Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SUMARIÐ er tíminn söng Bubbi Morthens með GCD á sínum tíma. Og sumarið er svo sannarlega tíminn þegar borgin vaknar af vetrardvala og iðar af mannlífi í sólinni, unglingarnir njóta útiverunnar meðan þeir sinna grænum blettum borgarinnar, unnið er að malbikun gatna og krakkar í sumarfríi nota tækifærið til að busla í ylvolgu vatninu í Nauthólsvíkinni. Þegar blaðamaður ásamt ljósmyndara átti leið um Austurvöll um hádegisbilið í gær var hver einasti bekkur þéttsetinn auk þess sem fjöldi fólks lét fara vel um sig á gras- fletinum. Áætla má að eitthvað á þriðja hundrað manns hafi verið á svæðinu, en af þeim sem til þekkja nær fjöldinn einmitt há- marki í hádeginu þar sem margir nota há- degishléið til að skella sér út og borða nest- ið undir berum himni í veðurblíðunni eða kaupa sér kaffibolla og með því á nærliggj- andi kaffihúsum. Á viðstöddum var það að heyra að þeir ynnu flestir hjá fyrirtækjum í göngufæri frá Austurvelli. Aðrir komu hins vegar lengra að, en meðal þeirra var Eld- járn Már Hallgrímsson, starfsmaður Dýra- ríkisins á Grensásvegi, sem notaði tækifærið í matartímanum til að viðra hundinn sinn, Fant, enda að hans sögn: „Sjúklega gott veður.“ Fuglarnir gráðugir í brauðform Við Tjörnina gaf að líta töluvert af ferða- mönnum sem tyllt höfðu sér á bekk, enda margir hverjir búnir að labba um bæinn þveran og endilangan. Tvær ungar stúlkur í sumarfríi höfðu fengið sér ís í hitanum og voru að skemmta sér við að gefa fuglunum hluta af brauðforminu, sem var greinilega afar vinsælt hjá fuglunum, því svanur einn á vatninu þurfti að hafa sig allan við að til ná brauðinu, sem var einnig með smá ís á, áður en endurnar guffuðu það í sig. Af græðgi fuglanna að dæma féll ísbrauðið greinilega í afar góðan jarðveg. Á tjaldstæðinu í Laugardal voru aðeins komin upp örfá tjöld. Þar rakst blaðamaður á þá Jan Moneke og Sebastian Krahl, bak- pokaferðalanga frá Þýskalandi, sem ný- komnir voru til landsins og að fara að leggja í þriggja vikna hringferð um landið. Spurðir hvað dregið hefði þá til Íslands nefndu þeir báðir hina stórbrotnu náttúru, auk þess sem þeim fyndist mikill kostur að ekki væri of heitt hérlendis þar sem hitinn t.d. á Ítalíu og Frakklandi hentaði, að þeirra mati, ekki eins vel til bakpokaferðalaga. Meðal áfanga- staða nefndu þér klassíska staði á borð við Mývatn og Skaftafell, en auk þess er stefn- an tekin á Vatnajökul þar sem þá langar að komast á bak vélsleða og bruna um á ísnum. Kastalar byggðir í Nauthólsvík Margt var um manninn í Nauthólsvíkinni. Hópur krakka á aldrinum 9–12 ára var þar á siglingarnámskeiði á vegum ÍTR, en að sögn Björns Kristjánssonar, starfsmanns ÍTR, fá krakkarnir að kynnast hinum ólíku tegundum báta, s.s. róðrarbátum, kajökum og árabátum. Í gær var svo komið að því að prufa seglbátana, en um er að ræða litla báta sem taka hver um sig tvo til fjóra krakka. Á ylströndinni voru krakkar á öllum aldri að busla í vatninu og byggja bæði stíflur og kastala í sandinum. Þeir sem vildu liggja í sólbaði fundu til þess skjól upp við húsið eða í brekkufætinum, enda smá gola sem skýrði það væntanlega af hverju ekki voru fleiri á svæðinu. Miðað við hversu góð að- sókn hefur verið að ylströndinni síðustu sumur er þess örugglega ekki langt að bíða að ströndin fyllist af fólki. Borgin iðar af mannlífi í sólinni Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Eyþór Vinkonurnar Rakel Thoroddsen og Indíana Ingólfsdóttir reyndu án árangurs að gefa öndunum við tjörnina ís. Morgunblaðið/Jim Smart Greinilegt var að krakkarnir í Vinnuskólanum nutu þess að vinna úti í góða veðrinu. Þessi stúlka dansaði nánast af kæti við kústinn sinn. Morgunblaðið/Eyþór Kajakarnir við Nauthólsvíkina voru ein- staklega litskrúðugir í sólinni í gær. Morgunblaðið/Eyþór Meðal þeirra sem nutu útiverunnar í Naut- hólsvíkinni voru Össur Skarphéðinsson og dætur hans Birta og Inga. Sögðust þau hafa komið hjólandi vestan úr bæ og aðeins vera í stuttu ís- og kaffistoppi enda leiðinni heitið áleiðis upp í Öskjuhlíð að skoða kanínur. Morgunblaðið/Eyþór Fantur naut útiveru með eiganda sínum, Eld- járni M. Hallgrímssyni. Nafnið er öfugnefni segir hann enda vart til blíðari hundur. