Morgunblaðið - 14.06.2005, Page 2

Morgunblaðið - 14.06.2005, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR HÆFUR Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisbankanna. Segir m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar að hagsmunir Halldórs og venslafólks hans, sem hluthafa Skinneyjar-Þinganess, hafi verið óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Jackson saklaus Kviðdómur í Kaliforníu sýknaði í gær poppgoðið Michael Jackson af öllum ákærum, en hann hafði verið sakaður um að beita ungan dreng kynferðislegu ofbeldi. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir Jackson en hann neitaði alltaf allri sök. Brotin áttu að hafa verið framin á Never- land-búgarði Jacksons á árunum 2000–2003 en ákærandi Jacksons, Gavin Arvizo, var þá tíu til þrettán ára gamall. Ef Jackson hefði verið dæmdur sekur um ákæruatriðin hefði hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist. Vantar fé til tækjakaupa Fjárveiting Landspítala – háskóla- sjúkrahúss til tækjakaupa nægir ekki til nauðsynlegrar endurnýjunar og kaupa á nýjum tækjum. Gripið hefur verið til þess ráðs að leigja tæki eða kaupa með afborgunum. LSH fékk í fyrra 201 milljón króna á fjárlögum til meiriháttar tækjakaupa. Fram- kvæmdastjóri tækni og eigna á LSH telur að þessa fjárhæð þurfi að fjór- falda. ESB samþykkir írsku Írska hefur verið samþykkt sem eitt af opinberum málum Evrópu- sambandsins og eru þau þar með orð- in 21. Manntal árið 2002 leiddi í ljós að um 1,4 milljónir af þeim fjórum milljónum manna sem búa á Írlandi telja sig búa yfir kunnáttu til að tala tunguna. En aðeins fjórðungur þeirra sagðist tala hana daglega. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                          Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Úr verinu 12 Bréf 32 Viðskipti 13 Minningar 33/37 Erlent 14/15 Dagbók 41/43 Akureyri 17 Víkverji 41 Austurland 17 Velvakandi 42 Suðurnes 18 Staður og stund 43 Landið 18 Menning 44/44 Daglegt líf 19 Bíó 46/49 Menning 25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 Umræðan 28/32 Staksteinar 51 * * * EKIÐ var á 10 ára stúlku á gatnamótum Háaleitis- og Kringlumýrarbrautar á öðrum tímanum í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík. Stúlkan var flutt á slysadeild og síðan lögð á sjúkrahús þar sem hún átti að fara í aðgerð, samkvæmt upplýsingum lækn- is. Lögregla sagði hana hafa verið með rænu. Stúlkan skarst á læri og hlaut hugsanlega inn- vortis meiðsl þegar ekið var á hana. Slysið varð þegar stúlkan var að fara yfir gangbraut og bíll- inn að taka hægri beygju. Bæði voru á grænu ljósi en sam- kvæmt umferðarlögum hefur gangandi vegfarandi forgang við slíkar aðstæður. Ekið á 10 ára stúlku BÆJARSTJÓRAR Akureyrarbæj- ar, Húsavíkurbæjar og sveitarfé- lagsins Skagafjarðar hittust á fundi í gær ásamt fulltrúum frá iðnaðar- ráðuneytinu og Alcoa og ræddu áform um álversuppbyggingu á Norðurlandi. Að sögn Reinhards Reynissonar, bæjarstjóra á Húsavík, var um vinnufund að ræða og er áformað að aðilar hittist fljótlega að nýju. Stefnt sé að því að koma viðræðum aðila í fastan vinnufarveg á næstu vikum. Reinhard segist vænta þess að nið- urstaða um endanlega staðsetningu álvers geti mögulega legið fyrir fyrir lok árs. Staðsetning álvers verður rædd á hlutlægan máta Sveitarfélögin þrjú hafa undanfar- ið fjallað um drög að samkomulagi við Alcoa um að fram fari athuganir á mögulegum stöðum undir álver, þ.e. í austanverðum Skagafirði, við Dysnes í Eyjafirði og Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, hefur varpað fram þeirri hugmynd að Húsavík og ná- grenni verði fyrsti kostur fyrir álver og Dysnes komi þar á eftir. Spurður um kosti Húsavíkur und- ir álver segir Reinhard að sú vinna sem fram undan sé milli aðila hafi síður en svo dregið úr þeirri trú hans að Húsavík sé mjög heppilegur stað- setningarkostur. Aðilar muni þó ræða hugsanlega staðsetningu ál- vers á hlutlægan máta og hann treysti því að sú vinna muni leiða fram rétta niðurstöðu fyrir alla hlut- aðeigandi. Bæjarstjórar hittust á fundi um álversviðræður Væntir ákvörðunar um staðsetningu í ár MINNI aðsókn er að Vinnuskól- anum í Reykjavík í ár en í fyrra. