Morgunblaðið - 09.05.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 15
DAGLEGT LÍF
Verslanir Odda
Borgartúni 29 • Sími 515 5170
Höfðabakka 3 • Sími 515 5105
www.oddi.is
Bleksprautupappír 90 g
40%afsláttur
649kr
Verð áður
1.090kr
500 blöð í pakka
Verslanir Odda
Borgartúni 29 • Sími 515 5170
Höfðabakka 3 • Sími 515 5105
www.oddi.is
Límmiðaprentari
50%afsláttur
11.490kr
Verð áður
22.990kr
Verslanir Odda
Borgartúni 29 • Sími 515 5170
Höfðabakka 3 • Sími 515 5105
www.oddi.is
50%afsláttur
4.990kr
Verð áður
9.990kr
Bleksprautuprentari 3845
Ýmist er það kallað oktett eðatvöfaldur kvartett, þegarátta syngja saman. Þeirfeðgar, bræður og frændur
sem syngja saman í oktett sem kenn-
ir sig við Breiðagerði hafa allir unun
af söng og koma saman hvern mánu-
dag til söngæfinga á heimili höf-
uðpaursins og aldursforsetans í hópn-
um, Ástvalds Magnússonar, sem er
83 ára og býr í Breiðagerði 8 í
Reykjavík. „Þetta byrjaði allt þegar
við sungum saman fyrir þremur ár-
um við brúðkaup barnabarns míns og
nafna sem nú er orðinn meðlimur í
oktettinum. En við fórum ekki að
gera þetta af neinni alvöru fyrr en í
fyrravetur og enduðum þá á að koma
fram á tónleikum á Hvolsvelli með
fleiri kórum.“
Skilyrði að vera rétt ættaður
Þeir Ástvaldur og synir hans, Þor-
geir, Pétur og Magnús, ásamt frænd-
um sínum og bræðrunum Sigurgeiri
og Frosta Jóhannssonum, Halldóri
Torfasyni og Ástvaldi yngri, sungu
nýlega á söngskemmtun í Hveragerð-
iskirkju en þeir segja þó engin plön
vera hjá hópnum um að verða heims-
frægir. „Við höfum bara svo gaman af
þessu og tilvist oktettsins byggist
fyrst og fremst á því hvað við erum öll
náskyld. Börnin mín fjögur eru öll í
hópnum því auk þriggja sona minna,
sem syngja, leikur Dóra Steinunn
dóttir mín undir hjá okkur og nafni
minn sonur hennar er líka í flokknum
og hinir þrír eru náfrændur okkar.
Það kemst enginn í þennan hóp nema
vera rétt ættaður,“ segir Ástvaldur
stoltur af hópnum sínum þar sem
tveir eru í hverri rödd og auk þess
grípur Þorgeir til harmonikkunnar í
sumum lögum.
Ástvaldur segir að hann og Guð-
björg kona sín hafi alist upp við mik-
inn söng á æskuheimilum sínum í
Dölum. Þau sungu um árabil í ýmsum
kórum. Ástvaldur segist fyrst hafa
sungið í karlakór 17 ára og nánast
óslitið síðan. „Ég var í kvartettinum
Leikbræðrum og söng þar annan ten-
ór en með mér voru Torfi bróðir minn
fyrsti bassi, mágur minn Friðjón
Þórðarson, síðar sýslumaður, annar
bassi og Gunnar Einarsson fyrsti ten-
ór.“ Kvartettinn Leikbræður varð til
þegar þeir félagar voru á siglingu á
Jónsmessunótt út í Flatey á Breiða-
firði árið 1945, en þá tóku þeir lagið
saman og voru lengi eftir það ómiss-
andi á hverri skemmtun Breiðfirð-
ingafélagsins í Reykjavík og víðar.
Þeir héldu fræga tónleika í Gamla
bíói árið 1952. „Svo var ég í Karlakór
Reykjavíkur í 25 ár og syng enn með
„Old boys“, sem er kór eldri og fyrr-
verandi félaga kórsins.“
Píanóið ofarlega í forgangsröð
Ástvaldur segir að tónlistin hafi
sem betur fer aldrei skilið við hann.
