Morgunblaðið - 14.06.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 14.06.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 19 DAGLEGT LÍF „VERA mín hér í Portúgal er í reynd hundi að kenna,“ segir meistarakokk- urinn Erla Óladóttir þegar hún gefur sér tíma tíma til að setjast niður seint um kvöld að afloknum vinnudeginum. Hún er búin að afgreiða allar pant- anir frá matargestum sínum þetta kvöldið og menn eru farnir að tínast út í myrkrið, mettir og glaðir. Róm- antík og rólegheit svífa í loftinu á veit- ingastaðnum enda segist Erla vilja skapa slíkt andrúmsloft í kringum sig, sem henni hefur svo sannarlega tekist. Veitingastaðurinn Casa Bito- que stendur við þröngar götur í miðjum smábænum Guia og er rétt fyrir utan bæinn Albufeira, sem er Ís- lendingum orðinn að góðu kunnur. Tíu ár eru síðan Erla hóf veit- ingarekstur í Guia, en hún stækkaði við sig og opnaði á nýjum stað fyrir rétt rúmu ári eftir að hafa unnið sleitulaust í þrjá mánuði við að skrapa upp gamlar gólffjalir og inn- rétta staðinn hátt og lágt. Útsaumað- ur klukkustrengur og púðar eru meðal inn- anstokksmuna því eitt af áhuga- málum Erlu er útsaumur. „Eins og góð og vel upp al- in íslensk stúlka, finnst mér af- skaplega gam- an að bródera,“ segir Erla og hlær. Í eldhúsinu sínu er hún Erla svo sannarlega á heimavelli. Ég hafði fengið franska lauksúpu í forrétt, andabrjóst í aðalrétt og súkkulaði- og sítrón- umús með jarðarberjum og blæju- berjum í eftirrétt. Hver réttur er bor- inn fram af mikilli natni, en í þjónshlutverkinu er portúgalskur eiginmaður Erlu, Fernando Men- domca, listamaður frá bænum Quinbra í Norður-Portúgal. Erla seg- ir að þó matseðillinn sé ekki langur, svínvirki hann og því sé engin ástæða til að breyta honum í bráð. „Ég útbý allan mat frá grunni um leið og pöntun berst, þar með talið sósurnar, og því er örbylgjuofninn mjög óvinsæll í minni kokkamennsku. Brauð og eftirrétti geri ég sjálf og lík- lega er þetta eini veitingastaðurinn hér um slóðir sem ekki býður upp á hamborgara og franskar.“ Ástfangin á rútustöð Erla er alin upp í Hlíðunum í Reykjavík, en segist hafa farið að heiman 14 ára gömul, eins og upp- reisnarseggir gerðu þá. Hún fékk vinnu hjá Sæmundi Jónssyni í bak- aríinu í Austurveri. Fimmtán ára gömul gerðist hún au-pair stúlka hjá íslenskri konu og enskum manni á Englandi og hitti þar svo tilvonandi enskan eiginmann sinn rétt eftir 16 ára afmælið. „Ég var sem sagt bráð- þroska ung kona og fór að búa með kærastanum í bát eftir tveggja mán- aða kynni enda var hann bátasmiður. Við eignuðumst fljótlega tvö börn og fórum að rækta hunda í bænum Rugby í Mið-Englandi. Portúgalskur maður hafði óskað eftir því að fá að kaupa af okkur veiðihund, en ætlaði á síðustu stundu að hætta við kaupin þar sem hann sá sér ekki fært að ná í hundinn til Englands. Maðurinn minn tók ekki annað í mál en að við færum sjálf með hundinn til Portú- gals og tækjum okkur tveggja vikna frí í leið- inni. Það varð úr og um leið og ég var stigin út úr flugvélinni í Portúgal var ég orðin hugfangin af landinu og hugsaði með mér að hérna yrði ég að eiga heima. Hundurinn komst heilu og höldnu til eiganda síns, en í þessari ör- lagaríku ferð hitti ég núverandi manninn minn þar sem við áttum samleið um sömu rútustöð í Norður- Portúgal. Bæði Fernando og við hjónin höfðum misst af rútunni til Algarve og þarna sátum við og biðum eftir annarri rútu. Á svipstundu varð ég hreinlega ástfangin upp fyrir haus. Staðan