Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 16

Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 16
Sólin elskar okkur bara upp að vissumarki – eða bara í tiltekinn tíma. Hin-ir ósýnilegu útfjólubláu geislar sól-arinnar eru það sterkir að þeir geta eyðilagt húðina. Brúnka og bruni, fyrstu stig skemmdar Margir eru hissa á því að hraustleg sól- arbrúnkan eða ofurlítill bruni eru fyrstu stig þess að húðin hefur skemmst. Sólarbrúnka er afleiðing þess að ysta lag húðarinnar skemmist. Húðin brúnkar þegar útfjólubláu geislarnir hraða á framleiðslu melanins, sem er dökka litarefnið í húðinni. Brúnkan er því aðferð húðarinnar til að stöðva geislana og koma í veg fyrir frekari skemmdir. Sólbruni verður þegar útfjólubláu geislunum tekst að brenna húðina. Jafnvel þótt að ein- kenni brunans hverfi, sitja skemmdirnar eftir. Sólarbruni getur eyðilegt DNA húðarinnar, og seinna meir valdið húðkrabbameini. Sólin gerir mann ellilegri Útfjólubláu geislarnir valda því að eftirfar- andi ellimerki húðarinnar koma mun fyrr í ljós:  Bandvefir í húðinni veikjast og húðin missir teygjanleikann.  Húðin verður þynnri og gegnsærri.  Dýpri hrukkur.  Þurr og gróf húð.  Háræðar koma í ljós á kinnum, nefi og eyr- um.  Stór brúnir blettir á andliti, handarbökum, handleggjum, bringu og ofarlega á baki.  Hvítir blettir neðarlega á fótleggjum og handleggjum. Góð- og illkynja æxli Mikil sólböð geta valdið bæði góð- og illkynja húðæxlum. Húðskemmdir sem eru mun algengari en krabbamein eru góðkynja æxli sem tengjast öldrun húðarinnar. Þetta eru brún- eða svart- leitir blettir sem líkjast vörtum, eru jafnvel vaxkenndir og geta verið mjög litlir en allt upp í 2-3 cm í þvermál. Annars konar húðskemmdir eru brúnir eða dökkbleikir blettir, hrjúfir og hreistraðir sem tengjast án efa sólböðum, og geta orðið að krabbameini. Húðkrabbamein myndast oftast þar sem sól- in nær mest að skína á húðina, þ.e. á höfuðleðri, andliti, vörum, eyrum, hálsi, bringu, hand- leggjum, höndum, og svo á fótleggjum kvenna. Sumar tegundir húðkrabbameins birtast sem lítill blettur eða sár sem grær illa. Þegar um ræðir sortuæxli, getur fæðingarblettur breyst eða nýr grunsamlegur myndast. Annars konar sortuæxli myndast fyrst sem dökkir flatir blettir, en verða síðan enn dekkri og stærra. Sveinbjörn Kristjánsson doktor í krabba- meinsforvörnum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, segið húðkrabbamein mun alvar- legra mál en fólk álítur. „Fyrst og fremst er að passa sig að brenna ekki og vera ekki of lengi í sólinni þegar hún er Skuggahliðar sólarinnar  SÓLARÁBURÐUR Morgunblaðið/Ómar 16 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Til að verja sig sem best fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar er best að byrja á börnunum, þau eru viðkvæmust allra. Allir eiga samt að gera eftirfarandi varúðarráð- stafanir.  Forðist sólina þegar hún er heitust, og geislarnir skaðleg- astir. Á Íslandi á milli kl. 11 og 14 á daginn, í suðrænni löndum frá kl. 10 til 16.  Sitjið í skugganum.  Verið í fötum. Verið í langerma skyrtum, í síðum buxum með barðastóra hatta. Fastofnari efni verja betur fyrir sólinni en lausofin efni.  Notið sólaráburð – og nóg af honum. Berið hann á ykkur 20 mínútum áður en þið farið út. Eftir það á 2ja klukkustunda fresti og oftar ef þið farið ofan í vatn eða svitnið. Oftast notar fólk ekki nema ¼ af þeim sól- aráburði sem til þarf til að hann geri gagn. Fullorðin manneskja þarf um 30–40 g af sólaráburði í hvert skipti sem borið er á. Hvað er til ráða? Á VORIN hópast börnin okkar út á hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og reiðhjól. Nú er því rétti tíminn til að fræða börnin um það hversu mikilvægt er að nota réttan öryggisbúnað – alltaf! Við hönnun á hjólreiðahjálmi er tekið tillit til þess að börn geti notað hann á fleiri farartæki en reiðhjól. Hjól- reiðahjálminn er því hægt að nota á öllum þessum farartækjum og engin ástæða til að fjárfesta í mörgum gerðum hjálma.  Mjög mikilvægt er að nota ein- ungis viðurkennda hjálma en þeir bera merkinguna CE.  Hafi barnið ekki notað hjálminn lengi þarf að byrja á því að kanna hvort hann passi ennþá.  