að rífa eigi húsið,“ sagði hann. Skemmtileg heild „Ákveðið var að halda fund hinn 20. apríl sl. Við fengum leyfi bæjaryf- irvalda í Borgarbyggð til að halda fundinn í húsinu. Þangað mættu um sjötíu manns og þar var fjallað fag- lega um húsið, menningarsögulegt gildi þess og hvað þurfi til að end- urgera það. Pétur Ármannsson arki- tekt, varaformaður húsfrið- unarnefndar, hélt erindi um byggingarsögu hússins og Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins, sem teiknaði það á árunum 1933– 1939. Fleiri hús eftir Guðjón Sam- úelsson eru í héraðinu, svo sem Hér- aðsskólinn í Reykholti, Bændaskólinn á Hvanneyri og gamla Sparisjóðs- húsið sem stendur skammt frá Mjólk- ursamlaginu við Skúlagötu í Borg- arnesi. Sparisjóðshúsið og Mjólkursamlagið ásamt gömlu hús- unum sem gerð hafa verið upp við Brákarbrautina, gamla íbúðarhúsið á klettinum, Búðarkletti, og Pakkhúsið, auk gömlu Kaupfélagshúsanna við Englendingavík, gætu einmitt mynd- að skemmtilega heild og ramma utan um gamla miðbæinn í Borgarnesi. Það getur varla kallast að endurlífga gamla miðbæinn að mölva niður. Fyrst og fremst ætti að þétta byggð- ina og bæta við það sem fyrir er. Ég er viss um að þessi heild mundi laða að ferðamenn sem hafa mun meira gaman af því að skoða gömul hús en ný. Mér finnst þessi gömlu hús vera eins og happdrættisvinningur fyrir bæinn.“ Lifandi menningarmiðstöð? Halldór segir að gera þyrfti gagn- gerar endurbætur á húsinu og vildu sumir ganga svo langt að endurreisa strompinn sem var svo áberandi á fyrstu árunum. Hann segir það draumamarkmið að endurgera húsið í upprunalegri mynd, en samkvæmt varðveislumati húsfriðunarnefndar er það fyrst og fremst framhliðin, sem ber svo sterk höfundareinkenni Guðjóns Samúelssonar, sem hefur varðveislugildi. Enda hefur húsinu oft verið breytt í gegnum tíðina. „Fyrir utan það hve húsið er glæsi- legt minnir það á merkilegt tímabil í íslenskri landbúnaðarsögu, svo ekki sé talað um atvinnusögu Borgarfjarð- arhéraðs. Auk þess er ljóst að það mundi nýtast til ýmissa hluta, ekki síst menningarstarfsemi. Í vetur kom í ljós að það hentar vel fyrir leiksýn- ingar auk þess sem þar væri hægt að hafa handverksmarkaði og ýmislegt fleira sem mundi hleypa lífi í gamla miðbæinn. Húsið gæti því orðið lif- andi miðstöð í þessari nýju íbúð- arbyggð. Bæjarstjórinn í Borgar- byggð hefur sagt að möguleiki væri að selja húsið einhverjum sem treysti sér til að kosta endurgerð þess. Ég held að það sé sama hver á húsið svo framarlega sem framhliðin verður varðveitt og húsið gert upp. Hins veg- ar teldi ég mun skemmtilegra að það nýttist bæjarbúum og finnst óneit- anlega skrítið ef bæjaryfirvöld aftaka það með öllu. Helga Halldórsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Borgarbyggðar, segir ákveðnar athugasemdir hafa komið fram þegar nýja deiliskipulagið að gamla miðbænum í Borgarnesi var kynnt. Þeim hafi verið svarað og Skipulagsstofnun samþykkti þau svör. Einnig var erindi sent húsfrið- unarnefnd sem taldi að aðeins fram- hlið hússins hefði varðveislugildi. „Nú er verið að vinna að því að úthluta þessu svæði til byggingarverktaka og býst ég við að það gangi í gegn fljót- lega. Gert var ráð fyrir að gamla Mjólkursamlagshúsið yrði rifið á þessu ári og þykir mér ekki ólíklegt að það verði gert í sumar. Við eigum reyndar eftir að fá formlegt leyfi frá umhverfis- og skipulagsnefnd bæj- arins.“ Helga segir bæjarbúa bæði vera með og á móti því að húsið verði rifið. Henni virðist sem skoðanir um það séu mjög skiptar. „Við erum tilbúin að hlusta á fólk og skoða ýmsa mögu- leika. Enn hafa ekki komið fram raunhæfar tillögur um nýtingu húss- ins. Rætt hefur verið um að það hent- aði sem húsnæði fyrir leikdeild Skallagríms sem setti upp sýningu þar í vetur, en bæjaryfirvöld hafa hugmyndir um að hún fái inni í hús- næði sem Borgarbyggð hefur eignast úti í Brákarey. Þar verður heilmikið pláss þegar Borgarnes-kjötvörur flytja í nýtt húsnæði. Þá má geta þess að bæjarráð hefur ekki fengið neina undirskriftalista eða