var hinsvegar sú að bæði vor- um við hvort í sínu hjónabandinu og áttum tvö börn hvort. Við hittumst á ströndinni og ákváðum að skrifast á, en svo fjaraði sambandið út hægt og bítandi. Þar sem þrár mínar og langanir á þessum tíma snerust um að flytja til Portúgals, ákváðum við hjónin að selja húsið okkar á Englandi og eig- inmaðurinn hóf að leita að landi í Portúgal sem við gætum hugsanlega haft lifibrauð af. Við settumst að á vesturströndinni, rétt fyrir utan bæ- inn Villa do Bispo og við tók heilmikið basl. Það er samt alltaf þessi dásam- lega bjartsýni, sem svífur yfir vötnum þegar maður er ungur og þá er ekk- ert óyfirstíganlegt. Maðurinn minn var ekki jafn hugfanginn af Portúgal og ég, en hann varð hinsvegar skot- inn í annarri konu. Hugur minn var oft bundinn við Fernando og innst inni vonaðist ég til að hitta hann á ný. Og það kom að því að ósk mín rættist. Við hittumst af ein- skærri tilviljun fyrir utan krá í London fyrir 12 árum, þá bæði fráskilin og með nánast uppkomin börn. Frá þeim degi varð ekkert aftur snúið.“ Fernando og Erla, sem nú er orðin 47 gömul, búa nú úti í sveit um 30 km frá veitingastaðnum, þar sem fastir heimilismenn eru líka hundarnir Luigi og Totó, sem Erla segir að séu hálfgerðir götustrákar og geti vel heitið Gvendur og Loðinnbarði upp á íslensku. Engir stjörnustælar í Cliff Uppi á einum vegg veitingastað- arins hangir innrammað boðskort, áritað af söngvaranum Cliff Richard, þar sem hann býður Erlu og Fern- ando til vínsmökkunar á búgarð sinn í Guia, en Cliff féll fyrir Portúgal fyrir fjölmörgum árum, líkt og Erla, og keypti sér búgarð þar sem hann ræktar m.a. vín undir heitinu Vida Nova sem á íslensku þýðir „Nýtt líf“. „Þetta var mjög skemmtilegt boð þar sem við vorum meðal áttatíu boðs- gesta." Cliff er nefnilega orðinn fasta- gestur hjá Erlu auk þess sem fjöl- margir leikarar úr bresku leikhúslífi hafa staldrað við og átt kvöldstund á Casa Bitoque. „Þetta er gjarnan fólk, sem á villur hérna allt í kring eða vinafólk þeirra. Það lætur hvað annað vita af góðum veitingastöðum og því eru sögusagnir mín besta auglýsing.“ Að sögn Erlu er Cliff Richard in- dælismaður, vinalegur og lætur lítið á sér bera. „Hann er ekki með neina stjörnustæla og vill alltaf tala við mig á portúgölsku. Hann kemur alltaf inn í eldhúsið til mín til að heilsa upp á mig og þakkar svo fyrir sig með handabandi þegar hann kveður. Hon- um finnst kálfalifrin mín alveg svaka- lega góð og bökurnar mínar lostæti, t.d. kjúklingaferskja og cambembert í búttudeigi. Innbakað nautakjöt og sveppir með rauðvínssósu er líka í miklu uppáhaldi auk þess sem hann fær sér gjarnan pönnsur og ávexti í eftirrétt,“ segir Erla og bætir við að Cliff hafi átt hús í Portúgal í meira en 30 ár og með honum í för sé alltaf sami maðurinn, sem sé hans aðstoð- armaður. Búið er að nefna götu í Albufeira í höfuðið á söngvaranum og síðastliðið sumar hélt hann fría tón- leika við fiskimannaströndina þar sem færri komust að en vildu. Sátt við eigin hlut Athygli vekur hversu vel Erla talar móðurmálið sitt í ljósi þess að hún flutti frá Íslandi 15 ára gömul og fær nú orðið fá tækifæri til að æfa sig á ís- lenskunni. „Ég reyni hvað ég get, en ég held að hann afi minn, Kristján, myndi lemja mig með priki ef hann heyrði til mín núna. Hann tók nefni- lega af mér loforð einu sinni um að sletta hvorki dönsku né ensku inn í ís- lenskuna og ég reyni að standa við það.