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is NOKKRIR umhverf- isverndarsinnar og félagar á Náttúruvaktinni tóku sér stöðu fyrir utan Hótel Nor- dica í gær þar sem álráð- stefnan fer fram og dreifðu bæklingum og upplýsingum um umhverf- ismál til þátttakenda á ráðstefnunni. Hér tekur Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, við gögnum frá Ástu Arn- ardóttur. Í tilkynningu frá Nátt- úruvaktinni segir að með ráðstefnunni sé verið að auglýsa Ísland sem kjörið og ódýrt orkuver og málmbræðsluland. Bent er á að í setningarræðu iðnaðarráherra á ráð- stefnunni hafi hann sagt að ástæða fyrir því að ráðstefna sé haldin hér hafi legið í tveimur orðum, orku og áli. „Kæra Íslendingar sig um að eiga hlut í þeirri framtíðarsýn sem hér er verið að smíða án þess að vera spurðir? Geta Íslendingar látið þungaiðnaðinn, í krafti fjármagns og valdatengsla, leggja línurnar? Viljum við fórna náttúruauðlindum okkar enn frekar til að tryggja „örugga, ódýra orku fyrir næstu kynslóð ál- bræðslna“, eins og það er orðað í einni meginspurningu ráðstefnunnar?“ spyr Náttúruvaktin. Morgunblaðið/Eyþór Dreifðu bæklingum og minntu á umhverfið VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra setti 10. alþjóðlegu ál- ráðstefnuna, sem fram fer í Reykja- vík, á Nordica hóteli í gærmorgun en hana sitja um 200 fulltrúar úr ál- iðnaðinum hvaðanæva úr heiminum. Valgerður fór í ávarpi sínu í stuttu máli yfir uppbyggingu ál- versiðnaðar á Íslandi og benti á að áliðnaðurinn skipaði sífellt stærra hlutverk fyrir íslenskan efnahag. Sem dæmi hefði hlutur sjávarút- vegs, sem hlutfall af heildarútflutn- ingi, lækkað á umliðnum misserum, úr 75% árið 1990 og stefndi í að hann yrði 45% árið 2010. Í staðinn væru aðrar framleiðsluvörur, eins og ál, að sækja í sig veðrið. Áliðn- aðurinn á Íslandi væri að nálgast það að skapa sömu gjaldeyristekjur og sjávarútvegurinn. Ráðherra minnti á að megintil- gangurinn með að auka fjölbreytni útflutningsreinanna hefði einmitt verið að skapa traustari stoðir und- ir hagkerfið en á sama tíma skapaði það hættu á að efnahagur landsins yrði um of háður heimsmarkaðs- verði á áli í stað afurðaverðs sjáv- arafurða. Með frekari vinnslu á áli í stað frumframleiðslu mætti vinna gegn þessum áhrifum. Ráðherra sagði að nokkur alþjóð- leg álfyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að kanna hugsanlega álversupp- byggingu hér á landi, m.a. Alcoa á Norðurlandi. Allir kostir yrðu þó skoðaðir áður en ákvörðun yrði tek- in um byggingu nýs meðalstórs ál- vers hér á landi. Þess má geta að viðræður standa nú yfir milli stjórnvalda og sveitarfélaga á Norðurlandi um að hýsa nýtt álver. Bjarni Bjarnason, framkvæmda- stjóri orkusviðs Landsvirkjunar, fjallaði í erindi sínu um Kára- hnjúkavirkjun, en einnig um fram- tíðarorkugjafa heimsins; jarðvar- mann. Bjarni rakti í stuttu máli tilraunaboranir á háhitasvæðum, þar sem Íslendingar stæðu fram- arlega og að mikil þekking á jarð- varmavirkjun væri samankomin hér á landi. Til marks um þá miklu orku sem leynist í jörðinni benti hann á að tækist að virkja 0,1% af allri orku neðanjarðar myndi það duga til að anna allri orkuþörf mannkyns í ein 13.500 ár. Álráðstefnan stendur áfram yfir í dag og lýkur á morgun en þá verð- ur þátttakendum boðið í kynnisferð austur á Kárahnjúka. Áliðnaður fylgir fast á hæla sjávarútvegs Iðnaðarráðherra setti tíundu alþjóðlegu álráðstefnuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.