Morgunblaðið - 14.06.2005, Page 13

Morgunblaðið - 14.06.2005, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI STJÓRN Kauphallar Íslands hefur samþykkt aðild Føroya Sparikassi P/F að Kauphöllinni. Þá eru aðilar að Kauphöllinni orðnir 22 talsins, þar af þrír erlendir. Auðkenni Før- oya Sparikassi í viðskiptakerfi Kauphallarinnar er FSP. Føroya Sparikassi Group er stærsta fjármálafyrirtæki Færeyja með heildareignir að fjárhæð 872 milljónir evra í desember 2004. Inn- an samstæðunnar eru fasteignasal- an INNI P/F og fjárfestingarbank- inn Eik Bank Danmark A/S sem er í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Føroya Sparikassi leggur áherslu á að þjóna bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur breidd þjónustunnar aukist til muna m.a. með innkomu bankans á verð- bréfamarkaðinn. Aðild að Kauphöll- inni er skref í þá átt að efla verð- bréfahluta starfseminnar enn frekar. Með aðildinni hefur Føroya Sparikassi aðild að tveimur NOR- EX-kauphöllum, Kauphöll Íslands og Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Føroya Sparikassi er aðili að Virðisbrævamarknaður Føroya sem gerði samstarfssamning við Kaup- höll Íslands í mars 2004 um skrán- ingu færeyskra verðbréfa. Í vikunni verður fyrsta færeyska hlutafélagið skráð og því má búast við að verð- bréfaviðskipti í Færeyjum aukist í kjölfarið. Forstjóri Føroya Spari- kassi er Marner Jacobsen. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í tilkynningu frá Kauphöllinni, að aðild bankans renni styrkari stoðum undir fær- eyska markaðinn sem starfræktur er í Kauphöllinni og verði vænt- anlega til að efla viðskipti í Fær- eyjum. Føroya Sparikassi aðili að Kauphöll Íslands OG FJARSKIPTI gagnrýnir í til- kynningu sem fyrirtækið gaf frá sér, og birtist á vef Kauphallar Íslands, vinnubrögð Kauphallarinnar varð- andi val á félögum í Úrvalsvísitölu. Fram kemur í tilkynningunni að við birtingu úrvalsvísitölu Kauphall- arinnar á föstudag hafi komið í ljós að Og fjarskipti kæmu ekki til greina við samsetningu úrvalsvísitölunnar þar sem félagið hefði ekki birt a.m.k. 90% tilkynninga sinna á ensku tímabilið janúar til maí 2005. Páll Harðarson, forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallar Íslands, segir það eðlilegt að mismunandi sjónarmið séu uppi um hvernig val á fyrirtækjum á Úrvalslista eigi að fara fram og hvaða reglum eigi að beita. „Reglurnar eru hinsvegar eins og þær eru, og við erum bundin af þeim eins og aðrir,“ segir Páll. „Samkvæmt útreikningum Og fjarskipta voru um 86% tilkynninga félagsins á ensku umrætt tímabil. Og fjarskipti telja vinnubrögð Kauphall- arinnar í málinu ekki vera fullnægj- andi enda hafði félagið ekki fengið formlega tilkynningu þess efnis að framangreind 90% regla væri for- senda þess að félagið hlyti sæti í úr- valsvísitölunni,“ segir í tilkynning- unni. Viðvörunarkerfi hugsanlegt „Okkur þykir þetta sérstaklega bagalegt vegna þess að á fundi sem við áttum með Kauphöllinni ekki alls fyrir löngu var okkur hrósað fyrir það hve vel við hefðum staðið okkur, og ekki var einu orði minnst á að við værum í hættu varðandi birtingar á ensku,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Og fjarskipta. Páll segir það vel hugsanlegt að taka upp einhvers konar viðvörunar- kerfi, þar sem félög á úrvalslista, sem ekki hafa staðið sig sem skyldi í birt- ingu á ensku fái tilkynningu þess efn- is frá Kauphöllinni. „Það læra allir af reynslunni, og við erum ekkert und- anskilin því. Mér finnst alveg koma til greina að skoða þetta,“ segir Páll. Eiríkur segir það líka skjóta skökku við að félög, eins og Og fjar- skipti, sem birt hafa meirihluta sinna tilkynninga á ensku, þótt 90% mark- inu hafi e.t.v. ekki verið náð, þurfi að láta eftir sæti sitt í Úrvalsvísitölunni handa fyrirtækjum sem aldrei hafa þurft að birta sínar tilkynningar á öðru máli en íslensku. „Ég tel að þetta mál undirstriki það að það ætti að vera kvöð á öll fé- lög sem skráð eru í Kauphöllinni, ekki aðeins á þau sem eru á Úrvals- listanum, að birta allar sínar tilkynn- ingar á ensku.