Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR TÆPLEGA 400 íslenskar konur á 15 stöðum erlendis tóku þátt í kvennahlaupi ÍSÍ Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 16 sinn sl. laugardag. Áætlað er að á bilinu 17-18.000 kon- ur á öllum aldri hafi tekið þátt á yf- ir 90 stöðum hérlendis. Er þetta sambærileg þátttaka og í hlaupinu á síðasta ári. Í Garðabænum var mikil og góð stemning í blíðskaparveðri og voru þátttakendur um 6.000 talsins. Elsti þátttakandinn í Garðabænum var Hulda Þorbjörnsdóttir 95 ára en sú elsta sem vitað er um í hlaupinu á landsvísu er Torfhildur Torfadóttir 101 árs sem tók þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ á Ísafirði. Í Mosfellsbæ tóku um 1000 konur þátt og á Akureyri sprettu tæplega 700 konur úr spori. Ljósmynd/Ragnar Schram Íslenskar konur tóku þátt í Kvenna- hlaupinu á 15 stöðum erlendis en hér sjást nokkrar þeirra hlaupa í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. 400 íslensk- ar konur hlupu erlendis STJÓRN Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi um helgina ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykja- víkurlistans. Fulltrúaráð Samfylking- arfélaganna í borginni kemur saman til fundar á miðvikudagskvöld vegna undirbúnings fyrir borgarstjórnar- kosningarnar, en það fer með fram- boðsmál fyrir hönd flokksins. Beinir stjórn Samfylkingarfélagsins því til fulltrúaráðsins að veitt verði umboð til samningaviðræðna við alla þá sem starfa vilja undir merkjum Reykja- víkurlistans. Í ályktun stjórnar Samfylkingar- félagsins segir að samfylkingarmenn eigi að ganga til viðræðna um end- urnýjað samstarf innan Reykjavíkur- listans. „Árangur síðustu þriggja kjörtímabila á nær öllum sviðum borgarmála er slíkur að það væri ábyrgðarlaust og óskynsamlegt að ganga frá þessu máli að óreyndu. Stjórn SffR hefur fulla trú á því að saman geti gengið, bæði um menn og málefni, og vísar í þeim efnum meðal annars til umræðna og skoðanaskipta borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um skipulagsmál undanfarnar vikur.“ Hvetja til við- ræðna um nýjan Reykja- víkurlista STOFNUN Fræðasetra Háskóla Ís- lands og Þróunarfélög (atvinnuráð- gjafar) héldu í gær vinnufund í Sand- gerði um svæðisbundna stefnu í rannsókna- og þróunarstarfi. Ráð- gjafar frá Þróunarfélögum og sam- tökum sveitarfélaga leiddu vinnu- hópa, en í hópunum voru jafnframt helstu fulltrúar sveitarfélaga, rann- sókna-, mennta- og menningarsetra. Í dag verður síðan haldið opið mál- þing, þar sem niðurstöður hópanna verða kynntar. Á undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging á rannsóknum, mennta- og þróunarstarfi á lands- byggðinni og hafa ráðuneyti mennta- mála, iðnaðar og umhverfis til dæmis öll komið að mótun rannsóknastefnu fyrir ólík svæði. Stefanía G. Krist- insdóttir, verkefnisstjóri fyrir stofn- un fræðasetra, segir að vinnuhóp- arnir hafi skilað góðu verki og vinnan gengið vel. „Við eruð að finna út að svæðin geta lært svo margt hvert af öðru. Til dæmis á Þingeyjarsýslan svo margt sameiginlegt með Austur- landi og Vatnajökulsþjóðgarði og svo framvegis. Rannsóknatækifærin eru ólík eftir svæðum, en hér er fólk frá ólíkum stöðum að ræða saman.“ Kynning fór fram í gær á svoköll- uðum „best practice“, sem eru verk- efni úr mismunandi landshlutum. Meðal þeirra eru landnámssetur í Borgarfirði, Rannsóknamiðstöð um kvíaeldi og veiðarfæri og Jöklasýn- ingin á Höfn, sem Morgunblaðið fjallaði um í síðustu viku. Ólík rannsóknatæki- færi eftir svæðum flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.