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur leiðbeinanda starfa í kringum 3.200 krakkar á aldrinum 14–16 ára við Vinnuskólann þetta sumarið en í fyrrasumar sóttu 3.500 krakkar skólann. Segir hún vafalítið mega skýra fækkunina með batnandi at- vinnuástandi. „Hér ríkir mjög góð stemning, enda fátt skemmtilegra en að vinna úti við í garðvinnu í góðu veðri,“ segir hún en hópur hennar var ið- inn við að hreinsa og reyta arfa í beðum við Hallgrímskirkju í gær. Þetta er annað sumarið sem Linda Rós hefur umsjón með blönd- uðum hópi krakka á aldrinum 14– 16 ára, sem öll eiga það sameig- inlegt að vera af erlendu bergi brotin. „Um er að ræða sérstakt til- raunaverkefni sem Vinnuskólinn fór af stað með í fyrrasumar sem gaf það góða raun að það hefur fest sig í sessi,“ segir Linda Rós, en í sumar eru tveir slíkir hópar starf- ræktir, annars vegar á Skólavörðu- holtinu og hins vegar í Breiðholt- inu. Aðspurð segir Linda Rós verk- efnið hugsað fyrir krakka sem til- tölulega nýkomin eru til landsins, en um er að ræða sambland af vinnu og fræðslu. Fátt skemmtilegra en útivinna Morgunblaðið/Jim Smart Þeir Tien og Khanh frá Víetnam og Pawel frá Póllandi eru meðal krakkanna sem voru í gær að hreinsa beð við Hallgrímskirkju. Auk þeirra eru í fjölþjóðlega hópnum krakkar frá Taílandi, Filippseyjum og Kína. OLÍUFÉLAGIÐ ákvað í gær að hækka verð á bensíni um eina krónu á lítra, dísilolía, gasolía, flota- olía og flotadísilolía hækka um kr. 1,50 á lítra og svartolía um kr. 1,00 á lítra. Eftir þessa breytingu er algengt verð á höfuðborgarsvæðinu á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu á stöð með fullri þjónustu, kr. 107,70 og á dísilolíu kr. 55,60, að því er fram kemur á heimasíðu Olíufélags- ins. Verðhækkunin er skýrð með hækkun heimsmarkaðsverðs að undanförnu. Eldsneyti hækkar í verði STEFNT er að því að samningur um þróunarsamvinnu milli Íslands og Sri Lanka verði undirritaður á Sri Lanka hinn 22. júní nk., að sögn Sighvats Björgvinssonar, fram- kvæmdastjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands (ÞSSÍ). Sri Lanka verður þar með fimmta ríkið sem ÞSSÍ semur við um þróunarað- stoð. Hin ríkin eru Malaví, Mósam- bík, Namibía og Úganda. „Ferðaskrifstofan klúðraði þessu“ Einnig er stefnt að samningi við Níkaragva síðar á árinu. Sá samn- ingur hefur þó tafist, segir Sighvat- ur. Hann segir að ÞSSÍ hafi boðið sendinefnd frá Níkaragva að koma hingað til lands, fyrir um það bil viku, til að undirbúa væntanlegt samstarf. Sérstök kynningardag- skrá hafði verið undirbúin fyrir hópinn í samstarfi við ýmsa aðila. Ferðaskrifstofa Íslands átti, að sögn Sighvats, að sjá um að ganga frá flugmiðum hópsins til landsins. Þegar hópurinn mætti á flugvöllinn í sínu heimalandi, tilbúinn í ferðina, kom hins vegar í ljós að engir voru miðarnir. „Ferðaskrifstofan klúðr- aði þessu,“ segir hann, „og því varð ekkert af heimsókninni. Þetta frestar því, að sjálfsögðu, möguleik- um okkar til að starfa í landinu.“ Hann segir þó unnið að því að reyna að fá hópinn til Íslands síðar á árinu. Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands Samið við Sri Lanka  Aukin framlög/8 FIMM karlmenn og ein kona voru í gær dæmd í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á 1.000 e-töflum og um 130 grömmum af kókaíni til landsins. Fíkniefnin voru falin í vaxkertum sem höfðu verið holuð að innan til að hægt væri að koma fíkniefnunum fyrir. Þyngstu dómana, tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi, hlutu Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vil- hjálmsson en með smyglinu rufu þeir báðir skilorð eldri dóma. Rúm- lega fertugur karlmaður með tals- verðan sakarferil hlaut 21 mánaðar fangelsi, annar hlaut 18 mánaða fangelsi og sá síðasti 12 mánaða fangelsisrefsingu. Í öllum tilvikum var refsing karlmannanna óskilorðs- bundin. Þá var 24 ára gömul kona sem sótti fíkniefnasendinguna á pósthús að beiðni eins karlmann- anna dæmd í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Jafnaldra hennar, eiginkona þess sem hafði milligöngu um kaupin á fíkniefnunum í Hol- landi, var sýknuð af ákæru um að hafa tekið við 90.000 krónum sem hún var sögð hafa vitað að væru ávinningur fíkniefnaviðskipta. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að lögreglunni í Kefla- vík bárust upplýsingar um það í árs- byrjun 2004 að Karl Filip hefði farið í stutta ferð til Hollands. Þótti sú ferð grunsamleg m.a. vegna þess að hann var þekktur af neyslu fíkniefna og hafði oft sést með fertugum manni, þeim sem hlaut 21 mánaðar fangels- isdóminn, sem hafði verið orðaður við neyslu og sölu fíkniefna. Í febrúar barst sending sem stíluð var á blómabúð, í eigu þess síðar- nefnda, frá Rotterdam í Hollandi sem innihélt vaxkertin átta. Lög- regla tók fíkniefnin úr kertunum og kom fyrir eftirlíkingu fíkniefna í staðinn. Dóminn kváðu upp Finnbogi H. Alexandersson, Gunnar Aðalsteins- son og Þorgeir Ingi Njálsson. Kol- brún Sævarsdóttir frá ríkissaksókn- ara sótti. Hilmar Baldursson hdl., Ásgeir Jónsson hdl., Brynjar Níels- son hrl., Lárentsínus Kristjánsson hrl. og Hilmar Ingimundarson hrl. voru verjendur í málinu. 12 til 24 mánaða óskil- orðsbundið fangelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.