ályktanir. Endurbætur of dýrar Ég sé ekki fyrir mér að sveitarfé- lagið geti eytt um 100 milljónum króna í að gera upp þetta hús, en það er líklega sú upphæð sem end- urbætur mundu kosta. Ég get alls ekki hugsað mér að húsið standi áfram eins og það er. Það er algjör vanvirða við það. Ef fram kæmi skyn- samleg tillaga um nýtingu hússins og að einhver gæti með óyggjandi hætti sýnt fram á að hann væri tilbúinn til og hefði fjármagn til að kosta þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru erum við tilbúin að skoða hana,“ sagði Helga Halldórsdóttir. Þessi gamla litaða ljósmynd eftir Árna Böðvarsson sýnir Mjólkursamlags- húsið í Borgarnesi eins og það leit út af sjó. Deila um örlög gamla Mjólkursamlagshússins Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Stykkishólmur | Hafin er tilraun- arækt á kræklingi í Breiðafirði. Að henni standa Jón Páll Baldvinsson og Jón Helgi Jónsson. Þeir hafa ver- ið að gera tilraunir með tvær lagnir við Purkey frá haustinu 2003. Þetta kom fram á fundi sem atvinnumála- nefnd Stykkishólmsbæjar og Efling Stykkishólms hélt fyrir skömmu. Þar voru ræddir möguleikar sem fyrir hendi eru í Breiðafirði til að skapa arðsama atvinnugrein. Jón Páll Baldvinsson fiskifræðing- ur og Jón Helgi Jónsson, eigandi Purkeyjar, hafa mikinn áhuga á að reyna fyrir sér með kræklingarækt. „Hugmyndin kviknaði yfir mörg- um kaffibollum sem við félagarnir drukkum saman,“ segir Jón Helgi. „Pabbi, sem bjó í Borgarnesi, nytjaði kræklinginn í Purkey um tíma. Kræklingur er í miklu magni í Purk- ey. Pabbi mokaði honum upp og seldi hann. Þetta var mikil vinna og ekki mikið upp úr þeirri aðferð að hafa. En þarna kviknaði áhugi minn fyrir kræklingarækt,“ segir Jón. Ástæðan fyrir því að þeir fóru af stað var að þeir félagar fengu styrk frá Atlantsráðinu til að þróa búnað fyrir kræklingarækt fyrir norrænar aðstæður. Um er að ræða kafsettan ræktunarbúnað, léttar og sterkar einingar. Með kafsetningu er verið að forðast íshættu, og eins kemst æðarfuglinn ekki eins auðveldlega í skelina, en æðarfuglinn getur verið til mikilla óþæginda. Þeir eru með tvær tilraunalínur, önnur suður af Purkey og hin vestur af eyjunni. Haustið 2003 náði ung- viðið að festast á safnarana og síð- asta sumar náðist vöxtur upp í 22 mm. Í sumar vonast þeir til að skelin verði orðin 45–47 mm stór, sem er uppskerustærð. Ræktunarhengj- urnar eru um 1 km á lengd og má reikna með 4 kg af skel á hvern metra í uppskeru. „Þetta er á tilraunastigi, og því best að hafa fæst orð um framhaldið, því leiðin er alls ekki bein og breið. En tilraunin lofar góðu, ásetan er góð og vöxtur þokkalegur,“ segir Jón Páll og bætir við: „Það er ekkert upp á kræklinginn að klaga, hann er til staðar. Verkefni okkar er að finna réttan búnað til ræktunar og góðar aðstæður til að lágmarka afföllin.“ Þeir munu halda áfram þróunarvinn- unni og vona að búnaður þeirra virki vel og sé nógu haldgóður og standist aðstæður, veður, strauma og ísalög. „Aðstæður í Breiðafirði til rækt- unar eru misjafnar, en ég er viss um að þar finnast staðir sem eru mjög heppilegir og geta skilað góðri arð- semi í framtíðinni,“ segir Jón Páll og heldur áfram: „Nú er að sjá hvernig kræklingurinn plumar sig í sumar og við bíðum spenntir eftir að sjá hver uppskeran verður í haust. Ef tilraun okkar skilar árangri er ég viss um að fleiri feta í fotsporin, því það er svo margt sem bendir til þess að kræk- lingarækt geti orðið arðsöm atvinnu- grein við Breiðafjörð í framtíðinni,“ segir Jón Páll Baldvinsson. Þeir Jón Helgi og Jón Páll hafa mikinn áhuga á að þróa nýjan útbún- að til kræklingaræktar. Þeir eru með tilraunir við Purkey á Breiðafirði og ef vel tekst eru miklir mögleikar fyr- ir hendi á að þróa nýja atvinnugrein. Verður kræklingarækt næsta auðlind Breiðafjarðar? Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Víðir Björnsson segir áhugasömum Hólmurum frá árangri þeirra í Norð- urskel í kræklingarækt við Eyjafjörð. Eftir Gunnlaug Árnason garnason@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.