Einnig er mikilvægt að kanna ástand hjálmsins; hvort hann sé illa farinn eftir að hafa t.d. verið hent oft í gólfið eða verið skemmdur á annan hátt. Nýr hjálmur keyptur Við kaup á nýjum hjálmi er mik- ilvægt að barnið komi með í versl- unina. Best er að mæla ummál höf- uðsins en það er gert yfir breiðasta hluta þess. Stærðir hjálma hlaupa alltaf á 5–6 cm. Miðstærð af hjálmi er 53–58 cm. og hann passar þá fyrir barn sem er með höfuðmálið 54–56 cm. Þegar börnin eru á hjólabrettum og línuskautum er mikilvægt að þau noti einnig úlnliðshlífar, hnéhlífar og olnbogahlífar en þær koma í veg fyr- ir að bein brotni. Þessi öryggisbún- aður á einnig að vera CE merktur. Á hlaupahjólinu er einnig gott að nota oln- bogahlífar og hnéhlífar og úln- liðshlífar ef hægt er að koma því við. Mikilvægt er að hlaupahjólin séu stillt í rétta hæð fyrir barn- ið. Stillingin er rétt þegar barnið er með oln- bogana bogna í mitt- ishæð. Það getur verið hættu- legt ef stýrið er of hátt, sér í lagi ef barn- ið fellur fram fyrir sig og fær þá stýrið í mag- ann. Foreldrar þurfa að fylgjast með ástandi hlaupahjóla, reiðhjóla, línuskauta og hjóla- bretta því mörg slæm slys má rekja til þess að búnaðurinn var bilaður. Afar mik- ilvægt er að for- eldrar brýni fyrir börnum sínum að vera ekki að leika sér á umferð- argötum.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA|Lýðheilsustöð Frekari upplýsingar um all- an þennan búnað, ásamt skýringarmyndum, eru á heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is, undir Árvekni-slysavarnir barna. Herdís L. Storgaard, verk- efnastjóri barnaslysavarna Ár- vekni, Lýðheilsustöð. Eftir Hildi Loftsdóttur hilo@mbl.is Við erum fljót að rífa okkur úr hverri spjör um leið og blessuð sólin lætur sjá sig. En elskar hún okkur jafnmikið og segir í ljóðinu? sterkust. Þá fáum við 50% af geisluninni. Ef maður er í sólinni utan þess tíma, þarf litlar áhyggjur að hafa, varla nota sólaráburð, “ segir Sveinbjörn. Sveinbjörn vill að fólk á Íslandi og í Skandin- avíu sé meðvitað um skaðsemi sól- arinnar, þótt það sé jákvætt gagn- vart henni. „Hitinn og ljósið er mjög gott, en geislunin eru bara neikvæð. Þegar maður finnur hitann af sólinni í húðinni, er maður þegar búinn að vera of lengi í henni, og DNA-skemmdir hafnar í húðinni.“ Börnin eru langviðkvæmust Sveinbjörn vill taka fram að börn eru sér- staklega viðkvæm, og að brenna sig sem barn eykur líkurnar á húðkrabbameini seinna. „Ungbörn undir 2ja ára eiga alls ekki að vera í sól, notið skugga, föt og hatta til að verja þau. Og ekki á að nota sólaráburð á börn yngri en eins árs,“ leggur hann áherslu á. „Fólk stólar fyrst og fremst á sólaráburðinn en notar hann vitlaust. Það heldur að það geti verið mun lengur í sólinni, en það hefur komið í ljós að þeir sem nota mest sólaráburð, fá frekar húðkrabbamein, því þeir eru mun lengur í sólinni. „Húðkrabbamein er það krabbamein sem auðveldast er að koma í veg fyrir. Einfaldlega með því að vera skynsamur í sólinni og elta ekki þennan brúna lit sem hverfur eftir nokkr- ar vik- ur,“ segir Sveinbjörn að lokum. Hvernig er best að verjast skaðlegum áhrifum sólarinnar? línuskautar fullorðins. Margar gerðir. H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 04 .2 00 4 Línuskautar hlífarog hjálmar Varahlutir og viðgerðaþjónusta ORLANDO stækkanlegir barna línuskautar. Skautinn stækkar með barninu. Mjúk dekk og APEC legur. Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40 fyrirtæki í forystu í þróun betri og þægilegri línuskauta Mikilvægt að börnin okkar séu með hjálm M or gu nb la ði ð/ Á rn i T or fa so n MIKLAR reykingar, áfeng- isdrykkja, offita og stress getur allt haft áhrif á frammistöðu karlmanna í kynlífinu. Einn af hverjum tíu karlmönnum þjáist af getuleysi og hafa ofan- greindir þættir oft mikið um það að segja. Margir karlmenn þjást af getuleysi lengi áður en þeir leita sér hjálpar, en mikill ár- angur næst ef þeir leita sér aðstoðar. Karlmenn geta þó hjálpað sér sjálfir með því að ræða vandamálið við makann og skoða lífsstíl sinn. Ef að lífsstílsbreyting dug- ar ekki til er þeim ráðlagt að leita til læknis. Breyttur lífsstíll – betra kynlíf  KARLMENN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.