Eftir að hann flutti að heiman varð
tilvist píanós á heimili hans og konu
hans, Guðbjargar Þórðardóttur, til
þess að þar hittust Leikbræður oft til
æfinga. „Þegar við Guðbjörg giftum
okkur, 1945, átti ég ekki bót fyrir bor-
una á mér, var bláfátækur sveitapilt-
ur og hafði ekki efni á að kaupa mér
hjónarúm. Ég smíðaði það sjálfur og
það var fyrsta húsgagnið sem við
eignuðumst ásamt píanói sem við
keyptum frá Kaupmannahöfn. Guð-
björg hafði lært á orgel og það gekk
fyrir að fá hljóðfæri á heimilið. Hún
spilaði áður í kirkjunni heima í sveit-
inni vestur í Dölum. Hún lærði einn
vetur hjá Páli Ísólfssyni og spilaði
mikið í afmælum og við önnur tæki-
færi og þá oftast lög úr Íslenska
söngvasafninu sem allir kunnu í þá
daga og við köllum stundum fjár-
lögin. Þessi fjárlög eru þau bestu sem
hafa komið fram hingað til og við í
Breiðagerðisoktettinum syngjum oft
úr þessum fjárlögum.“
Ástvaldur og Guðbjörg eiga saman
fjögur börn sem öll hafa tekið tónlist-
arbakteríuna og foreldrarnir eru að
vonum ánægðir með það. „Börnin
okkar spila öll meira og minna eftir
eyranu og hafa lært það af mömmu
sinni. Dóra og Ástvaldur sonur henn-
ar eru bæði píanókennarar. Börnin
okkar hafa öll verið í kórum og bæði
sungið og spilað á hljóðfæri.“ Og
systkinin rifja upp bernskuárin. „Í
öllum afmælum var tekið lagið og
mamma spilaði alltaf undir á píanóið.
Á jólum komum við líka alltaf saman,
okkar fjölskylda og fjölskylda Torfa
bróður pabba, og sungum öll saman
jólasálma. Hér var stundum mikill
hljómur þegar sungið var í fjöl-
skyldusamkvæmum og þá var gjarn-
an opnað út á svalir. Þá komu ná-
grannarnir út í garða sína til að
hlusta,“ segir Pétur Ástvaldsson.
Og enn hljómar heimilissöngur í
Breiðagerðinu. Nú berast píanótónar
og söngraddir frá oktettinum góða
sem syngur um ástina og vorið.
Heimilissöngur er orðinn nokkuð fátíður á
gervihnattaöld þar sem tímaskortur hrjáir
margan manninn. Blessunarlega má þó enn
finna svo söngelskt fólk að það gefur sér tíma
til slíkrar iðju. Kristín Heiða Kristinsdóttir
rann á fagran söng sem barst frá húsi í Breiða-
gerði og fann þar fyrir skyldmenni sem syngja
saman í hverri viku.
Enginn kemst
í hópinn nema
rétt ættaður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Oktettinn við æfingar heima í Breiðagerði. F.v.: Sigurgeir Jóhannsson, Frosti Jóhannsson, Halldór Torfason, Ást-
valdur Magnússon, Pétur Ástvaldsson, Þorgeir Ástvaldsson, Ástvaldur Traustason og Magnús Ástvaldsson. Undir-
leikari er Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir.
Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Kvartettinn Leikbræður. Myndin er tekin 13. nóvember 1952, daginn sem þeir héldu konsert í Gamla bíói. F.v.:
Gunnar Einarsson, fyrsti tenór, Ástvaldur Magnússon, annar tenór, Torfi Magnússon, fyrsti bassi, og Friðjón
Þórðarson, annar bassi. Við píanóið er Gunnar Sigurgeirsson.
ÁHUGAMÁL |Feðgar, bræður og frændur taka saman lagið alla mánudaga í Breiðagerðinu
khk@mbl.is