“ Erla segist ekki geta svarað því af hverju sér líði vel í Portúgal, en fyrir utan þetta suðræna indæla land sé Ís- land uppáhaldsstaðurinn í veröldinni. „Maður saknar alltaf þess sem liðið er og maður á ekki lengur. Barnshug- urinn saknar Íslands eins og það var og minninga um óskalög sjúklinga á laugardögum á meðan straujað var og tekið til.“ Þegar Erla er spurð um framtíð- aráformin, svarar hún því til að til standi að halda ótrauð áfram í veit- ingarekstrinum. „Guð var svo góður að gefa mér kokkahendur. Ég er orð- in afskaplega sátt við minn hlut nú orðið þó margt hafi gengið á í lífinu og það kennt mér ótal margt. Það væri samt ósköp gott að geta hengt svunt- una upp eftir fimm til tíu ár í viðbót og slappað aðeins af, en á meðan ég get eldað góðan mat og gert fólki til hæfis, kvarta ég ekki,“ segir þessi geðþekka veitingakona að lokum.  PORTÚGAL | Erla Óladóttir rekur veitingahúsið Casa Bitoque í smábænum Guia „Guð var svo góður að gefa mér kokkahendur“ Hjónin Erla Óladóttir og Fernando Mendomca á Casa Bitoque við inn- rammað boðskort, áritað af fastagestinum Cliff Richard. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Erla er svo sannarlega á heimavelli í eldhúsinu sínu. Súkkulaði- og sítrónumús með jarðarberjum og blæjuberjum. Óhætt er að segja að Erla Óladóttir hafi ekki geng- ið troðnar slóðir í lífinu. Jóhanna Ingvarsdóttir fékk dásamlegan kvöldverð hjá hennni á veitinga- húsinu Casa Bitoque. Cliff Richard er fastagestur hjá Erlu því honum líkar matseldin hennar. Casa Bitoque, Rua Humberto Delgado, 62, Guia 8200 Albufeira. Sími: 289-561324. join@mbl.is EFNI sem oft eru notuð í umbúðir utan um mat geta orsakað brjósta- krabbamein hjá konum, að sögn vísindamanna sem breska blaðið The Guardian vitnar í á vef sínum. Rannsókn vísindamanna við Tufts-læknaháskólann í Boston tengir efnið bisphenol-A eða BPA við byrjunarstig krabbameins í músum og hvetja aðstandendur rannsóknarinnar til hertari reglu- gerða um notkun efnisins í mat- vælaumbúðir af þeim sökum. BPA er notað í plastílát eða -umbúðir og aðrar rannsóknir hafa bent til þess að efnið geti borist úr ílátunum eða umbúðunum og mannslíkaminn geti tekið það upp í litlu magni. Afleiðingarnar hjá þunguðum músum af því að fá ákveðna skammta af BPA voru m.a. að mjólkurkirtlarnir breyttust og ein- kenni áþekk byrjunarstigi krabba- meins greindust. Einnig urðu mýsnar vanhæfari til að losa sig við skemmdar frumur. Gwynne Lyons, talsmaður umhverf- issamtakanna WWF, segir í Guardian að svo virðist sem ekki megi hrófla við iðnaðinum og við- skiptunum og hvetur til þess að bresk stjórnvöld og aðildarríki ESB beiti sér fyrir rannsóknum til að koma öruggari efnum á mark- að. Verkjalyf og brjóstakrabbamein Í Guardian er greint frá annarri rannsókn sem varðar brjósta- krabbamein, en þar er ályktað að langvarandi neysla á verkjalyfinu ibuprofen geti aukið hættu á brjóstakrabbameini. Vísindamenn við Háskólann í Suður-Kaliforníu fóru yfir heilsufarssögu 114 þús- und kvenna og báru saman við lyf sem þær sögðust hafa tekið. Lengi hefur verið litið á lyfið sem eitt af þeim öruggustu en rannsóknin getur breytt því. Frekari rann- sókna er þörf áður en ályktanirnar verða staðfestar.  HEILSA | Talið að efnið BPA geti ýtt undir myndun brjóstakrabbameins Varasamt efni í matvælaumbúðum Morgunblaðið/ÞÖK Rannsóknir hafa bent til þess að efnið bispehenol-A geti borist úr plast- ílátunum eða umbúðum og mannslíkaminn tekið það upp í litlu magni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.