Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 18

Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 18
18 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FASTEIGNASALAN GIMLI Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasaliGRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár TIL SÖLU EIGNARLÓÐIR UNDIR HEILSÁRSHÚS ÚR LANDI MÝRARKOTS Til sölu 30 eignarlóðir í landi Mýr- arkots í næsta nágrenni við Kiðj- aberg og á móti Hraunborgum. Verð 1,8 millj. óháð stærð eða staðsetningu lóðar. Kalt og heitt vatn að lóðarmörkum. Stærð lóða frá 0,75 hkt.-2,20 hkt. Heimilt að byggja allt að 200 fm heilsárshús á lóð. Frábær staðsetning í næsta nágrenni við einn fallegasta 18 holu golfvöll landsins, golfvöllinn á Kiðjabergi. Aðeins í 75 km fjarlægð frá Reykjavík og um 25 km frá Sel- fossi. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) er tilbúinn að lána allt að 100% af kaupverði lóð- ar og 65% af endanlegum bygg- ingarkostnaði. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli N Selt Selt Selt Selt Selt Fr Fr Fr Fr Fr Fr Fr Allar nánari upplýsingar gefur fulltrúi seljenda, Ellert í síma 661 1121 Fr = Frátekið HÚMOR í listum hefur, einhverra hluta vegna, lítið átt upp á pallborð hér á landi. Sérstaklega í yngstu greininni, sígildri tón- list, sem til skamms tíma var sett á him- inháan stall af þeim betur vitandi, svo hún yrði örugglega ekki dregin í svaðið af fávís- um almúga. En þeir tímar eru liðnir, þökk sé auknum fjölda innlendra hljómlist- armanna á heimsmælikvarða með Sinfón- íuhljómsveitinni í broddi fylkingar. Við er- um engir nýgræðingar lengur, og höfuðgersemar vestrænnar tónsögu hafa nú loks unnið sér öruggan sess. Það var löngu kominn tími á að sprella svolítið með djásnin dýru, vitanlega af ástúð og umhyggju þess er veit hvað er í húfi. Því var sannkallaður hvalreki að komu of- antaldra kanadísku listamanna hingað sl. föstudagskvöld. Að vísu kom sá reki trauðla fram af hverfandi athygli fjölmiðla. En kannski eru okkar tímar það breyttir frá því fyrir hálfri öld að ekki einu sinni Victor Borge myndi slá í gegn, hæfi hann ferilinn í dag. Nú er minna ráðrúm en nokkru sinni til að staldra við og skyggnast bak við tjöld- in. En kannski hefur klassískri kunnáttu líka hrakað frá því sem var, enda útheimtir glens af þessu tagi óneitanlega ákveðna lág- marksþekkingu hlustenda á innviðum tón- listarheimsins, þó ekki væri nema helztu klissjunum. Hvað þær varðar er vandfundinn þakklát- ari skotspónn en óperuprímadonnan. Ótald- ir brandarar hafa verið sagðir um „the fat lady“ og umhverfi hennar. Hitt er fágætara að ósvikin díva gefi sig í hlutverk bæði skyttu og skífu, þótt vitanlega væri allsend- is ófyndið ef skemmtikrafturinn hefði enga rödd. Hana hafði Mary Lou Fallis hins veg- ar, og í þokkabót bráðflinkan undirleikara af einmitt réttu virðulegu útliti, tilvalið „fo- il“ fyrir háðfimar korðustungur söngkon- unnar. Og þær voru bæði margar og hugvits- samlegar. Meðal þeirra kostulegri var „prufusöngsatriðið“ í fyrsta hluta. Aldrei á ævinni hef ég heyrt jafnfyndinn falskan söng, að Mrs. Miller meðtaldri, er dró svo hnitmiðað fram allt hið versta sem prófdóm- arar og óperustjórar upplifa í starfi að nota hefði mátt atriðið á myndbandi sem kennsluvíti til varnaðar. Látbrögðin við (upptekna) tilsögn söngkennslukonunnar með rússneska hreiminn voru bráðfyndin, og quodlibet-flétturnar í