“ Í tilkynningunni segir að lokum að Og fjarskipti hafi fullan hug á að bæta ráð sitt og muni framvegis birta allar tilkynningar á ensku. Vinnubrögð Kauphallar gagnrýnd Morgunblaðið/ÞÖK Enska Forstjóri Og fjarskipta leggur til að öllum fyrirtækjum í Kauphöll- inni verði gert að birta tilkynningar sínar á ensku. ENN flækist framhaldssagan um sænska tryggingafélagið Skandia. Sænska dagblaðið Dagens Industri gerir því skóna í gær að Pehr G. Gyllenhammar, fyrrverandi for- stjóri Volvo, sem er goðsögn í sænsku viðskiptalífi, sé að blanda sér í baráttuna um Skandia. Gyll- enhammar er stjórnarformaður í breska tryggingafélaginu Aviva sem nú hefur keypt stóran hlut í Old Mutual, sem, eins og áður hef- ur komið fram, rær að því öllum árum að kaupa Skandia. Talið er að hlutur Aviva í Old Mutual sé ekki minni en 3,16%. Gyllenhammar tengist Skandia frá fyrri tíð, en hann var þar for- stjóri áður en hann réðist til Volvo. Ennfremur segir DI að fað- ir hans eigi mestan heiðurinn að umbreytingu Skandia yfir í „nú- tímalegt“ tryggingafélag. Tals- menn Aviva vilja draga úr þætti Gyllenhammars í kaupunum og segja að hér sé um venjulega fjár- festingu að ræða. Hlutur Burðaráss 3,6% Samkvæmt nýjum hluthafalista í Skandia er hlutur Burðaráss hf. nú 3,6% og fyrirtækið því næst stærsti hluthafi og stærsti einstaki hlut- hafi en stærsti hluthafi er Fidelity Mutual Funds, sem er sjóður. Hlutur Kaupþings banka í Skandia er 2,1%, en eins og áður hefur komið fram hefur KB banki lýst yfir áhuga á að kaupa Skand- iabanken, dótturfélag Skandia. Fyrrverandi forstjóri Skandia kaup- ir í Old Mutual ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur ákveð- ið, í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sem fram fór hinn 9. júní sl., að út- lánsvextir íbúðalána sjóðsins verði óbreyttir, eða 4,15%. Þetta kemur fram í frétt á vef Kauphallar Íslands. Þar segir að vaxtaákvörðun Íbúða- lánasjóðs byggi á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 9. júní sl. Alls bárust tilboð að nafnvirði 22,3 milljarða króna en tilboðum að nafnverði 5,25 milljarða var tekið. Vegin heildarávöxtunarkrafa tek- inna tilboða án þóknunar er 3,54% en 3,57%, með þóknun. Vaxtaálag vegna rekstrar, varasjóðs og upp- greiðsluáhættu er sem fyrr 0,6%. Út- lánsvextir eru því 4,15%. Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu um 7,9 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 1,8 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum FL Group, 2,6%, en mest lækkun varð á bréfum Flögu, 2,7%. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,3% og er nú 4.067 stig. FL Group hækkaði mest ● HAGVÖXTUR hefur ekki mælst minni frá samdráttarárinu 2002, samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Kröftugur vöxtur var í þjóðarútgjöldum og jukust þau um 11,1% frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs og hafa ekki vaxið hraðar frá 3. fjórðungi ársins 1998, að því er segir í Vegvísi Landsbankans. Þar segir að sama sé að segja um einkaneyslu, sem er talin hafa vaxið um 9,4% á fyrsta ársfjórðungi. Fjár- festing jókst einnig mjög mikið og er áætluð um fjórðungi meiri en á sama tímabili fyrra árs. Hins vegar jókst halli á viðskiptum við útlönd verulega. Innflutningur var tæplega 18% meiri en á sama tíma í fyrra, en útflutningur dróst saman um 3%. Einkaneysla eykst um 9,4% KAPPHLAUP bandarísku og evr- ópsku flugvélaframleiðendanna Boeing og Airbus setur sterkan svip á flugsýninguna í París sem hófst í gær. Grunnt er á því góða á milli fé- laganna, samkeppnin er hörð og ásakanir ganga á víxl um ólöglega fjármögnun þróunarverkefna. Hefur Alþjóða viðskiptastofnunin, WTO, verið beðin um að skera úr um málið. Í morgun tilkynnti t.d. flugfélagið Qatar Airways um kaup á allt að 60 Airbus 350-þotum fyrir um 10,6 milljarða dollara, í stað Boeing 787- flugvéla sinna en ennfremur að það myndi panta að minnsta kosti 20 Boeing 777. Engu að síður eru þetta vonbrigði fyrir Boeing, sem þegar hefur fengið pantanir á 266 vélum af 787-gerðinni. Flugvélarisar takast á                              !"#   !$   % "&' (&  )* &# &  )#&  $&' (& % "&'  +,"  -# .    /0,.  /0 !. ,  &#(  1        ! 0 % "&'  2 &'  20 .&  3(&   $45& .6 &&  78,.  /%!  /"0   9    :9## &#0   &  ; && "  &  <0 00 =/5(,#   !  "#  (  ! ,"' >9..  $&' 40 % "&'   /" ?"# /"&'  :5 5  " $%  & @A>B /4    ,          = =    =  = = =  = = = = = = = = = = ,9 &#  9   , = = = =  = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = C =DE = C  DE = C =DE C DE C = DE C = DE = C = DE = = = C DE C = DE = = = = = C  DE = = = = = = = = = = = 2, "'    '# & : "( 4 " '# F ) /"                 = =     =  = = =  = = =  = = = = = = =                 =       =                 =       =   =  =  ;    4 *G   :2 H #&"  !."'         = =   = = = = = = =  = = = = = = = :2= I  0 0"'&' " ".  :2= /9"'  "  ",##. 0 9  "( , &  :2= ;,#& 9  0 . 0#&& ?"#  :2=  (, & G#,,&' 7 'J /KL    D D !:/> M N    D D A A -+N  D D )!N 7 , D D @A>N MO 3&,    D D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.