Gretchen am Spinnrade Schuberts við Breiðvangsballöð- urnar Begin The Beguine og I’ve Got You Under My Skin komu manni til að veltast innvortis um af hlátri. Raddfléttulistin náði síðan listrænum hápunkti í 2. hálfleik með þokkafullu samspili Clair de lune Debussys og slagarans Blue Moon. Hugvitið virtist eiga sér fá takmörk. Með því skæðfyndnasta var illkvittin grillun þeirra félaga á módernískri framúrstefnu í „Homage to Canada“, og að sögn „nýfundið stykki eftir Kurt Weill“ í kunnuglegum ka- barett-mars-stíl. Heimilislegri var kímnin í kanadísku aldamótalögunum í niðurlagi tón- leikanna, þar sem sönkonan steig Snowshoe Tramp á þrúgum og reri barkarkeipsár í viðlagi Paddle your Own Canoe. Skondið fróðleikskorn frá löngu horfnum tíma var auglýsingalag fatalitunarfyrirtækis í Lond- on, Ontario (kjörorð: „We Live to Dye“), er útbýtt var á nótum til heimilisflutnings – við gamalt hjálpræðishergöngulag! Gam- ansönglagið kunna „I Want To Be A Prima- donna-donna-donna“ lauk síðan kabar- ettnum, en við tóku aukalög með fjöldasöng eins og Home on the Range. Að segja að allir hafi skemmt sér vel væri vægt til orða tekið, enda var staðið upp og klappað heitt og hraustlega í lok fyndnustu tónleika í áratugi. Hér hefðu sjónvarps- stöðvar okkar sennilega getað nælt sér í margnota úrvalsefni, en þær voru að vanda steinsofandi á verðinum. Kemst annars nokkuð lengur að en bolta- íþróttir og rokk? Gæðagrín að gulli og gersemum TÓNLIST Salurinn Einsöngskabarettinn Primadonna. Mary Lou Fallis sópran og Peter Tiefenbach píanó. Föstudaginn 6. maí kl. 20. Gamantónleikar „Að segja að allir hafi skemmt sér vel væri vægt til orða tekið, enda var staðið upp og klappað heitt og hraustlega í lok fyndnustu tónleika í áratugi,“ segir Ríkarður Ö. Páls- son m.a. um tónleika Mary Lou Fallis. Ríkarður Ö. Pálsson LEIKSÝNINGIN Rauðu skórnir – óhefðbundið leikhús fyrir unglinga og annað fólk – er komin aftur á fjalirnar en hún var frumsýnd í fyrra. Sýningin er byggð á ævintýri eftir H.C. Andersen, en í stað orða er sagan sögð með tónlist eftir Ragnhildi Gísladóttur og leik- brúðum eftir tékkneska leik- brúðumeistarann Petr Matásek. Leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Erlingsson og leikendur eru þrír: Hallveig Thorlacius, Helga Arnalds og Jón Páll Eyjólfs- son. Lýsing er í höndum Sigurðar Kaiser. Sýningin verður sýnd í Iðnó næstu daga. Uppselt er á sjö sýn- ingar fyrir 8. og 9. bekki grunn- skóla fyrripart vikunnar. Forvarnasjóður og Velferð- arsjóður barna hafa styrkt þessar skólasýningar. Til heiðurs skáldinu, H.C. And- ersen, á 200 ára afmælinu kemur út diskur með tónlistinni sem Ragn- hildur Gísladóttir samdi sér- staklega fyrir þessa leiksýningu. Af þessu tilefni verður opin kvöldsýning í Iðnó á miðvikudaginn kemur, 11. maí, kl. 20. Aðeins verð- ur þessi eina opna sýning. Morgunblaðið/Ásdís Jón Páll Eyjólfsson og Helga Arnalds stjórna litlu stúlkunni í sýningunni Rauðu skórnir. Opin kvöldsýning verður í Iðnó á miðvikudaginn kemur. Rauðu skórnir dansa á nýjan leik UPPFÆRSLA á einu nafnkunnasta verki óp- erubókmenntanna, Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini, verður frumsýnd í Maestr- anza-leikhússins í borginni Sevilla á Spáni í kvöld. Kínverska sópransöngkonana Sun Xiuwei er hér í hlutverki sínu á æfingu á dög- unum. Reuters Madama Butt- erfly í Sevilla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.